Tíminn - 14.12.1990, Blaðsíða 7

Tíminn - 14.12.1990, Blaðsíða 7
Föstudagur 14. desember 1990 Tíminn 7 VETTVANGUR Þórarinn Þórarinsson: I öryggismálum á Island meiri samleið með Banda- ríkjunum en Þýskalandi Við lok kalda stríðsins og minnkandi stríðshættu milli austurs og vesturs í Evrópu hafa vakið undrun margra þau ummæli Jóns Baldvins Hannibalssonar utanríkisráðherra, að þetta breytta ástand auki mikilvægi tvíhliða vamarsamn- ings milli Islands og Bandaríkjanna. Eftir nánarí íhugun mun mönnum þó ljóst, að þetta er hárrétt niðurstaða. Rökin fyrir henni felast í hnatt- stöðu íslands, sem er eyja á neðan- sjávarhrygg milli Ameríku og Evr- ópu. Komi til þess, eins og Þjóð- verjar og Frakkar virðast nú stefna að, að Efnahagsbandalagið taki að sér það hlutverk af Atlantshafs- bandalaginu að verja Vestur-Evr- ópu, rís sú spurning, hvort eðlilegt sé að ísland skipi sér frekar í sveit með Þýskalandi, sem verður áhrifamesta ríkið í Efnahags- bandalaginu, eða Bandaríkjunum, Þáttur varnareftirlitsins, sem yrði á íslandi á frið- artímum, getur orðið verulegur og gæti m.a. náð til ýmissa mikil- vægra umhverfismála, eins og t.d. að halda kjarnavopnum frá höf- unum. ísland getur haft betri aðstöðu til áhrifa á því svæði í samvinnu við Bandaríkin en önnur lönd, sem minna mega sín á því sviði. sem eru áhrifamest Ameríkuríkj- anna og öflugasta ríkið á Atlants- hafi. ísland kann að verða eitt þýð- ingarmesta ríkið á Atlantshafinu, því að þar yrði ein mikilvægasta eftirlitsstöðin í þessum heims- hluta, en eigi friður að haldast verður eftirlit enn þýðingarmeira en áður. ísland getur þá orðið að velja á milli þess að eiga samvinnu við Þýskaland eða Bandaríkin. Eins og málin horfa nú, ætti þetta ekki að verða erfitt val. Eðlilegast er að leita samvinnu við það ríkið, sem er öflugast á Atlantshafinu. Svo vel vill líka til, að ísland er bú- ið að hafa varnarsamstarf við það ríki í fleiri áratugi og verður ekki annað sagt en að það hafi gefist vel og ólíklegt er að annað hefði reynst betur í þeim efnum. Hnatt- staða íslands og söguleg reynsla benda þannig til þess, að ísland eigi að halda áfram að efla varnar- samvinnu við Bandaríkin frekar en að snúa sér í aðrar áttir. Þáttur varnareftirlitsins, sem yrði á íslandi á friðartímum, getur orð- ið verulegur og gæti m.a. náð til ýmissa mikilvægra umhverfis- mála, eins og t.d. að halda kjarna- vopnum frá höfunum. ísland getur haft betri aðstöðu til áhrifa á því svæði í samvinnu við Bandaríkin en önnur lönd, sem minna mega sín á því sviði. í þessu sambandi er ekki fjarri lagi að vitna í tillögu, sem breskur fulltrúi í framkvæmdastjórn E.B. varpaði fram á síðastliðnum vetri. Tillagan var á þá leið, að tekin yrði upp verkaskipting innan Nató. Fjögur ríki, eða Bandaríkin, Kan- ada, ísland og Noregur, fengju það hlutverk að gæta siglingaleiðar- innar milli Evrópu og Ameríku, en Öll þessi mál virðast nú á hverfanda hveli og ekki gott að spá um nið- urstöðuna. íslendingar mega ekki blindast um of af áróðri í Vestur- Evrópu og telja þann heimspart eina hluta veraldarinnar þar sem mikilvægar breytingar eiga sér stað. Við þurf- um að hafa stærri sjón- deildarhring og m.a. forðast það að varpa því frá okkur í einhverri vímu, að varnarsamn- ingurinn við Bandaríkin hafi ekki lengur neinu hlutverki að gegna. Jón Baldvin Hannibalsson utan- ríkisráöhena. önnur Natóríki fengju það verkefni að sjá um varnir Natóríkjanna á meginlandi Evrópu. Síðan hefur það gerst að Þjóðverjar og Frakkar hafa lagt til að E.B. yrði skipulagt sem sérstakt ríki og virðist með því stefnt að því að gera Bretum erfitt fyrir og jafnvel útiloka þá frá þátt- töku í E.B. Færi svo, virðist ekki ósennilegt að Bretar snúi sér til vesturs og leiti samstarfs við hið stóra fríverslunarbandalag, sem verður myndað af öllum ríkjum Norður-, Suður- og Mið-Ameríku, en Bush Bandaríkjaforseti ferðað- ist nýlega til Suður-Ameríku þeirra erinda. Öll þessi mál virðast nú á hverf- anda hveli og ekki gott að spá um niðurstöðuna. íslendingar mega ekki blindast um of af áróðri í Vest- ur-Evrópu og telja þann heimspart eina hluta veraldarinnar þar sem mikilvægar breytingar eiga sér stað. Við þurfum að hafa stærri sjóndeildarhring og m.a. forðast það að varpa því frá okkur í ein- hverri vímu, að varnarsamningur- inn við Bandaríkin hafi ekki lengur neinu hlutverki að gegna. Það hefur svo sitt að segja í þess- um efnum, að stjórnmálalega á ís- Iand miklu meiri samleið með Bandaríkjunum en Þýskalandi og Frakklandi. Tvær síðustu aldirnar hefur stjórnarfar í Bandaríkjunum byggst á traustum lýðræðisgrund- velli, en á sama tíma hefur stjórn- arfarið hjá Frökkum og Þjóðverj- um verið á ótraustum grundvelli og ýmist hneigst að einræði eða lýðræði. Af þeirri ástæðu eiga ís- lendingar meiri samleið með Bandaríkjunum en Þýskalandi og Frakklandi. Þetta kom ekki síst í ljós í síðustu heimsstyrjöld. Öryggismálin hljóta að ráða mjög miklu í afstöðu íslendinga til Evr- ópu. En valdamenn í Evrópu hljóta að telja það skipta miklu fyrir sig að ná yfirráðum yfir því eftirlits- hlutverki, sem Island hefur að gegna í framtíðinni. íslendingar þurfa að gefa þeirri viðleitni góðar gætur. Þess vegna er þeim hyggi- legast að treysta þann grundvöll, sem þegar hefur verið lagður í þessum efnum og reynst vel til þessa. BOKMENNTIR FJORIR FORSETAR Bjarni Guömarsson og Hrafn Jökulsson: Forsctar lýðveldisins Skjaldborg 1990 fslendingar hafa ekki haft mikið af hátignum neins konar að segja á borð við aðrar þjóðir. Konungar landsins á fyrri tíð voru líklega of langt í burtu og þótt menn sýndu þeim skylduga virðingu, þekktist ekki hér sú ást á þessum persónum sem runnin var annarra landa þjóð- um í merg og blóð. Kannske fórum vér einhvers á mis: „Frá hásæti kon- ungsins streymir fágun og hátt- prýði, sem lætur hinn lægst setta af þegnunum ekki ósnortinn," sagði Samuel gamli Johnson. Kannske er durtshátturinn í þjóðareðlinu ein- mitt kóngleysinu að kenna! Afstað- an til forsetaembættisins hefur ekki verið alls ólík afstöðunni til kóngs- ins. íslendingar sýna forseta sínum að vísu skylduga virðingu, enda þær persónur sem með embættið hafa farið alls góðs maklegar, en áhuginn á þeim sem einstaklingum hefur aldrei farið fram úr góðu hófi — nema þá þær fáu vikur sem forseta- kjör er í uppsiglingu. Nú hafa tveir ungir rithöfundar samið myndarlega bók um þá fjóra forseta sem vér höfum eignast. Ekki þarf lengi að lesa til þess að komast að því er bókin er prýðis fjörlega skrifuð og því læsileg í besta lagi. Þeir Bjarni og Hrafn nálgast efni sitt án alls þrúgandi hátíðleika og líta ekki fram hjá ýmsum kátlegum hliðum í fari forseta vorra eða þá einu og öðru sem skapaði styr um þá á einhverju skeiði ævinnar. En hvar- vetna er svo á haldið að hvergi er farið yfir mörk hins sæmilega, held- ur aðeins aukið á litríki frásagnar- innar. Ánægjulegastur aflestrar fannst oss þátturinn af Sveini Björnssyni og frú Georgíu. Sagt er frá hinum nánu samskiptum Sveins við föður sinn, Björn Jónsson ráðherra, á miklum átakaárum í pólitík í landinu og sendiherrastörfum hans á miklum viðsjártímum. Þá ríkisstjóraárunum og loks því er hann tók að finna hinu unga forsetaembætti svip og mót. Þáttur Ásgeirs Ásgeirssonar er einn- ig merkilegur og fróðlegur og marg- víslegu stjórnmálavafstri hans gerð ágæt skil. Margar smellnar sögur og tilsvör verða á vegi lesanda hér. Um þætti Kristjáns Eldjárns og Vigdísar Finnbogadóttur skal færra rætt hér, enda þau svo nærri í tímanum. En skemmtun er af stúdentagamni Kristjáns ýmsu og kveðskap (Unn- dórsrímum) og veigur í að lesa um þetta. Þetta er fallega út gefin bók, prent- uð á stóru letri, svo eldra fólk ætti auðvelt með að lesa hana, enda ekki ótrúlegt að efnið veki áhuga þess fremur en hinna yngri. Þá prýðir bókina grúi mynda, sem eru vel valdar og hæfa efninu prýðilega. Hvernig svo sem bókinni annars verður tekið, þá er enginn vafi á að bók um forsetana þurfti og átti að skrifa. Það verk hefur nú verið af hendi leyst svo sómi er að. AM Stefán Bj&raaton frá Flögu: Frá torfb* tll lötvualdar á 50 áram. Egilsstöðum 1990. Höfundur er fsddur 1912 og hef- ur skrifað þessa niinningaþætti á efri árum en styðst þá við dagbæk- ur sem hann hefur skrifað. Hér kennir margra grasa en frá- sögntn er ekk) skipuleg. Hér eru smáþættir um fjölmörg atriði. Þetta er líkast því sem menn sögðu frá meðan menn höfðu frið og tíma til að tala saman, svo sem þegar menn heyrðu til annarra þegar fólk var háttað og beið svefnsins eða ef menn lágu fyrir í verbúð án þess að hafa nokkru sér- stöku að sinna. En þarna kemur fram býsna margt sem varðar bú- skaparsögu úr Skriðdalnum. Og höfundur vill greinilega gefa les- endum réttar myndir af sam- gönguskilyrðum í sveitinni meðan ár voru óbrúaðar. Það kemur þama fram glögg mynd af sveitasímunum gömlu þegar allir gátu heyrt allt sem sagt var á línunni. Tvær sÖgur eru sagð- ar af konum f bamsnauð. í öðm tilfellinu var ljósmóðir sótt en t hinu átti að flytja konu til læknis. Þetta vissu allir samtímis úr sím- anum og vom því viðbúnir að verða að 1151 eftir því sem hver gat. Höfundur birtlr nokkuð af tæki- færisvísum. Sumar gerðar eftir pöntun til afnota á þorrablótum. Þetta er ekki stórbrotinn skáld- skapur, enda er það oft svo að bak við slíkt liggur ýmislegt sem að- eins kunnugir skilja og njóta. En með þessu sýnir Stefán að hin foma íþrótt vísnanna er enn sem fyrr vinsæl og menn njóta hennar á alþýðlegan hátt svo sem verið hefur. Þau 50 ár sem vísað er til í titli bókarinnar em Ifklega síðasti ald- arhelmingur, sé miðað við húsa- kostinn i Flögu 1938. Það er ljóst að höfundur er ekki að rckja ævifcril sinn sérstaklega. Hann er að segja frá ýmsu sem markar aldaskil í sögunni og hann hefur orðið vitni að. Þó koma þama inn á milli sögur af ferðum þar sem hann hefur kynnst öðmm byggðum. En það er sama. Þar vill hann geyma mynd af því sem hann sá og reyndi fremur en af sjálfum sér. Engum skyldi bregða við það að Stefán í Flögu geti skrifað og sagt frá þegar þeir vita að amma hans var systir dr. Bjöms Bjarnasonar frá Viðfirði og Halldórs foður Hall- dórs prófessors. H.Kr.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.