Tíminn - 14.12.1990, Blaðsíða 8

Tíminn - 14.12.1990, Blaðsíða 8
8 Tíminn Föstudagur 14. desember 1990 Föstudagur 14. desember 1990 Tíminn 9 s Norskir sérfræðingar hafa á þessu ári gert úttekt á svínarækt hér á landi Dýrara að framleiða kíló af svínakjöti hér en í Danmörku { nýlegri skýrslu norskra sérfræðinga um svínarækt á íslandi kemur fram að fóðurnotk- unin á kg af svínakjöti er u.þ.b. 0,8 fæðuein- ingum meiri á íslandi en í Danmörku og Nor- egi, sem hlýtur að hafa mikla fjárhagslega þýðingu, bæði fyrir bændur og neytendur. í skýrslunni segir einnig að bæta þurfi kyn- bótastarf í svínarækt verulega og það er ásamt öðrum þáttum undirstaða undir aukinni framleiðni í greininni. Þessi skýrsla var unnin af sérfræðingum Norsk Svineavlslag í Noregi fyrir Svínarækt- arfélag íslands. Um er að ræða tæknilega út- tekt á stöðu svínaræktar á íslandi árið 1990, ásamt tillögum um aðgerðir til að auka fram- leiðni í greininni og einnig gæði afurðanna. Sérfræðingarnir fengu það verkefni að gera grein fyrir aðgerðum sem geta aukið fram- leiðnina í íslenskri svínarækt. Við gerð skýrsl- unnar hittu þeir fjölda frammámanna í ís- lenskri svínarækt, heimsóttir voru 11 svína- bændur og 5 sláturhús. Endanleg gerð henn- ar kom út í byrjun ágúst s.l. Neysla svínakjöts hefur aukist Svínaræktarfélag íslands var stofnað árið 1976 til þess að gæta hagsmuna svínabænda og vinna að alhliða umbótum í svínarækt. „ís- lensk svínarækt hefur alltaf lotið lögmálum markaðarins um framboð og eftirspurn. Þess vegna eru svínabændur mjög vel markaðs- meðvitaðir og er Ijóst að hagsmunir þeirra fara alfarið saman við hagsmuni almennings í landinu. Þessi viðhorf hafa mótað áherslur SFÍ frá upphafi, og þessi úttekt er einn af ávöxtum þeirra viðhorfa," segir fyrrverandi formaður Svínaræktarfélagsins, Valur Þor- valdsson, í formála að skýrslunni. Hann bendir á að umræðan um innflutning búvara og samanburður á búvöruverði hér og erlendis hefur farið vaxandi. ,/if hálfu Svína- ræktarfélags íslands er staðhæft: íslenskt svínakjöt þarf ekki að vera umtalsvert dýrara en svínakjöt í nágrannalöndunum, fái greinin aðeins að búa við sambærilegar ytri aðstæður. Meðal þess sem bent er á í skýrslunni eru ýmsar tæknilegar hömlur sem nú koma í veg fyrir að unnt sé að beita hagkvæmum og nú- tímalegum framleiðsluaðferðum hér. Auk þess eru svo ýmsar viðskipta- og stjórnunar- legar hömlur til staðar," segir Valur. Neysla svínakjöts hefur aukist jafnt undan- farin ár, úr 4,4 kg á mann árið 1982 í 10,9 kg 1989. Framleiðslan var 2,680 tonn á síðasta ári og var framleiðslan að meðaltaii 21 tonn af kjöti á hvert bú og því er það mikilvægt að hugað sé að sem bestum afköstum og nýt- ingu, ekki síst í ljósi þess hve framleiðslan er nátengd eftirspurn. Fóðumotkun meiri á íslandi en í nágrannalöndunum í skýrslu norsku sérfræðinganna er til að byrja með bent á þá staðreynd, að íslensk svínarækt er lítil í sniðum, aðeins um 127 bú með um 3,225 lífdýr í allt. Því eru fram- leiðslutölur á íslandi ekki eins háar og fram- leiðslutölur í öðrum löndum með kröftugum svínabúskap, en grundvöllur að góðri afkomu er mikil framleiðni. Hins vegar komast þeir að þeirri niðurstöðu að fóðurnotkunin á kg af kjöti er u.þ.b. 0,8 fæðueinipgum meiri á ís- landi en í Danmörku og Noregi. Það eru auð- vitað sláandi niðurstaða og umhugsunarefni fyrir svínabændur, því það hlýtur að hafa mikla fjárhagslega þýðingu, bæði fyrir bænd- ur og neytendur. Mismunandi kjötflokkun En hvers vegna er ástandið þannig? Margt getur komið til greina, en Norðmennirnir benda m.a. á þá staðreynd að slátursvínin eru fóðruð mjög hóflega. Þeim er því slátrað mjög léttum til þess að ná viðunandi vöðvaprósentu og koma kjötinu í sem hagstæðastan flokk. „Þetta veldur því að grísirnir eru u.þ.b. 225 daga gamlir þegar þeim er slátrað og eru um 80 kg lifandi. Til samanburðar er dönskum og norskum svínum slátrað u.þ.b. 100 kg þung- um og eru annars vegar 180 og hins vegar 165 daga gamlir, með miklu hærri vöðvapró- sentu.“ Jafnframt segja þeir að íslenski svínastofninn hafi greinilega eiginleika til að safna mikilli fitu. Það tengist erfðafræðilegum bakgrunni stofnsins, en einnig hafi flokkunarreglurnar hér á landi veruleg áhrif á allt framleiðsluferl- ið. ,Að auki valda umhverfisaðstæður eins og t.d. snúðtrýni og mikil þrengsli mikilli fóður- notkun og litlum vaxtarhraða." Góð þekking á svínahirðingu Þeir segjast ekki vera í aðstöðu til að tjá sig um gæði skipulagningar og stjórnunar í svínarækt hér á landi, vegna þess að búin sem þeir heimsóttu voru vel fyrir ofan meðallag. „Þótt við sæjum þó nokkurn mismun, virtist okkur að gæði skipulags og stjórnunar á þeim búum sem við vitjuðum væri svipuð og það sem þekkist í Noregi og annars staðar í Evr- ópu. Þekkingin á svínahirðingu var góð, en þekkingin á kynbótastarfi og sjúkdómavörn- um var slakari en það sem við eigum að venj- ast," segja norsku sérfræðingarnir. íslenski svínastofninn er upprunalega kom- inn af svínum sem voru flutt inn fyrir miðja 20. öldina, en það hafa ekki verið fleiri en um 200 gyltur. Síðan þá hefur ekki verið unnið neitt kerfisbundið og almennt kynbótastarf á íslandi að mati skýrsluhöfunda. „Valið á nýj- um lífdýrum hefur byggst á huglægu mati hvers einstaks bónda. Gylturnar eru að mestu valdar úr eigin bústofni, en geltirnir eru keyptir af bændum sem hafa gott orð á sér sem svínabændur. Slíkar aðferðir við val veita mjög takmarkaða möguleika á kynbótum á fjárhagslega mikilvægum eiginleikum, eins og fóðurnýtingu, vaxtarhraða o.s.frv." Eftir Hermann Sæmunds- Leiðir til úrbóta En hvaða leiðir sjá sérfræðingarnir til þess auka framleiðni í íslenskri svínarækt og bæta stofninn? Þeir benda á nokkur atriði í því sambandi. í fyrsta lagi þarf að auka fram- ieiðni, með því m.a. að fleiri got verði á ársg- yltuna og minna verði um vanhöld í smágrís- unum. Þá leggja þeir til sterkari fóðrun og *> . Svo virðist sem íslensk svín éti meir en dönsk svín og úr áti þeirra komi færri kíló af kjöti, en ósköp ern þau samt hugguleg, greyin. vaxtarhraða og minni þykkt á spiki á slátur- grísunum. Og að lokum benda þeir á að minni þrengsli og lægri sjúkdómatíðni er mjög mik- ilvægt í þessu sambandi. Varðandi umhverfisaðgerðir eru nokkur at- riði sem skýrsluhöfundar leggja til að verði sinnt í meira mæli en hingað til. Að þeirra mati er nauðsynlegt að koma á fót sameigin- legu tölvustýrðu kynbóta- og framleiðslu- skýrsluhaldi, með því t.d. að kaupa nýtt danskt kerfi sem nú er búið að hanna. Það hefði í för með sér að framleiðslutölurnar yrðu sambærilegar milli búa og léttara yrði fyrir starfsfólk leiðbeiningaþjónustunnar að veita ráðgjöf. Einnig gæti það gefið sameigin- legan gagnabanka sem væri grundvöllur að sameiginlegu kynbótastarfi. Skýrsluhöfundar vilja einnig að megináhersla verið lögð á skipulag fræðslu fyrir framleiðendur og að leiðbeiningaþjónustan verði styrkt. Kynbótastarf mikilvægt Margt er óunnið í kynbótastarfi í svínarækt- inni að þeirra mati, eins og áður var að vikið. Norsku sérfræðingarnir leggja í frysta lagi til að komið verði á stofn mælingum á unggrí- sum á hverju búi fyrir sig. Með því er átt við skráningu á aldri, þyngd o.fl. á vænlegum kynbótadýrum. Þannig munu fást hugmyndir um kynbótagildi dýrsins fyrir vaxtarhraða og vöðvaprósentu. í öðru lagi að fluttar verði inn nokkrar fengnar gyltur, sem yrðu framrækt- aðar á sérstöku kynbótabúi. Að lokum telja þeir rétt að bæta íslenska svínastofninn með göltum, með því að nota gelti úr innflutta stofninum í venjulegri framleiðslu bæði sem feður sláturgrísa og gyltufeður. Með öllum þessum aðgerðum á að vera hægt að bæta gæði stofnsins og auka til muna framleiðni ódýrar en verið hefur. En hvernig verður þessi skýrsla notuð í framtíðinni, og mun hún koma að gagni? Valur Þorvaldsson kemur að þessu í inngangi sínum. Þar segir hann m.a. að af hálfu Svínaræktarfélags Is- Tfmamynd: Gunnar lands er litið á skýrsluna sem faglegan vendi- punkt og grunn undir frekara faglegt starf í svínarækt. „í skýrslunni er umbúðalaust bent á veikleika greinarinnar og styrkleika, og framundan er að vinna úr tillögum og koma raunverulegum umbótum í framkvæmd. SFÍ hefur þegar hafið það starf á þessum grunni, á þeim sviðum sem mikilverðasta árangurs er að vænta."

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.