Tíminn - 14.12.1990, Blaðsíða 16

Tíminn - 14.12.1990, Blaðsíða 16
AUGLYSINGASIMAR: 680001 & 686300 RÍKISSKIP NIJTÍMA FLUTNINGAR Hatnarhusinu v Tryggvogotu, S 28822 AKTU EKKI ÚT í ÓVISSUNA. AKTUÁ Ingvar Helgason hf. Sævar+röfða 2 Sími 91-674000 Hitaveita Reykjavíkur viðurkennir að vatn frá Nesjavallavirkjun valdi vandræðum: Hitaveitan játar nú útfellingunum Hreinn Frímannsson, yfirverkfræðingur hjá Hitaveitu Reykja- víkur, viðurkenndi í fyrrakvöld á fundi með pípulagningameist- urum að orsaka þrýstingstaps á hitaveitukerfinu að undanfömu megi rekja til útfeílinga sem koma vegna blöndunar ferskvatns úr Nesjavallavirkjun og jarðhitavatns. Talsmenn Hitaveitunnar hafa hingað til neitað þessu, en Sigrún Magnúsdóttir borgarfull- trúi hafði bent á þessa hættu þegar hún fjallaði um málið á borg- Stjórn Hitaveitu Reykjavíkur verða kynntar niðurstöður rann- sóknar sem gerð var vegna þrýsti- tapsins á Hafnarfjarðaræðinni, sem upp kom fyrir síðustu helgi, á fundi sem haldinn verður í dag. Stjórnendur Hitaveitunnar, þar með talinn hitaveitustjóri, hafa til þessa neitað því að þetta væri or- sökin, eða neitað að svara. „Ég talaði um þessar útfellingar í borgarráði vegna þess að sam- kvæmt þeim upplýsingum, sem ég var búin að afla mér, þá gæti ein- mitt þetta komið uppá, sérstak- lega ef til kæmi kuldakast. Þess vegna bað ég um sérfræðingaað- stoð,“ sagði Sigrún Magnúsdóttir í samtali við Tímann í gær. Eins og fram hefur komið í fjöl- miðlum, þá bárust hundruð kvart- ana yfir síðustu helgi til Hitaveit- unnar vegna skorts á heitu vatni í húsum og hafa kvartanir haldið áfram að berast. Flestar kvartan- anna komu frá Hafnarfirði, Garða- bæ og Kópavogi, en áður hafa kvartanir verið að streyma inn vegna óhreininda í vatninu sem munu eiga sér sömu orsakir. Hreinn sagði í viðtali við Stöð 2 í gærkvöldi að ástæðan fyrir þessu væri ekki mannleg mistök, en virkjun jarðhita væri erfið og því væri ekki hægt að segja fyrir víst að vandræði á borð við þessi gætu ekki komið upp aftur. -GEÓ Tíminn FÖSTUDAGUR14. NÓVEMBER1990 Bæjarstjórn Neskaup- staðar um Þjóðleikhúsið: Leikhús allra landsmanna Bæjarstjóm Neskaupstaðar hefur samþykkt ályktun þar sem því er harðlega mótmælt að Þjóðleikhúsið skuli aðeins fara með sýninguna Næturgalinn í grunnskóla höfuð- borgarsvæðisins, en ekki í grunn- skóla úti á landi. í fréttatilkynningu frá bæjarstjóm- inni kemur fram, að Þjóðleikhúsið hafi auglýst sýninguna Næturgalinn sem sýningu fyrir allt landið. I kjöl- farið hafði formaður menningar- nefndar Neskaupstaðar samband við forsvarsmenn Þjóðleikhússins og Menntamálaráðuneytisins til að spyrjast fyrir um það hvenær sýning- aryrðu í grunnskólum áAusturlandi. Hann mun hafa fengið þau svör að, ekki væri gert ráð fyrir því að farið sé með sýninguna lengra en í grunn- skóla Reykjavíkur og nágrennis. í ályktun sem bæjarstjórnin sam- þykkti er þessum vinnubrögðum harðlega mótmælt og bent er á að Þjóðleikhúsið er ríkisstofnun og ber sem slíkri að leitast við að veita íbú- um landsins sem jafnasta þjónustu. „Bæjarstjórn minnir í þessu sam- bandi á yfirlýsingar forsvarsmanna Þjóðleikhússins um að sá tími, sem Þjóðleikhúsið er í endurbyggingu, verði notaður til að stórauka sýning- ar á landsbyggðinni." -hs. Breytingartillögur við fjárlagafrumvarpið til afgreiðslu á Alþingi: Utgjöld ríkisins upp um 890 millj. Fjárveitinganefnd leggur til að útgjaldaliður fjárlagafrumvarpsins verði hækkaður um 890 milljónir. Auðvelt hefði veríð fyrir nefndina að hafa þessa tölu mun hærrí, því að nefndinni bárust fjárbeiðnir upp 9,8 milljarða. Búast má við að útgjöld ríkissjóðs hækki enn frekar við þriðju umræðu um fjárlögin, en Qárveitinganefnd frestaði að taka á ýmsum erfiðum vandamálum. Þessi erfiðu mál eru nú til meðferðar hjá ríkisstjórninni. Fjárveitinganefnd hefur haft nóg að gera síðan Alþingi hóf störf að nýju eftir sumarleyfi. Henni bárust aíls 1224 erindi frá fjölmörgum stofn- unum, samtökum og einstaklingum í þjóðfélaginu. Heildarfjárhæð um- sókna um útgjöld úr ríkissjóði um- fram fjárlagafrumvarpið nam 9,8 milljörðum króna. Margir umsækj- endur fengu nei við erindum sínum Frá næstkomandi áramótum munu fyrirtækin Kreditkort hf. og Sam- kort hf. sameinast. Samningur hef- ur verið gerður milli fyrirtækjanna, þó með fyrirvara um samþykki stjóma og hluthafa þeirra. Ragnar Pálsson, framkvæmda- stjóri Samkort hf., sagði í samtali við Tímann í gær að ástæðan fyrir sameiningunni væri fyrst og fremst hagræðing í rekstri, ásamt því að með því gætu fyrirtækin boðið betri þjónustu við korthafa og samstarfs- því að fjárveitinganefnd leggur til að fjárveitingar verði hækkaðar um að- eins rúmar 890 milljónir. í fjárlaga- frumvarpinu er gert ráð fyrir að út- gjöld ríkissjóðs á næsta ári verði 103.213 milljarðar, en tekjur 99.563 milljarðar. Eins og nærri má geta eru það fjár- frekustu ráðuneytin sem fá mesta viðbótarfjárveitingu. Heilbrigðis- aðila. Öll starfsemi Samkorts hf. flytur í húsnæði Kreditkorts hf. að Ármúla 28 um næstu áramót. Engin breyt- ing er fyrirhuguð á útgáfu og notk- unarmöguleikum Samkorta og Eurocard frá því sem verið hefur. Þó er stefnt að því að Samkort verði jafnframt alþjóðlegt greiðslukort, sem nota má á yfir 8 milljón af- greiðslustöðum Eurocard víða um heiminn. —GEÓ ráðuneytið fær rúmar 415 milljónir í viðbót og menntamálaráðuneytið fær rúmar 155 milljónir í viðbót. Ekki er gert ráð fyrir að útgjöld breytist hjá fjármálaráðuneyti, við- skiptaráðuneyti og hagstofu íslands. Fjárveitinganefnd skilar alltaf aðal- breytingatillögum sínum við aðra umræðu um fjárlög. Að þessu sinni hefur nefndin neyðst til að vísa nokkrum málum til þriðju umræðu. Um er að ræða nokkur stór og erfið vandamál. Málefni byggingarsjóð- anna, Byggingarsjóðs ríkisins og Byggingarsjóðs verkamanna, eru í meðferð hjá ríkisstjórn og bíða því til þriðju umræðu. Sama á við um ráðstöfun fjár í Endurbótasjóð menningarbygginga og um óskir um aukagreiðslur vegna fram- kvæmda við Þjóðarbókhlöðu og framkvæmda á Bessastöðum. Mál- efni Leikfélags Akureyrar og ís- lensku óperunnar eru til umfjöllun- ar í menntamálaráðuneyti og hjá sveitarfélögunum sem aðild eiga aö málum stofnananna. Fjárveitinganefnd hefur ennfremur orðið að fresta að taka ákvörðun um viðbótarfjármagn til hafnarmála, en þar eru á ferðinni nokkur álitamál. Framlög til jarðabóta, samkvæmt jarðræktarlögum og viðbótarfram- lag til sauðíjárveikivarna vegna riðuniðurskurðar á árinu 1986, bíða einnig til þriðju umræðu. Kortafyrirtæki sameinast Gunnar Bjamason, fýrrv. ráðunautur og skólastjóri, átti 75 ára af- mæli í gær. Gunnar hefur unnið mikið starf við að kynna íslenska hestinn á eriendri grund og kenna útiendingum og raunar einnig islendingum að meta veröleika og sérstöðu hans sem vert er. I til- efhi afmælis Gunnars var móttaka í féiagsheimili Fáks og kom mikill fjöldi til að samfagna Gunnari. Hér stendur Gunnar íkiædd- ur búningi íslenskta tamningamanna og orðum prýddur milli Hall- dórs E. Sigurðssonar, fýrrverandi ráðherra, til vinstri á myndinni og Sveinbjamar Dagfinnssonar, ráðuneytissfjóra landbúnaðar- ráðuneytisins. TlmamyrKl: Pjetur FÉLL AF ÞAKI Maður féll ofan af þaki á nýbygg- ingu í Hiíðariundi á Akureyri í gær. Húsið er tveggja hæða og að sögn lögreglu slasaðist maðurinn tals- vert, en ekki er nánar vitað um meiðsli. Maðurinn var við byggingarvinnu í húsinu þegar óhappið varð. —SE

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.