Tíminn - 15.12.1990, Blaðsíða 7

Tíminn - 15.12.1990, Blaðsíða 7
Eina myndin sem til er af ríkisstjóminni 1938. Upp viö vænginn standa Hermann Jónasson forsætisráðherra, Skúli Guðmundsson og Eysteinn Jónsson. firðinga, og pilturinn frá Syðri- Brekkum, og gerðu upp mál sín frammi fyrir kjósendum. Magnús átti marga fylgjendur og aðdáend- ur í Skagafirði. Einn þeirra var hinn mæti klerkur, séra Hallgrím- ur Thorlacius í Glaumbæ. Á þeim tíma, sem Magnús var dómsmála- ráðherra í stjórn Ásgeirs og mest gekk á út af embættisfærslu hans, dreymdi séra Hallgrím draum, sem ótvírætt þýddi fyrir dreym- andann að Magnús myndi varpa miklum ljóma á Skagafjörð. Dreymdi hann að andlit Magnúsar birtist á himni í sérkennilegum sólarljóma. Jón Jónsson, sem síðar kallaði sig Skagfirðing, var skáld gott og bjó á móti séra Hallgrími. Hann var mikill framsóknarmaður og deildu þeir oft um pólitík en notuðu til þess nágrannabæi. Nema Jón orti kersknivísu um draum prests og birtuspá hans. Seinni hlutinn var svona: ígýlnum birtist bogið lítið nef svo birtu skæra lagði um allan fjörðinn. Framboð á Ströndum Ákveðið var að Hermann færi fram í Strandasýslu 1934 á móti Tryggva Þórhallssyni, sem kominn var í framboð fyrir Bændaflokk- inn. Sýndi það ekki lítið áræði hjá Hermanni að hann skyldi takast á hendur kosningaglímu við vinsæl- an mann og fyrrum flokksforingja. En Hermann var með öllu ódeigur enda mikill hugur í „bæjarradiköl- um“ Jónasar frá Hriflu að sýna fram á að þröng og einstrengings- leg bændapólitík flytti ekki langt þá framþróun þjóðar og lands sem þeir höfðu fyrir augum. Forysta Framsóknarflokksins taldi vanda- samt verk að velja frambjóðanda á móti Tryggva á Ströndum. Jónas Jónsson vildi að Þórir Steinþórs- son, bóndi í Reykholti, færi, en Jón Árnason mun hafa talið Her- mann best hæfan til framboðsins og varð það að ráði eftir að Strandamenn höfðu veitt sam- þykki sitt. Annaðhvort hefur það verið héraðarígur eða tilviljun sem réð því að þessir tveir menn voru nefndir til framboðsins. Þór- ir var frá Litlu- Strönd í Mývatns- sveit og því Suður- Þingeyingur, en Hermann samsýslungur Jóns Árnasonar sem var frá Stóra- Vatnsskarði. Strandamenn komu einnig við sögu framboðs framsóknarmanna á Ströndum, sem eðlilegt var. Þótt ekki væri liðið nema ár síðan flokksþing var haldið síðast var efnt til þings um miðjan mars 1934. Sóknarhugur var mikill í mönnum. Hnigu allar ályktanir að því að slíta böndin við Sjálfstæðis- flokkinn; en leita samvinnu við Al- þýðuflokkinn. Á þessu þingi var Jónas Jónsson kosinn formaður flokksins. Menn dreif allsstaðar að á þingið. Forystulið flokksins tók á móti hópunum, sem komu að norðan og frá Ströndum fneð Suð- urlandinu frá Borgarnesi. í þeim hópi var Jón Sigurðsson frá Stóra- Fjarðarhorni. Hann heilsaði Jón- asi frá Hriflu á bryggjunni og gekk með honum áleiðis inn í bæinn. Varð Jóni starsýnt á myndarlegan mann, sem þarna var líka staddur til að taka á móti fulltrúum. Hann spurði Jónas frá Hriflu hver þessi maður væri. Jónas sagði að hann héti Hermann Jónasson og væri lögreglustjórinn í Reykjavík, ágætur maður, bætti hann við. Jón fór þá að tala um framboðið, en Jónas frá Hriflu sagði að rætt væri um Þóri Steinþórsson. Jón spurði þá hvort Hermann hefði ráðstafað sér í framboð. Ekki var það, og lagði þá Jón til að talað yrði við hann. Á þinginu urðu full- trúar Strandamanna sammála um kosti Hermanns. Þegar þinginu var lokið og Jón var kominn heim í Stóra-Fjarðarhorn, barst honum skeyti frá Jónasi frá Hriflu. Það var á hálfgerðu dulmáli: „Húsið verð- ur byggt á þeim grunni, sem þið lögðuð.“ Þá vissi Jón að flokksfor- ystan hafði fengið Hermann í framboðið. Hólmganga í Skagafirði Hermann var á leið norður á Strandir með Goðafossi, í einni framboðsferð sinni, ásamt Tryggva Þórhallssyni, og var staddur á Isa- firði þegar hann frétti um undir- réttardóminn í kollumálinu. Hann áfrýjaði dómnum að sjálfsögðu og var ári síðar sýknaður af Hæsta- rétti. En hann gerði meira. Nú skyldu menn fá að svara fyrir sig utan dómstóla. Hann sendi aug- lýsingadeild útvarpsins fundar- boð, sem var birt sama kvöld. Fundarboðið var svohljóðandi: „Af hálfu miðstjórnar Framsóknar- flokksins boða ég hér með til stjórnmálafunda í Skagafirði svo sem hér segir: Á Hofsósi 10. júní, Sauðárkróki 11. júní og við Steinsstaðalaug 12. júní. Aðalum- ræðuefni: Dómsmálastjórn Magn- úsar Guðmundssonar, ráðherra. Skora ég hér með á Magnús Guð- mundsson að mæta til andsvara á fundum þessum. Jafn ræðutími fyrir báða. Hermann Jónasson." Þessi áskorun kom forystuliði Sjálfstæðisflokksins á óvart og var það ekki sammála um hvernig bregðast skyldi við henni. Ólafur Thors taldi tilkynningu Hermanns hámark ósvífninnar og lýsti sig andvígan því að Magnús færi. En Magnús mun strax hafa gert upp við sig að hann yrði að fara, annars yrði litið svo á að hann þyrði ekki í kappræður við Hermann og hefði gefist upp fyrir honum. Hins vegar töldu ýmsir framsóknarmenn, einkum í Skagafirði, sem þekktu vel til Magnúsar, að Hermann tefldi óþarflega djarft að boða til fundanna. Magnús væri reyndur stjórnmálamaður og vanur kapp- ræðum, en Hermann minna van- ur. Hann var þó ekki eins óvanur kappræðu og menn töldu, enda kom það á daginn. Fundir þessir voru mjög fjöl- mennir, enda bjuggust menn við strangri brýnu milli þessara tveggja manna. Til marks um harðfylgnina má geta þess, að fundurinn á Hofsósi stóð í sjö tíma en Hermann og Magnús voru þeir einu sem töluðu. Gekk Magnúsi illa að halda uppi vörnum í kollu- málinu, enda stóð það varla undir miklum ræðuhöldum. Hins vegar sýndi Hermann fram á, að rann- sókn málsins hefði öll verið hin undarlegasta, vitni ruglast í rím- inu og eiðsvarnir framburðir ork- að tvímælis. Allt hafði málið borið keim af pólitískri „bombu", einni af mörgum sem reynt var að sprengja á framsóknarmenn á þessum árum. Hermann gerði sér að sjálfsögðu grein fyrir því hvað kollumálið var fánýtt. Ekki síst mun það hafa verið ónýti málsins sem fór fyrir brjóstið á Ólafi Thors þegar hann setti sig á móti því að Magnús tæki áskoruninni. Fundinn í Bifröst á Sauðárkróki sóttu um 400 manns. í upphafi fundar höfðu nokkrir ungir sjálf- stæðismenn komið sér fyrir í einu horni samkomuhússins. Þar voru þessir ungu menn með háreysti undir ræðu Hermanns og sumir þeirra púuðu án afláts. Þegar hæst lét gerði Hermann hlé á máli sínu og steig fremst fram á sviðið og ávarpaði ungu mennina sérstak- lega með þeim myndugleik sem honum var eiginlegur. Spurði hann hvort sjálfstæðismenn í Skagafirði þyldu ekki að hlusta á rökræður pólitískra andstæðinga. Við þetta þögnuðu piltarnir og heyrðist ekki meira í þeim það sem eftir lifði fundarins. Á fundin- um viðhafði Magnús þau orð, að þessi „tilefnislausu fundarboð Hermanns Jónassonar eru bara sönnun þess, að hann gengur með þá grillu í höfðinu að verða eftir- maður minn í dómsmálaráðherra- stólnum". Hermann gekk um gólf fyrir aftan Magnús á meðan hann talaði. Hann sneri sér snöggt að salnum og sagði: „Það verð ég.“ Þannig ríkti glaðværð á fundinum á köflum. Fleiri tóku til máls en frummælendurnir tveir á fundun- um utan Hofsóss, þar sem þeir töl- uðu einir. Séra Hallgrímur Thorlacius í Glaumbæ fylgdist vel með um- ræðunum og sat alla fundi þeirra Hermanns og Magnúsar. Við Steinsstaðalaug talaði séra Hall- grímur og sagðist telja að á þeim fundi hefði Magnúsi gengið betur að verja sig en áður. Var hlegið að þessu. Sannast mála er að séra Hallgrímur mun hafa dignað eitt- hvað í fylgispekt við flokk sinn á þessum fundum. Hefur jafnvel verið fullyrt að hann hafi snúist til fylgis við Framsóknarflokkinn. Eins og yfir öllum deilumálum við ríkisstjórnina og einstaka ráð- herra vakti andi Jónasar frá Hriflu yfir fundunum. Magnús mun hafa gert sér grein fyrir því, að hann hafði verið hrakinn út í vafasaman málarekstur af hæpnum pólitísk- um ástæðum vegna átaka við framsóknarmenn, Jónas frá Hriflu og Hermann sérstaklega. Magnús vék því að Jónasi oftar en einu sinni í ræðum sínum og lét eitt sinn þau orð falla að Hermann væri ekki nema brot af Jónasi. Greip þá einhver fram í og kallaði: Þá er Jónas stór. Kollumálið var ekki útkljáð fyrr en með sýknu Hermanns í Hæsta- rétti árið eftir. Engin úrslit voru því ráðin á þessum fundum. Hins vegar unnu framsóknarmenn annað sætið í Skagafirði í þing- kosningunum. Var það ekki síst þakkað framgöngu Hermanns, þótt hlutkesti réði að lokum. Svo nærri gengu fundirnir sjálfstæðis- mönnum í héraðinu, að gamla kempan Arnór í Hvammi heyrðist segja í sinn hóp, að betra hefði verið fyrir Magnús að mæta ekki og bera við að hann væri veikur. Pálínu á Syðri-Brekkum, móður Hermanns, var ekki rótt út af fundunum og spurði mikið hvern- ig Hermanni gengi. Eftir fyrsta fundinn á Hofsósi kveið hún engu um framhaldið. Söguleg kosning Kosningarnar í Skagafirði sættu tíðindum, enda má segja að úrslit- in þar hafi ráðið því, að Framsókn- arflokkurinn og Alþýðuflokkurinn gátu myndað stjórn að kosningum loknum. Allir vissu sem kusu að slík stjórn lá í loftinu. Séra Sigfús Jónsson, kaupfélagsstjóri, áður prestur á Mælifelli, var annar frambjóðenda Framsóknar í hér- aðinu. Síðan var sagt að séra Sig- fús hefði farið inn á atkvæði Guðs. Það var his vegar Sveinn Guð- mundsson, þá krakki, en nú for- ystumaður um ræktun hesta, sem dró miðann með nafni séra Sigfús- ar. Þá varð séra Arnóri í Hvammi að orði: „Það eru happahendur á þér, drengur minn.“ Hlutkesti þurfti að varpa vegna þess að meirihluti yfirkjörstjórnar taldi fjögur vafaatkvæði með nafni séra Sigfúsar ógild. Þau voru síð- an dæmd gild af Alþingi svo séra Sigfús vann kosninguna með 915 atkvæðum. Þá bar svo við í þess- um kosningum, að Pétur Jónas- son, bróðir Hermanns, kaus ekki, einn sinna systkina. Hann fylgdi alltaf Sjálfstæðisflokknum að málum og hefði atkvæði hans get- að breytt niðurstöðu svo að ekki hefði komið til hlutkestis. Þá var vitað um annað atkvæði í Skaga- firði sem stóð tæpt með. En því var borgið á réttan stað með því að sundríða með það yfir Héraðs- vötn. Það er almælt að kosninga- barátta hafi sjaldan eða aldrei ver- ið harðari í Skagafirði en í þennan tíma. Má víst telja að mörgum framsóknarmanni hafi vaxið ás- megin við komu Hermanns og fundarhöldin með Magnúsi og ekki haft í hyggju að láta skutinn eftir liggja.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.