Tíminn - 15.12.1990, Blaðsíða 9

Tíminn - 15.12.1990, Blaðsíða 9
Laugardagur 15. desember 1990 Timinn 9 Sjónarhorn sem íslendingum hefur að mestu verið hulið kemur fram í bókinni Hernámið — Hin hliðin: Stríðsárin séð með augum hermannsins Út er komin bókin Hemámið - Hin hliðin eftir Louis E. Marshali. Eins og nafnið gefur til kynna fjallar bókin um heraámið, en þessi bók er frábrugðin öðrum bókum um sama efni að því leyti að þar er heraámið skoðað frá sjónarhóli hermannsins en ekki heimamanns. Louis E. Marshall var yfirmaður í Bandaríkjaher á íslandi á stríðsár- unum. Hann eignaðist barn með ís- lenskri konu, en mikið hefur verið fjallað um ástandsböm og mæður þeirra. Afstaða feðra ástandsbarn- anna hefur hins vegar sjaldan komið fram. Ásiaug Ragnars bjó bókina til prentunar. Hún sagði að í bókinni kæmu fram sjónarmið sem íslend- ingar hefðu lítið orðið varir við. „Það hafa verið skrifaðar bækur um þennan tíma, en ég held að það hafi aldrei áður komið neitt frá þessari hlið og líklega kominn tími til,“ sagði Áslaug. Hún sagði að fslend- ingar hefðu lítið velt íyrir sér hvern- ig þeim hermönnum sem hingað komu hefði liðið. „Þeim var kippt út úr sftv: eðlilega lífi á sínum heima- slóðum og sendir í herinn, sem er meiriháttar bylting í lífi hvers ein- staklings. í þessu tilfelli var sögu- maður bókarinnar sendur hingað til íslands, sem í hans augum var mjög sérkennilegt og allt öðruvísi heldur en allt sem hann hafði fram að því vanist. Mér finnst það gefa hans frá- sögn sérstakt gildi að hann er um fertugt þegar hann kemur hingað og getur því metið aðstæður og áhrif yfirvegað," sagði Áslaug. Aðspurð hvert álit hans á landinu væri sagði Áslaug að hann hreinlega dýrkaði land og þjóð. Hingað hefði hann oft komið og hann kynni tölu- vert í íslensku. Mikill fjöldi mynda prýðir bókina og hafa margar hverjar aldrei birst áður opinberlega. —SE ÁSIARSÖGURNAR ELSE-MARIE NOHR Hún hefur aldrei verið mikið fyrir börn, en í fríi sínu verður hún ástfangin af manni nokkrum og kynnist Iftilli dóttur hans, sem er hjartveik og bíður eftir því að komast undir læknishendur. í DAG HEFST LÍFIÐ ERIK NERLÖE Aðeins sautján ára gömul er hún að verða fræg og rík. Og rnargt er að gerast í lífi henn- ar. Hún fær tækifæri sem söngkona; hún verður ástfangin; hún hittir móður sína, sem hún hefur aldrei þekkt, en hefur svo oft dreymt um. HAMINGJ UHJARTAÐ EVA STEEN ÆVINTÝRI f MAROKKÓ BARBARA CARTLAND Nevada Van Arden var bæði mjög falleg og vellrík, og hún naut þess að kremja hjörtu ungu mannanna. Tyrone Strome varð æva- reiður, þegar hann komst að raun um, hvernig hún fór með aðdáendúr sína, og hve laus hún var við alla tillitssemi og hjartahlýju. í SKUGGA FORTÍÐAR THERESA CHARLES Ilona var dularfull í augum samstarfsfólks sfns. Engu þeirra datt í hug, að hún skrifaði spennusögur í frítfma sínum, eða að þessi „Nikulás" sem hún átti að vera trúlofuð, væri aðeins til í hugarheimi hennar. Hún er rekin úr ballettskólanum og fer þvf til London, þar sem hún gerist þjónustu- stúlka hjá fjölskyldu einni, og gætir lftillar stúlku. Á leiðinni til London kynnist hún ungum manni, sem sýnir henni mikinn á- huga. SKUGGSJÁ BÓKABÚÐ OLIVERS STEINS SF VÁTRYGGIi\GAIÍIA(, ÍSLANDS HF Tilboð óskast í eftirtaldar bifreiðir sem skemmst hafa í umferðaróhöppum. MMC Pajero Long Diesel Subaru Legacy 1.8 GL 4WD MMC Lancer EXE Nissan Sunny SED 4WD SLX Skoda 130 GL Toyota Corolla 1600 GTI Mazda 323 1300 Mazda 626 GLX MMC Colt 1500 GLX LadaVaz 21043 Mazda 323 1500 GL Volvo 744 MMC Colt 1500 GLX Lada Vaz 21043 MMC Lancer 1500 GLX BMW318Í Mazda 626 DE 2000 Mazda 323 1300 Mazda 323 1300 Saab 900 GL M4 Daihatsu Charade MAN vörubíll 26.230 DFAS Malarvagn árgerð 1990 árgerð 1990 árgerð 1990 árgerð 1989 árgerð 1988 árgerð 1988 árgerð 1988 árgerð 1988 árgerð 1988 árgerð 1987 árgerð 1987 árgerð 1987 árgerð 1986 árgerð 1986 árgerð 1986 árgerð 1985 árgerð 1984 árgerð 1983 árgerð 1982 árgerð 1982 árgerð 1980 árgerð 1980 árgerð 1980 Bifreiðirnar verða sýndar að Höfðabakka 9, Reykjavík, mánudaginn 17. desember 1990 kl. 12-16. ÁSAMATÍMA: Á Hvolsvelli: Volvo 244 árgerð 1984 Á Rauðalæk: MMC Lancer árgerð 1988 Tilboðum sé skilað til Vátryggingafélags íslands h.f., Ármúla 3, Reykjavík eða umboðsmanna fyrir kl. 16.00 sama dag. VÁTRYGGINGAFÉLAG ÍSLANDS h.f. - ökutækjadeild - Leigubílaakstur Tilboð óskast í leigubílaakstur á höfuðborgarsvæðinu fyrir Stjórn- arráð (slands og ýmsar rikisstofnanir. Tilboðseyðublöð eru afhent á skrifstofu vorri, Borgartúni 7, Reykjavík. Tilboð verða opnuð á sama stað 8. janúar 1991 kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGARTÚNI 7.105 REYKJAVlK Ég þakka gjafir, skeyti og alla vinsemd mér sýnda á afmæli minu 10. desember s.l. Daníel á Fróðastöðum -----------------------------------------------------------A Astkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langa- langamma Krístín Eysteinsdóttir bóndi Snóksdal, Miðdölum, Dalasýslu er lést 10. desember s.l. verður jarðsungin frá Snóksdalskirkju þriðjudaginn 18. desember kl. 14.00. Ferð verður frá Umferðarmiðstöðinni kl. 9.00. Kristín Pálmadóttir Elín Pálmadóttir Finna Pálmadóttir Einar Pálmason Bjöm Pálmason Guðmundur H. Pálmason Jóhann E. Palmason bamabom og bamabaimaitwn V Hörður Vilhjálmsson Viktor Hjaltason Einar Tryggvason Jóhan na Amadottir Guórun Bjamadottir Gunnbog ArTX>nin-»öottiir Siigin'öur Svavarssdoör

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.