Tíminn - 15.12.1990, Blaðsíða 17

Tíminn - 15.12.1990, Blaðsíða 17
Laugardagur 15. desember 1990 Tíminn 29 DLA AUGU OG DIKSVÖRT HEMPA eftir Tryggva Emilsson Tryggvi Emilsson var& þjóbkunnur þegar bók hans Fátækt fólk kom út. Nú kemur hann enn ó óvart meb skóldsögu um stórbrotin örlög og sterkar persónur. UTGEFANDI: STOFN Bló augu og biksvört hempa er örlagasaga einstaklinga og þjó&ar þar sem raunsannir atbur&ir og þjó&sagnakenndir renna saman i eina listræna heild. Þetta er sagan af prestinum sem missti hempuna vegna vinnukonunnar me& blóu augun. Frósagnarlist Tryggva er einstök, tungumóli& fjöl- skrú&ugt, gaman og alvara haldast óvallt i hendur. DREIFING: VAKA-HELGAFELL Notaðar vélar til sölu Eigum til afgreiðslu strax notaðar vélar Case 1394 4x4 árg. 1985 Case 1494 4x4 m/ámoksturstækjum árg. 1985 MF 350 2x4 m/ámoksturstækjum árg. 1988 IMT 569 4x4 m/ámoksturstækjum árg. 1987 Ursus 385 4x4 m/ámoksturstækjum árg. 1981 David Brown 1210 2x4 árg. 1976 Krone kr 125 rúllubindivél árg. 1990 Hafið samband við sölumenn okkar sem fýrst. Vélar og þjónusta hf. Járnhálsi 2 sími 91-83266 FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Síðumúla 39-108 Reykjavík - Sími 678500 Á hverfaskrifstofu okkar í Álfabakka 12 eru laus- ar stöður bæði í móttöku- og meðferðarhópi. Við leitum nú að áhugasömum samstarfsmönn- um. Félagsráðgjafar og fólk með menntun svo sem í félagsfræði, uppeldisfræði, sálfræði, hjúkr- un, kennara, kemur sterklega til greina. Það kostar iítið að kynna sér hvað við bjóð- um/óskum eftir. Komdu í Álfabakka 12 á mið- vikudag nk. eftir kl. 15.00 og spjallaðu við okkur. ATH. í boði eru stöður til frambúðar. Einnig er hægt að hringja í síma 74544 og ræða við Auði Matthíasdóttur, yfirfélagsráðgjafa. IÐNSKÓLINN í REYKJAVÍK Verkfræðingar, tæknifræðingar Skólinn óskar að ráða til kennslu verkfræðinga, tæknifræðinga eða iðnfræðinga með þekkingu og reynslu í málmiðnum, rafiðnum og tölvugrein- um. gpgQIL| Jerry Hall og Mick Jagger pússuð saman á Bali: Hjónabandið vefengt Eftir að fyrirsætan Jerry Hall og rokkarinn Mick Jagger hafa þolað súrt og sætt í 13 ár og eignast sam- an James, fimm ára, og Elizabeth Scarlett, sex ára, létu þau loks verða af því fyrir skömmu að gang- ast undir brúðkaupsathöfn. Það var hindúaprestur sem gaf þau saman á Bali og nú herma heim- ildir í Indónesíu að brúðkaupið sé ógilt, nema því aðeins þau hafi snúist til hindúatrúar áður. Þau Jerry og Mick voru á sex vikna skemmtiferð um eyjarnar Mustique, Bhutan og Bali ásamt börnum sínum, þegar þau létu til skarar skríða og útveguðu hindúa- prestinn. Þó að hinum fjölmörgu vinum þeirra og ættingjum kæmi brúðkaupsfréttin á óvart gildir það sama ekki um foreldra Micks. Þau segjast hafa vitað hvað til stóð og væru ósköp ánægð, en reyndar breytti þessi athöfn engu um ánægju þeirra með Mick, Jerry og krakkana, enda hefðu þau í mörg ár litið á Jerry sem tengdadóttur sína. Að brúðkaupsdögunum loknum varð Mick að hraða sér til Banda- ríkjanna en Jerry hélt til London með börnin til að heilsa upp á tengdaforeldrana og fleiri. Og þeir nánu vinir og ættingjar, sem þykj- ast illa sviknir af því að hafa ekki fengið brúðkaupsveislu, þurfa engu að kvíða, hún er í bígerð. Þess skal að lokum getið að bæði Jerry og blaðafulltrúi Micks neita því að þau hafi snúist til hindúa- trúar, svo að kannski verður að endurtaka athöfnina annars staðar við aðrar kringumstæður. Nýbökuð brúðhjón, eða hvað, Ijóma af sömu ánægjunni og fyrr. Jeny gerðl sér far um að sýna giftingarhringinn, sem hún ber nú loks með réttu, eða hvað? Jerry heilsaði upp á tengdafor- eldra sína, Evu og Joe, i Eng- landi. James Jagger tekur þátt f gleðinni. Candice Bergen og aðdáandinn Candice Bergen á sér fleiri aðdá- endur en hún veit af, þó að ekki fylgi sögunni hvort þeir fylgist all- ir með blaðakonunni Murphy Brown í sjónvarpinu. Fyrir skemmstu fór Candice að sjá jólaskemmtun í Radio City Music Hall í New York og brá sér baksviðs á eftir til að heilsa upp á skemmtikraftana. Aðalstjarnan, úlfaldinn Azzuri, heillaðist svo af Candice að hann smellti blautum kossi framan í hana, henni aldeilis að óvörum. Aödáandinn hafði engar vöflur á og skellti vænum kossi framan í eftiriætisleikkonuna sína.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.