Tíminn - 15.12.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 15.12.1990, Blaðsíða 6
16 HELGIN Laugardagur 15. desember 1990 Þótt Þórarinn Tyrfingsson væri farinn aö drekka fimm daga í viku, datt honum ekki í hug að hann ætti við vanda- mál að stríða. Hann missti bílprófið í þrjú ár eftir að hafa verið tekinn undir stýri með 3,8 prómill áfengis í blóðinu. Daginn sem hann fékk prófið aftur velti hann bílnum ofurölvi. Hjónin Þórarinn Tyrfingsson og Hildur Guöný Bjömsdóttir eru mikiir áhugamenn um stangveiði og hampa hér afrakstri einnar veiðHerðarinnar. FYRIR OG EFTIR fyllirí Þórarins IVrfingssonar „Það hálfa væri nóg" er heiti lífs- sögu Þórarins TVrfingssonar, yfir- læknis á Vogi og formanns SÁÁ. Út- gefandi er Örn og Örlygur. í bókinni rekur Þórarinn lífsferil sinn, sem segja má að skiptist í tvennt: árin sem hann drakk og árin eftir það. Þórarinn lýsir lífi alkóhólistans sem aldrei áttaði sig á að drykkjan væri vandamálið. Hann segir einnig frá handboltanum, en Þórarinn lék Iengi með ÍR og var í landsliðinu. Þá segir hann einnig frá námsárunum og læknisstarfinu á Hvammstanga, þar sem hann drakk sig út úr starfi. Eftir meðferð hjá SÁÁ árið 1978 hófst nýtt líf hjá Þórarni og hann hefur síðan starfað að meðferðar- málum hjá SÁÁ. í eftirfarandi útdráttum er fyrst gripið niður í sögu Þórarins þar sem hann segir frá lífinu á námsárum sínum, síðan segir hann frá léttum stundum í meðferðarstarfinu og að lokum frá valdabaráttu innan SÁÁ í fyrra. „Hvað drekkurðu oft í viku, Þórarinn?“ Þegar ég fór að vinna á Kleppi á námsárunum sá ég marga alkóhól- ista og hafði mikla samúð með þeim. En það hvarflaði ekki að mér að ég væri alkóhólisti. Ég drakk með bestu samvisku þrátt fyrir kynni mín af ógæfu þessa fólks. Alkóhól- ismi er merkiíegur sjúkdómur og byggist meðal annars á því að maður hefur ekki hugmynd um hvað er að gerast. Hverjum og einum er nauð- synlegt að finnast hann einhvers virði. Það að vera drykkfelldur er óþægileg vitneskja og þess vegna bælir maður hana niður og hættir loks að sjá hvernig komið er. Þegar ég var í miðhluta læknisnámsins var ég oft spurður: „Hvað drekkurðu mörgum sinnum í viku, Þórarinn?" Ég svaraði því til að ég drykki tvisv- ar í viku. En þegar ég fór að merkja inn á almanakið öll skiptin sem ég drakk þá sá ég að ég drakk þrisvar í viku og bætti stundum fjórða degin- um við, ef ég tók frídag. Þegar mér varð þetta Ijóst hætti ég bara að merkja inn á almanakið. Á háskólaárum mínum vandist af mér öll dómharka. Fram að því hafði ég oft verið að dæma fólk, eins og mönnum er títt. Dómharkan vand- ist ekki af mér af því að mér fyndist ég ekki hafa efni á að dæma vegna lífernis míns. Allt sem ég kynntist í sambandi við læknisfræðina breytti afstöðu minni í þessum efnum. í tengslum við læknisfræðina sér maður svo margt að það rennur upp fyrir manni sá einfaldi sannleikur að menn eiga ekki að dæma aðra. Ég hef síðan verið blessunarlega laus við dómhörku og hneykslunargirni, og það hefur komið sér vel í því starfi sem ég gegni. í miðhlutanum í læknisfræðinni var ég farinn að rétta mig af og var orðinn mikill barmaður. Þá sat ég á hádegisbörum og drakk en foreldrar mínir héldu heimilinu uppi. Auðvit- að fékk ég námslán en peningarnir eru fljótir að fara þegar mikið er drukkið. Munurinn á mér og ýms- um félögum mínum var sá að stund- um þegar þeir voru að skemmta sér voru þeir fullir. Ég var hins vegar fjarskalega oft fullur en það vildi stundum til að ég skemmti mér samtímis því. Auðvitað var þetta ekki allt tómt eymdarstríð. Það komu oft tímabil í námi og hjóna- bandi sem voru skemmtileg. Við fór- um oft út saman við Hildur og skemmtum okkur vel. Þetta var hreint ekki alltaf neinn táradalur þótt drykkjuvandi minn ylli miklum vandræðum. Og námið stundaði ég, þótt það gengi skrykkjótt. Konan mín segir stundum að ég hefði aldr- ei náð læknisprófi ef ég hefði ekki drukkið svona mikið. Ég tók oft góða spretti í náminu eftir fyllirí og slæmar uppákomur. Handboltinn hélt mér líka talsvert frá víni. Ég drakk ekki fyrir keppni, ég vissi að það þýddi ekki. En strax að loknum leiknum fórum við út að drekka. Við geymdum gjarnan flösku neðst í íþróttatöskunni þegar haldið var til leiks. Svo drukkum við alla helgina og bættum stundum mánudeginum við. Ólafur Tómas- son, vinur minn, sagði stundum: „Það er alltaf verið að segja að áfengi og íþróttir fari ekki saman, en hugs- aðu þér bara, Þórarinn minn, hvern- ig maður væri ef maður bara drykki." Það var ekki nóg með að við drykkjum, við svældum líka allir mikið nema Geiri undrabarn, hann reykti minna en við. í hálfleik var aðal „kikkið" að kveikja í camelsíg- arettu og láta hana ganga á milli all- an hringinn. „Ósköp er þetta nú gult hjá þér“ Þótt afvötnun áfengissjúklinga sé í eðli sínu alvörumál hefur hún stundum sínar spaugilegu hliðar. í hópi drykkjumanna er að finna allar manntegundir sem fyrirfinnast í þessu þjóðfélagi og þar eiga prakkar- arnir líka sína fulltrúa. Eitt sinn átti einn slíkur að skila þvagglasi fullu af þvagi inni á Vogi. Hann rétti glasið að hjúkrunarkonunni sem varð að orði þegar hún virti glasið fyrir sér: „Ósköp er þetta nú gult hjá þér.“ Maðurinn bar glasið upp að ljósinu og segir: „Já, það er rétt, það er ansi gult. Ætli það sé ekki rétt að hella því aftur í gegn.“ Og bar svo glasið að vörunum og drakk úr því í einum teyg. Hjúkrunarkonan var miður sín þar til hún frétti að hann hafði hellt úr djúsglasinu sínu í þvagglasið af því að hann nennti ekki að pissa í það. Þegar amfetamínbylgjan náði há- marki fyrir nokkrum árum urðum við einu sinni varir við það að ungar og fallegar stúlkur í sjúklingahópn- um voru undarlega hvítar um nefið Áriega eru haldin Staðarfellsmót á endurhæfingarstöð SÁÁ. Myndin er tekin á mótinu síðastliðið sumar. Frá vinstri: Þórarinn, Kristín Jóhannsdóttir, Jónína Helgadóttir, Sigurbjörg Símonardóttir og Sigurður Júiíusson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.