Tíminn - 18.12.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 18.12.1990, Blaðsíða 2
(.• rr: irm i 2 Tíminn 000!“ ■odmaaab .Br lupGbuióhq' Þriðjudagur 18. desember 1990 Vatnstjónin vaxa í takt við vinsældir parketgólfa: EYÐILEGGJA RYÐGUÐ RÖR WÓÐARSÁTTINA? Fjöigun lekra vatnsröra í veggjum og stórhækkun á því tjóni sem þau valda vegna þess hve parketgólf eru nú mikið í tísku virðist nýjasta „rosablikan" á himni þjóðarsáttar. Bætur vegna vatnstjóna nema orðið um 2/3 allra bóta húseigendatrygginga hjá Sjóvá-Al- mennum. Að sögn talsmanna félagsins þurfa þeir orðið að greiða 1.600 krónur í vatnstjónabætur á móti hverjum 1.000 krónum sem þeir fá í iðgjöld af húseigendatryggingum og hafa því farið fram á tæplega 50% hækkun iðgjaidanna. Þvflíka hækkun iðgjalda hjá einu auðugasta fyrirtæki í landinu, á sama tíma og verka- mannalaun hækka ekkert, telur stjórn Dagsbrúnar aftur á móti „hnefahögg og ögrun við aimennt fólk í landinu“ og varar við af- leiðingunum. Framkvæmdastjórn Verkamanna- sambandsins heíúr sömuleiðis sam- þykkt harðorð mótmæli gegn ákvörðun húseigendatryggingar Sjóvá-Almennra um 50% hækkun iðgjaida. Enda sé hún í beinni and- stöðu við markmið gildandi kjara- samninga og stríði gegn þeim áformum allra ábyrgra aðila, að skapa hér þjóðfélag stöðugleika og forða frá sveiflum í verðlagi. Minnir VMSÍ á að Sjóvá-Almennar eru reknar með stórgróða og hlutabréf fyrirtækisins seld á hæsta verði — nær sjöföldu verði, segir Dagsbrún. Hver er þá ástæðan fyrir svo stór- auknum tjónum? Eða misreiknuðu menn sig svo hrapallega í þeim efn- um þegar húseigendatryggingunni var komið á fót? Ólafur Jón Ingólfsson, deildarstjóri hjá Sjóvá-Almennum, segir ljóst að menn hafi ekki viljandi hleypt trygg- ingabótunum upp í 60% umfram ið- gjöldin. Hlutfall vatnstjóna sé það langstærsta í húseigendatrygging- unni, a.m.k. 2/3 allra tjóna. Og nokkrir samverkandi þættir valdi því hvað þessi tjón eru orðin stór. Stærsti þátturinn sé kannski sá að húsin í borginni eru að eldast. Pípu- lagnir í gólfum og veggjum húsa hafi verið að bresta í mjög auknum mæli síðustu árin og tryggingafé- lögin séu hreinlega farin að stunda viðhald pípulagna í mjög miklum mæli. Mikil hækkun bóta stafi sömuleiðis af stóraukinni notkun parkets á gólf jafnt gamalla húsa og nýrra. Fyrir 10 árum hafi sprungið rör í vegg í mesta lagi eyðilagt par- ket á gólfi í 10. hverju tilviki, eða enn sjaldnar. í dag valdi slíkt miklu oftar stórtjóni, út af því hvað parket er orðið algengt. Vitanlega geti vatn líka valdið stórtjóni á teppum, en oftast sé það minna, auk þess að tjón á teppum mundi bætast úr fjöl- skyldutryggingunni (innbústrygg- ingu) en ekki húseigendatrygging- unni. Ólafur Jón tekur fram að þarna sé ekki um glænýtt vandamál að ræða. í fýrra hafi þegar verið orðin þörf á a.m.k. 25% hækkun iðgjalda. Henni hafi þó verið frestað, m.a. vegna þess að félagið hefði þá eflaust verið gagnrýnt fyrir „að það væri að gleypa söluskattinn", sem felldur var niður um síðustu áramót. Vand- anum hafi því verið slegið á frest, en á sama tíma hafi hann aukist og vax- ið enn meira. Sjóvá- Almennar séu þarna alls ekki einar á báti. Öll tryggingafélögin sem selja slíka tryggingu eigi við þennan sama vanda að glíma. Þótt umræðan hafi nær öll snúist um 50% hækkun iðgjalda bendir Ól- afur Jón á að félagið býður nú upp á fleiri valmöguleika: Vilji menn taka 50 þús.kr. sjálfs- ábyrgð varðandi vatnstjón af völd- um röra í veggjum sé um óbreytt ið- gjald að ræða. Og í öðru lagi bjóðist þeim sem taka þessa tegund tjóna í eigin ábyrgð 15% afsláttur frá núverandi iðgjaldi. Þetta henti t.d. þeim sem búa í húsum með rör utan á veggj- um og þurfi því ekki að kaupa vernd gegn þessum tjónum sem eru að skapa öll þessi vandamál. Eftir sem áður séu þeir tryggðir gegn öðrum vatnstjónum, t.d. vegna krana sem fer að leka eða af því að það flýtur út úr baðkerinu svo dæmi séu nefnd. En var alla tíð reiknað með því að viðhald pípulagna í húsum yrði al- mennt að stórum hluta í höndum tryggingafélaganna? Raunar ekki. í Danmörku sé t.d. trygging gegn tjónum af völdum bil- unar á rörum í veggjum seld sér- staklega. „Okkar húseigendatrygg- ing hefur því verið fullkomnari í gegnum tíðina. Við erum því núna að nálgast þá reynslu sem trygg- ingafélög í öðrum löndum hafa gengið í gegnum. Velji viðskiptavin- ir okkar áfram fulla tryggingu eins og verið hefur, þá er ljóst að við tök- um þátt í töluverðu viðhaldi — þ.e. að segja við íyrstu bilun.“ En bili rör í vegg í gömlu húsi, seg- ir Ólafur Jón oft við því að búast að fleiri rör séu nærri því að gefa sig. Hlutverk tryggingafélagsins sé þá að gera við bilunina, en um leið að benda viðkomandi aðila á að hann þurfi að fara út í frekara viðhald á pípulögninni. Sinni menn ekki slíkri ábendingu verði staða þeirra gagnvart bótum ekki eins örugg, þ.e. ef í ljós kemur að viðhald hafi augljóslega og ítrekað verið van- rækt. Allajafna sagði Ólafur Jón tjónin tengjast aldri húsa og þá oft ákveðn- um hverfum. Hlíðahverfið í Reykja- vík sé dæmi um slíkt. En þetta gerist líka í nýjum húsum þegar bygging- argallar eru að koma fram. T.d. hafi bilanir verið tíðar í ákveðnum ný- legum blokkum í Vesturbænum. Iðgjald húseigendatryggingar mið- ast við brunabótamat eigna. Meða- liðgjaldið segir Ólafur Jón nálægt 1 prómill, þ.e. um þúsund krónur af hverri milljón í brunabótamati. Þess má geta að tilraunir Tfmans til að ná sambandi við yfirmenn eigna- trygginga hjá VÍS í gær voru árang- urslausar. En upplýst var að þeir sætu á fundum út af svipuðum vandamálum og hér um ræðir. - HEI JÓLAGJÖF VÉLSLEÐAMANNSINS ®® VETRARVai FRÁ ARCTIC CAT Samfestingar Hjálmar Hanskar Einnig mjöggott úrval aukahluta tllt betta og Riklu neira BIFREIÐAR & LANDBÚNAÐARVÉLAR HF Ármúla 13 - 108 Revkiavik - ® 681200 Ármúla 13 - 108 Reykjavik - ® 681200 jgi Suóurlanlstmil U gg Húsnæðisstofnun þarf oft að kosta miklu upp á íbúðir sem stofnunin eignast á nauðungaruppboði: Húsnæðisstofn- un á 73 húseignir Húsnæðisstofnun ríkisins á í dag 73 íbúðir sem stofnunin hefur eignast á nauðungaruppboðum. Einungis fimm af þessum íbúðum eru í Reykjavík. Húsnæöisstofnun hefur í mörgum tilfellum mikinn kostnað af þessum húseignum og dæmi eru um að stofnunin hafi þurft að gera við ibúð, sem hún hefur eignast, fyrir allt að tvær milljónir króna til þess að forða skemmdum og gera hana sölu- hæfa. „Húsnæðisstofnun hefur gífurlegan kostnað af þessum íbúðum. Þegar við lendum í því að eignast þær verðum við að taka við þeim með sköttum sem skyldum. Oftast nær hvfla á þeim lán frá fleiri aöilum en Húsnæðisstofnun. Við verðum að koma þeim hlutum í skil til þess að missa íbúðirnar ekki frá okkur aftur. í mörgum tilfellum verð- um við að gera við íbúðirnar áður en hægt er að selja þær. Þá þurfúm við að borga af þeim fasteignagjöld, hita- veitugjöld, rafmagnsgjöld og fleira. Ekki er óalgengt að þessi gjöld hafi verið lengi í vanskilum þegar Hús- næðisstofriun tekur við íbúðunum," sagði Sigurður E. Guðmundsson, framkvæmdastjóri Húsnæðisstofhun- ar. Sigurður sagði að mikið af þessum íbúðum væri í slæmu ásigkomulagi. Margar þeirra hefðu skipt oft um eig- endur og dæmi væru um að gengið væri illa um eignina og viðhaldi lítið sinnt. Hann nefndi sem dæmi að fyrir stuttu hefði borist inn á borð til sín mál sem varðaði íbúð á efri hæð í tví- býlishúsi í Vestmannaeyjum. fbúðin var mjög illa farin, þakið lak, rúður voru sprungnar og annað eftir því. Ljóst var að ef ekkert yrði að gert myndi íbúðin á efri hæðinni halda áfram að skemmast og íbúðin á neðri hæðinni líkast til stórskemmast. Áætlaður kostnaður við að gera við húsið var talinn vera um tvær milljón- ir króna. Sigurður sagði að nokkuð væri um að iðnaðarmenn keyptu svona íbúðir af stofnuninni og gerðu við þær. Sigurður sagði að Húsnæðisstofnun reyndi að losna við íbúðimar sem allra fyrst. í mörgum tilfellum þyrfti stofn- unin að lána mjög mikið í þeim til að losna við þær. Sigurður sagði að dæmi væri um að íbúðir hefðu verið leigðar ef illa gengi að selja þær. Hann sagði það heyra hins vegar til algerra und- antekninga því þá væri erfiðara að selja ef kaupandi byðist, því að segja yrði leigjanda upp húsnæðinu með löglegum fresti. Aðeins 5 af þeim 73 íbúðum sem Húsnæðisstofnun á um þessar mund- ir eru í Reykjavík. Sigurður sagðist ekki hafa neina skýringu á þessu, en síðustu ár hefði lítið verið um að stofnunin eignaðist íbúðir í Reykjavík. Hann sagði hins vegar athyglisvert að nokkuð stór hluti þessara íbúða væri á Reykjanesi. Hann sagðist enga skýr- ingu geta gefið á þessum mun. Sigurður sagði að síðustu 2-3 árin hefði Húsnæðisstofnun átt á bilinu 70-90 íbúðjr í einu. -EÓ Klofnar Alþýðubandalag? Blrting, félag félagshyggjufólks, mið af fyrri samþyldctum A.B.R. hefur sett fram ákveðin skilyröi þar sem krafíst er afsagnar for- fyrir því að félagið taki þátt í manns flokksins, að ekki verði væntanlegu forvali Alþýðubanda- byggt álver o.fl. Þá vill Birting að lagsins í Reykjavík. Alþýðubanda- fram fari opið prófkjör. lagsfélagið í Reykjavík tók af- Um helgina voru haldnir nokkr- stöðu til málsins á fundl sem ir formlegir og óformlegir fundir haldinn var í gærkvöidi. Ekki var um framboðsmál Alþýðubanda- kunnugt um niðurstöðu fundar- lagsins í Reykjavflc. Ilia gekk að ins þegar Tíminn fór í prentun. fá fram ákveðna niðurstöðu. Ekki Birtingyill að aðilar að væntan- rílrir alger eining um að endur- legu framboði Alþýðubandalags- kjósa núverandi þingmenn ins í Rcykjavík vérði Birting og flokksins, Svavar Gestsson og Alþýðubandalagsfélagið í Reykja- Guðrúnu Helgadóttur. vík, en ekki að Birting verði aðili Kjartan Valgarðsson, formaður að framboði A.B.R. Gangi þetta Birtingar, sagði í gær að það réð- eftir mun Birting væntanlega fá ist á fundinum sem haldlnn var í jafnmarga fulltrúa í kjömefnd og gærkvöldi hvort Birting stæði A.B.R. og jafnmikil áhrif varð- með A.B.R. að framboði í vor. andi baráttumál framboðslns. Hann sagði að ef A.B.R. hafnaöi Birting vill einnig að boðið verði öllum kröfum Birtingar væri fram í vor á grundvelli nýjustu óvíst hvað félagar í Birtingu stjómmálaáiyktunar flokksins og gerðu. Sérframboð væri kostur að væntanlegt framboð taki ekki sem menn myndu ræða. -EÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.