Tíminn - 18.12.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 18.12.1990, Blaðsíða 4
4 Tíminn Þriðjudagur 18. desember 1990 UTLOND Persaflóadeilan: Sovétmenn fastir í írak; BNA vill enn friðarviðræður Bandaríkjamenn eru nú að Qölga í liði sínu í Saúdí-Arabíu Yfír 2.000 sovéskir yfirmenn fengu ekki að fara frá írak á mánudaginn. George Bush forseti og James Bak- er, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sögðu í gær að þeir vonuðust enn til að friðarviðræður við íraka vegna Persaflóadeilunnar gætu farið fram en Bush varaði þá við því að hervaldi yrði beitt þann 15. janúar ef íraskir hermenn hefðu ekki farið frá Kúvæt fyrir þann tíma. Saddam Hussein, forseti íraks, seg- ist vera of upptekinn til að hitta Bak- er í írak fyrir 12. janúar en Banda- ríkjamenn segja að sú tímasetning sé allt of nálægt 15. janúar og írökum vinnist ekki tími til að flytja herlið sitt frá Kúvæt á svo stuttum tíma. Bandaríkjamenn hafa lagt til að fundurinn verði haldinn á tímabilinu 20. desember til 3. janúar. Fundur- inn milli Bush og Táreq Aziz, utan- ríkisráðherra íraks, átti að vera í gær í Washington samkvæmt upphaflegri áætlun en ekkert varð úr honum vegna erfiðleika á að finna dagsetn- ingu fyrir seinni fundinn. Vonir til að friðarviðræður færu fram jukust þegar Saddam tilkynnti 6. desember að hann ætlaði að sleppa öllum gíslum. Á mánudaginn hindr- uðu írakar hins vegar 2.300 sovéska yfirmenn í að fara frá írak. írakar sögðu að þeim yrði haldið þangað til að stjómin í Moskvu viðurkenndi að brottför Sovétmannanna væri brot á samningum sem ríkin hefðu gert sín á milli um að Sovétmennimir ynnu í ákveðinn tíma í írak. Flestir sovésku mannanna vinna í olíuiðnaðinum sem hefur í rauninni verið lamaður síðan írakar réðust inn f Kúvæt. Sendinefnd frá Sovétríkjunum fór í gær til írak til að reyna að fá menn- ina lausa. Á sunnudag varaði yfirmaður bandaríska hersins í Saudi-Arabíu, Norman Schwarzkopf hershöfðingi, við því að ef stríð brytist út yrði ekki víst að það yrði stutt. Hann býst jafn- vel við því að það gæti varað í sex mánuði eða lengur. „Ef ákveðið verð- ur að fara í stríð verður að beita fúllri hörku. Við viljum ekki láta það drag- ast á langinn því það veikir eininguna innan fjölþjóðahersins," sagði Schwarzkopf. Yfirmaður CIA sagði í viðtali sem tekið var á seinustu helgi að ef stríð brytist út yrði það langt og blóðugt. Reuter-SÞJ Fréttayfirlit Kaupmannahöfn - Poul Schliiter, forsætisráðhema Danmerkur og formaður íhaldsflokksins, sagði í gær að hann mundi reyna myndun tveggja flokka minnihluta- stjómar með Venstre flokkn- um. Su s^óm mundi aðeins hafa 61 þingsæti af 179. Nikósía - írakar höfríuðu í gær tillögum Bandarikjamanna um að friðarviðraaðumar færu fram á tímabilinu 17. desem- ber til 3. janúar. Bush, forseti Bandaríkjanna, segír að seinni fundurinn megi ekki vera svo seint að írakar nái ekki að fara með hermenn sina frá Kúvæt Moskva - Að sögn utanrikis- ráðuneytisins eru stjómvöld í Moskvu tilbúintilað borga írök- um fyrír lausn 2.300 sovéskra borgara sem haldið er í írak vegna jæss að samkvæmt samningum eiga þeir að vera við vinnu í frak. Bonn - Fyrrverandi forsætis- ráðherra Austur-Þýskalands, de Maiziere, sagði sig úr ríkis- stjómínni og flokknum þegar hann gat ekki afsannað að hann hafi einu sinni verið upp- Ijóstrari kommúnista. Búkarest -Stjómarflokkurinn í Rúmeníu hefur hafið viðræð- ur um stjómarsamstarf við Fijálslynda flokkinn til þess að minnka spennu í landinu og mynda rikisstjóm sem þjóðin eránægð meó. Genf - Stjómandi GATT-vÍð- raeðanna hefur ákveðið að við- ræðunurn veröi fram haldið þann15.janúar. -Talsmenn hins nýstoirí- aða lýðræðisflokks f Albaníu eru bjartsýnir eftir óvænfar helgarviðræður við Kommún- istaflokkinn að f sameiningu geti flokkamir tryggt stöðug- leika í landinu. Beijing - Japanar og Norður- Kóreumenn hafa ákveðið að hefja viðræður um hugsanleg anna’ Reuter-SÞJ í srael * 5 SKÆRULIÐAR DREPNIR Á ÖRYGGISSVÆÐUNUM Bandaríkin: TWA selur og kaupir stórt TVans World Airways hristi upp í bandaríska flugheiminum á sunnudag þegar flugfélagið seldi American Airlines alla aðstöðu sfna í London og á O’hara flug- vellinum í Chicago og tilkynnti að það ætlaði að kaupa Pan Am flugfélagið. Við samninginn fær American Airlines sex áætlunarleiðir miili London og hinna ýmsu borga í Bandaríkjunum. í kjölfar samn- ingsins mun American Airlines, sem er stærsta bandaríska flug- félagið, fjölga mjög ferðum sín- um til London og verða aðal- flugfélagið á O’hara flugvellin- um í Chicago þar sem United Airlines hefur verið ríkjandi. O’hara flugvöllurinn hefur næstflestar afgreiðslur flugvéla í Bandaríkjunum en aðeins flug- völlurinn í Dallas hefur fleiri. Ástæða sölu TWA má rekja til sí- vaxandi samkeppni í London af hálfu United Airlines sem nú verður að keppa við American Airlines sem er miklu fjársterk- ari aðili en TWA. Sölusamningurinn við Americ- an Airlines gefur TWA mikið lausafé. Auk þess að kaupa Pan Am ætlar TWA að bjóða í eitt- hvað af eignum Eastern Air Lines í Atlanta og á Miami. Reuter-SÞJ ísraelskir hermenn drápu þtjá palest- úiska skæruliða sem voru í hópi skæruliða sem ruddist inn á öiyggis- svæðin í Suður-Líbanon á sunnudag. Hermenn í suður-libanska hemum (SLA), studdir af ísraelska hemum, drápu tvo skæruliða á öiyggissvæðun- um í gær. Palestínskir skæruliðar ruddust inn á öryggissvæði ísraela í Líbanon skammt norðan ísraelsku landamæranna á sunnudag. Bardagar urðu milii þeirra og ísraelskra hermanna með þeim af- leiðingum að þrír skæruliðar voru drepnir og tveir ísraelskir hermenn særðust. Aftur kom svo til átaka í gær en þá voru tveir skæruliðar drepnir af SLA en ísraelski herinn styður þá. Seinna í gær réðst svo ísraelski herinn á bækistöðvar skæruliða í Líbanon sem eru utan öryggissvæðisins en ekki er vitað um mannfall í þeim árásum. Israelar mynduðu öryggissvæðin árið 1985 þegar þeir fóru með flestar her- sveitir sínar frá Suður- Líbanon. Um 1.000 hermenn frá ísrael og SLA hafa stjómað svæðunum. ísraelar sendu Fylgi jafnaðarmanna í Svíþjóð hefur hrunið frá því í síðustu kosningum ef marka má skoðanakannanir. í skoðanakönnun sem var gerð af hinni óháðu stofnum SIFO fékk Jafn- aðarmannaflokkurinn minnsta fylgi sem hann hefur fengið frá upphafi í skoðanakönnunum eða 27,5% gegn 31,1% Hægfara flokksins. Önnur skoðanakönnun sýnir að Jafnaðar- mannaflokkurinn sé enn stærsti flokkurinn með 30% á móti 29% Hægfara flokksins. Til viðmiðunar fékk Jafnaðarmannaflokkurinn 43,2% í kosningunum árið 1988 en Hægfara flokkurinn fékk þá ekki fleiri hermenn og hemaðartól til svæð- isins fyrr í desember eftir að palestínsk- ir og iíbanskir skæmliðar höfðu gert nokkrar árásir á bækistöðvar fsraela og SLAáöryggissvæðunum. Reuter-SÞJ nema 8,3%. Báðar skoðanakannan- imar sýndu að Hægfara flokkurinn og aðrir miðju- og hægri flokkar nytu stuðnings um 60% kjósenda en Jafn- aðarmannaflokkurinn og aðrir vinstri flokkar ekki nema 35% stuðnings. Ein meginorsök fylgistapsins er talin vera deilur milli Állans Larsson fjár- málaráðherra og Stigs Malm, stjóm- arformanns valdamikilla verkalýðs- samtaka. Kosningar verða ekki fyrr en í sept- ember á næsta ári en ekki er útlitið gott hjá jafnaðarmönnum, sem hafa stjómað Svíþjóð í 52 ár á seinustu 58 ámm. Reuter-SÞJ GATT-viórædur 15. jan. Stjórnandí GATT-víðræðnanna, dag, sÖgðust harma að enginn ár- Arthur Dunkel, hefur ákveðlð að angur hefði náðst í viðræðunum halda þeim áfram í Genf þann 15. en buðu engar tilslakanir í land- janúar. Talsmaður hans tilkynnti búnaðarmálunum. Heimut Kohl, þetta á blaðamannafundi í gær. kanslari Þýskalands, sagði að Viðræðurnar, sem miða að því Þjóðveijar ættu ekki að þurfa að að koma á frjálsum heimsvið- standa að málstað EB en Þýska- skiptum, sígldu í strand fyrr í land og Frakkland eru þau ríki þessum mánuði. Ekkert bendir sem mest eru á móti niðurskurði tfl að aðstæður hafl breyst síðan, á ríkisstyrkjum tíl landbúnaðar- sérstaklega í landbúnaðarmálum ins. Bandaríkin hafa sagt að þau þar sem mestur ágreiningur er. muni ekki mæta til viðræðnanna Leiðtogar aðildarríkja Evrópu- nema EB breyti afstÖðu sinni og bandalagsins, sem funduðu í samþykki meiri niðurskurð. Róm seinasta föstudag og laugar- Reuter-SÞJ Jafnaðarmanna- flokkurinn tapar fylgi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.