Tíminn - 18.12.1990, Blaðsíða 7

Tíminn - 18.12.1990, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 18. desember 1990 Tíminn 7 VETTVANGUR . Guðmundur Jónas Kristjánsson: Flokksleg lausn á að finnast Það fer ekki fram hjá neinum þessa dagana, að deilur eiga sér nú stað meðal framsóknarmanna í Reykjavík. Deilur þessar snúast um framkvæmd skoðanakönnunar sem fram fór fyrir nokkru á vegum framsóknarfélaganna þar. Það sem veldur þó hvað mest- um vonbrigðum er, að þetta gerist á sama tíma sem Framsóknar- flokkurinn hélt sitt flokksþing með mikilli samstöðu og baráttu- hug, þegar algjör einhugur er um alla flokksforystu, stefnu og markmið, þegar mikil og góð samstaða er um framboðsmál flokksins annars staðar um land, og þegar flokknum er auk þess spáð góðu gengi í komandi kosningum. Það eina sem skyggir á eru þessar deilur í Reykjavík. Deilumar ekkert einkamál Það eru útaf fyrir sig sjónarmið, að framboðsmál framsóknarmanna í Reykjavík komi ekki öðrum flokks- mönnum við en þeim. En svo er þó ekki, ef betur er að gáð. Eitt mikil- vægasta atriðið í því sambandi er, að þetta er jú einu sinni langstærsta og fjölmennasta kjördæmi lands- ins, og því geta deilur eins og þess- ar stórskaðað flokkinn í heild. Nefna má sem dæmi að við á Vest- fjörðum, sem lögðum mikið kapp á að ná góðri samstöðu um okkar framboðslista að aflokinni skoðana- könnun, teljum okkur hafa nú góð- an möguleika á að endurheimta annan þingmanninn, og fá tvo menn þar kjörna við næstu kosn- ingar. Deilurnar í Reykjavík gætu hins vegar haglega gert þær fyrir- ætlanir okkar að engu, finnist á þeim ekki skynsamleg lausn. Og þannig er eflaust farið um fleiri framboð flokksins út um land, ekki síst þar sem uppbótarþingsæti gætu komið til greina með vaxandi fylgi við flokkinn. Þær deilur sem nú eru að gerast í Reykjavík eru þess vegna alls ekkert einkamál flokksmanna þar. Því fer víðs fjarri. Þetta er mál allra framsóknar- manna, og verður því að leysast sem slíkt. Ljóst er að Steingrímur Her- mannsson, formaður Framsóknar- flokksins, hefur lagt sig allan fram við að bera klæði á vopn og sætta menn í þessu máli. — Því miður hafa þær tilraunir ekki borið árang- ur enn sem komið er. Deilan virðist illleysanleg þessa stundina. Þó má alls ekki útiloka að lausn finnist á næstunni. Flokksleg lausn á að finnast Hér verður alls ekki tekin eftiisleg afstaða til þessarar deilu, enda sá sem þessar lfnur skrifar búsettur vestur á fjörðum og er því innan- flokksmálum framsóknarmanna í Reykjavík alls ókunnugur. Þá er sá hinn sami persónulega ókunnugur báðum þeim aðilum sem hvað mest hafa látið að sér kveða í deilu þess- ari, þeim Finni Ingólfssyni og Guð- mundi G. Þórarinssyni. Hvatinn að skrifum þessum er því á engan hátt kominn til vegna stuðnings við annan hvom þessara aðila. Hann er einungis sprottinn af áhyggjum framsóknarmanna víðs- vegar um land, sem telja að viðun- andi lausn á deilu þessari þurfi að fást sem allra fyrst. Með hliðsjón af þeim stórpólitísku Ljóst er að Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur lagt sig allan fram við að bera klæði á vopn og sætta menn í þessu máli. — Því miður hafa þær tilraunir ekki borið árangur enn sem komið er. Deilan virðist illleysanleg þessa stundina. Þó má alls ekki útiloka að lausn finnist á næstunni. Öll nótt er enn ekki úti um að framsóknarmönn- um í Reykjavík takist að ná samstöðu um einn framboðslista þar. Það er beinlínis gerð krafa til þeirra um að svo verði, enda þeirra flokkslega skylda. Lokist á það hins vegar öll sund, verða flokkshagsmunir hins vegar að ráða ferð. atburðum sem nú hafa gerst síð- ustu daga (sbr. umrótin um bráða- birgðalögin) og með tilliti til þess, hvað mikið er í húfi fyrir hina ís- lensku þjóð að Framsóknarflokkur- inn komi út sem sigurvegari kom- andi kosninga (sbr. Evrópubanda- lagsumræðuna), er ljóst að enginn hlekkur má bresta til að svo megi verða. Sérhvert atkvæði verður því að nýtast flokknum að fullu. Ekkert atkvæði má fara forgörðum. Allra síst atkvæði hinna stóru og mikil- vægu stuðningshópa Framsóknar- flokksins í íjölmennasta kjördæmi landsins, Reykjavík. Það ætti hverj- um manni að vera ljóst. Það væri stórkostlegt pólitískt slys, ef það gerðist, og ljóst að einungis flokks- leg lausn á að finnast í umræddri deilu í Reykjavík. Persónulegar erj- ur mega þar alls ekki ráða ferð. Tíminn er hins vegar naumur, og er senn hlaupinn frá okkur. Niður- staðan í Reykjavík má því ekki drag- ast á langinn. Pólitísk staða í land- inu er slík, að til kosninga getur komið hvenær sem er. Meginmálið er, að Framsóknarflokkurinn sem slfkur skaðist sem minnst á lands- vísu, þannig að ekki komi til stór- fellt atkvæðatap ofan á allt sem á undan er gengið. Öll nótt ekki úti Öll nótt er enn ekki úti um að framsóknarmönnum í Reykjavík takist að ná samstöðu um einn framboðslista þar. Það er beinlínis gerð krafa til þeirra um að svo verði, enda þeirra flokkslega skylda. Lokist á það hins vegar öll sund, verða flokkshagsmunir hins vegar að ráða ferð. Komið hefur fram hjá öðrum deiluaðila, að náist ekki lausn í þessu máli sem samstaða gæti orð- ið um, verði boðinn fram annar listi í Reykjavík á vegum framsóknar- manna, en til þess að svo geti orðið verður sá listi að fá samþykkta lista- bókstafma BB. AIIs ekki er tryggt, að það verði samþykkt, og getur þá allt gerst. Fordæmi eru hins vegar fyrir því í öðrum kjördæmum, að það hafi verið leyft þar sem svipaðar deilur hafa orðið. Mikilvæg rök fyr- ir því að leyfa slíkt eru þau, að þá nýtast öll atkvæði flokknum í heild (t.d. til uppbótarþingsæta), áfram- haldandi möguleikar til sátta standa opnir, og ekki þarf að koma til fjöldaúrsagna úr flokknum með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. í slæmri stöðu hefúr því komið fyrir, að menn hafi verið raunsæir og val- ið álíka leið sem skásta kostinn, og auðnast þannig að koma í veg fyrir afdrifaríkar afleiðingar, en haldið um leið öllum dyrum opnum til framtíðarsátta. Á næstu dögum munu mál vænt- anlega skýrast hver niðurstaðan verður f Reykjavík. Verði hún ekki á þá leið, að um hana geti myndast þolanlegur friður og samstaða, er illt í efrii, því eins og komið hefur fram, er Reykjavík eitt þýðingar- mesta kjördæmi landsins atkvæða- lega séð. Komi hins vegar til kasta framkvæmdastjómar flokksins, sem hefúr æðsta úrskurðarvald f máli sem þessu, ber henni skylda til að horfa á málið með heildarhags- muni allra flokksmanna í huga. Á það verður treyst, ef til hennar kasta kemur. Flateyri, 13. desember 1990. BÓKMENNTIR Undir illgresinu eftir Guörúnu Helgaaottur. Gunnar Karisson myndskreytti. Útgefandi: löunn Guðrún Helgadóttir kann að segja sögu, hvort sem hún velur sér hreina ævintýragerð eða speglun hversdags- lífsins. Hér notar hún enn eina sögu- gerð, sambland af því tvennu sem menn hafa einkum kynnst áður í bók- um hennar. Nú er hversdagslegt nú- tímafólk vafið í ævintýraheim að hálfu og úr verður dálítið reyfaraleg spennusaga sem þeir fullorðnu kunna að skýra með duldu táknmáli. Undir illgresinu leynist margt í hin- um dularfulla garði, en íslenskum börnum kann að þykja það nokkuð þroskamikill gróður sem felur heilu marmarastyttumar og garðhúsin. Hvað um það, bókin er skemmtileg og kemur vel til skila þeim sannleika að börn skynja oft fyrr en fullorðnir vilja trúa, að verið sé að dylja sann- leikann fyrir þeim og að það verður oft þungbærara en sár vitneskja. Skuggamir í íjallinu eftir Iöunni Steinsdóttur. Útgefandi: Almenna bókafclagiö Iðunn Steinsdóttir þekkir vel sögu- svið það sem krakkamir fjórir hrær- ast á í fjölskrúðugu mannlífi, þar sem þeir sjást líka sem ekki falla að öllu inn í hinn viðtekna ramma. Þetta er Seyðisfjörður skömmu eftir lok styrj- aldarinnar. Margt verður ungum félögum að viðfangsefni og heimur þeirra sem eru sex og sjö ára er sannarlega ekki áhættulaus. Erfiðleikar spretta bæði upp í eigin hugarheimi og af þeirri ægilegu hættu sem hrekkjusvínin úti á Tánga búa varnarlitlum vegfarend- um. Sem betur fer er þó víða í ömggt skjól að sækja, sem og skýringar á ýmsum fyrirbæmm. Það er reglulega gaman 4ð eiga sam- Ieið með félögunum fjómm þetta sumar og vel er þeim lýst sem um margt em öðmm frábmgðnir, en eiga þó sinn sess í samfélaginu. Þeim er lýst af skilningi og án væmni eða vor- kunnsemi. Samhjálp og traust vin- áttubönd ungra sem aldinna em Guðrún Helgadóttir. varnarveggurinn sem umlykur mannlífið á Öldunni og gefur þeim ungu áræðni og þor. Á baðkari til Betlehem eftir Sigurð G. Valgeirsson og Sveinbjöm I. Baldvinsson. Myndin Brian Pilkington, útg. Almenna bókafé- lagið. Góðu heilli er horfm sú kenning, sem upp kom fyrir nokkmm ámm, að æv- intýri væm bömum óholl, fyrir þau ætti að matreiða lífsvandamálin sem fyrst. Án efa er — eða verður — þetta æv- intýri kunnara íslenskum bömum nú fyrir jólin en nokkurt annað sem fram kemur í ár, þar sem gerðir em sjón- varpsþættir eftir því og óþarft að rekja atburðarásina. Tvö böm ætla til Betlehem til að hitta Jesúbamið og það er tónlistin sem fær það hlutverk að vekja þeim þrá og trú að komast megi að kjama jólaboðskaparins, hve undarlegur sem farkosturinn sé. Ekki skortir höfundana hugmynda- auðgi, en sá góði gmnntónn ber uppi söguna að til þess að komast á leiðar- enda verði bömin fyrst og fremst að temja sér góðvild og tillitssemi, en vara sig þó á illum öflum sem ágim- ast fjársjóðina sem þau ætla að gefa Jesúbarninu í jólagjöf. Lýsingamar á því hvers vegna svo fer að þau gefa öðmm allar gjafimar em ákaflega vel gerðar. Iðunn Steinsdóttir. Emil, Skundi og Gústi cftir Guömund Ólafsson. Útgefandi: Vaka-Helgafell Búi Kristjánsson geröi káputcikningu. Höfundur fékk bamabókaverðlaun 1986 fyrir bók um Emil og hundinn Skunda. Gústi er vinur og skólafélagi Emils. Tvær fjölskyldur í Breiðholt- inu, dæmigerðar nútímafjölskyldur, koma hér við sögu. Foreldrar Emils, sem er einbirni, stríða við húsbygg- ingu við þröngan fjárhag og verður heimilisföðurnum það lítið fagnaðar- efni í fyrstu að von er á öðm bami. Móðir Gústa er einstæð móðir með tvö börn. Drengimir tveir selja blöð eftir skólatíma til tekjuauka. Það sem fyrst kemur á óvart er það að Emil kemst að því að Gústi fæst við ritstörf, hefur meira að segja skrifað leikrit. Með aðstoð kennara stofna þeir leikfélag til að sýna leikritið í skólanum og koma þá margir fleiri til sögunnar. En skömmu fyrirfmmsýn- inguna gerist Gústi undarlegur í hátt- um, kemur ekki í skólann og vill við engan tala. Loks kemst Emil að því hvað hrjáir hann. Faðir hans er of- drykkjumaður sem lifir á útigangi í borginni og drengnum verður það mikið áfall að sjá hann í því ástandi. Það linar þó harm hans að ræða mál- ið við Emil og hann fær kjark til að fara í skólann og vinna að leiksýning- unni sem tekst ágæta vel. Sagan fjallar um marga eðlilega þætti daglegs lífs með gamansömu ívafi. Lesandinn er í góðum félags- skap. Bókin er í kiljubroti en frágangur snotur. Markús Árelíus cftir Helga Guðmundason. Ólafur Pétursson myndskreytir Útgefandú Mál og menning. Myndir bókarinnar gefa strax bend- ingu um að þessi saga sé nokkuð tví- bent. Markús Árelíus er eins konar manngerði kattar, sem er jafnfær um að eiga orðastað við menn og tjá sig við aðra ketti. Ferill Markúsar er hvorki hnökralaus meðal katta né manna. Á vegi hans verða margar freistingar, svo sem þegar svuntu- böndin dansa á bakhluta húsfreyj- unnar og gætu þá sem best verið stór- hættuleg lifandi aðskotadýr sem sjálf- sagt er að bregðast við með snöggri árás. Fundir hans og hinnar lokkandi síamslæðu bæjarstjórans valda ekki einasta meiriháttar kattaslagsmálum, heldur líka úfúm með mannfólkinu. Markús á sér trausta vöm hjá hús- bónda og heimasætu sem og Pétri bróður sínum í næsta húsi, þótt hann hafi orðið fyrir alvarlegri fötlun af völdum mannfólksins. Ekki veit ég hve sennilegt getur talist að köttur ráðist á mink, enda er þetta engin dýrafræði heldur fjörug spennusaga. Sigríður Thorlacius

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.