Tíminn - 18.12.1990, Blaðsíða 13

Tíminn - 18.12.1990, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 18. desember 1990 Tíminn 13 Ný bók um Emil og Skunda Vaka-Helgafell hefur gefið út bamabókina Emil, Skundi og Gústi eftir Guðmund Ólafsson, rithöfund og leikara, og er þetta þriðja bók Guðmundar, en leikrit eftir hann verður á verkefnaskrá Borgarleikhússins í vetur. í kápu- texta segir meðal annars: Emil, Skundi og Gústi er sjálf- stætt framhald hinnar geysivin- sælu bókar um Emil og Skunda sem fékk íslensku bamabóka- verðlaunin 1986, en framhalds- mynd byggð á verðlaunabókinni verður sýnd á Stöð 2 um næstu jól. Gúsh er nýr vinur Emils og Skunda og saman lenda þeir í ýmsum skemmtilegum ævintýr- um í nýju bókinni. Þeir njóta lífs- ins uns í ljós kemur að Gústi býr yfir hræðilegum leyndardómi sem enginn nema Emil fær vitn- eskju um. Emil og Gústi taka höndum saman þegar á móti blæs og Skundi hjálpar til á sinn hátt. Sagan er fjörleg og hlý, en sýnir lesandanum jafnframt irvn í dap- urlegri heim á áhrifamikinn hátt. Kápumynd bókarinnar er eftir Búa Kristjánsson, en Ritsmiðjan sf. sá um kápuhönnun. G. Ben. prentstofa prentaði og annaðist bókband. Bókin er kilja og kostar 998 krónur. Daniei Defoe Róbinson Krúsó Róbinson Krúsó Óm og örlygur hafa gefið út hina sígildu sögu Róbinson Krúsó eftir Daniel Defoe í þýð- ingu Einars Georgs Einarssonar skólastjóra. í þessari útgáfu hefur textinn verið styttur, en á móti hefur verið bætt við nokkrum köflum úr framhaldi Defoes, Síð- ari ævintýri Róbinsons Krúsó. Þótt saga Defoes sé skáldsaga, þá byggðist hún á atviki sem raun- verulega átti sér stað er skip- brotsmaður nokkur, Alexander Selkirk, dvaldist í nær fimm ár á eyðiey í Suður-Kyrrahafi. Róbinson Krúsó er af mörgum talin sú bók sem markar upphaf nútímaskáldsögunnar. Lesendur hertnar þekkja hana sem stór- kostlega og spennandi frásögn og jafnframt sem eitt af öndveg- isverkum heimsbókmenntanna. Hin nýja útgáfa er myndskreytt með stórum og listilega gerðum litmyndum. Stangaveiðin 1990 Fróði hf. hefur gefið út bókina Stangaveiðin 1990 eftir Guð- mund Guðjónsson og Gunnar Bender. Höfundamir eru báðir vel þekktir meðal stangaveiði- manna fyrir skrif sín um stanga- veiði, en þeir skrifa veiðifréttir fyrir Morgunblaðið og DV og hafa að auki báðir skrifað bækur um stangaveiði. í þessari árbók stangaveiði- manna gefst áhugamönnum gott tækifæri til þess að fá á einum stað glöggt yfirlit yfir það sem gerðist á árinu og er ekki að efa að aftur og aftur verður gripið til þessarar bókar þegar veiðisum- arið og aflabrögðin 1990 ber á góma. Fjölmargar myndir eru í bókinni frá veiðisumrinu 1990 og gefa þær henni mjög aukið gildi. Stangaveiðin 1990 er 110 bls. Prentstofa G. Ben. annaðist prentvinnslu. Barnagælur eftir Jóhönnu Á. Steingrímsdótt- ur Óm og Örlygur hafa sent á markað bókina Bamagælur — Amma yrkir fyrir drenginn sinn, eftir Jöhönnu Á. Steingrímsdótt- ur með teikningum eftir Hólm- fríði Bjartmarsdóttur. Hér er á ferðinni einstaklega falleg bók með ljóðum Jóhönnu. Hér em ljóðin hennar ömmu komin með gullfallegum myndum og Ijóðin og myndimar tengja saman gam- alt og nýtt. Svona er hægt að flytja menningararf okkar milli kynslóða. Hugmyndafræði og ræktarsemi Út er komin hjá Máli og menn- ingu bókin Ljóshærða villidýrið — Arfur íslendinga í hugarheimi nasismans eftir Arthúr Björgvin Bollason. f bókinni er fjallað um þær sérkennilegu hugmyndir sem mótuðust hjá þýskum fræði- mönnum á 19. öld um íslendinga til foma, siði þeirra og menn- ingu. Þessar hugmyndir færðu nasistar sér í nyt og lögðu mikla rækt við lestur íslenskra fombók- mennta í skólum, veifuðu nor- rænni goðafræði og efldu norræn félög. Greint er frá því að sér- stæðar útleggingar íslenskra fombókmennta vom kenndar í skólum á nasistatímanum og Þjóðverjar vom hvattir til að taka íslenska fomkappa sér til fyrir- myndar. Þá lýsir höfundur því hvemig nasistar leituðust við að fá til liðs við sig íslenska rithöf- unda og listamenn, en sumir þeirra vom veikir fyrir þeirri ræktarsemi. Arthúr Björgvin Bollason hefur rannsakað þetta efni um langt skeið og mun margt sem hann hefur grafið upp koma lesendum á óvart. í bókinni em allnokkrar myndir sem fæstar hafa áður birst á íslandi. Bókin er 159 bls., prentuð í G. Ben. prentstofu hf. Auglýsinga- stofan Næst hannaði kápu. Ný saga eftir Ármann Kr. Einarsson Vaka-Helgafell hefur gefið út nýja bók eftir einn vinsælasta höfund bama- og imglingabóka um árabil, Ármann Kr. Einars- son. Sagan heitir Gegnum fjallið og segir frá hressum krökkum úr samtímanum. Fimm ár em liðin frá því að Ár- mann hefur sent frá sér nýja bók, en Vaka-Helgafell hefur árlega endurútgefið vinsælar bækur eft- ir hann í bókaflokknum Ævin- týraheimur Ármanns. Ármanni tekst enn einu sinni í nýju bókinni, Gegnum fjallið, að krydda líflegan söguþráð með óvæntum og skemmtilegum uppákomum. í kynningu á bók- ■arkápu segir: Aðalsöguhetjan er Broddi, glúrinn og kjarkmikill strákur sem býr í litlu sjávar- þorpi. ErfiðleikcU- steðja að byggðinni, en nýi presturinn tek- ur til sinna ráða. Þorpsbúar tak- ast á við vandann — og krakk- amir liggja ekki á liði sínu. Þegar aðstæður breytast lendir Broddi í ýmsum ævintýmm og hættum sem marka tímamót í lífi hans. Prentvinnslu bókarinnar annað- ist G. Ben. prentstofa hf., bók- band fór fram í Amarfelli hf., en kápu hannaði Ritsmiðjan hf. Bók- in er innbundin 128 bls. og kostar 1.340 krónur. ATHYGLISVERÐAR BÆKGR söm»\ BILDUDALSKONGURINN ATHAFNASAGA PÉTURS J. TH0RSTEINSS0NAR ÁSGEIR JAKOBSSON Þetta er saga Péturs J. Thorsteinssonar, sem var frumherji f atvinnulífi þjóðarinnar á síðustu áratugum nftjándu aldar og fyrstu áratugum þeirrar tuttugustu; saga manns, sem vann það einstæða afrek að byggja upp frá grunni öflugt sjávarpláss; hetjusaga manns, sem þoldi mikil áföll og marga þunga raun á athafnaferlinum og þó enn meiri í einkalffinu. SONUR SÓLAR RITGERÐIR UM DULRÆN EFNI ÆVAR R. KVARAN Ævar segir hér frá faraónum Ekn-Aton, sem dýrkaði sólarguðinn og var langt á undan sinni samtíð. Meðal annarra rit- gerða hér eru t.d.: Sveppurinn helgi; Haf- steinn Björnsson mið'tll; Vandi miðilsstarfs- ins; Bréf frá sjúklingi; Miðillinn Indriði Indriðason; Máttur og mikilvægi hugsun- ar; Er mótlæti flffinu böl?; Himnesk tónlist; Hefur þú lifað áður? SKUGGSJA BÓKABÚÐ OLIVERS STEINS SF MYNDIR UR LIFIPETURS EGGERZ, FYRRVERANDI SENDIHERRA GAMAN OG ALVARA PÉTUR EGGERZ Pétur Eggerz segir hér fyrst frá lffi sínu sem lítill drengur f Tjarnargötunni í Reykjavík, þegar samfélagið var mótað af allt öðrum viðhorfum en nú tíðkast. Síðan fjallar hann um það, er hann vex úr grasi, ákveður að nema lögfræði og fer til starfa í utanríkis- þjónustunni og gerist sendiherra. Pétur hefur kynnst miklum Qölda fólks, sem hann segir frá í þessari bók. KENNARI Á FARALDSFÆTI MINNINGAR FRÁ KENNARASTARFI AUÐUNN BRAGISVEINSSON Auðunn Bragi segir hér frá 35 ára kennara- starfi sínu í öllum hlutum landsins. Hann greinir hér af hreinskilni frá miklum íjölda fólks, sem hann kynntist á þessum tíma, bæði til lofs og lasts. Hann segir hér frá kennslu sinni og skólastjórn á fimmtán stöðum, m.a. á Akranesi, Hellissandi, Bol- ungarvík, Ólafsfirði, Skálholti, Kópavogi og í Ballerup í Danmörku.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.