Tíminn - 18.12.1990, Blaðsíða 18

Tíminn - 18.12.1990, Blaðsíða 18
•JH NVJOISVDNISAIDÍIY VÍSN31SJ 18 Tíminn Þriðjudagur 18. desember 1990 Vinningstölur laugardaginn ___ (17)13® VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af 5 0 6.311.884 2. 8 83.335 3. 4af 5 170 6.764 4. 3af 5 6.676 401 Heildarvinningsupphæð þessa viku: UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002 MINNING Dr. Bjöm Jóhannesson í dag er til moldar borinn kær vinur og samstarfsmaður, dr. Björn Jó- hannesson, efnaverkfræðingur og jarðvegsfræðingur. Fyrir þremur vikum kom hann síðast í heimsókn til okkar á Rannsóknastofnun land- búnaðarins uppi á Keldnaholti ti! að skila af sér verkefni sem hann hafði tekið að sér að vinna. Hann hafði mikið látið á sjá á síðustu mánuð- um, en köllun sinni trúr lauk hann með miklum ágætum við það sem hann hafði tekið að sér að vinna. Það var táknrænt að þetta síðasta faglega verkefni sem hann leysti af hendi var unnið fyrir þá stofnun sem hann átti svo mikinn þátt í að móta. Og það var heldur engin tilviljun að það verkefni fjallaði einmitt um það sem honum var alla tíð svo hjartfólgið — íslenskan jarðveg. Björn réðst til starfa við Búnaðar- deild Atvinnudeildar Háskólans 1945 og hafði þá nýlokið doktors- prófi í jarðvegsfræði við Cornell-há- skólann í Bandaríkjunum. Áður hafði hann lokið prófi í efnaverk- fræði og var því vel í stakk búinn að takast á við þau fjölmörgu verkefni sem hér biðu óleyst á sviði ræktunar og jarðvegsfræði. Þegar Björn hóf störf voru aðstæður við Atvinnu- deildina hins vegar harla bágbornar og nánast engin tækni né fjármagn fyrir hendi til að sinna rannsóknum. Þessar aðstæður þættu ekki boðleg- ar vel menntuðum vísindamönnum í dag og fæstir myndu líklega sætta sig við þær. En Birni féllust ekki hendur og af þeirri elju og ákafa sem honum var í blóð borin og ein- kenndu allt hans líf tókst honum að byggja upp ágæta aðstöðu og mjög virka jarðvegsdeiid. Þó að sífellt væri á brattann að sækja um starfsfé var óta! mörgum rannsóknaverkefn- um hrint af stað, einkum á sviði jarðvegs- og áburðarfræði, og með dugnaði sínum tókst Birni einhvern veginn að afla fjár til þeirra. Alls staðar blöstu verkefnin við þegar Björn kom til starfa, en hér er ekki rétti vettvangurinn til að tf- unda allt það sem tekist var á við að frumkvæði hans. Þó skal minnst á kortlagningu og flokkun íslensks jarðvegs og gerð gróðurkorta sem hann var frumkvöðull að. Á sviði jarðvegsfræði liggja eftir Björn fjöl- margar ritgerðir og ber þar hæst bókina „íslenskur jarðvegur". En hann skrifaði einnig margar fræði- legar greinar á öðrum sviðum nátt- úrufræða, því að áhugamál hans beindust ekki í einn farveg. Á árunum 1962-1975 vann Björn erlendis á vegum Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna og gat sér þar gott orð. Er hann lét þar af störfum fyrir aldurs sakir, samkvæmt skil- greiningu þeirrar stofnunar, var hann aðeins liðlega sextugur, með mikla starfsorku og ekki tilbúinn að setjast í helgan stein. Hann sneri sér þá að ýmsum hugðarefnum sínum, eins og fiskeldi sem hann hafði geysimikinn áhuga á og hafði kynnt sér vel. Árið 1977 tókst undirrituð- um að fá Björn til að snúa sér að nýju að jarðvegsrannsóknum, en í þetta sinn á Suður-Grænlandi, þar sem Rannsóknastofnun landbúnað- arins, sem var arftaki hinnar gömlu Atvinnudeildar, hafði verið fengin til að gera úttekt á jarðvegi, gróðri og ræktunarskilyrðum. Þetta var mikið verkefni, sem unnið var að í sex ár, og sá Björn um jarðvegsþátt þess. Grænland er að mörgu leyti erfitt til ferðalaga og rannsókna en það var Birni enginn fjötur um fót, og þar naut hann sín vel innan um félaga sem þó voru flestir honum yngri að árum. Eftir að þessu rannsóknaverkefni lauk vann Björn allt til hins síðasta mikið með okkur, starfsmönnum Landnýtingardeildar Rala. Við leit- uðum til hans, því að við þörfnuð- umst þekkingar hans, reynslu og fé- lagsskapar og það er trúa okkar að sú þörf hafi verið gagnkvæm. Björn var góður félagi í orðsins fyllstu merkingu, glaðvær og já- kvæður og tilbúinn að leysa hvers manns vanda. Hann sagði skoðun sína jafnan tæpitungulaust og hann mat réttmæta gagnrýni á sig og störf sín, því að hann var heiðarleg- ur og sannur fræðimaður. Dauðinn leysti Björn frá erfiðum sjúkdómi og kom því sem Iíkn. Við samstarfs- menn hans við Rannsóknastofnun landbúnaðarins munum ætíð sakna hans og minnast sem einstaks heið- ursmanns og vinar. Blessuð veri minning Björns Jó- hannessonar. Ingvi Þorsteinsson í Minningabók Vigdísar Grímsdóttur niðar hafið. Öldumar hníga jafnskjótt og þær rísa, en í sérhverri lýsir skamma stund minning ffá genginni tíð. Lesandinn skynjar veröld sem var, með yfirbragð trega því að hún kemur aldrei aftur. En um leið er hún lifandi og hlý, ekki að fullu farin, heldur nálæg, önnur og ný í þeirri veröld sem er og verður. Vigdís Grímsdóttir hefur þegar skipað sér sess meðal ffemstu höfunda okkar með smásögum sínum, skáldsögum og ljóðum. ísmeygileg kímni, napurt háð, einlæg samúð, sterkir þræðir í nýrri skáldsögu sem á enga sína líka. Saga fólks sem byrgir bresti sína og leyndarmál á bak við luktar dyr, ættarsaga í formi eftirmæla, greina og sendibréfa héðan og að handan. Viðamikið og frumlegt skáldverk eftir rithöfund sem á erindi við þig og samtíð þína. IÐUNN VANDAÐAR BÆKU R ♦ í 45 ÁR ♦ Vigdís Grímsdóttir Steinunn Sigurðardóttir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.