Tíminn - 18.12.1990, Blaðsíða 19

Tíminn - 18.12.1990, Blaðsíða 19
rCG' 'f.rcínszrr o? iuceouBn«1 Þriðjudagur 18. desember 1990 ,-inimn .Hf Tíminn 19 Liverpool bætti við forystu sína á toppi 1. deildar ensku knattspymunn- ar um helgina er liðið vann Sheffield United, 2-0, með mörkum þeirra John Baraes og Ian Rush á síðasta hálftímanum. A sama tím gerði Ar- senal 2-2 jafntefll gegn Wimbledon á Highbuiy. Fjörugasti leikur helgarinnar fór fram á Baseball Ground, heimavelli Derby County, þar töpuðu heima- menn 4-6 fyrir Chelsea. Markakóngur- inn mikli Dean Saunders skoraði tvö mörk fyrir Derby, Hebbard og Mick- elwhite eitt hvor, en fyrir Chelsea skor- uðu Dixon og Dury tvö mörk hvor, og þeir Wise og Le Saux eitt hvor. Úrslitin um helgina. 1. deild: Arsenal-Wimbledon.............2-2 Crystal Palace-Luton..........1-0 Coventiy-Manchester United.....2-2 Derby-Chelsea.................4-6 Leeds-Everton.................2-0 Liverpool-Sheffield United....2-0 Manchester City-Tottenham.....2-1 QPR-Nottingham Forest.........1-2 Southampton-Aston Villa.......1-1 Sunderland-Norwich............1-2 2. deild: Blackbum-Bristol City.........0-1 Brighton-Bamsley..............1-0 Bristol Rivers-Leicester......0-0 Millwall-Watford..............0-2 Notts County-Hull.............2-1 Oldham-Wolves.................4-1 Plymouth-Newcastle............0-1 Port Vale-Oxford..............1-0 Sheffield Wed.-Ipswich .... 2-2 Bristol Rov..... 19 75 725-23 26 Swindon-Charlton 1-1 Newcastle .19 6 6 7 21-22 24 WBA-Portsmouth 0-0 WBA 20 5 8 725-28 23 West Ham-Middlesborough 0-0 Swindon 21 5 8 826-3123 Staðan í 1. deild: Blackbum 21 641124-3122 Liverpool .1613 2 134-1241 Plymouth 20 5 7 822-30 22 Arsenal ..17116 033- 937 Leicester 20 6410 29-45 22 Crystal Pal .17 9 6 2 26-1733 Hull 20 5 6 10 34-51 21 Tottenham .17 8 6 3 31-1930 Charlton 20 5 6 9 25-30 21 Leeds .17 8 6 3 28-17 30 Portsmouth ... 21 5 610 23-33 21 Man. City .16 6 8 2 26-22 26 Oxford 20 4 7 9 29-3919 Chelsea .17 7 5 5 30-3026 Watford 21 4611 18-28 18 Wimbledon .17 6 7 4 27-23 25 BL Körfuknattleikur-Landsliðið: GULLI Jón Kr. Gíslason, fyríríiði íslenska landsliðsins, átti góða leiki í Cardrff, gaf stoðsendingar og stal boltanum í pressuvöm íslenska liðsins. Tímamynd Pjetur. Enska knattspyrnan: Liverpool nú með 4 stiga forystu - Tíu mörk skoruð á Baseball Ground íslenska landsliðið í körfuknattleik hreppti gullverðlaun á Evrópuleikum smájrjóða í Cardiff í Wales um helg- ina. Islenska liðið sigraði lið Kýpur í úrslitaleik mótsins, 101-93, á sunnudag, en á laugardag lenti liðið í ströggli í undanúrslitunum gegn Luxemborgurum, en í framlengdum leik náði íslenska liðið að sigra, 98- 93. Pressuvöm brQiti leiknum „Við byrjuðum mjög illa gegn Lux- emborg, hittum illa, en Luxemborg- arar að sama skapi vel. Við lentum strax undir og í leikhléi munaði 14 stigum, 32-46,“ sagði Jóhannes Sveinsson landsliðsmaður í samtali við Tímann. „Eftir 5 mín. leik í síðari hálfleik voru þeir komnir 21 stigi yfir. Þá breyttum við um vöm, fórum í svæðispressu og við það myndaðist baráttustemmning í liðinu. Jón Kr. Gíslason og Teitur Örlygsson stálu mörgum boltum og við náðum að minnka muninn. í lokin voru þeir 1 stigi yfir og Magnús Matthíasson fékk tvö vítaskot Hann hitti úr öðru vítinu og jafnaði, en síðan stálum við boltan- um af þeim og Teitur komst í hraða- upphlaup og skoraði. Fyrst var karfan dæmd gild, en dómaramir breyttu dómnum vegna þess að leiktíminn átti að hafa verið búinn, því var jafnt, 81-81, og leiknum var framlengt Við unnum síðan ömggan sigur í franm- lengingunni, 98-93,“ sagði Jóhannes. Stigin gegn Luxemborg: Teitur Ör- lygsson 24, Pétur Guðmundsson 20, Magnús Matthíasson 20, Jón Kr. Gíslason 13, Sigurður Ingimundar- son 8, Pálmar Sigurðsson 7, Jón Arn- ar Ingvarsson 6, Friðrik Ragnarsson 4 og Pálmar Sigurðsson 3. Framfarir hjá Kýpur „Lið Kýpur tók miklum framfömm í mótinu og það kom mjög á óvart að þeir skyldu vinna íra í undanúrslitum. I liðinu vom fjórir menn yfir 2 metrar á hæð, sem vom fljótir og grimmir og við áttum í vandræðum framan af úr- slitaleiknum. Við komumst 13 stigum yfir um miðjan fyrri hálfleik, en þeir minnkuðu muninn aftur fyrir hlé í 7 stig. Síðari hálfleikur var svipaður. Við jukum muninn, en þeir klóruðu í bakkann með þriggja stiga skotum undir lokin. Sigurinn var þó aldrei í hættu og við unnum 101-93,“ sagði Jóhannes. Stigahæstir gegn Kýpur vom Pétur Guðmundsson 25, Jón Arnar Ingvars- son 15, Jón Kr. Gíslason 13, Magnús Matthíasson 11, Sigurður Ingi- mundason 11, Teitur Örlygsson 10 og Jóhannes Sveinsson 8. Pétur Guðmundsson vakti mikla at- hygli í Wales og blaðamenn vom ósparir á að taka við hann viðtöl. Einnig vom margir sem vildu láta taka mynd af sér við hlið hans. í einu blaðanna í Wales birtist stór mynd af Pétri þar sem hann stóð við hliðinu á símakiefa og gnæfði yfir hann. Tveir í lyfjapróf Tveir Ieikmenn íslenska liðsins þurftu að mæta í lyfjapróf eftir úrslita- leikinn á sunnudag, eins og tíðkast á stærri mótum erlendis. Valið var af handahófi og þeir sem fengu heiður- inn af því að pissa í glösin vom þeir Pétur Guðmundsson og Jóhannes Sveinsson. BL Knattspyrna: Prúður drengur Lineker Fyrirliði enska Iandsiiðsins í knatt- spyrau, Gary Lineker, var í gær út- nefndur prúðasti leikmaður ársins af alþjóðaknattspyrnusambandinu FIFA. Lineker, sem er 30 ára, fékk fyrir vikið jafnvirði 1,5 milljón ísl. króna. í yfirlýsingu FIFA við afhendingu verðlaunanna í Zurich í gær sagði að Lineker hefði aldrei á atvinnu- mannsferli sínum verið rekinn af leikvelli. Hann væri Íifándi dæmi um hvernig prúðmennska kæmi leikmanni til góða í leik hans. Enska landsliðið var valið prúðasta lið HM á Ítalíu í sumar. BL 55 46 44 44 36 36 35 719-2720 6 17-18 18 9 22-32 16 8 16-28 16 8 19-23 15 8 20-26 15 9 15-22 14 3 31121-34 12 0412 7-30 4 Man.United........17 75 623-2025 Norwich...........17 72 823-2823 Nott. Forest...16 5 6 5 22-22 21 Luton...........17 Aston Villa.....16 Southampton.....17 Derby...........16 Everton.........17 Sunderland......17 Coventry........17 QPR.............17 Sheffield Utd...16 Staðan í 2. deild: WestHam.........21 Oldham .........20 Sheffield Wed...20 Middlesboro.....20 NottsCounty.....20 Wolves..........20 Millwall........20 Port Vale.......20 Bristol City....19 Brighton........19 Ipswich.........21 Bamsley.........20 Staðan i 1. deildinni í hand- knattleik-VÍS-keppninni: Víkingur ..16 16 0 0 402-329 32 Valur .... ..16 13 1 2 394-346 27 Stjarnan ..16 11 0 5 396-376 22 FH ....16 9 2 5 384-376 20 Haukar . ..15 10 0 5 364-360 20 KR ....16 5 6 5 375-372 16 KA ....16 6 1 9 374-356 13 ÍBV ....1443 7 333-336 11 Selfoss .. ....16 3 3 10 327-371 9 Grótta .. ....16 3 1 12 351-383 7 Fram .... ....16 1411 325-372 6 ÍR ....15 2 1 12 319-367 5 H and knattlei ku r: Haukar í miklum ham 138 113 5 1108 1114 86 78 77 84 84 84 69 68 0 33-12 47 2 42-19 44 2 40-22 38 5 36-16 37 6 29-2530 5 30-2429 6 30-24 28 8 31-30 28 728-29 28 7 30-2828 6 27-32 27 6 28-22 26 Leikur Hauka og ÍBV í Hafnarfirði á Iaugardaginn var jafn framan af. Haukar höfðu þó undirtökin strax frá byijun en það var ekki fyrr en skapið hljóp með Eyjamenn í gönur sem þeir náðu góðu forskoti. Hauk- ar sigruðu með 29 mörkum gegn 24. Þegar fyrri hálfleikur var rúmlega hálfnaður var staðan jöfn. Haukar misstu þá mann út af en náðu samt að skora mark og virtist það fara mjög í taugarnar á Eyjamönnum. Haukar gengu þá á lagið og náðu góðu forskoti. Staðan í hálfleik var 13- 9, Haukum í vil. Haukar sýndu frábæran leik í upphafi síðari hálf- leiks og virtust ætla að stinga Eyja- menn af. Fljótlega voru þeir komnir með sjö marka forystu en Eyjamenn náðu aðeins að klóra í bakkann þeg- ar Haukar slökuðu á. Sigur Hauka var þó aldrei í hættu. Allir leikmenn Hauka áttu góðan dag á laugardaginn. Sigurjón Sig- urðsson og Óskar Sigurðsson áttu góðan leik ásamt Petr Baumruk og Snorra Leifssyni. Magnús Árnason markvörður sýnda að vanda góðan leik. Eyjamenn voru eins og áður hefur komið fram fremur daprir í leikn- um. Sigurður Gunnarsson stóð upp úr en aðrir voru lítt áberandi. Dómarar leiksins voru Ævar Sig- urðsson og Grétar Vilmundarson og höfðu þeir nokkuð góð tök á leikn- um. Mörk Hauka: Snorri Leifsson 5, Petr Baumruk 5, Pétur Árnason 5, Steinar Birgisson 5, Sigurjón Sig- urðsson 4, Oskar Sigurðsson 4, Jón Örn Stefánsson 1. Mörk ÍBV: Sigurður Gunnarsson 7, Gylfi Birgisson 5, Guðfinnur Krist- mannsson 3, Haraldur Hannesson 2, Sigurður Friðriksson 2, Sigurbjörn Óskarsson 2, Sigurður Ólafsson 1, Þorsteinn Viktorsson 1 og Jóhann Pétursson 1. —SE

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.