Tíminn - 20.12.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 20.12.1990, Blaðsíða 4
4 Tíminn Fimmtudagur 20. desember 1990 Sovéska fulltrúaþingið: Neyðarlögum hótað á óróleg lýðveldi Á myndinni má sjá þá (talið frá vinstri) Ligatsjov, Ryzhkov og Gorhasjov. Mikhaíl Gorbatsjov forseti Sovét- ríkjanna sagði í gær að hann ætlaði að koma á beinni stjóm frá Moskvu í jæim lýðveldum sem órói væri mest- ur og gaf í skyn að Eystrasaltslýð- veldin þijú gætu orðið í þeim hópi. í þrumuræðu, sem Gorbatsjov hélt á fulltrúaþinginu, sagði hann að stjórnvöld í Kreml væru sérstaklega áhyggjufúll vegna Lithaugalands, Lettlands og Eistlands. „Ég vil leggja áherslu á það, að þar sem ástandið verður einna verst og ógnar ríkja- sambandinu og velferð fólksins, verð ég að setja neyðarlög eða beina stjórnun forsetans", sagði Gorbat- sjov. Gorbatsjov flutti ræðuna eftir að herforingjar, harðlínukommúnistar og rússneskir rithöfundar höfðu ein- dregið skorað á hann að taka málin á óróasvæðunum í sínar hendur og sérstaklega beita sér gegn aðskilnað- arsinnum. Stuttu áður en Gorbatsjov flutti ræðu sína, ítrekuðu forsetar Eystra- saltsríkjanna óskir sínar um að Mos- kva viðurkenndi sjálfstæðisyfirlýs- ingar landanna og færi með her sinn á brott. í ræðu sinni sagði Gorbatsjov að hann hefði Moldavíu einnig í huga. í Moldavíu, sem er við landamæri Rúmeníu, hafa geisað átök milli meirihlutans og rússneskra og tyrk- neskra minnihluta sem hafa lýst yfir sjálfsstjórn. Nikolai Ryzhkov forsætisráðherra Sovétríkjanna gagnrýndi pere- strojku, stefnu Gorbatsjovs, nokkru áður en Gorbatsjov flutti sína ræðu. Að sögn annarra fulltrúa á þinginu var tónninn í ræðunni sá, að augljóst var, að hann var búinn að gefa upp alla von um að verða áfram við völd þegar Gorbatsjov endurskipuleggur stjórnina. Hann sagði að stefna for- setans hefði mistekist algjörlega. Ryzhkov hefur verið einn af íhald- sömustu kommúnistunum og barist gegn markaðskerfi sem Gorbatsjov vill innleiða. Reuter-SÞJ FRÉTTAYFIRUT MOSKVA - Mikhail Gorbatsjov for- seti Sovétríkjanna sagði á ftilltrúa- þinginu í gær, að hann ætlaði að koma á beinni stjóm frá Moskvu í þeim ríkjum sem hann teldi að væru tii vandræða. Hann gaf í skyn að Eystrasaltsríkin gætu ailt eins verið meðal þessara ríkja. Nikolai Ryzhkov forsætisráðherra flutti ræðu þar sem hann gagnrýndi pere- stroijku Gorbatsjovs harðlega og te(ja flestir að með henni hafi hann endanlega gefið upp afla von um áframhaldandi stjómarsetu. BEIRÚT - Forsælisráðhem Líban- ons Selim Hoss sagði af sér í gær og ruddi þannig veginn fýrir nýja ríkis- stjóm að sögn embættismanna. MEDELLIN, Kólumbíu - KÓIumb- íski eituríyfjakóngurinn Fabio Oc- hoa gafst upp fyrhr sfjórninni. Oc- hoa stjómaði Medelíin-hringnum ásamt þremur bræðrum sínum. Embættismenn telja líMegt að upp- gjöf hinna bræðranna fylgi í kjölfar- VÍN - Fyrsti stjómarandstöðuflokk- Urinn í Albaníu í ftóra áratugi, Lý’ð- ræðisflokkurinn, lét til sin taka í gær í fyrsta skipti þegar hann óskaði eftír að kosningunum 10. febrúar yrði frestað um þrjá mánuði og að öllum pólitískum föngum yrði sleppt TIMISOARA, Rúmeníu - Þústmdir verkamanna og stúdenta ulhi öng- þveiti í borginní þegar þeir mót- LUNDÚNIR - John Major forsætis- ráðherra Bretlands mun ítreka stuðning Breta við Bandaríkjamenn í hugsanlegri styijöld við Persaflóa þegar hann hitthr George Bush for- seta Bandaríkjanna í Washington á Reuter-SÞJ Danmörk: Átta bjóöa í heimsins stærstu hengibrú Átta samstarfshópar cvrópskra fyrirtækja höfðu gert tilboö í gær f smíði stærstu hengibrú f heimi, sem á að brúa austur- hluta Stórabeltisíns, að sögn fyrirtækisins sem hefur yfir- umsjón með verkinu. A/S Storebelt fyrirtækið, sem er í ríkiseigu, sagði að fyrir- tældn væru frá Þýskalandi, Danmörku, Bretlandi, Frakk- landi, Hollandi, Ítalíu og Sví- þjóð og tilboðin hefðu verið á mílli 6 tll 10 milljarða danskra króna (1,04 til 1,74 milljarðar bandaríkjadala). Brúin verður 6,8 km á lengd og byggð íýrir bfla. Hún er lokaáfangi í að tengja Fjón við Sjáland en Stórabeltið er þar í millum. Hún á að liggja frá Sjálandi til eyjunnar Sprog, sem er í miðju Stórabeltinu, en eyjan er tengd við Fjón með annarri brú, sem er 6,6 km. Brúin, sem um er rætt, er byggð í tengslum við jám- brautargöng sem nú er verið að byggja. Að þessum fram- kvæmdum loknum mun jára- braut og vegur tengja eyjarnar Fjón og Sjáland. Samið verður við verktaksa- hóp á miðju næsta ári og á verkinu að vera lokið árið 1996. Kostnaður við verklð er áætlaður 17,85 milljarðar danskra króna (3,1 milljarðar dala) og er þetta stærsta fram- kvæmd sem Danir hafa ráöist f. Reuter-SÞJ Albanía: Lýðræðisflokkurinn vill fresta kosningum Hinn nýstofnaði og eini stjórnar- andstöðuflokkur Albaníu, Lýðræð- isflokkurinn, sagði í tilkynningu, sem hann sendi frá sér í gær, að fresta ætti þingkosningunum sem eiga að fara fram hinn 10. febrúar. Lýðræðisflokkurinn telur sig þurfa meiri tíma til undirbúnings en til 10. febrúar. Talsmaður flokksins sagði að flokkurinn mundi leggja fram tillögu sína fyr- ir Kommúnistaflokkinn á fimmtu- dag eða föstudag. Hann sagði að flokkurinn vildi fá u.þ.b. þriggja mánaða frest svo kosningarnar gætu farið fram á jafnréttisgrund- velli. Þá var einnig í tilkynningunni krafa flokksins um að öllum föng- um, sem haldið væri í fangelsi vegna stjórnmálaskoðana sinna, yrði sleppt, því það samræmdist ekki breyttum viðhorfum Komm- únistaflokksins að halda þeim lengur. Engar tölur voru nefndar um hve margir fangar þetta væru. Albanska útvarpið sagði í gær að réttarhöld væru hafin yfir á annað hundrað mönnum vegna gruns um að þeir hefðu tekið þátt í mótmæla- aðgerðum gegn Kommúnista- flokknum sem brutust út eftir að starfsemi annarra stjórnmálaflokka var leyfð en í mótmælaaðgerðun- um voru unnin m.a. skemmdar- verk á opinberum eignum. Reuter-SÞJ GLASAMÚS í STAÐ DÝRA Á RANNSÓKNASTOFUM Tæki, sem getur myndað mótefni, hefur verið hannað við Rúhr háskól- ann í Bochum. Mótefni eru prótín sem halda framandi og sjúkdóms- valdandi efnum í líkamanum í skefj- um. Mótefnin eru því mjög mikilvæg í líflækningum. Mótefni hafa til þessa eingöngu verið framleidd með því að rækta dýr t.d. mýs og sprauta þær með einhverju utanaðkomandi og sjúkdómsvaldandi efni sem veldur því að mýsnar eða dýrin gefa frá sér mót- efni sem eru tekin og nýtt fyrir menn. Þetta nýja tæki, sem hefur fengið nafnið Glasamús, getur í mörgum til- vikum komið í stað dýra en mörgum hefur fundist að dýrin séu meðhöndl- uð á ómannúðlegan hátt. Heilbrigðis- málaráðherra Þýskalands Heinz Rie- senhúber kynnti í Bonn fyrir stuttu tækið fyrir blaðamönnum. Tækið var hannað með því markmiði að hvaða rannsóknastofa gæti búið það til með litlum tilkostnaði og rekstrarkostnaður væri ekki mikill. Litlar rannsóknastofur, sem höfðu vart efni á að rækta dýr til mótefna- framleiðslu, geta nú notað Glasamús- ina. í Þýskalandi einu eru yfir 100 stórar rannsóknastofur og ef tækið fær al- menna útbreiðslu mun það bjarga lífi tíu þúsund músa á ári. Riesenhúber sagði að líftækni væri stórvaxandi þáttur í baráttunni við hungur og sjúkdóma en framleiðsla mótefna telst til líftækni. Fyrir árið 1994 mun Þýskaland verja 1,8 milljörðum marka (64,8 milljarðar íslenskra króna) í líftæknirannsóknir. Framför- um af völdum líftækninnar er aðal- lega að vænta í læknisfræði, vistfræði og landbúnaði. German Features - SÞJ Heilbrigðisráðherra Þýskalands Heinz Riesenhueber sýnir blaðamönn- um hvemig glasamúsin virkar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.