Tíminn - 20.12.1990, Blaðsíða 5

Tíminn - 20.12.1990, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 20. desember 1990 Tíminn 5 Taldar eru góðar líkur á að hægt sé að veiða mikið magn af ál hér á landi. Tilraunaveiðar hefjast næsta sumar: ARDVÆNLEG, ÁHUGA- VERÐ AUKABÚGREIN? Horfur eru á að næsta sumar verði gerðar skipulagðar tilraunir til að veiða ál á íslandi. Síðastliðið sumar var talsvert af ál veitt og er hann nú alinn í fiskeldisstöð í Olf- usi. Möguleikar á álaveiðum og álarækt hér við land eru lítið kannaðir, en talin er full ástæða til að kanna þá. Markaður er fyrir ál í Evrópu, þar sem áll er talinn herramannsmatur, og ekki er talið útilokað að hægt sé að kenna ís- lendingum að éta ál. Friðrik Sigurðsson hefur haft for- göngu um að kanna möguleika á álaveiðum hér á landi. Friðrik er menntaður í fiskeldisfræðum frá Svíþjóð og tók álarækt sem sér- grein. Hann sagði í samtali við Tímann að hann hefði í nokkur ár haft áhuga á að athuga hvort hægt væri að veiða og selja ál frá íslandi með hagnaði. Hann sagði að á þess- ari stundu gæti hann ekki fullyrt að svo væri, en ljóst væri að talsvert mikið af ál kæmi til landsins sem veiða mætti í skurðum og tjörnum og jafnljóst að markaður væri fyrir ál í Evrópu. Enginn veit í hve miklu magni áll kemur upp að landinu og syndir upp í skurði og lækjarsprænur, en talið er að það sé eitthvað breytilegt milli ára. Thlið hefur verið að veiða megi ál allt frá Snæfellsnesi og austur fyrir land. Állinn veiðist mest í lækjum, skurðum og tjörn- um. Mikið af honum er að finna í Ölfusi og Landbroti og einnig vest- ur á Mýrum. Friðrik hefur áhuga á að komast í samband við bændur og aðra land- eigendur sem áhuga hafa á að reyna álaveiðar. Hann er sjálfur með um þúsund stykki í kerum í fiskeldis- stöðinni Vatnarækt í Ölfusi, en ál- arnir voru veiddir síðastliðið sum- ar. Állinn verður sendur á markað næsta vor. Ekkert mál er að láta ál lifa í kerum. Áll er einstaklega líf- seigt kvikindi, sem sést best á því að hann getur legið á þurru gólfi í heilan dag án þess að hljóta varan- legan skaða af. Hann er því alls ekki eins viðkvæmur og lax og sijungur. Áll er veiddur í sérstakar álagildr- ur. Flytja verður þær til landsins og kostar stykkið á bilinu 4-10 þúsund krónur og er þá ekki reiknað með álagningu umboðsaðila. Talið er æskilegt að þeir, sem hafa hug á að stunda álaveiðar að einhverju ráði, eigi um 10 gildrur. Hér er því um hefði fengið neikvæða merkingu. Friðrik sagðist ekki vera þeirrar skoðunar að ráðlegt væri að fara út í álarækt hér á landi í stórum stfl. Hann sagði að ef áhugi væri fyrir hendi hjá bændum yrði það sem veiddist selt á erlendum mörkuð- um. Ekki yrði farið út í mikla fjár- festingu. Hann sagðist hins vegar hafa áhuga á að rækta glerál í ker- um, en glerál má skilgreina sem álaseiði. Hægt er að veiða glerál hér við landi, en varasamt er talið að flytja hann inn vegna sjúkdóma- hættu. Ala verður glerál í 16-24 mánuði. -EÓ Framboðslisti Alþýðu- bandalagsins: Jóhann í 1. sæti Framboðslistl Alþýðubanda- lagsins á Vesturiandí var sam- þykktur á fundi kjördæmisráðs í Lindartungu s.l. sunnudag. í fyrsta sæti er Jóhann Ársæls- son slripasmiður á AkranesL í öðru sæti er Ragnar Elbergsson oddviti á Grundarfirði. Þriðja sætið skipar Bergþóra Gísla- dóttir sérkennslufufltrúi, Borg- arnesi, það fiórða Árni E. Al- bertsson bæjarfulltrúi á ólafs- vík. I fimmta sætl er Ríkharð Brynjólfsson kennari á Hvann- eyri og í sjötta sæti er Bryndís TYyggvadóttir verslunarmaður á Akranesi. Sjöunda sætið skipar Skúli Al- exandersson alþingismaður, Hellissandi. Sfðustu þijú sætin skipa þau Vaidís Einarsdóttir búfræöikandidat, Lambeyrum, Dalasýslu, í áttunda sæti; Einar Karisson, formaður Verkalýðs- féiags Stykkishólms, í níunda sæti og Ingibjörg Bergþórsdótt- ir bóndi að Fljótstungu, Borg- arflrði, í því tfunda. —GEÖ Sævar Jóelsson vifiar um ála- gildru við Brautartungu í Stokks- eyrarhreppi. Tfmamynd: PJetur talsverða fjárfestingu að ræða. Friðrik sagði hugsanlegt að hann myndi Iána bændum gildrur eða aðstoða þá við að eignast þær. Sum- ir álanna sem veiðast eru það litlir að nauðsynlegt er að ala þá í kerum þangað til þeir eru orðnir markaðs- hæfir. Þess vegna þurfa þeir, sem standa í þessari atvinnugrein, að hafa aðgang að fiskeldisstöð þar sem hægt er að geyma álinn og ala. Mikill markaður er fyrir ál í Evr- ópu, einkum í Þýskalandi. Markaðs- verð er á bilinu 200-600 krónur fyr- ir kflóið. Skilaverð til bænda yrða að öllum líkindum talsvert lægra. Erlendir álakaupmenn eru með ýmsar séróskir um hvernig állinn er meðhöndlaður og því er talið best að flytja álinn lifandi út. Állinn er oftast borðaður reyktur. Kostn- aðurinn við að flytja hann út er um- talsverður og sagði Friðrik að sá þáttur málsins væri líkast til erfið- ur. Friðrik sagðist hafa orðið var við áhuga hjá veitingahúsum og hótel- um hér heima á að fá íslenskan ál á matseðilinn. Margir íslendingar vita að áll er bragðgóður matur og Ifklegt er að fleiri komist á bragðið fái þeir tækifæri til að eta hann. Friðrik sagðist telja álaveiðar ágæta aukabúgrein. Bændur þyrftu ekki að vitja reglulega um gildrurn- ar. Nægilegt væri að athuga þær þegar tími gæfist til þess. Hann sagðist ekki vita hve áhugi bænda væri mikill, en hann sagðist óttast að laxeldi og loðdýrarækt hefðu dregið kjark úr mönnum og því væru menn hræddir við að prófa eitthvað nýtt. Orðið aukabúgrein Jólasteikin í ár er hamborgarhryggurinn Hamborgarhryggur er vinsælasta jólasteikin í ár, samkvæmt áliti kjötsala. Tíminn hafði samband við nokkra kjötsala og stórverslanir í gær og kom þetta fram hjá þeim. Hangikjötið er í öðru sæti á vin- sældalista jólaborðsins og svo nýtt svínalæri í því þriðja. Mikið er spurt um rjúpur, en fram- boð á þeim hefur verið afar lítið og því verð hátt. Rjúpurnar fást víða ekki, en nokkrir staðir bjóða að af- greiða þær eftir pöntunum. Kalkúni er sífellt að verða vinsælli, segja nokkrir kjötsalar, og einnig hefur selst töluvert af önd. Á einhverjum jólaborðum verður gæs á boðstólum eða sænsk jólas- kinka, en hún er löguð hérlendis eftir sænskri uppskrift. Líklega verða nautalundir, svínakótelettur, hamborgarreykt lambakjöt eða hreindýrakjöt á einnig á jólapall- borðið hjá sumum. Eitthvað fer af londonlambi og létt- reyktu rauðvínslegnu læri. En ör- uggt er að nóg verður um dýrindis góðgæti á boðstólum um jólin hjá íslenskum sælkerum. —GEÓ Alþýðuvísindi Komið er út á vegum Bókaútgáf- unnar Þjóðsögu 7. bindi bókaflokks- ins „íslensk þjóðmenning". Það ber heitið „Alþýðuvísindi" og er þar fjall- að um stjarnvísi og tímatal, alþýðu- lækningar og spádóma. Ritverk þetta hlaut viðurkenningu Vísinda- ráðs fyrir skömmu vegna þeirra grunnrannsókna sem þar hafa birst. ATHYGUSVERÐAR BILDUDALSKONGURINN ATHAFNASAGA PÉTURS J. TH0RSTEINSS0NAR ÁSGEIR JAKOBSSON Þetta er saga Péturs J. Thorsteinssonar, sem var frumherji f atvinnulífi jajóðarinnar á síðustu áratugum nítjándu aldar og fyrstu áratugum þeirrar tuttugustu; saga manns, sem vann það einstæða afrek að byggja upp frá grunni öflugt sjávarpláss; hetjusaga manns, sem þoldi mikil áföll og marga þunga raun á athafnaferlinum og þó enn meiri í einkalífinu. SONUR SÓLAR RITGERÐIR UM DULRÆN EFNI ÆVAR R. KVARAN Ævar segir hér frá faraónum Ekn-Aton, sem dýrkaði sólarguðinn og var langt á undan sinni samtíð. Meðal annarra rit- gerða hér eru t.d.: Sveppurinn helgi; Haf- steinn Björnsson mióíll; Vandi miðilsstarfs- ins; Bréf frá sjúklingi; Miðillinn Indriði Indriðason; Máttur og mikilvægi hugsun- ar; Er mótlæti í lífinu böl?; Himnesk tónlist; Hefur þú lifað áður? SKUGGSJA BÓKABÚÐ OLIVERS STEINS SF MYNDIR UR LIFIPETURS EGGERZ, FYRRVERANDI SENDIHERRA GAMAN OG ALVARA PÉTUR EGGERZ Pétur Eggerz segir hér fyrst frá lífi sínu sem lítill drengur f Tjarnargötunni f Reykjavík, þegar samfélagið var mótað af allt öðrum viðhorfum en nú tfðkast. Síðan fjallar hann um það, er hann vex úr grasi, ákveður að nema lögfræði og fer til starfa í utanríkis- þjónustunni og gerist sendiherra. Pétur hefur kynnst miklum íjölda fólks, sem hann segir frá í þessari bók. KENNARI Á FARALDSFÆTI MINNINGAR FRÁ KENNARASTARFI AUÐUNN BRAGISVEINSSON Auðunn Bragi segir hér frá 35 ára kennara- staFfi sínu í öllum hlutum landsins. Hann greinir hér af hreinskilni frá miklum fjölda fólks, sem hann kynntist á þessum tíma, bæði til lofs og lasts. Hann segir hér frá kennslu sinni og skólastjórn á fimmtán stöðum, m.a. á Akranesi, Hellissandi, Bol- ungarvík, Ólafsfirði, Skálholti, Kópavogi og í Ballerup í Danmörku.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.