Tíminn - 20.12.1990, Blaðsíða 12

Tíminn - 20.12.1990, Blaðsíða 12
12 Tíminn Fimmtudagur 13. desember 1990 samzKA<9<ESISINS<A 2ú.m Ættbók og saga íslenska hestsins 6. bindi í tilefni af 75 ára afmæli Gimn- ars Bjamasonar þann 13. desem- ber kemur á mcirkaðinn 6. bindi af Ættbók og sögu íslenska hests- ins á 20. öld. Þar með hefur Gunnar unnið það afrek að koma í eina aðgengilega ritröð lýsingu stóðhesta að nr. 1176 og lýsingu á hryssum að nr. 8071. Hvergi ann- ars staðar geta hestamenn og áhugamenn um hrossarækt gengið að öllum þessum upplýs- ingum. Prentun og bókband Prentverk Odds Bjömssonar hf. Grimm ljóðasala Bókaútgáfan Goðorð hefur sent frá sér 2. útgáfu af ljóðabók Þórð- ar Helgasonar „Þar var ég". Ljóðabókin kom fyrst út fyrir ári og hefur salan verið stöðug og heldur meiri nú en fyrir jólin í fyrra. Ljóð Þórðar eru endurminningar frá því að höfundur var drengur í sveit í Fljótshlíðinni og hreifst af fegurð landsins þar sem persón- ur Njálu verða ljóslifandi og end- urspeglast í fólkinu í sveitinni. Atburðirnir verða stundum létt- vægir samanborið við þekkt at- vik úr íslendingasögum, en eigi að síður duga þeir til að móta til- finningalíf lítils drengs og sitja þar ætíð síðan. Vinsældir bókarinnar stafa ef- laust af því að ljóð Þórðar grípa lesandann strax með einfaldleik sínum, óvenjulegri kímni og hlýju. Um leið sækir bókin á þvi oftar sem gripið er í hana. Þórður Helgason er einn úr hópi Orðmanna sem í fyrra gerðu víð- reist um borgina og lásu upp úr verkum sínum, m.a. í Borgarleik- húsinu og Þjóðleikhúskjallaran- um. Það er sjaldgæft að ljóðabók höf- undar seljist upp á fyrsta ári og er forlagið stolt af því að setja 2. útgáfu á markað eftir svo skamman tíma. „Þar var ég" er 70 blaðsíður. Kápuna gerði Magnús Tómas- son. Verð bókarinnar er 1180 krónur. Dagbók - í fullum trúnaði eftir Kolbrúnu Aðalsteinsdóttur. Fyrir jólin 1989 kom út hjá Emi og Örlygi unglingabókin Dagbók — í hreinskilni sagt, eftir Kol- brúnu Aðalsteinsdóttur. Bókin vakti strax talsverða athygli og svo fóru leikar að hún er orðin ein útlánahæsta unglingabókin á íslenskum bókasöfnum. Nú er komið út framhald þessarar bók- ar og nefnist Dagbók — í fullum trúnaði. Hér fylgjumst við áfram með Kötu, aðalpersónu sögunn- ar, í gleði og sorg. Nú er hún að verða 17 ára og ánægð með lífið þegar stjúpi hennar stingur aftur upp kollinum og verður henni erfiður sem fyrri daginn. Margt skemmtilegt gerist þó í lífi Kötu. Hún er ástfangin — og það er ósköp gaman en líka stundum erfitt, og hún þarf að takast á við ný viðfangsefni. Pabbinn ný- fundni kemur vð sögu, svo er Spánarferð og enn meiri ást, en líka undirferli og vonbrigði. í bókarlok eru þær Kata og Reb- ekka, vinkona hennar, á leið á vit nýrra ævintýra. Eyðilandið The Waste Land eftir T.S. Eliot Iðunn hefur gefið út Ijóðabálk- inn Eyðilandið eftir bandaríska skáldjöfurinn T.S. Eliot í þýðingu Sverris Hólmarssonar. Þetta er það verk Nóbelsskáldsins sem mest jók hróður þess og varð þegar við útkomu sína afar um- deilt, hneykslaði marga og heill- aði aðra, og er eitthvert þekktasta bókmenntaverk síðari tima á sviði ljóðlistar. Eyðilandið eða The Waste Land hefur haft meiri og langærri áhrif á skáldskap nútímans en flest önnur ljóð. Ljóðmál bálksins þykir einkar margrætt og auðugt og skáldið seilist víða til fanga í tíma og rúmi. Ljóðunum fylgja athugagreinar skáldsins þar sem tilvísanir eru skýrðar og raktar til bókmennta fortíðar og samtíðar. Þýðing Sverris Hólmarssonar birtist hér ásamt enskum frum- texta ljóðanna, auk þess sem Sverrir ritar um skáldið og ljóð þess og gerir ítarlega grein fyrir hvoru tveggja. Bókin er prentuð í Odda hf. Bernskan Lif, leikir og störf íslenskra bama fyrr og nú eftir Símon Jón Jóhannsson og Bryndísi Sverrisdóttur. í þessari nýútkomnu bók frá Erni og Örlygi er varpað ljósi á heim íslenskra bama. Þau bjuggu fyrrum við misjafnt atlæti og urðu furðu fljótt virkir þátttak- endur í harðri lífsbaráttu kyn- slóðanna. Samt hafa leikir alltaf verið bömum jafn eðlilegir og það að borða og sofa og stutt í glens og gaman, þótt leikföng væm oft fábreytt og stundir stop- ular. Við lestur og skoðun glæsilegs myndefnis munu þeir sem komnir eru á miðjan aldur eða eldri rifja upp hálfgleymd atvik og atburði frá þvf skeiði ævinnar þegar lífið var einfalt og framtíð- in full af fyrirheitum, en þeir sem yngri em fá innsýn í furðulega og forvitnilega veröld sem virðist nú langt að baki. Aðalkaflar bókarinnar bera þessi heiti: Á misjöfnu þrífast börnin best, Stórar stundir, Bamagaman, Hver sem vill fá brauð verður að vinna og Uppfræðingin. í bókinni er gifurlegur fjöldi ljós- mynda sem safnað hefur verið saman hvaðanæva af landinu af ívari Gissurarsyni þjóðfræðingi, fyrmm forstöðumanni Ljós- myndasafnsins. Rauntrúr Kristján Iðunn hefur gefið út bókina Kristján eftir Garðar Sverrisson. í bókinni er dregin upp rauntrú mynd af Kristjáni Jóhannssyni ópemsöngvara og hann segir þar sögu sína frá bemskudögum á Akureyri uns hann stendur á sviði þekktasta ópemhúss heims. Þetta er hreinskilin frásögn og einlæg, þar sem Kristján kemur til dyranna eins og hann er klæddur. í kynningu útgefanda á bókinni segir meðal annars: Maðurinn, eldhuginn og lista- maðurinn Kristján Jóhannsson er viðfangsefni þessarar tæpitungu- lausu frásagnar. Hér lýsir hann af einlægni æsku sinni og uppvexti, þar sem ekki ríkti alltaf dúna- logn, og segir einnig frá námi sínu á Ítalíu og söngferlinum heima og erlendis, frá vonbrigð- um sínum og glæstum sigmm á sviði og utan þess, frá töfraljóma sviðsljósanna og skuggum öf- undar og umtals, en ekki síst frá ást og sorgum í stormasömu lífi litríks listamanns. Höfundur bókarinnar, Garðar Sverrisson, hlaut mikið lof fyrir fyrri bók sína, Býr íslendingur hér?, minningar Leifs Muller, sem út kom árið 1988. Bókin er prentuð í Odda hf. Ensk-íslensk viðskiptaorðabók eftir doktor Terry G. Lacy og Þóri Einarsson prófessor Út er komin hjá Emi og Örlygi aukin og endurskoðuð útgáfa ensk-íslensku viðskiptaorðabók- arinnar sem kom fyrst út árið 1982 og hafði þá að geyma 9.000 orð og orðasambönd. Hin nýja útgáfa geymir hins vegar 15.000 orð og orðasambönd, auk 202 landaheita og upplýsinga um íbúafjölda, helstu borgir og höf- uðborgir. Þá er gerð grein fyrir mun á breskri og amerískri ensku og skýrðir viðskiptaskil- málar. Þessi bók kemur hverjum þeim íslendingi vel sem þarf að tala eða lesa um ensk viðskipti og efnahagsmál. Hið sama á við um þá sem þurfa að gera eða lesa samning á ensku, eða eru á fund- um þar sem enska er einungis töluð. Skip vonarinnar Öm og Örlygur hafa gefið út ljóðabók eftir Guðrúnu Guð- laugsdóttur, blaðamann og rit- höfund. Þetta er önnur ljóðabók Guðrúnar, hin fyrri nefndist á leið til þín og kom út árið 1988. Guðrún hefur ritað tvær ævi- minningabækur, í veiðihug eftir Tryggva Einarsson í Miðdal 1978 og Það hálfa væri nóg, lífssögu Þórarins Tyrfingssonar 1990. í hinni nýju ljóðabók koma fram hugleiðingar Guðrúnar um eigið líf og veröld okkar allra, settar fram með lifandi, kliðmjúku tungutaki og heillandi myndlík- ingum. Keflavík - Opin skrifstofa Félagsheimili framsóknarmanna að Hafnargötu 62 er opið alla virka daga milli kl. 17 og 18. Starfsmaður framsóknarfélaganna, Guðbjörg, verður á staðnum. Síml 92-11070. Framsóknarfélögin. Suðuriand Skrifstofa Kjördæmasambandsins á Eyrarvegi 15, Selfossi, er opin á þriöjudögum og fimmtudögum kl. 15.00-17.00. Siminn er 22547. Félagar eru hvattir til aö Ifta inn. K.S.F.S. Norðurland vestra Skrifstofa Einherja, kjördæmisblaðs framsóknarmanna, hefurverið flutt frá Sauðárkróki á heimili ritstjóra að Ökrum I Fljótum. Hægt er að ná I rit- stjóra alla daga I slma 96-71060 og 96-71054. K.F.N.V. Borgnesingar - Bæjarmáiefni (vetur verður opið hús á mánudagskvöldum frá kl. 20.30-22.30 á skrifstofu Framsóknarflokksins að Brákarbraut 1. Bæjarfulltrúar flokksins I Borgarnesi verða á staðnum og heitt á könnunni. Allir sem vilja fylgjast með og hafa áhrif á málefni Borgarnesbæjar eru velkomnir. Framsóknarfélag Borgamess. Jólahappdrætti S.U.F. Eftirfarandi númer hafa verið dregin út I Jólahappdrætti S.U.F.: 1. des. 1. vinningur 2036, 2. vinnlngur 974 2. des. 3. vinningur 3666, 4. vinningur 20 3. des. 5. vinningur 3203, 6. vinningur 3530 4. des. 7. vinningur 5579, 8. vinningur 1452 5. des. 9. vinningur 3788,10. vinningur 5753 6. des. 11. vinningur 3935,12. vinningur 3354 7. des. 13. vinningur 5703,14. vinnlngur48l5 8. des. 15. vinningur 2027,16. vinningur 2895 9. des. 17. vinningur 3261,18. vinningur 2201 10. des. 19. vinningur 3867,20. vinningur 5194 11. des. 21. vinningur 5984,22. vlnningur 864 12. des. 23. vinningur 1195,24. vinningur 4874 13. des. 25. vinnlngur 1924,26. vlnnlngur 716 14. des. 27. vinnlngur 5840,28. vinningur 5898 15. des. 29. vlnnlngur 2517,30. vinningur 750 16. des. 31. vinningur 4582,32. vinningur 3085 17. des. 33. vinningur 1142,34. vinningur4416 18. des. 35. vinningur 3284,36. vinnlngur 3227 19. des. 37. vinningur 5252,38. vinnlngur 5168 Dregin verða út tvö númer á hverjum degi fram til 24. des. Munið að greiöa heimsenda giróseðla. Nánari upplýsingar á skrifstofu Framsóknarflokksins, Hafnarstræti 20. Simi 91-624480 eða 91-28408. Með kveðju. S.U.F. Reykjanes Skrifstofa kjördæmasambandsins að Hamraborg 5, Kópavogi, er opin mánudaga til fimmtudaga kl. 17-19. Slmi 43222. K.F.R. Jólahappdrætti Framsóknarflokksins 1990 Dregið verður ( Jólahappdrætti Framsóknarflokksins 24. desember nk. Velunnarar flokkslns eru hvattir til að grelða helmsenda gíróseðla fyrir þann tíma. Allar frekari upplýsingar veittar á skrifstofu flokksins eða I sima 91- 674580. Framsóknarflokkurinn Rangæingar, spilakvöld Framsóknarfélag Rangæinga gengst að vanda fyrir hinum áriegu spila- kvöldum sunnudagana 11. og 25. nóvember, 9. desember og 13. janúar ( Hvoli kl. 21.00. Fjögurra kvölda keppni, 3 gilda. Heildarverðlaun ferð til Akureyrar fyrir 2, glst á Hótel KEA 2 nætur. Góð kvöldverðlaun. Mætið öll. Stjómin FUFarar á höfuðborgarsvæðinu Hittumst og drekkum glögg I Naustskjallaranum fimmtudaginn 20. desem- ber. Mætum öll. Stjómimár.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.