Tíminn - 20.12.1990, Blaðsíða 5

Tíminn - 20.12.1990, Blaðsíða 5
JÓLABLAÐ 1990 Tíminn 5 Fögnuður var mikill að kvöldi kosningadags í tjaldi FDP í Bonn. báru fundarmenn ýmis sérein- kenni sem tengja má við flokk- ana hvern um sig. Fögnuður og depurð á kosningahátíðum Hin sömu séreinkenni báru kosningahátíðir flokkanna í höfuðstöðvum þeirra í Bonn að kvöldi kosningadags. Kjörstöð- um var lokað kl. 18 og klukkan var ekki nema sjö þegar Hans- Jochen Vogel birtist á sjón- varpsskjá og viðurkenndi ósig- ur flokks síns. Var þá lagt af stað að heimsækja höfuðstöðv- arnar og lá leiðin fyrst að bæki- stöðvum kristilegra demókrata. Komið var að stóru, uppljóm- uðu húsi. Þar var inni geysileg- ur mannfjöldi, sigurreifur og upplitsdjarfur. Bjór og kampa- vín flaut þar takmarkalaust og fór ekki fram hjá neinum hverj- um þessi dagur tilheyrði. Næst lá leiðin til sósíaldemókrata og kvað þar heldur betur við ann- an tón; það má næstum segja að þar hafi ekki verið neinn tónn, svo niðurdreginn var mannskapurinn þar sem hann ranglaði um í illa lýstum húsa- kynnum, margir með börn sín með sér. Reyndar voru helstu hljóðin þau þegar glas skall á steingólfi og fór í mél, en það var alloft. Hjá frjálslyndum demókrötum ríkti nokkurs konar héraðsmótastemmning í stóru tjaldi sem greinilega hafði verið sett upp í tilefni há- tíðahaldanna. Þar voru sterkir ljóskastarar og uppblásnar blöðrur uppi í rjáfri. Dunandi músík lífgaði enn frekar upp á. Fleiri urðu nú heimsóknirnar ekki í flokkahöfuðstöðvar þar sem fregnir bárust um að Græningjar og PDS-menn væru farnir stúrnir heim að leggja sig. Götulífiö bar meiri svip af aðventunni en kosningunum Það verður að segjast eins og er að þó að þetta væru vissulega tímamótakosningar og merki- legar, varð lítið vart við að al- menningur á götum úti væri upptendraður af atburðinum, enda var kjörsókn í minna lagi og hefur aldrei verið minni síð- an 1960. Aðventan var að hefj- ast og virtist hún vekja meiri áhuga borgaranna, ungra sem aldinna, sem streymdu um stræti og torg, og ekki síst verslanirnar. Börnin voru, rétt eins og jafnaldrar þeirra hérna heima, farin að lifa sig inn í jólahátíðina og mátti jafnvel heyra smárollinga í kerrum syngja fullum hálsi „0, Tannen- baum, o Tannenbaum". Kannski veldur einhverju um þetta áhugaleysi að það þótti nokkuð liggja ljóst fyrir fyrir- fram á hvaða veg kosningarnar færu. Skoðanakannanastofn- unin Allensbach hafði í ellefu vikur gert vikulega skoðana- könnun á afstöðu kjósenda, bæði í austur- og vesturhluta landsins, og sýndu þær jafnt og þétt þau úrslit sem síðar urðu ljós. Að vísu vantaði eitthvað upp á upplýsingar um smá- muni eins og að Græningjar í vesturhlutanum dyttu út af þingi og samsteypustjórnin rauð/græna félli í Berlín. En á heildina litið voru skoðana- kannanamenn ánægðir með ár- angurinn. Þeir höfðu reyndar spurt margra annarra spurn- inga í leiðinni og var t.d. eftir- tektarvert að þegar íbúar í aust- urhlutanum voru spurðir hvað þeir óttuðust mest, settu þeir flestir öryggislögregluna, STASI, í efsta sæti, á undan at- vinnuleysishræðslunni. Nú tekur alvaran við Að loknu þessu næstum sam- fellda hátíðaári í Þýskalandi, þar sem hver fagnaðaratburð- urinn hefur rekið annan í átt til sameiningar landsins og kosn- inga í því öllu, tekur nú hvers- dagsleikinn við. Nú skiptir öllu hvernig til tekst að ráða við þann mýgrút vandamála sem auðvitað er enn eftir að leysa úr. En Þjóðverjar hafa löngum sýnt fádæma dugnað og er eng- in ástæða til að halda að þeim takist ekki að vinna sig fram úr þessum vanda, enda vitna þeir oft í endurreisnarstarfið eftir síðari heimsstyrjöld, sem var kraftaverki líkast. Og þó að þeir hafi verið önnum kafnir við að fagna stórmálum heima fyrir hafa þeir ekki vanrækt vini sína. Þannig hafa þeir brugðist fljótt og stórmannlega við að- steðjandi vanda og jafnvel hungursneyð í Sovétríkjunum, enda vilja þeir að Gorbatsjov haldist þar við völd í lengstu lög. Allir stjórnmálamennirnir sem við hlýddum á þökkuðu Gorbatsjov sérstaklega fyrir hlut hans í því að sameining Þýskalands gekk svo hratt og áfallalaust fyrir sig. Þeir þökk- uðu reyndar líka Ungverjum, Tékkum og jafnvel Pólverjum fyrir þeirra hlut. En það var fýrst og fremst Gorbatsjov sem þeim fannst sérstök ástæða til að þakka. Kristín Leifsdóttir Haust í Eyvindarveri Yfirbragðsmikið er Amarfell, upp yfir landinu skartar. Hofsjökull með sín hvítu svell, hlíðar í kvöldsól bjartar. Iðjagræn mýrin við Eyvindarver, ástin og kvíðinn lifðu hér við melöldur máðar og svartar. Lágar rústir við lindardrag, lækur með kliðinn mjúka. Haustvindar fara sér hægt í dag, hljóðlega auðnina strjúka. Eilífðarkyrrð er við Eyvindarver, ekkert mannsauga framar sér upp frá eldstónni rjúka. Pálmi Eyjólfsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.