Tíminn - 20.12.1990, Blaðsíða 9

Tíminn - 20.12.1990, Blaðsíða 9
JÓLABLAÐ 1990 Tíminn 9 þá hitti ég ýmsa náunga sitjandi í portinu hjá næturverðinum, náttúr- lega þjórandi, og af því ég var þreytt- ur og þyrstur þá fékk ég mér bjór með þeim.“ „Það er annars merkilegt að pró- fasturinn ekki skuli setja þá mann- fylu af?“ „Fyrir það að seljá okkur bjór á nóttunni þó hann ekki megi það? — Ja, ég gæti nú best trúað því að pró- fasturinn vissi það — það fer víst fátt fram hér á Garði sem hann ekki fær að vita. En mig grunar að hann hugsi sem svo að það sé betra fyrir okkur Garðbúa að geta svalað okkar þyrstu sálum hér hjá næturverðin- um í kyrrþey og í öllu skikkelsi, en að við förum þangað þar sem ég var í nótt eða þá á næturkjallarann og endum þar með því að drekka tví- menning með blessuðum lóunum og fylgjum þeim svo heim svo þær ekki skuli villast." — „Þetta getur verið.“ „Það eru svei mér ekki allir sem hafa eins mikið siðferðisþrek og ég að geta hvort tveggja, bæði hjálpað upp á stúlkurnar og svo bjórinn á eftir. Ég var orðinn svo vandlæt- ingasamur þegar ég var búinn með tvær flöskur að ég stakk upp á að við skyldum stofna félag, nýtt félag til að endurbæta siði okkar Garðbúa. Þetta var samþykkt í einu hljóði, við vorum fimm alls, ég einasti landi.“ — „Nú, hvað á félagið að gera?“ — „Það sérðu á nafninu. — Við nefnumst Nætursvamparnir og til- gangurinn er að ryðja út ölinu næt- urvarðarins — auðvitað með því að drekka það. Annars eru lögin aðeins ein setning og hún er svona: „Jósaf- at Jónasson.má ekki gerast félagi" — það er af því Jósafat er einasti maður á Garði sem við töldum óhugsandi að nokkurn tíma mundi starfa að félagsins göfuga tilgangi með því að þjóra í portinu. — Hann kvað vera í þessu Kristilega ung- mennafélagi." „Það eru nú fleiri." „Oja — en sumir eru víst breyskir." „Getur verið — en ég hef nú í hreinustu alvöru hugsað um það hvort ekki væri réttast fyrir mig að ganga í það!“ Steingrímur hrökk við og horfði beint framan í Árna. „Kemur ekki að því sem ég sagði áðan, Árni, — þú endar með því eða einhverju öðru asnastriki." — „Það sem aftrar mér frá því er nú samt það að ég get ekki með góðri samvisku látist vera kristinn þegar ég veit með sjálfum mér að ég er víst langt frá því að vera það.“ — „Það er þó dálítil von að þér geti batnað. Kristinn! Það vantaði nú bara! Segðu mér hreinskilnislega, þekkirðu nokkurn kristinn íslend- ing? Ég tala ekki um sauðsvarta al- þýðuna sem af vana og heimsku þykist vera það, en auðvitað er það sjaldnast, en ég á við menn sem hafa fengið einhverja menntun? Við höf- um presta og prestlinga, en fyrir þá er það atvinna, greyin. Ég á við leik- menninga. Ég þekki ekki einn!“ Árni hugsaði sig um. „Altjend þó hann Bjarni okkar frá Ási.“ Það var félagi þeirra, þá nýfarinn af Garði. — „Ég er ekki að tala um hálfg- eggjað fólk eins og hann. En svo mikið veit ég að hann dregur þig inn í hinn kristilega selskap þá er þú orðinn vitlaus líka.“ Um leið og Steingrímur sagði þetta opnaði hann vistaskápinn, tók þar út brennivínsflösku og bitterglas og blandaði því saman fljótt og vel eins og maður sem hafði daglega reynslu af slíkum verkum. — „Þetta er nú mín morgunbæn," sagði hann, „viltu fá þér einn hívert með?“ — „Nei, þakka þér fyrir, mér verð- ur ekki gott af því.“ — „Gott af því, gott af því — þú átt að venja þig á þetta, maður, þá verð- ur þér gott af því eins og okkur hin- um.“ Árni lét sér ekki segjast, hann stóð upp og dró nú frá hinn hlerahelm- inginn svo birtan féll inn um allt herbergið. Það var fremur óvistlegt. Legubekkur með rúmfötunum í, ís- lensk fiðuryfirsæng með veri sem fyrir nokkrum árum hafði verið hreint, flutt inn heiman af Fróni, hálfóhrein lök og koddar, ramma- lausar myndir úr þýskum mynda- blöðum, keyptar á bókauppboðum á Garði, nokkrar stúdentamyndir og aimanaksmynd af Jóni Sigurðssyni prýddu veggina. Enginn dúkur var á gólfinu. Járnkassi stóð upp við ofn- inn, sá kassi var á veturna notaður undir eldivið, á sumrin sem pappír- skarfa og ruslakista fyrir alls konar skran. Tveir lélegir stólar og koffort- ið sem Árni hafði setið á, íslenskt trékoffort grænmálað, voru sætin sem gestunum voru ætluð. Bóka- skápur stóð í einu horninu, hillurn- ar voru svo sem hálffullar af illa út- lítandi bókum, mörgum óinn- bundnum og rifnum á kjöl. Nokkrar tómar bjórflöskur og stokkar með ýmsu rusli voru á milli bókanna, eiginlega ekki til prýðis. Svartmálað borð, dúklaust, með lampa og ösku- bikar, tveimur stuttum tóbakspíp- um og tóbaksbauk stóð fyrir framan legubekkinn. Þá var þar stór fata- skápur og matarskápur áfastur veggnum. Skáparnir, borðið og járnkassinn heyrðu Garði til og fylgdu herberginu, hitt hafði íbú- andinn útvegað sér til gagns og skemmtunar. „Ég veit svei mér ekki hvort ég nenni í sjó í dag með ykkur hinum — ég hef lofað að vera skírnarvott- ur,“ sagði Steingrímur. — „Skírnarvottur? Þú?“ hváði Árni steinhissa. — „Já, Dóri Jónsson keypti sér skrambi laglegan hvolp um daginn og í dag á að skíra hann.“ „Það lá að að þú ættir við eitthvað annað en kristilega skírn. Hvar á sú hátíðlega athöfn fram að fara?“ „Ja — það er nú það sem ég ekki veit með vissu, en hann ætlaði að gera mér orð um það núna í morg- un fyrir klukkan ellefu eða koma sjálfur. Hann ætlar að fara heim á þriðjudaginn með Vestu svo hann á annríkt þessa síðustu daga hér.“ „Þetta gastu sagt áður — þá hefði ég ekki þurft að híma hér yfir þér meðan þú varst að slóra við að klæða þig.“ — „Nú, farðu nú ekki að vonskast, það getur verið að ég komi en þú sérð það sjálfur að ég verð fyrst að fá svar frá Dóra. Hvað ætlar þú þér annars að gera í dag?“ „Ég verð heima og les fram eftir deginum þegar ég kem aftur úr sjónum — og svo í eftirmiðdag ætla ég í miðdagsverð hjá Sandholt gamla." — ,Já, þú munt vera kominn á spenann þar. Ertu máske að verða skotinn í dætrunum! Hana nú, máske er það þess vegna að gengur svo erfitt að uppala þig og kenna þér mannasiði! Kemurðu þangað oft?“ — „Nei, því miður.“ — „Því miður! Hvern þremilinn hefur þú eiginlega að gera með að koma þarigað oft! Ég get skilið að það getur verið nógu gott að koma við og við til þessara blessuðu dansk-íslensku kaupmanna, fá gott að éta og drekka og góða vindla og geta máske grætt frá þeim nokkrar krónur í L’hombre. Það get ég með góðri samvisku gert líka því ég kem aldrei til slíks fólks nema ég sé boð- inn og ég veit að þeir þykjast gera gustukaverk á okkur þegar þeir bjóða mér og mínum líkum. Ég geld þar flátt við falsi, lagsm, og þeir eru svo sem ekkert að ímynda sér að ég sé þeim þakklátur ef þeir hafa meir en túskildingsvit. En koma þangað af sjálfsdáðum og vera að sleikja sig upp við þessar blóðsugur, nei, svei mér þá, til þess er ég of góður. Nei, ég fer að örvænta um þig, Árni. Ann- ars vona ég að þú sækir þér hrygg- brot hjá dætrunum ef þú ert sá asni að vera að daðra við þær!“ — „Þvíþá það?“ — „Því þá það? Af því hjónabönd milli Dana og íslendinga aldrei ættu að eiga sér stað. Krakkarnir verða hálfdanskir ef þeir eru á íslandi og aldanskir ef þeir eru hér og til lítilla þrifa fyrir okkar land hvort sem heldur er. En nú mun best að fá sér morgunkaffi og svo fara upp á lestr- arstofu að lesa blöðin." II. Klukkan rúmlega sjö sama kvöld labbaði Steingrímur makindalega eftir Vesturbrúargötu. Með honum var vinur hans Dóri — öðru nafni Halldór Jónsson cand. med., frá Reykjavík. Hann hafði dvalið í Höfn um veturinn til að stunda kvenna- sjúkdóma og því dvalið á fæðingar- stofnuninni. Hann var hár maður og feitlaginn með mikið andlit og breitt og góðmannlegur, með lítið yfirskegg, en á grænum augunum, þykkum vörum og hvapalegu andlit- inu sást að hann mundi vera talsvert hneigður til nautna af ýmsu tagi. Hann hafði lesið bækur og hlustað á fyrirlestra við og við, að auki hafði hann kynnt sér kynferðissjúkdóma og varnir gegn þeim verklega, aðal- lega á hóruhúsum borgarinnar. Halldór hafði sótt Steingrím niður á Garð og af því hann var vel pening- aður höfðu þeir byrjað daginn með morgunverði á „Hvíti“ með bifur og brennivíni og nokkrum flöskum af Half and half — farið svo yfir í Hreinsunareldinn og drukkið kaffi með koníakki; þar hafði séð á Hall- dóri að hann var búinn að fá of mik- ið því hann fór að útskýra fyrir ein- um þjóninum og síðan fyrir hverj- um sem hlusta vildi að Luther og Grundtvig, það væru sínir menn því að þeir hefðu kunnað að meta bæði vín og kvenfólk, — og sannað sínar kenningar með sínu líferni — og að lokum þótti Steingrími ráðlegast að fara burt með hann, heim í Nan- sensgade þar sem hann bjó og fá hann til að sofa úr sér verstu vím- una því hann hafði verið á túr í nokkra daga og lítið eitt sofið nótt- ina á undan. Svo fór að Halldór hafði látið telja sér trú um að þetta væri skynsamlegt og hafði virkilega steinsofnað þar, hálfklæddur ofan á uppbúnu rúminu, og hrotið mikið, en á meðan hafði Steingrímur, sem ekki fann á sér að mun, verið að lesa „Raskolnikov" sem hann hafði séð þar í bókahillu. Og svo laust fyrir klukkan sjö um kvöldið hafði Hall- dór vaknað, þvegið sér og var hinn brattasti og svo höfðu þeir félagar farið af stað til skírnarinnar. Þessi helga athöfn átti nú fram að fara í kjallara í Saxogade þar sem hvolpurinn var geymdur. Áð nafn- inu til var kjallarinn tóbaksbúð, „Peter Madsen Tobaksforretning" stóð með gylltu letri á gljásvörtu spjaldi yfir dyrunum. Og inni var þar ekki annað að sjá en rétt eins og inni í hverri venjulegri tóbaksbúð, vindlakassar, vindlingaöskjur og tóbaksbaukar, hlaðið upp af mis- munandi smekk og snilld, og svo úr- val af pípum og vindlamunnstykkj- um í flatskápum með glerrúðum í búðarborðinu. Rauður kross á sér- stöku spjaldi benti á að þar líka mátti fá getnaðarverjur, og á sér- stökum standi voru myndaspjöld og auglýsing um að sérstakar myndir af nöktu kvenfólki til afnota fyrir lista- menn væru þar til. Þeir félagar gengu nokkur skref inn. Ung stúlka, feit og sælleg, dökk á hár og móeygð, þrýstin á vöxt, var fyrir innan borðið því ekki var enn búið að loka. Það var Kristín Emilía, kölluð Mille eða Milla af löndum, dóttir húsráðanda, eða það var hún sögð a.m.k. — áreiðanlegt var í þeim málum aðeins það að hún var dóttir konu hans sem, eins og allir vissu, rak verslunina. „Gott kvöld, hvernig sækjum við að?“ sagði Halldór. „0, svona — svona —“ sagði Milla. — „Pabbi var látinn inn aftur í morgun." „— Nú, já, það mun hafa komið fyrir áður,“ sagði Steingrímur. „Við verðum þá að reyna að hugga ykkur vel í kvöld.“ — Og brosti hýrlega til Millu. „Við erum fúsar á að láta hugga okkur," sagði Milla og opnaði fyrir þeim hlerann á búðarborðinu. Þeir ganga nú inn af búðinni, gegnum litla kompu þar sem var skrifstofa og inn í rúmgott herbergi, íverustofu fjölskyldunnar. Þar stóð upp frú Re- gína Madsen, miðaldra kona, feit og kvapaleg, á rauðum upphlut og hórupilsi að neðan. Hún hafði áreið- anlega verið fríð og reyndi enn að halda fegurðinni með því að mála sig í kinnum og á vörum og ganga í skóm með háum hælum. Það var mikill ilmur af Kölnarvatni, bæði af klæðum hennar og húsgögnunum, og auk þess hafði hún þurrkaða skógarmækishnausa hangandi og liggjandi í krukkum á nokkrum stöðum í stofunni. Hún heilsaði gestunum vingjarnlega og bauð þeim scéti. „Ja, maðurinn minn get- ur ekki haft ánægjuna af að vera með okkur í kvöld," sagði hún — „hann varð að fara í fangelsið í morgun vegna þessarar skuldar sem við vorum dæmd til að borga.“ Það var nú ekki nýtt — og satt að segja höfðu þau öll búist við þessu og innst í hjarta sínu voru þær mæðgur og gestir þeirra glöð yfir því að gamli Pétur Madsen hafði enn þá einu sinni verið dæmdur fyrir óleyfilega vínsölu og hann að venju (Dslium félagsmönnum borum, ötarföliöi og lanbömönnum öUum ©leöilegra 3fóla og farsÆls komanbi áts meö þöfeb fprir þab, ðcmerab Öba Kaupfélag Suðurnesja

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.