Tíminn - 20.12.1990, Blaðsíða 10

Tíminn - 20.12.1990, Blaðsíða 10
10 Tíminn JOLABLAÐ 1990 sinni kaus að sitja sektina af sér; því þó henni í rauninni væri vel við hann og viðurkenndi nytsemi hans sem varaskeifu, var það samt ekki beinlínis upplífgandi að hafa hann með ef maður átti að skemmta sér reglulega vel — og það höfðu þær mæðgur og gestir þeirra einsett að gera þetta kvöld. Það var ekki orðið alveg dimmt úti en samt var kveikt inni í stofunni. Þar var fremur vistlegt; á miðju gólfi stórt kringlótt borð með hvítum dúk og lagt á fyrir átta manns. í einu horninu var klavír og ofan á því hóp- ur af Ijósmyndum; í kvöld var ofan í kaupið kveikt þar á löngum kertum sem skinu glaðlega yfir tangentana og á uppslegið nótnahefti með „Sin- ger longs too“, væminni amerískri dansvísu sem þá tíðkaðist í Dan- mörku eftir sigurför um hálfan heiminn. Sófinn milli glugganna stóð auður og vinnuborð og sauma- borð stóðu fyrir hvorum þeirra. Á veggjunum voru gamlar olíuprent- anir og koparstungur og nokkur lé- leg málverk. H.C. Andersen með marglit orðubönd, orrustan við Falstur, og Friðrik VII með Ijónssig- netið á hjálminum. í bókaskáp með glerhurð mátti líta nokkra danska gullaldarrithöfunda í skrautbandi sem helst leit út fyrir að enginn hefði nokkurn tíma lesið, og nokkrar fleiri bækur — af nýjum bókum fá- einar eftir Gustav Writ og Peter Jan- sen, allar í blöðum og auðsjáanlega margþvældar. í körfu úti við ofninn lá hundurinn. Það var tík, hvít og svört, terrier sem leit út fyrir að mundi verða dálítill skapvargur. Hún stóð upp á móti Halldóri og fór strax að þefa af skón- um hans. „Svo þú ert farin að þekkja mig, litla greyið," sagði Halldór og tók upp hundinn. — „En hvað þú minnir mig á blessaðar stúlkumar, ekki satt, Steingrímur, nema hvað þig vantar enn þetta klunnalega — þú skríður eins og þær, ert ekki búin að missa sakleysið og Iæra að derra þig og gelta að karldýmnum — nú — þú mátt sleikja skóinn minn — þangað til þú verður skírð.“ Hann lét hundinn niður á gólfið og sneri sér að húsmóðurinni. .Jlefurðu munað eftir því að hér má ekki vera ostur á borðinu í kvöld úr því hann Sverrir kemur?" ,Já — Norðmaður sem ekki þolir ostlykt, þvílíkt og annað einsl Allur sá ostur sem hér er í húsinu er vand- lega lokaður inni í búri.“ Nú fóru hinir gestirnir að koma. Fyrstur allra kom Tómas Tígris, í rauninni Tómas Sigurðsson sem á skólaárum hafði fengið þetta nafn úr Anabasis Xenofond. Hann var um fertugt en leit eldri út, lítill meðal- maður og gekk nokkuð íboginn, venjulega í dökkbláum fötum, sem stundum voru nokkuð blettótt. í kvöld var hann venju fremur upp- dubbaður, flibbinn og brjóstið var hreint og nýstífað, jakkinn sæmilega blettalaus, buxumar gráar, splunku- nýjar, og það sýndi sig að Tígris hafði meira að segja tvo vasaklúta, hrein- an hvítan klút í brjóstvasa, og stóran rauðan tóbaksklút í vinstri buxna- vasanum sem hann þurfti oft á að halda því hann brúkaði mikið í nefið. Það var auðséð að Tígris hafði viljað halda sér til þennan dag, hann var óvenjulega hreinn og vel til fara, nema hvað efri vörin og hakan báru merkið um tóbakið. Tígris hafði lesið málfræði en hafði aldrei lokið prófi þó hann væri vel gefinn maður. Hann hafði leiðst út í slæpingslíf og án þess að beinlínis yrði sagt að hann alveg væri „kom- inn í hundana" var hann alltaf að færast niður á við, andlega og líkam- lega. Því olli flaskan og staðfestuleysi hans. Að eðlisfari var hann góðhjart- aður og greiðvikinn. Hann hafði misst foreldra sína á unga aldri en efnaður ættingi hans hafði styrkt hann til náms og er hann hafði tekið stúdentspróf og þar að auki fengið orð á sig sem skáld — nokkur kvæði hans voru prentuð í Þjóðólfi — var talið sjálfsagt að láta hann sigla. Við háskóíann las hann svo málfræði og sögu, það var eftir gamla laginu er menn stunduðu klassísku málin en líka sögu og málfræði — en leiddist fljótt út í ýmislegt annað. Hann las að vísu mikið sem ekki beinlínis kom við námi hans, svo sem sanskrít og rómönsk mál og var því orðinn víða heima, hafði jafnvel um skeið grautað í kínversku og japönsku. En þar að auki hafði hann sérstakan áhuga á íslenskum fræðum og var óþreytandi í aö safna og afrita ýmis- legt á bókasöfnum í Danmörku. Allt þetta varð til þess að hann aldrei tók próf en ílentist í Höfn. Hann fékk lít- ilsháttar styrk við Ámasafnið og vann að útgáfum fomrita sem að- stoðarmaður ýmissa lærðra manna sem notuðu vinnu hans og þökkuðu honum í fommálunum. Sjálfur gaf hann fátt út, enda hafði hann enga sérlega löngun til þess. Hann átti kynstur af uppteiknunum um ýsmis- legt, skrifað á ósamkynja blaðsnepla, á bréfaumslög og blaðarifrildi sem hann geymdi í pappaveskjum og gömlum vindlaöskjum. Áður haföi hann líka átt laglegt bókasafn, en það var löngu farið. Þegar Garð- styrkurinn var úti, og ár leið eftir ár svo að hann ekki tók próf, hætti vel- gjörðarmaður hans að senda honum peninga og þó hann um eitt skeið hefði talsverðar tekjur fyrir ritstörf, og hefði getað lifað sómasamlegu lífi var hann orðinn svo hneigður fyrir slæpings- og slarklíf að hann smám saman seldi bækurnar; mest af þeim keypti að lokum amerískur vísinda- maður sem hafði lært íslensku hjá honum einn vetur. Tígris gat verið dugandi vinnumaður ef hann var undir annarra stjórn og þegar hann vantaði fé og fauk í flest skjól fór hann venjulega út á Friðriksborg til dr. Sæmundar Stefánssonar dósents í íslensku við háaskólann, vann þar fyrir matnum, að sagt var; við að semja registur og skrifa ýmislegt. Sá gállinn á honum var sjaldan nema svo sem viku í einu. Hefði ekki dr. Sæmundur haldið hlífiskildi yfir honum hefði Ámastyrkurinn líklega fyrir Iöngu verið tekinn af honum og eins var það (að þakka) forbænum Sæmundar og góðlyndi yfirbóka- varðanna á háskólasafninu og Kon- unglega bókasafninu að honum var leyft að vinna þar og jafnvel veitt smávegis hlunnindi við nokkur handrita, þó ýmsir kvörtuðu vegna sóðalegrar framkomu hans og önug- lyndis við og við er hann hafði verið á túrum — því í rauninni var hann blíðlyndur að eðlisfari. Næstir Tígris komu tveir menn inn saman — annar var Norðmaður sá er ostinn hataði, Sverrir Brakavold — uppnefndur af löndum Brákar- pollur, en það nafn sjaldan notað við hann sjálfan nema af bestu kunn- ingjum hans og þá fyrst við þriðja toddíglasið. Sverrir var hár maður vexti, fríður og skarplegur í andliti með snör, blá augu og bogið nef, nokkuð þunnar varir og breiða höku. Það sópaði nú að honuum og hann stakk mjög í stúf við félaga sinn sem inn kom með honum, skáldið Jón Guð- mundsson. Hann var lítill maður vexti og veiklulegur að sjá, andlitið grátt og þreytulegt, mjótt nef og haka og augun þreytuleg. Sverrir gat varla ráðið sér fýrir fjöri, Jón var eins og hann alltaf þyrfti að fá sér eitt- hvað til hressingar. Þeir Sverrir voru miklir vinir og á þeim árum óaðskiljanlegir. Sverrir var rithöfundur og blaðamaður, hafði stundað listnám í París og Róm áður, en hætt því, gefið út róman um ástarævintýri sín hjáseljastúlkunum norsku og róman um lík ævintýri sín hjá grísettunum í París en var nú um hríð í Höfn til að stúdera lífið þar og skrifaði fréttabréf til norskra blaða. Hann var Iandmálsvinur og hataði Dani og Danmörku yfirleitt; aftur á móti lét hann mikla ást á ís- landi í ljósi og sóttist mikið eftir að kynnast íslenskum menntamönn- um. En einhvern veginn fór það svo að vinátta flestra við hann varð sjald- an langvinn — án þess þó að hún beinlínis breyttist í óvináttu. Eldri og reyndari íslenskir menntamenn, sem voru búsettir í Höfn, höfðu lítil kynni af honum — því hann fann fljótt að þeim var illa við fúkyrði og níð það um Danmörku sem hann við hvert tækifæri hafði á vörunum og fékk hann þá líka óbeit á þeim. „Þeir eru danskari en Danir sjálfir, þessir helvítis hundaskítar, eins og hann dr. Sæmundur og hans nótar," sagði hann. Svo sneri hann starfi sínu að stúdentunum. Þar tókst honum bet- ur - - hann var ör á fé og hafði oftast nær nóg milli handa, og gat því lán- að manni sem vanhagaði um skild- inga í svipinn og var vís til að bjóða upp á bjór eða viskí ef hann hitti ís- lenskan kunningja á götunni. Þeir Tígris og Jón Guðmundsson voru helstu vinir hans og þessar vikur 1 Asperins 2 Sequens 3 Exerbaus 4 Hilarius 5 Gaudes 6 Nolensvolius 7 Clauduns Í*Ú 8 Contour SKÍRN - HUNDSINS hafði Halldór komið í hópinn. Satt að segja varð aldrei regluleg vinátta milli hans og yngri stúdentanna — hann fann of mikið til munarins á sjálfum sér og þeim, og þó þeir hefðu ekkert á móti hnjóðsyrðum hans um Dani flestir hverjir fór sjaldan hjá því að þeim þætti hann nokkuð uppi- vöðslusamur og hrokafullur, eink- um ef hann hafði fengið of mikið í kollinn sem ósjaldan kom fyrir. En Tígris hafði kennt honum íslensku og hjá honum fann hann þá þekk- ingu og skilning á ýmsu útlendu sem hann ekki fann hjá stúdentun- um og Jón Guðmundsson blátt áfram tilbað hann. Jón Guðmundsson hafði dvalið fimm ár í Höfn. Hann stundaði að nafninu til nám í bókmenntasögu og lést ætla að taka meistarapróf. En það var ekki nokkurt útlit til að hann nokkum tíma gæti tekið það. Hann kynntist ýmsum dönskum blaða- mönnum, skáldum og listamönn- um, og þeir vom ekki allir menn af betri endanum. Hann hafði gefið út ljóðabók á íslensku, nýskroppinn úr skólanum, og henni hafði verið vel tekið. Smásaga eftir hann hafði verið þýdd á norsku og þýsku og vakið eft- irtekt á honum — nú var hann að semja leikrit sem hann vænti mikils af; úr íslenskri þjóðsögu, og fengu kunningjar hans stundum að sjá kafla úr því — en það gekk seint að fá það fram á blað. Því Jón þurfti að lifa og ritlaunin vom léleg, þess vegna varð hann oft að reyna að fá ýmiss konar snapvinnu við dönsk blöð, en það er stopul atvinna. Kunningsskapur hans við Sverri hafði byrjað í næturkjallara þar sem danskur rithöfundur, sjómaður, ný- kominn frá íslandi, hafði verið að segja frá ferð sinni og farið mjög óvirðulegum orðum um land og lýð, og einkum talað um vanþakklæti ís- lendinga við Dani — enda þótt hann vissi að Jón var íslendingur, en hann fyrirleit Jón sem væskil. En þó Jón væri væskill var hann engan veginn huglaus og áður en Daninn vissi af sér þaut Jón upp, þreif bjórkollu og sló hann í höfuðið með henni svo sprakk fyrir og bjór og blóð lagaði, en Daninn svaraði með því að slá hinn niður í gólfið, mundi Jón hafa orðið illa leikinn ef ekki Sverrir, sem af hendingu var inni, hefði skakkað leikinn og bjargað Jóni út. Síðan urðu þeir mestu mátar. Jón leit upp til Sverris og apaði mislegt eftir honum, meðal annars það að bragða aldrei ost — en Sverrir, sem hafði verið í París og Róm og fengið á sig heimsborgarasnið, var í hans augum eins konar hálfguð og hann ráðfærði sig við hann um ritsmíðar sínar. Sverri hálfleiddist hann stundum en honum þótti vænt um að hafa fund- ið reglulega Noregstrúaðan fslend- ing — hann sá sig í huganum sem norskan stórhöfðingja á miðöldum sem hefði íslenskt skáld sér við hlið, trúan fylgdarmann sem svo síðar myndi bera frægð hans út um víða veröld — og máske gæti Jón líka, óbeinlínis að minnsta kosti, orðið eitt af íslensku verkfærunum til að sameina fsland aftur móðurlandinu. Það var dýrðarhugsjón sem Sverri dreymdi oft um, en hann var farinn að brenna sig á því að slíkt lét illa í íslenskum eyrum og var steinhlessa á því. Nema í eyrum Jóns Guð- mundssonar, þau voru opin fyrir kenningunni og jafnvel svo að Jón var upp á síðkastið farinn að hugsa um það í alvöru hvort hann ekki ætti að flytja til Noregs og setjast þar að sem rithöfundur. En ekki var þó úr því orðið, margra hluta vegna. Milla var nú ein af ástæðunum því Jón var farinn að koma sér vel við hana. Að vísu vissi Jón ósköp vel að það voru nú margir aðrir líka, til dæmis báðir vinir hans, Dóri og Sverrir, en það gerði nú minna til, kvenfólk var nú kvenfólk og hann ætlaðist ekki til annars af henni en hún af honum — þegar hann var svo peningaður að hann þóttist hafa efni á því tók hann hana með sér í leik- hús og gaf henni á eftir góðan kvöld- verð. Þegar þau svo bæði höfðu etið og drukkið nægju sína enduðu þau verijulega heima hjá Jóni og stund- um kom Milla ekki heim fyrr en rétt áður en átti að opna búðina næsta morgun. íslensku hafði hann aldrei reynt að kenna henni. Kunningsskapur Madsensfólksins við íslendinga hafði staðið rúmt ár. Frú Regína hafði einu sinni verið skipsjómfrú á íslandsfari og þegar hún svo varð vanfær eftir etazráð Sörensen á einni íslandsferð hans fékk hann hana gifta pakkhúsþræli sem hafði verið lengi trúr varðhund- ur hans — etazráðið hafði skotið skjóli yfir hann einu sinni er lögregl- an vildi ná í hann, og hann var grun- aður um vitorð í þjófnaði. Etazráðið hafði svo sett undir þau bústofn og ábyrgst lán til að koma versluninni af stað — og svo gekk allt vel. Nú var þetta gamalt og gleymt og Milla vissi ekki annað en að hún væri dóttir Madsens. En þar sem hjónin á ís- landsferðum höfðu kynnst ýmsum kom ósjaldan fyrir að þangað komu kunningjar þeirra sem höfðu kynnst þeim á sjóferðunum. Að vísu hnign- aði versluninni — og á síðustu árum var það einkum óleyfileg vínfanga- sala sem hélt þeim uppi, auk þess sem dætumar unnu sér inn á ýmsan hátt. Yngri dóttirin, Sara, ljóshærð stúlka og grannleit, gráeygð með vörtu á vinstri kinn neðan til, kom nú inn úr eldhúsinu. Rétt á eftir kom systir hennar úr búðinni — þar var nú lokað. Og með henni frænka þeirra systra, Rosine Jensen, feitlag- in og stór stúlka, bláeygð með gult, hrokkið hár. Nú settust menn til snæðings og var fyrst byrjað á kalda borðinu. Það var Halldór sem hélt veisluna á sinn kostnað en frú Madsen hafði séð um veitingarnar með aðstoð dætra sinna. Þær voru nú ekki slorlegar. Niðursoðinn humar og gæsalifur í dósum, reyktur lax og áll og ýmiss konar bjúgu og kaldir ketréttir. Með þessu var drukkið brennivín — þrjú staup þóttu sjálfsögð, og bjór — og á eftir kom svo inn feit svínasteik með grænmeti og kartöflum og með henni var rauðvín. Tígris dró mest á bátinn. Hann gat soltið dögum saman og það gerði hann oft, síðari hluta mánaðar sér- staklega því launin drakk hann venjulega strax út og hann fékk þau. En þegar hann svo aftur gat náð í mat, ekki síst ef einhver varð til að traktera hann, gat hann etið á við marga svo það var haft á orði meðal kunningja hans hvað mikið hann gæti í sig látið. Því þótti mönnum vænt um að geta boðið honum, ef nóg fé var til þess, og því hafði Hall- dór líka gert það nú í gustukaskyni. Tígris talaöi ekki mikið meðan á borðhaldinu stóð. Hann át og át og át — og drakk snapsa, þá sjö reglu- lega sem samkvæmt gömlum ís- lenskum drykkjulögum var leyfilegt að drekka, og nefndi nöfn þeirra á latínu um leið og hann kyngdi þeim niður — fyrsta aperins — annan sequens — þriðja exerbaus — fjórða hilaríus — fimmta gaudes — sjötta nolens volius og sjöunda claudun, og af því hann ekki þóttist hafa feng- ið nóg enn renndi hann líka úr átt- unda snapsinum „contaur". — Hitt fólkið lét sér nægja þrjá eða fjóra snapsa hver auk ölsins og rauðvíns- ins. Kvenfólkið sinnti vínföngunum af sömu list og karlmennimir, nema Sara sem ekki snerti brennivínið og drakk aðeins lítinn slatta af rauðvín- inu — hún sat hjá Steingrími og gaf sig mest að honum, húsmóðirin hjá Halldóri sem veislugjafa, Milla hjá Sverri og Rosína hjá Tígris. Það var bersýnilegt að Rosínu hálfhryllti við hvað hann gat torgað miklu og hitt veifið dáðist að honum og á endan- um sigraði aðdáunin, og þegar Tígr- is loks renndi úr áttunda snapsinum og sagði — „contaur!" — nú hætti ég — nú er ég mátulega saddurl — skellihló hún og rétt á eftir drukku þau svo kaffi og stóðu upp. Nú var tekið af borðinu og bráðum komu inn toddíglös og viskí, rom- og koníakkflöskur og heitt vatn og sykur. Nú bjuggu menn sér til toddí — kvenfólkið líka nema Sara sem aðeins blandaði rauðvínsslattann sinn með sykri og heitu vatni. Nú átti skímin fram að fara. Sverr- ir og Milla tóku nú hvolpinn, þau áttu að halda undir skírn, en Tígris, sem var orðinn nokkuð slompaður, fyllti rauðvínsstaup með koníakki. — Regína kom með tóma þvotta- skál, yfir henni héldu þau MiIIa hvolpinum. Húsmóðirin og Steingrímur fóm nú að skrýða prestinn, úr kommóðu- skúffu dró hún upp gamalt hvítt nærpils af sjálfri sér sem Tígris fékk eins og rykkilín um hálsinn — hægri handlegg gat hann smokrað út um klaufina á því, hinum stakk hann út undan. Tígris hélt svo skímarræðuna. „Mínir hundheiðnu áheyrendur sem emð saman komnir til að taka upp ykkar ungu meðsystur í ykkar vanheilaga félagsskap! Og að fomum sið ætti nú eiginlega að ausa þig vatni eins og gert var meðan landið var heiðið, en sfðan þessi kristni kom með sína skím viljum við ekk- ert við það eiga — og þú skalt skírð með kröftugri skím. Nei, kalúnerað- ur af átta snöpsum, allt frá aperíum til contuns læt ég þig vita, greyið mitt litla, að ég ætlast ekki til að þú sjálf, verandi ein tík, skulir þurfa að hræsna og ljúga hér fyrir mér né aðrir þín vegna. Þú átt að vera tík, góð tík, og ekkert annað, og þar sem þinn eigandi og drottinn er skyn- samur maður og áreiðanlega fóðrar þig eins vel og mig hér í kvöld, þó hann nú láti þig ekki hafa eins mikið af brennivíni, þú hefur víst ekki gott af því, greyið mitt, þá má við því bú- ast að þú verðir mesta heiðurstík, lærir margt þarflegt, verðir mikill veiðihundur og gætir vel húss og heimilis — ef þú ert þá ekki útslátt- arsöm og of frek í lóðastand eins og við hérna hitt fólkið sem bara höfum tvo fæturna — og stöndum saman af drasli. — Og þar sem þú ert af drasl- arans kyni og verður í drasli um hríð, þá gef ég þér, að fengnu leyfi þíns ágæta húsbónda og tilvonandi meðdraslara í lífinu, nafnið „Drusla" og skíri þig því í klárakoníakki." Og Tígris hellti svo úr staupinu yfir hvolpinn sem gelti við. „Dmsla heitir auminginn — Hún skal live höjt. Húrra“ — gall Regína upp úr — og þau sungu öll undir með henni. Nú var hvolpurinn aftur borinn í körfuna og sest að drykkju fyrir al- vöru — nema hvað Sara hélt upp- teknum hætti og þó bæði Halldór og aðrir vinir reyndu að fá hana til að drekka vín með þeim lét hún sig ekki. En hún sat lengi enn hjá þeim og hló og spaugaði ekki síður en hin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.