Tíminn - 20.12.1990, Blaðsíða 15

Tíminn - 20.12.1990, Blaðsíða 15
JÓLABLAÐ 1990 Tíminn 15 skerpingamanninum, veita okk- ur þá tilfmningu að við séum tengd hinum lifandi heimi handan eldhússins, þar sem ekk- ert er að sjá nema himinn, sem stendur í stað. Nú skrjáfar laufvana grein á fíkjutré við gluggann. Eldhúsið er tómt, kökurnar eru farnar. í gær ókum við þeirri síðustu á pósthúsið og þar urðum við að snúa buddunni úthverfri til þess að eiga fyrir frímerkjunum. Við erum allslaus. Það gerir mig dá- lítið dapran, en vinkona mín krefst að við efnum til hátíðar- halda — með tveimur þumlung- um af viskí, sem eftir eru í flösk- unni frá Haha. Queenie fær mat- skeiðarfylli í kaffíbolla (hún vill helst hafa kaffið rótarbrunt og sterkt). Afganginum deilum við jafnt í tvær sultukrukkur. Við fyllumst bæði óttablandinni lotningu við tilhugsunina um að drekka óblandað viskí. Bragðið fær okkur til að gretta okkur og við hryllum okkur við beiskju þess. En smátt og smátt byrjum við að syngja og við syngjum sitt hvort lagið samtímis. Eg kann ekki textann við mitt lag, en syng bara: „Come on along, come on along, to the dark-town strutters ball.“ Ég get dansað: ég ætla líka að verða steppdansari í kvikmyndum. Skugginn af mér vaggar aftur og fram á veggnum meðan ég dansa. Það glamrar í leirtauinu við sköllin í okkur. Við flissum, eins og ósýnilegar hendur væru að kitla okkur. Queenie veltir sér um hrygg og loppurnar á henni fálma út í loftið og eitthvað sem líkist brosi teygir á svörtu vörunum á henni. Ég er heitur og gnestandi hið innra með mér, eins og ko- landi brennilurkarnir þarna, áhyggjulaus eins og vindgnauð- ið í strompinum. Vinkona mín stígur vals í kringum ofninn og heldur faldinum á slitna baðm- ullarpilsinu milli fingra sér, eins og það væri samkvæmiskjóll: „Show me the way to go home,“ syngur hún og það ískrar ftenn- isskónum á gólfínu. „Show me the way to go home.“ Inn ganga: tveir af ættingjun- um. Mjög reiðir. Vald þeirra lýsir sér í ásökunaraugum og röddum sem skammast. Hlustið á hvað þeir hafa að segja, orðin fara hamförum í heiftartóni: „Sjö ára barn! Það er viskíþefur fram úr honum! Ertu viti þínu fjær? Fyllirðu sjö ára barn? Þú hlýtur að vera geggjuð! Þetta er glötun- arvegur! Manstu eftir Kötu frænku okkar? Kalla frænda? Eða þá mági hans Kalla? Þú átt að fyrirverða þig. Hneyksli! Van- virða! Krjúptu og biddu, biddu til Guðs!“ Queenie laumast undir ofninn. Vinkona mín starir niður á skóna sína, hakan skelfur, hún lyftir pilsfaldinum og snýtir sér og hleypur til herbergis síns. Löngu eftir að bærinn er geng- inn til náða og kyrrð er komin á í húsinu fyrir utan klukkuslátt og snark í deyjandi eldglæðum, liggur hún og grætur í koddann, sem þegar er orðinn jafn votur og vasaklútur ekkjunnar. „Gráttu ekki,“ segi ég þar sem ég sit til fóta á rúminu hennar og skelf þrátt fyrir að ég sé í flón- elsnáttsloppnum mínum, sem lyktar af hósasaft frá vetrinum í fýrra. „Gráttu ekki,“ bið ég og fitla við tærnar á henni og kitla á henni iljarnar. „Þú ert of gömul til þess.“ „Það er vegna þess,“ snöktir hún, „að ég er of gömul. Gömul og hlægileg." „Ekki hlægileg. Skemmtileg. Skemmtilegri en nokkur annar. Heyrðu. Ef þú hættir ekki að gráta núna verður þú svo þreytt á morgun að að við getum ekki farið að höggva okkur jólatré.“ Hún sest upp. Queenie stekkur upp á rúmið (en það má Queenie ekki gera) og sleikir á henni kinnarnar. „Eg veit hvar við finnum mjög falleg tré, Buddy. Og kristþyrni líka. Berin á hon- um eru jafn stór augunum í þér. Hann er langt inni i skógi. Lengra en við höfum nokkurn tíma farið áður. Pabbi var vanur að koma með jólatré handa okk- ur þaðan — bar þau á öxlinni. Það var fyrir fimmtíu árum. Nú jæja. Ég get varla beðið til morg- uns.“ Morgunn. Hrím blikar á grasi; sólin er kringlótt eins og appels- ína og appelsfnugul á litinn, eins og tungl á heitum degi. Hún vegur salt á sjóndeildarhringn- um og gljáfægir silfraðan vetrar- skóginn. Villikalkún heyrist gala. Alisvín, sem hlaupist hefur að heiman, rýtir í kjarri. Fyrr en varir verðum að skilja kerruna eftir hjá hnédjúpri, straum- harðri vatnslænu. Queenie legg- ur fyrst út í elginn, svamlar yfir með gelti sem í felst kvörtun yfir straumþunganum og kuldan- um, sem gæti fengið henni lungnabólgu. Við fylgjum á eftir og höldum skónum okkar og áhöldunum (lítilli öxi, striga- poka) yfir höfðum okkar. Míla í viðbót: refsiglaðir þymar, hnú- skar og villirunnar rífa í fötin okkar. Ryðrauðar greninálar skarta furðulegum sveppum og fjöðrum sem fuglarnir hafa fellt. Hér og þar bregður fyrir skugga- leiftri, örum vængjaslætti og ákaft garg kveður við, sem minnir okkur á að ekki eru allir fuglarnir flognir suður. Sífellt steðjar stígurinn inn í heiðgula sólarpolla og þaðan inn í bik- svört trjágöng. Enn er yfir læk að fara: ráðvilltur floti dröf- nóttra silunga lætur vatnsborðið freyða umhverfis okkur og froskar á stærð við undirskálar æfa sig í magalendingum. Bygg- ingarflokkur bjóra er að störfum við stíflugerð. Queenie hristir sig á bakkanum handan við og skelfur. Vinkona mín skelfur líka, en ekki af kulda heldur af spenningi. Ein trosnuðu rós- anna á hattinum hennar fellir blað, þegar hún lítur til himins og andar að sér þungum greni- ilminum í loftinu. „Við erum næstum komin; finnurðu það ekki á lyktinni, Buddy?" segir hún, eins og við værum að nálg- ast úthafið. Og eiginlega er þetta nokkurs konar úthaf. Angandi ekrur af jólatrjám, kristþyrni með odd- hvössum blöðum. Rauð ber, sem ljóma eins og bjöllur í austrænu hofi: svartar krákur steypa sér skrækjandi niður yfir þau. Þegar við höfum troðið í strigapokann af svo miklu af grænu og eld- rauðu að það mundi nægja til að skreyta heila tylft glugga, bú- umst við til að velja okkur tré. „Það ætti að vera helmingi hærra en smádrengur," segir vinkona mín íhugandi, „svo smádrengurinn geti ekki hnupl- ® OG FARSÆLT KOMANDI ÁR MEÐ ÞÖKK FYRIR ÁNÆGJULEG SAMSKIPTI ÁÁRINU KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA AKUREYRI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.