Tíminn - 20.12.1990, Blaðsíða 19

Tíminn - 20.12.1990, Blaðsíða 19
JÓLABLAÐ 1990 Tíminn 19 \ lengur hér. Heiða sem seldi mér húsnæðið gaf mér það þegar ég flutti inn. Þetta var jólastjarna sem „blómstrar“ þannig að efstu blöðin verða fallega rauð. Það var í blóma jólin sem ég fékk það, en svo smátt og smátt gleymdi ég að sinna því rétt og ef þú hefur gengið hérna fram hjá um það leyti og séð blóm í and- arslitrum mánuðum saman, þá var það alltsvo það. Það tók sem sé að fella blöðin eitt af öðru og ber og umkomu- laus stöngullinn mændi á mig með hryggð í brumförunum. Ég stóðst að lokum ekki þetta orð- vana ásökunartillit og dreif blómið í bað. Mundi svo að ég hafði heyrt að það gæfist vel að klippa svona grey niður og gefa því nýjan sjens frá rótum. Og plantan endurgalt umhyggjuna og varð að forláta blómi sem óx allt sumarið. Það er svo af þessu blómi að segja að í september átti amma afmæli, og af því ég var blönk og eins af hinu að það er eitthvað sem er svo nauðalíkt með ömmu og Heiðu sem átti húsið — ein- hver sátt í augnkrókunum sem er alveg eins — að ég ákvað að færa ömmu blómið á Hrafnistu. Ég talaði svo við ömmu í síma um jólaleytið, en það var ekkert farið til að blómstra. Hún sagði að það væri verkið hennar Sig- rúnar við hliðina. Hún hefði nefnilega séð hana vera að laum- ast til að klípa í blómið ofanvert með nöglunum. Leiftursnöggt. Sigrún þessi er lítil og buddul- eg kona og rólyndið og sakleysið uppmálað. Þær sitja oft saman gömlu konurnar að tali og eru mestu mátar. En ef amma finnur ekki sokkana sína eða hundrað- kallana—já og þegar jólastjarn- an blómstrar ekki — þá er það verkið hennar Sigrúnar. Það blómstraði heldur ekki næstu jól svo ég fór nú að grand- skoða Sigrúnu hvenær sem ég sá hana. — En löngu seinna komst ég að því að jólastjörnur blómstra ekki nema með sér- "tökum tilfæringum, mig minn- ir þær þurfi ekki að hafa verið í dimmu mánaðartíma áður. Það má finna fyrirbærinu samnefn- ara ef vel er skyggnst. 3. Næst er það Nerían, á hvað minnir nafnið þig? Átti kona póstmeistarans í þorpinu þínu svona blómP'Eða Erla í bakarí- inu? Mig getur hún bara minnt á eitt: Halldór, nágranna minn og garðyrkjuvin, stelpuafmæli og það hvernig njólabreiðan hérna úti breyttist í garð. Það var 18. maí, 10 ára afmæli Önnu Maríu og fyrsta vorið í húsinu. Systurnar Gunna og Jóna komu með vaskafat berandi á milli sín og í því voru afmælis- gjafirnar þeirra, venusvagn og gullhnappur, stórir hnausar í hvítu vaskafati sem þær báru á milli sín. „Og pabbi sagði að það ætti að setja þetta fljótt niður.“ Þetta var stórkostlegasta af- mælisgjöf sem hægt var að hugsa sér. Ég leit yfir vesalings óræktargarðinn minn, sem ég hafði að vísu rausnast til að kaupa á eina yfirferð af mykju fyrir veturinn en þar með upp- talið. Jú þama gætu plöntumar staðið, þarna upp við rimlagirð- inguna. Og þegar darraðardans afmælisins var afstaðinn, Anna María búinað innheimta gjafirn- ar, gosdrykkirnir í röð, smurða brauðið í röð, og svo einhver terturæfill, og stelpurnar í röð, tvær búnar að móðgast og ætla að fara af því þær fengu of mikið eða of lítið af einhverju, búnar að hættá að vera móðgaðar, búið að sulla niður hinu tradisjónella sulli, búið að klessa smurbrauði á kommóðuna og tertu í sóf- ann.... sem sé síðast: Stóð ég úti í garði með vaskafat og plöntur og þau verkfæri sem ég fann handhægust — ostaskerann og brauðhnífinn. Þá er kallað til mín ofan af stétt: „Hvað ertu að gera við þetta?" Ég leit upp og sá stóran feitlag- inn mann með svart og mikið hár og skegg. „Ég er pabbi henn- ar Gunnu og Jónu,“ sagði hann útskýrandi og ég þakkaði honum kærlega fyrir blómin, sem ég ætlaði að fara að setja niður. „Ekki þó með búsáhöldunum!" sagði stóri maðurinn. „Ég skal stinga upp fyrir þig beð.“ Svo fór hann heim og náði í ristuspaða, skóflu og gaffal — og Kidda son sinn — og þeir stungu upp beð. Ekki aðeins fyrir þessar tvær plöntur, nei tvö heil beð meðfram rimlagirðingunni báð- um megin. Og þeir gerðu það ekki endasleppt heldur færðu mér ótal plöntur og jurtasnepla í beðin, fleiri og fleiri. „Þetta er nú of mikið, Halldór, og þetta er nú allt of mikið,“ sagði ég aftur og aftur. „Hvað er þetta, manneskja,“ sagði Halldór. „Ég er að grisja heima hjá mér, á ég að henda blómunum?" Og þetta var sagan um það af hverju Nerían minnir mig á Halldór, sem nú er kominn vest- ur, á 10 ára stelpur sem nú eru allar orðnar eldri, og njólabreiðu sem varð að garði. Að vísu hefur sá garður sett töluvert ofan síð- an á bestu blómaárunum — en það er önnur saga. 4. í upphafi inniblómaáhuga míns tilkynnti ég niðri f vinnu að ég væri að safna blómum og Fríða, eldri kona sem sérx um kaffið, ræstingar og tappar á snyrti- vökva alls kyns, gaf mér afleggj- ara af mánagulli. Þessi planta óx eins og óð um alla stofuna henn- ar og sömuleiðis ræktarleg og falleg í blómabúðum þar sem ég hef séð, en hún hefur aldrei gert meira en rétt hökta hjá mér. Ég hef reynt að vökva hana lítið (það er víst það rétta) og mikið, haft hana í lítilli birtu og mikilli birtu — en alveg sama. Ég hef margklippt hana, sem stendur skartar hún aðeins þremur blöð- um — mínus einu sem datt núna þegar ég tók um það — en ég missi samt ekki vonina. Inni á prívatskrifstofu heildsal- ans eru stórir suður- og austur- gluggar og þar er gróskumikill gróður, en mest stórvaxið, pálm- ar, monstera o.þ.h. sem ég hef ekki áhuga á í litlu stofurnar mínar. Þó er lággróður inni á milli og þaðan eru upprunninn vínviðurinn minn, tvær skjald- fléttur, havairós og kólus. Fríða hefur laumast til að ná í afleggj- ara þegar hún er að vökva inni hjá krúttinu, því það er hann. Með mesta bisness-sans sem ég hef verið presenteruð fyrir, en minnir stundum mest á lítinn dreng. Lítinn og krúttaralegan. Þú mátt trúa að hann fílar sig þarna inni í gróðurveröndinni sinni, hringjandi í allar áttir — það er eitt af því sem hann hefur voðalega gaman af. Hann er allt- af að arransera einhverju, þó nokkuð nýjungagjarn, og þá er stór hluti af sportinu að prútta um afsláttinn. Ég veit ekki um neinn nema hann sem getur slegið út afslátt af öllu sem hann kaupir, og ef það stendur 5% af- sláttur á reikningnum til hans, hættir hann ekki fyrr en það eru 10 — og ef það standa 10 skal hann nokk fá þau upp í 15. Hann verður voða raunalegur í framan þegar rukkarinn kemur og svo í símann að tala við eigandann. Hann skilur ekkert í þessu, hélt endilega að hann hefði verið bú- inn að semja um 10 eða 15 eða 20%, málrómurinn verður hryggur og sár, eins og hjá litl- um dreng sem búið er að svíkja um lofað leikfang. Og hann hef- ur einhvern sjötta sans, veit allt- af hvaða argumenti hann á að beita á hvern. Stundum segir hann þeim frá einhverjum öðr- um sem hann hefði getað keypt hjá með þessum afslætti, en hann hafi bara endilega haldið.... „Svei mér þá, þú,“ segir hann. Eða hann segir — og þar er raunin alveg að yfirbuga hann — að hann verði víst bara að fara að loka... Prósentur og tölur þyrlast oft hratt í íslensku efnahagslífi. Þar Gleðileg jól farsœlt komandi á\ Þökkum starfsfólki og viðskiptavinum gott samstarf á liðnum árum SAUÐARKROKI - HOFSOSI - VARMAHLIÐ - FLJOTUM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.