Tíminn - 20.12.1990, Blaðsíða 22

Tíminn - 20.12.1990, Blaðsíða 22
22 Tíminn JÓLABLAÐ 1990 Gleðileg jól farsælt komandi % HEILDVERSLUN VALDIMARS JÓNSSONAR Ðolholti 6, Reykjavík Þökkum viðskiptin á árinu sem er að lída um gangandi, en með bláum röndum. Hún vex og æðir um alia kima, eirðarlaus og friðlaus upp og niður gluggana, veggina. Alls staðar skýtur hún rótum og öll ílát sprengir hún og alltaf heldur hún áfram. Hvers leitarðu, Bládís? Hættu þessu flökti. En það gerir hún ekki né held- ur gagnvegir hugans, þeir reika og leita samlíkinga, tilgangs — lausnar. Við vorum að horfa á mynd í vídeóinu um daginn. Þar sagði frá geðveikri konu, sem var hrif- in af manninum sínum, en hann var aftur hrifinn af systur henn- ar, og veiku konunni batnaði ekki. Móðir hennar (eða stjúpa — og systirin þá hálfsystir?) er alltaf að segja þeirri veiku að hætta óhemjugangnum, og hún kemur heim af spítalanum, en maðurinn vill bíða með að sofa hjá henni alveg strax, heilsu hennar vegna. Móðirin og systir- in eru á heimilinu líka — heils- unnar vegna. Myndin gekk svo út á þessa tog- streitu alla, en að síðustu tókst aðalpersónunni að fara í burtu með aðstoð góðs vinar, sem hún ætlar kannski að hitta í borg- inni. „Bingó,“ sagði ég þegar yfir lauk. „Svona vellulógikk!" „Ég er ekki sammála þér,“ sagði gestur minn. „Það var heilmikið í þess- ari mynd og maður gleymir henni ekki.“ „Eins og hvað?“ spurði ég. Og það var þetta: „Manneskjan er eins og þú kemur fram við hana. Fyrirlíttu hana eða virtu hana og elskaðu — og hún makkar í samræmi við það.“ Og burtséð frá myndinni og öllu og öllu — er óhætt að íhuga þetta nánar — upp og niður veggina. \ Sendum viðskiptavinum, svo og landsmönnum öllum bestu óskir um gleðileg jól og farsœlt komandi ár Þökkum gott samstarf og viðskipti á líðandi ári Ingvar Helgason hft Farsœlt nýtt ár IJlhllllll). m M: Y&A 8. Næsta blóm er sama og það fyrsta - - því margt fer í hringi. Við María sátum í gamla eld- húsinu í sveitinni, þar sem ég dvaldist sumarlangt 16 ára göm- ul. Mér fannst hún allroskin þá, en samt ekkert eldri núna, — hún er ennþá bara „allroskin". — Það er af því að það hafa alltaf verið jafnmörg ár á milli okkar. Og allan tímann var hún búin að vera móðir Gunnars, og hann var á mínu reki þá — og er það ennþá. En það sem hún sagði mér núna í helgarheimsókninni náði aftur í tímann, fyrir okkar kynni. Alla leið aftur í litlu ljós- myndina sem hún sýndi mér: Gunnar lítill í fangi móður sinn- ar með hvíta, þunna húfu. Hún heldur utan um hann brosandi, kiprar svolítið augun, kannski af birtunni. Og ég sá þau með nýj- um augum og kannski skildi ég eitthvað betur en fyrr, opnaðist ný sýn. Hún sagði mér frá því þegar hún var nýgift í Reykjavík og átti bara Gunnar. Maðurinn hennar vann við gatnagerð og þau leigðu litla kjallaraíbúð. Svo veiktist hann og dó þegar Gunn- ar var ársgamall og hún upp- götvaði að hún átti von á öðru barni. Hún réðst kaupakona á býli í grennd við Reykjavík. Hún vildi ekki valda fátækum og heilsu- lausum foreldrum sínum áhyggjum og sagði engum neitt. En gegnum kunningjakonu komst hún í samband við barn- laus hjón sem vildu eignast fóst- urbarn, gekk frá öllu fyrir fæð- inguna og sagði fjölskyldu sinni fyrst frá þessu þegar allt var af- staðið. Sex árum síðar giftist hún bóndanum fyrir austan fjall og þar höfðu þau Gunnar verið síðan. Það er notalegt ljósið yfir stóra ferkantaða borðinu í eldhúsinu hjá Maríu þegar byrjar að rökkva á haustin. En aldrei fyrr strauk lampaskinið jafnblíðlega yfir andlitsdrætti þessarar kjark- miklu konu. Áin niðaði neðan við túnið. En ég sat bara högg- dofa, sat frammi fyrir einhverju svo óskaplega raunverulegu: „Ég mátti aðeins hafa eitt barn með mér þarna á bænum.“ „En sástu hann aldrei meira?“ spurði ég. „Hinn drenginn þinn?“ „Jú. Þegar Gunnar fór til náms í Reykjavík hringdi hann til hans og þeir kynntust og urðu góðir vinir. Og hann kom líka með hann hingað og síðan hefur hann oft komið sjálfur. Og for- eldrarnir hafa líka komið nokkr- um sinnum. Þau hafa margsagt mér hvað þau séu mér þakklát. Þau eignuðust aldrei annað barn.“ En blómið? Þetta sem María gaf mér þarna að skilnaði og loksins núna fékk ég nafnið á því. Og hvað hefði það getað heitið ann- að með svona örfínum hárauð- um blómum í klösum: Kærleikstréð. 9. Þú hefur séð pelargóníu. En hefurðu séð hana í fullum skrúða í tómri fiskbolludós með álímdum jólapappír? Sjö ára gömul austur á Seyðisfirði? Fulla gluggakistu af svona dós- um? Margar gluggakistur. Það var 25. júní og einhver til- þrif lágu í Ioftinu á heimili mínu. Tvær konur voru mættar og mikið að gera. Pabbi var ekki í vinnunni, þó komið væri undir hádegi. Hann kom til mín og sagði: „Þú ættir að fara í göngu- ferð út með firðinum í dag. Út Búðareyrina. Með brauð og mjólk í nesti.“ Það leist mér vel á. Ég hafði aldrei fengið að fara ein langt út á Búðareyri. Bara út á Vestdals- eyri með bróður mínum sem átti þar tvo vini. Svo ég fékk nestið og lagði af stað í þessu glamp- andi lognstilluveðri sem hvergi koma nema þarna fyrir austan. Sjávarflöturinn stóð grafkyrr, blárri en orð fá lýst. Þegar komið var yfir brúna tók við Búðareyrin. Hún var bara ein gata þarna undir fjallshlíðinni og fyrst kom hótelið, síðan fisk- búðin og elliheimilið og síðan komu bara mörg hús góðan spöl alveg út að bakaríi. Þetta voru lágreist bárujárnshús og blikkið varð brennheitt í sólskininu. AIl- ir gluggar voru fullir af pelar- góníum. Rauðum, hvítum og bleikum. Þarna voru líka bleikar lísur og á stöku stað guldröfnótt pokablóm. Og innan þessara glugga — í öllum þessum hús- um — var eitthvert fólk eitthvað að bardúsa. Hvert nær Búðareyrin? Og hvað er á enda hennar? Enn í dag er ég stundum á ferð þar í draumi, sé hvar húsin byrja að strjálast. En það er samt alltaf eitthvað framundan. Þennan dag komst ég framhjá öllum fyrr þekktum kennileit- um, símstöðinni, Þórshamri og Bláhúsi. Það var komin dágóð eyða á veginn þegar ég gekk fram á lítið hús og út úr því kom fölleit, rauðhærð kona og heliti úr skolpfötu á hlaðið. Og á hæla hennar ruddust nokkrir rauð- hærðir strákar á mínu reki og yngri og einn var bara á skyrt- unni. Þeir góndu á mig og ég góndi á móti. Svo hélt ég áfram því ég var á gönguferð með nesti. Ég áði skammt frá skriðu- brekku í fjallinu. Þaðan sá ég inn fjörðinn, þorpið inni í botni. Það var svo allt öðru vísi þaðan að sjá! Og nú sit ég hér og horfi á mig þarna í skriðubrekku og hugsa: Skinnið þitt! Ég maulaði nestið og horfði á þennan kyrra bláma, þessa hlýju víðáttu, þessa makalausu til- veru. Sumir voru börn og aðrir konur. Og sumir voru pelargón- íur. Ég snéri við þarna því sólin var farin að lækka á himninum. Kona sem ég mætti hjá fiskbúð- inni spurði mig brosandi: „Er búið að fjölga heima hjá þér?“ En ég skildi ekki orðið, svo ég neitaði því. Tvær stórar stelpur stóðu hjá og sögðu: „O-jú. Það er víst búið að fjölga hjá þér!“ Og þegar ég kom heim var syst- ir mín fædd.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.