Tíminn - 21.12.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 21.12.1990, Blaðsíða 2
2 Tíminn Föstudagur 21. desember 1990 Enn köld hús í Hafnarfirði Þrátt fyrir viðgerðir Hitaveitu Reykjavíkur á Hafnaríjarðaræðinni eru enn að berast kvartanir vegna kaldra húsa þar. Hreinn Frímanns- son, yfirverkfræðingur hjá Hitaveit- unni, sagði að þær bráðabirgðarvið- gerðir sem gerðar voru í þessari viku ættu að hafa lagað þrýstinginn á rennslinu þannig að það myndi vera nóg fyrir 7-8 stiga frost. En nú kom um 10 stiga frost í nótt og því ekki nægur þrýstingur við aukna notkun. Hreinn sagði einnig að bráðabirgða- stöðin, sem unnið er að að koma upp, verði komin í gagnið nú um næstu helgi og ætti þrýstingurinn í æðinni þá að lagast. Hreinn sagði að fjöldi kvartana hefði borist í gær og að ástandið í Hafnarfirði væri þannig „að það er þrýstingur á kerfinu, svo að heitt vatn fer inn í flest hús, líklega er þó tregt innrennsli í einhver hús.“ Nú með vaxandi frosti verður meiri þrýstingur á heitu vatni í hitaveitu- kerfinu og því spuming hvort þær út- fellingar, sem hafa átt sér stað, aukist. Svo virðist þó ekki vera, að sögn Hreins. „Blöndun Nesjavallavatns og Reykjavatns núna virðist vera án út- fellingar, en þó er enn gamla útfell- ingin til staðar í kerfinu og er að valda stíflum í inntakssíum,“ sagði Hreinn Frímannsson að lokum í samtali við Tímann í gær. —GEÓ Evrópunefnd Alþingis kynnir bókina. F.v. Páll Pétursson, Eyjólfur Kon- ráð Jónsson, Hjörleifur Guttormsson og Krístín Einarsdóttir. Timamynd: Ami Bjama Jólabókin í ár: ÍSLAND í EVRÓPU Guðmundur Bjamason heilbrígðisráðherra á Alþingi. Tímamynd: Ámi Bjama Frumvarp heilbrigðisráðherra um skipan samstarfsráðs sjúkrahúsanna í Reykjavík verður að lögum: Togast á um skipan samstarfsráðsins Alþingi hefur gert breytingar á frumvarpi Guðmundar Bjamasonar heilbrigðisráðherra um breytingu á lögum um heilbrigðisþjónustu, en í frumvarpinu er lagt til að stofnað verði sérstakt samstarfsráð sjúkrahúsanna í Reykjavík. Heilbrigðis- og trygginganefndir Alþingis hafa lagt til að ráðið verði skipað á annan hátt en frum- varp heilbrigðisráðherra gerði ráð fyrir. Evrópunefnd Alþingis hefur sent frá sér bókina „ísland í Evrópu", en um er að ræða endurútgáfu á sjö áfangaskýrslum nefndarinnar sem út hafa komið á síðustu tveimur árum. í bókinni er ítarlega gerð grein fyrir Evrópubandalag- inu, EFTA og samskiptum banda- laganna við Island í fortíð, nútíð og að einhverju leyti í framtíð. Bókinni er ætlað að veita almenn- ingi upplýsingar um það sem er að Sierast í Evrópu og að meta stöðu slands í þeim hræringum. Þá gerir nefndin sem heild og einstakir nefndarmenn grein fyrir viðhorfum sínum til þessara mála. Formaður Evrópunefndar Alþingis, Eyjólfur Konráð Jónsson, sagði vel hugsan- legt að hér væri á ferðinni jólabók- in í ár. Almennt er talið að fá mál í ís- lenskum stjórnmálum séu stærri og mikilvægari í dag en afstaða ís- lands til evrópskrar samvinnu. Stjórnmálaflokkarnir hafa á síð- ustu árum verið að móta stefnu sína í þessum málum. Enginn flokkur hefur enn sem komið er á stefnuskrá sinni að ísland eigi að gerast aðili að EB. Sumir flokkanna orða það svo í stefnuyfirlýsingum sínum að umsókn um aðild sé ekki á dagskrá. Aðrir kveða fastar að orði og segja að aðild komi ekki til greina. -EÓ Það vakti nokkra athygli við af- greiðslu lánsfiárlaga í efri deild að Guðmundur Agústsson, þingflokks- formaður Borgaraflokksins og for- maður fjárhags- og viðskiptanefndar efri deildar, skrifaði undir álit nefnd- Efri deild gerði smávægilega breytingu á frumvarpinu. Heil- brigðis- og trygginganefnd neðri deildar telur einnig ástæðu til að breyta frumvarpinu. Nefndin legg- ur til að ráðið verði sjö manna, en ekki fimm manna eins og ráðherra arinnar með fyrirvara. Hann gagn- rýndi frumvarpið og sagði fjármála- ráðherra færa vandamál úr fjárlaga- frumvarpinu yfir í lánsfjárlagafrum- varpið. Guðmundur tók að sumu leyti undir gagnrýni stjórnarand- lagði til. Nefndin vill að ráðherra skipi fjóra fulltrúa, einn tilnefndan af stjórnarnefnd ríkisspítala, einn af borgarstjórn Reykjavíkur og tvo án tilnefningar. Starfstími þeirra á að vera jafnlangur starfstíma ráð- herra. Aðrir fulltrúar í ráðinu eru stæðinga sem hafa gagnrýnt fjár- málaráðherra fyrir að beita óeðlileg- um aðferðum við fjárlagagerðina. Við umræðu í neðri deild gagn- rýndi Geir H. Haarde frumvarpið og vitnaði í skýrslu frá Seðlabanka ís- lands þar sem bent er á að ekki sé víst að eins mikið jafnvægi verði á innlendum lánamarkaði á næsta ári eins og á því ári sem nú er að líða. Geir benti á að fyrirtækin í landinu hefðu tekið mjög lítið fé að láni á ár- formenn stjórna Borgarspítala, Landspítala og Landakotsspítala. Samstarfsráðið á að móta fram- tíðarstefnu spítalanna þriggja, gera þróunar- og fjárfestingaáætl- anir og stuðla að sem hagkvæm- astri verkaskiptingu milli þeirra. Ráðið á í framtíðinni að skipta fjármunum milli spítalanna, en í ár sér Alþingi um að skipta fjár- mununum að nær öllu leyti. Mál þetta er nokkuð viðkvæmt í heilbrigðisgeiranum og varð til- efni deilna í haust. Heilbrigðisráð- herra hefur lagt sig fram um að ná samkomulagi um málið. -EÓ inu, en skýringin á því er betri af- koma, minni fjárfestingar og mikil aukning í hlutabréfasölu. Geir sagði að búast mætti við að fyrirtækin í landinu hygðu á auknar fjárfesting- ar á nýju ári, sérstaklega ef farið verður út í að byggja nýtt álver á Keilisnesi. Gangi þetta eftir má bú- ast við að eftirspurn eftir lánsfé auk- ist sem aftur leiðir til hærri vaxta og einnig er hætt við að erfiðara verði fyrir ríkissjóð að afla alls lánsfjár innanlands eins og að er stefnt. -EÓ Bráðabirgðalögin: Afgreidd eftir áramót Bráðabirgðalögin, sem sett voru í sumar, verða ekki afgreidd frá Alþingi fyrir áramót. Lögin eru nú til með- ferðar í fjárhags- og viðskiptanefnd efri deild^r og vill nefndin fá góðan tíma til að skoða þetta umdeilda mál. Halldór Blöndal, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins í nefndinni, hefur m.a. óskað eftir því við forsætisráð- herra að hann gefi upp til hvaða lög- fræðinga ríkisstjórnin leitaði áður en lögin voru gefin út. Neðri deild hefur þegar samþykkt lögin. Nægilegt er að Alþingi afgreiði bráðabirgðalögin fyrir þingslit í vor. Mörg dæmi eru um að bráðabirgða- lög, sem sett hafa verið á sumarmán- uðum, hafi ekki verið staðfest á Al- þingi fyrr en eftir áramót. -EÓ & ___ —ÍL_ _ __ _ -.---_ MFlk \ \v* j > - ' 'V;. úlf; VWvaUð lUV Magíaía TJ telelOO Vel útbúinn vinnuhestur fyrir námsmanninn sem velur gæöi og gott verð. VERÐ AÐEINS KR. 21.755,- staðgr. Komdu við hjá okkur eða hringdu og fáðu frekari upplýsingar, það borgarsig örugglega. EinarJ. Skúlason hf Grensásvegi 10, sími 686933 UMBOÐSMENN UM LAND ALLT Sjálfstæðisflokkurinn: Vill fresta afgreiðslu lánsfjárlaga Geir H. Haarde, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lagði tii í gær að afgreiðslu lánsfjárlaga yrði frestað fram yfir áramót. Hann sagði horfur vera á breytingum á innlendum lánsfjármarkaði á næstu mánuðum og margt benti til að eftirspurn eftir lánsfé ætti eftir að aukast. Þá sagði hann flest benda til að vextir ættu eftir að hækka.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.