Tíminn - 21.12.1990, Blaðsíða 7

Tíminn - 21.12.1990, Blaðsíða 7
Föstudagur 21. desember 1990 Tíminn 7 Ugluspeglar og aðrir skálkar Jóhanna S. Sigþórsdóttin Sórstæó sakamál. Almenna bókafélagió 1990. Fyrir nokkrum árum stóð íþrótta- samband lögreglumanna að útgáfu á bók um íslensk sakamál og bar hún heitið „Náttfari". Það eru ein- mitt sömu aðilar sem standa að bók- inni sem hér er til umræðu — „Sér- stæð sakamál", en íþróttasamtök lögreglumanna á hinum Norður- löndunum munu gefa út hliðstæðar bækur árlega, starfi sínu til eflingar. í þessari bók er að finna tuttugu þætti, og eru nokkrir þeirra inn- lendir, en aðrir frásögur af sérstæð- um sakamálum frá Norðurlöndun- um og er þá stuðst við fyrr umrædd- ar bækur. Þótt hvers kyns sannsögulegar sakamálafrásagnir séu vinsælt les- efni, þá er sá hópur einnig stór sem hefur andúð á þeim, enda eru þær gjarna blóði roðnar og svakafengnar úr hófi og meir lesefni handa geð- læknum en alþýðleg dægrastytting. Þótt bókin „Sérstæð sakamál" gangi ekki með öllu á svig við óhugnað þessarar tegundar, þá er hann við hóf og fremur slegið á þá strengi að lesandinn hafi heilnæma skemmtan af lestrinum og brosi gjarna í kamp- inn. Því veldur að mikill hluti efnis- ins er helgaður svikahröppum ýmiss konar, sem þrátt fyrir óskammfeilni og siðblindu hafa beitt hinum kostulegustu meðulum til að féfletta og narra náungann. Er ekki ótrúlegt að sá gamli Ugluspegill hefði fyllt þennan flokk, væri hann meðal vor nú. Þessi bók ber því vott að afkom- endur á hann marga. Hér segir frá fmnska svindlaranum og öfúgugganum, sem ferðaðist um með geislamælingatæki og lét kon- ur um allt Finnland berhátta sig meðan hann mældi útgeislan barms þeirra og lenda af nákvæmni. (Meðal Finna ríkti mikill ótti vegna Tsjern- óbylslyssins er þetta var). Einnig af aldurhnigna, búðaþjófnum í Árós- um, sem varla fékk rúmast innan veggja heimilis síns fyrir niðursuðu- dósum og fleiru þjófagóssi, þótt hann væri annars stórríkur orðinn á verðbréfabraski og okri. En kannske er þó saga tveggja finnskra mál- verkafalsara, sem létu fátækan mál- ara suður í Thailandi stæla verk mestu meistara í Finnlandi í stórum stfl, skemmtilegust. íslenskur full- trúi þessara snilldarmanna er svo umsvifamaðurinn Benedikt. Sá maður gerði víðreist sem „skipstjóri á aflatogara", kom á samningum við heilu skipasmíðastöðvarnar og sýndi af sér margan framkvæmda- hug annan. Mörg einföld sál sat með sárt ennið eftir kynnin af mannin- um þeim, sem klykkti út á að gerast grunnskólakennari f dönsku, án þess að kunna stakt orð í þeirri tungu — og gekk ágætlega lengi vel! Svo éru hér frásagnir sem ekki eru jafin skemmtnar að efni, eins og gera verður ráð fyrir. En þetta er bók sem fáum ætti að leiðast og mæla má með — svo lengi sem menn taka einhverjar söguhetjanna sér ekki til fyrirmyndarl Efnið hefur Jóhanna Sigþórsdóttir valið og ýmist þýtt eða samið. Hún hefur víða Ieitað fanga er að innlendu þáttunum kemur, ÍSLEHSK OG HORRÆN JOHANNft S. SIGMRSDOTTIR svo í dómskjölum sem með viðtöl- um við fólk. Er óhætt að Ijúka lofs- orði á hlut hennar að þessari bók. AM Barna- og ung lingabækur Þegar stórt er spurt... Gunnhildi Hrólfsdóttur Myndskreyting: Elín Jóhannsdóttir Útgefandi: ísafold Gunnhildur ritar aftur um drengina Tomma og Árna Þór, eins og í sög- unni „Þið hefðuð átt að trúa mér“ sem út kom í fyrra. Nú er sögusviðið í sveit hjá afa og ömmu Tomma, skammt frá Hellu þar sem hann bjó áður en hann flutti til Reykjavíkur. Árni er ókunnugur sveitinni og þarf því margt að læra, svo sem að sitja á hestbaki og vinna í fjósi. Æsi- legir atburðir gerast auðvitað, eins og á hestamannamóti á Hellu, þar sem þeir félagar taka þátt í kappreið- um með góðum árangri. Þaðan liggja líka þræðir að því að þeir að- stoða við að ljóstra upp um náunga sem hefur ýmislegt misjafnt á sam- viskunni og hrekkt hefur saklausan gamlan nágranna. Það eru margar góðar lýsingar í þessari bók, eins og af sumardvalar- drengnum sem unir ekki í vistinni og ungu frændsystkinunum sem gerast ósátt við umhverfi sitt á um- brotaaldri. Nokkuð verður um vá- lega atburði sem skapa skugga í bjarta sumarmyndina, rétt eins og í raunveruleikanum. Það leiðist engum sem fylgist með sumri þeirra félaga og kynnist ýmsu í búskaparháttum og dýralífi, auk mannlífs sem að mestu er hlýlegt og aðlaðandi. Teikningar eru snotrar og láta lítið yfir sér, enda er það textinn sem heldur athyglinni vakandi. Raggi litli í jólasveinalandi eftir Harald S. Magnússon Myndskreyting: Brian PiUdngton Útgefandi: Ióunn. Margt verða þeir góðu, gömlu jóla- sveinar að þola nú á dögum. í þessu ævintýri um lítinn strák, sem vakn- ar upp í helli þar sem Grýla kyndir mikið bál, hanga jólasveinarnir í poka undir hellisþaki og sofa milli jóla. Grýla er viðræðugóð og gestris- in og má með sanni segja að nú kveði við annan tón en í þjóðsögum og gömlum þulum. Ekki kann ég við að nota heitið „seyður" um bragðgóða súpu sem Grýla hressir lið sitt á né heldur að tala um að „binda fyrir fléttur". Mitt orðalag er að „binda um fléttur". En þó ég sé með þetta nöldur, þykir mér líklegt að litlir krakkar hafi gaman af að hlusta á söguna og skoða myndir Brians Pilkington. Tár, bros og takkaskór eftir Þorgrim Þráinsson. Útefandi: Fróöi hf. Knattspyrnuhetjurnar Kiddi og Tryggvi eru aðalmenn í þessari sögu, eins og bók síðasta árs eftir sama höfund. Til skjalanna koma líka nýir bekkjarfélagar, eins og Agnes sem verður vinkona og hlýtur dapurleg örlög og Skapti sem á sér nýstárieg áhugamál eins og ballett og ljóða- gerð. Er ágæt lýsing á því þegar hann reynir að fá herbergisfélaga í skíðaferða til að taka þátt í Ijóðagerð með fremur slökum árangri — og þó — sé miðað við sumt af því sem nú er lagt fram sem Ijóð af eldri höf- undum. Söguþráðurinn er spennandi og ekki alít of fjarstæðukenndur, en ekki er ég alls kostar sátt við málfar- ið, enda lítill kunnáttumaður um talsmáta fótboltaunnenda. Tilfinn- ingalífi unglinganna er lýst á við- felldinn hátt, ekki síst söknuði Kidda við andlát Agnesar. Bók sem er líkleg til vinsælda. Bókasafn barnanna Mál og menning hefur gefið út í samvinnu við Barnabókaútgáfuna fjórar smábækur sem miðaðar eru við að örva börn til lestrar. Höfund- ar eru þrír að þessum bókum: Árni Árnason, Þórður Helgason og Birgir Svan Símonarson. Myndir gera Anna Cynthia Leplar, Halldór Bald- ursson og Margrét E. Laxness. Letur er læsilegt og myndir skemmtilegar, sem og textarnir. Sögurnar heita: Bangsi í lífsháska, Dregið að landi, Langamma og Unginn sem neitaði að fljúga. Núna heitir hann bara Pétur eftir Guörúnu Heigadóttur Myndir gerir Höröur Hauksson. Þessi saga er fyrir litla krakka og myndirnar sérlega fallegar. Sögu- hetjur eru strákurinn Pétur og fugl- arnir á Tjörninni. Pétur, sem er ágætis strákur, fjögurra ára gamall, þráast við að fara á klósett og er því oftast illa þefjandi og blautur á botn- inum. Hann fer með foreldrum sín- um að gefa öndunum á Tjörninni brauð, en brauðið tekur í sig slíkt óbragð úr kjöltu hans að endurnar spýta því út úr sér. Þá skilur hann í hvert óefni er komið og bætir ráð sitt og losnar við uppnefnið pissu- rass og heitir eftir það bara Pétur. Þetta verður vinsæl lesning og myndirnar lokkandi. Vísnabók Iðunnar. Brían Pilkington myndskreytti. Hér eru saman komin eldri og yngri barnakvæði og stökur með fínlegum og skemmtilegum myndskreyting- um. Þess er hvergi getið hver valdi kveðskapinn. Svo sem verða vill um þær vísur, sem aðallega eru til í munnlegri geymd, er á sumum ann- að orðalag en ég lærði í uppvextin- um. Bæði læs og ólæs börn ættu að lað- ast að þessari bók og alkunn sönglög eru við flest ljóðin og vísurnar. Er það kjörið tilefni til notalegra sam- verustunda að kenna krökkum lögin um leið og myndir eru skoðaðar. Kvæði verða oftast auðlærðari, ef þau eru sungin og lifa lengur í minni. Frágangur bókarinnar er fallegur og skrumlaus. Iðunn gefur út. Hænsnin á Hóli. Texti: Atli Vigfússon. Teikningar: Hólmfriður Bjartmarsdóttir. Mér verður fyrst fyrir að hæla mynd- unum í þessari bók, þær eru svo bráðfallegar. Haninn Stórifótur og hænurnar þrjár, sem og aðrir fuglar sem til sögunnar koma, prýða aðra hverja blaðsíðu bókarinnar. Ævin- týrið er býsna skemmtilegt og tilefn- ið er m.a. draumur, sem hanann dreymir um að hann sé að gala á kirkjuturni. Og svo langar elstu hænuna til þess að gera sér daga- mun og úr verður æði óvenjulegur dagur fyrir hin ráðsettu hænsni, sem með aðstoð annarra fugla og manna komast loks í kirkjuturn þar sem þau ganga til náða um nóttina og Stórafót dreymir um að vekja alla borgarbúa með hljómmiklu gali næsta morgun. Málfar er lipurt og gott lesefni, en í einni setningu hefði ég notað annað fall: úða í sig baunir, segir höfundur, ég hefði sagt: úða í sig baunum. Útgefandi er Skjaldborg. Stefán Btagi fer f flugferö. Eftir Hope Millington og Gunnlaug Ólafsson Johnson. Þetta er bók fyrir Iitla krakka, ör- stuttur texti á annarri hverri síðu og teikningar á hinni, sem krökkum er jafnvel ætlað að lita. Líklega er þessi bók ágæt dægra- dvöl fyrir unga flugfarþega, svo fremi sem þeir taki sér ekki sögu- þráðinn til fyrirmyndar, því Stefán Bragi gerist ærið athafnasamur þeg- ar foreldra hans sigrar svefn. Útgefandi er Fróði hf. Dýrin í garöinum. Eftir Margréti E. Jónsdóttur. Anna Vilborg Gunnarsdóttir myndskreytir. Útg.: Sclfjall. Dýrin í garðinum eiga annasamt og viðburðaríkt sumar. Aðalsöguper- sónurnar eru þrastarhjón, auðnu- tittlingur, stari og hagamús, þó fleiri dýr og menn komi við sögu. Lífsbar- áttan er æði margþætt og oft hörð, þó að meinvætturinn, kötturinn Bella, nái ekki að granda neinum úr vinahópnum. Svona elskulegt ævintýri er líklegt til að vekja áhuga ungra lesenda á dýrum, ekki síst fuglum, um leið og það hefur afþreyingargildi góðrar sögu á góðu máli. Ef ég man rétt kom fyrsta saga þessa höfundar út í fýrra og vonandi á hún eftir að flytja börnum fleiri sögur, hvort sem þær verða allar af þessum toga. Mér þykir gaman að þessari bók og minn mælikvarði á góðar barna- bækur er yfirleitt sá, að fullorðnum þyki þær líka skemmtilegt leseftii. Hér er vinátta og samhjálp sterkasti þráður sögunnar og það, sem leysir nær allan vanda. Það er aðeins vinur hagamúsarinnar, sem hlýtur grimmileg örlög, öðrum tekst að hjálpa. Jafnvel ástarævintýri Depils auðnutittlings og fallega, gula búr- fuglsins, fær farsæla lausn og Depill tekur aftur gleði sína. Fram á síðustu ár hef ég skrifað fuglsnafnið starri, eins og höfundur gerir, en nú sé ég að fuglafræðingar rita það stari. Hvað er rétt? Myndir bókarinnar eru vel gerðar og í sam- ræmi við texta, og frágangur allur góður. Sigríður Thorlacius. Ágæt unglingabók Rugl i ríminu, unglingabók cftir Rúnar Ár- mann Arthúrsson, útg. Iöunn Reykjavík 1990. Bókin Rugl í ríminu fjallar í stuttu máli um unglingsstúlku sem kemst yfir hlut sem er þeirrar náttúru gæddur að geta flutt hana aftur í tímann. Snemma í bókinni fer hún aftur í tímann, nánar tiltekið á fyrri part nítjándu aldar, og hittir þar ungan pilt sem heldur að hún sé álf- kona. Piltur þessi vill fá að fylgja henni til heima „huldufólksins" sem hann og gerir og spinnast af því alls kyns vandamál. Hugmyndin sem bókin byggir á er ágæt og höfundur nær með býsna góðum hætti að spinna ágæta sögu í kringum hana. Pilturinn frá ní- tjándu öld heldur allan tímann að hann sé staddur hjá huldufólki en ekki í framtíðin'ni. Þegar hann kemst aftur til fortíðarinnar skrifar hann sögu sem síðan fléttast inn í sjálfa frásögnina á nettan hátt og gerir það bókina nokkuð fyndna og skemmtilega. í þeirri frásögn kemur fram hvað við búum við miklar alls- nægtir miðað við fyrri tíma og einn- ig er í bókinni að finna ágætan fróð- leik um fyrri tíma lifnaðarhætti. Galli bókarinnar er að mínu mati sá að höfundur fer einstöku sinnum of geyst í frásögn sinni. Stundum notar hann ódýrar lausnir til að halda sögunni gangandi. Bókin er engu að síður mjög skemmtileg og endirinn er að mörgu leyti sniðugur. Höfundur hefur kynnt sér málið ágætlega áður en hann skrifaði bók- ina og útkoman er ágæt unglinga- bók. Stefán Eiríksson. Skop úr skólum Meira skólaskop, eftir Guöjón Inga Eiríksson og Jón Sigurjónsson, útg. Almenna bókafé- lagiö 1990. Bókin Meira skólaskop samanstend- ur af gamansögum af nemendum og kennurum í skólum landsins. í fyrra kom út bókin Skólaskop eftir sömu höfunda og er hún að mínu mati heldur betri en seinni bókin. Ekki svo að skilja að Meira skólaskop sé leiðinleg, síður en svo, heldur eru gamansögurnar heldur þynnri en í fyrri bókinni. Það sem truflar við lestur bókarinnar eru oft á tíðum óþarfar skýringar sem fylgja sumum sögunum. Ástöku stað áttu þær rétt á sér en voru oftast óþarfar. Bókin er engu að síður skemmtileg aflestrar og mun áreiðanlega stytta mörgum stundir yfir jólin. Stef. E. V’Si l-l l & S X I imKkii iii n-iiiiiMítftf*

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.