Tíminn - 21.12.1990, Blaðsíða 9

Tíminn - 21.12.1990, Blaðsíða 9
8 Tíminn Föstudagur 21. desember 1990 Föstudagur 21. desember 1990 Tíminn9 Eftir Guðmund Steingríms- son vissum mótþróa og að sjálfsögðu sé kerfið ekki fullmótað. „Skólastarf er stöðug þró- un.“ Á næstu fjórum árum, þegar fyrsti ár- gangurinn útskrifast eftir að hafa stundað nám samkvæmt kerfinu öll framhalds- skólaárin, má gera ráð fyrir að hægt verði að vega og meta galla og kosti kerfisins og fá raunsæjar niðurstöður. Á næstu fjórum árum verður reynt að fá raunhæfa heildarmynd af líkamlegu ásig- komulagi framhaldsskólanema. Um það hefur verið mikil umræða, en fáar kannan- ir eru til. Þó var gerð könnun á líkams- hreysti íslenskra skólabarna árið 1985 í tengslum við könnun á evrópskum grunn- skólakrökkum. Úr henni mátti lesa þær niðurstöður íslenskir krakkar væru nokk- uð hraustari en t.d. skosk og írsk böm. Meðal annarra rannsókna má nefna, að nú í haust var gerð könnun meðal framhalds- skólanema um viðhorfð þeirra til íþrótta. Að úrlausn þeirrar könnunar er verið að vinna hjá Rannsóknarstofnun uppeldis- mála. Janus segir að viðhorf til íþrótta sé að breytast. „Við erum líka að reyna að út- víkka orðið íþrótt. Það gildir um alla lík- ams- og heilsurækt," segir Janus. „Við reynum líka að heimfæra íþróttir yfir á daglegar gjörðir. íþróttir geta verið aukinn hluti af daglegu lífi. Sumir keyra á fund, sem er 100 m. frá heimilinu, í stað þess að ganga og margir fara í lyftu upp á aðra hæð. Með öllu þessu emm við í raun að vinna á móti heilsunni." Eru kennarar tilbúnir? Það er ljóst að hér er um taísvert róttæk- ar breytingar að ræða. En em leikfimi- kennarar í stakk búnir til að taka við svona breytingum? „Þeir em að verða það og verða það. Þetta kallar á bættan íþróttakennaraskóla og þetta kallar á að sú stofnun, sem sér um íþróttakennaramenntun, aðlagi sig að þessum þáttum og hún hefur þegar gert það. Einnig kallar þetta á markvissa endur- menntun. Kennarar tóku mjög vel við sér og mættu nær allir á íþróttakennaranám- skeið sem haldið var í ágúst á Laugarvatni, en þetta þaif að vera oftar. Þá kallar þetta einnig á íslenskar fagbókmenntir í íþrótta- fræðum," segir Janus. Ekki veiða fískinn fyrir fólkið Janus segir íþróttakennslu hafa hjakkað of mikið í sama farinu undanfarin ár. En er ekki megintilgangurinn með leikfimi- kennslu að sjá nemendum fyrir nauðsyn- legri hreyfingu og hefur þeirri þörf ekki verið sinnt? „Jú, á meðan á skólavist stendur. Tveir tímar nægja til þess. En við megum ekki horfa einungis á þessi fjögur ár. Það hefur sýnt sig að þeir sem hafa lokið skólagöngu hafa margir lent í tómarúmi, vegna þess að þau halda ekki áfram að stunda íþróttir," segir Janus. „Besta ráðið til að koma í veg fyrir það og þar með stuðla að auknu heil- brigði er að kenna fólki að rækta sinn eigin líkama sjálft." Og í þessu sambandi bendir Janus á eina litla dæmisögu: Segjum sem svo að þú værir í þróunarlöndunum, t.d. sem kenn- ari eða trúboði, kæmir að mjög vanþróuð- um ættbálki og þar rétt hjá væri vatn fullt af fiski. Hvað væri þá það besta sem þú gætir gert? Jú, kenna fólkinu að veiða fisk. Á þessu skólaári hafa átt sér stað miklar stefnubreytingar í almennri íþrótta- kennslu við framhaldsskóla landsins. Að sögn Janusar Guðlaugssonar, námsstjóra í íþróttum, er með þessari stefnubreytingu verið að búa til markvissa heildarstefnu í íþróttakennslu í framhaldsskólum. Hann segir að hingað til hafi hún ekki verið til staðar og hver íþróttakennari hafi í raun starfað í sínu horni. Meginatriði þessarar nýju stefnu í íþrótta- kennslu er, að nú verður leitast við að gera nemendur betur í stakk búna til að sjá um sína líkamsuppbyggingu sjálfir. Það er m.a. gert með mikilli aukningu á bóklegri kennslu, og til þess hefur verið þýdd á ís- lensku bókin Þjálfun - heilsa - vellíðan, sem er norsk og hefur að geyma námsefni sem nægir til kennslu í tvö ár, eða fjórar annir. Auk þess verður nú reynt í auknum mæli að miða íþróttakennslu við þarfir einstaklingsins, þ.e. að hver nemandi geti fundið sér eitthvað við sitt hæfi. Það verður að horfa á lífið í heild Árið 1989 kom út á vegum menntamála- ráðuneytisins aðalnámsskrá grunnskóla, þar sem lesa mátti miklar áherslubreyting- ar í skólaíþróttum. Sú breyting lagði öðru fremur grunninn að því sem siðar kom. „Síðan fór maður að horfa fram á veginn. Hvað tekur við í framhaldsskólum? Þar kom maður dálítið að tómu húsi, þar voru kennarar margir hverjir að gera góða hluti, en það vantaði heildarstefnu. Því mynduðum við starfshóp og höfum síðan búið til starfslýsingar og áfangalýsingar fyrir skólana," segir Janus. „Markmiðið er að gera einstaklinginn sjálfbjarga á sína eigin líkamsuppbyggingu. Við erum að reyna að koma í veg fyrir þessa mötun sem átt hefur sér stað. Það er varasamt bæði fyrir kennara og nemendur að horfa ein- göngu á framhaldsskólann sem fjögur ár. Menn verða að horfa á lífið í heild.“ Og Janus bætir því við, að ef mjög vel til tekst, þá gætu þessar áherslubreytingar leitt af sér í ókominni framtíð spamað „upp á milljónir ef ekki milljarða í heil- brigðiskerfinu. Og við ætlum að láta þetta takast vel.“ Helstu markmið En í hverju felast svo áherslubreytingarn- ar? íþróttakennslu í framhaldsskólum má skipta í tvo hluta. í fyrsta lagi er það hin al- menna íþróttakennsla sem með hinni nýju námsskrá fyrir framhaldsskóla, sem var gefin út af menntamálaráðuneytinu í júní á þessu ári, tekur á sig nýja mynd. í öðru lagi er það kennsla í íþróttabrautum fjöl- brautarskóla, þar sem breytingar em ekki eins miklar. í hinni nýju námsskrá er farið yfir megin- markmið almennrar íþróttakennslu. Stefnt skal að því að nemendur: - efli líkamlegan þroska sinn, heilbrigði og þrek. -skilji mikilvægi reglubundinnar líkams- ræktar og finni til þess leiðir við sitt hæfi. - fræðist um íþróttir, líkamsrækt og heilsuvernd. - fræðist um líkamsbeitingu við dagleg störf. - efli líkamsvitund sína og hæfileika til tjáningarog sköpunar. - öðlist aukinn félags—, tilfinninga- og siðgæðisþroska. - fái aukið sjálfstraust, viljastyrk og áræði. Bókleg og skrifleg leikfími, sem nú hefur verið tekin upp í framhaldsskólum sem hluti af nýrristefnumörkun I íþróttakennslu. Tímamynd; Áml BJama er ekki nema einn tími í viku í íþróttum þá finnst mér hugarfarið innan skólans ekki vera eins og það ætti að vera,“ segir Janus. Hann bætir við, að í kjölfar þessarar nýju námsskrár hafi margir framhaldsskólar bætt við tímum í íþróttum. Sumir þeirra hafa hafið kennslu í tvær kennslustundir á viku, klukkutíma í senn. Þegar svo er hefur ákveðinn hluti tímans, segjum 20 mínút- ur, verið notaður í bóklega kennslu og af- gangurinn í verklegt. Ef framhaldsskólar myndu kenna þrjá tíma, þ.e. 40 mínútur, í íþróttum á viku myndi einn þeirra tíma vera notaðar ein- göngu í bóklegt nám. Annar tími yrði síð- an notaður undir verklega kennslu þar sem kennt yrði út frá bókinni. Þá stæði eftir einn tími, frjáls fyrir kennara og nem- endur til að hella sér í iðkun íþrótta á hvaða hátt sem þeim sýnist. „Þetta er okk- ar draumakerfi," segir Janus. „Og í raun algjört skilyrði til þess að vel megi til tak- ast.“ En Janus myndi þó helst vilja ganga lengra og á sér stærri draum, þ.e. fjóra tíma á viku. Þar yrði einn bóklegur á móti. j þremur verklegum, þar sem ekki yrðu ein- ungis kenndar íþróttir heldur líka skyndi- hjálp, líkamsbeiting og mataræði svo eitt- hvað sé nefnt. -En er ekkiyerið að tala um svipað náms- efni og kennt er t.d. í líffræði og lífeðlis- fræði? „Jú, það er tenging milli þessara greina og íþrótta. Það hefur sýnt sig að það er að verða meiri skörun á greinunum og reynd- ar er hættulegt að afmarka þær sérstak- lega. Greinarnar styrkja hvor aðra,“ segir Janus. „íþróttir tel ég vera að koma meira inn í skólann heldur en áður hefur verið.“ Aðstöðuleysið er mjög mikið Þrátt fyrir að eitt meginskilyrði fyrir þessu nýja kerfi séu þrír tímar, eru til þeir skóla- meistarar enn þann dag í dag, að sögn Jan- usar, sem skera niður tímafjöida í leikfimi í skólum sínum. „Skólameistarar hafa stundum borið fyrir sig aðstöðuleysi og einnig telja þeir sjálf- sagt margir að aurnum sé betur varið í eitthvað annað. Þeir vilja jafnvel að meira fé komi frá ráðuneytinu. En ég tel að skól- inn sé orðinn það sjálfstæð stofnun að hann eigi að geta tekið á þessum málum sjálfur," segir Janus. - Er aðstöðuleysi í framhaldsskólum ekki taisvert varðandi íþróttakennslu? „Jú, sérstaklega er ástandið gríðarlega slæmt á höfuðborgarsvæðinu. Ríkið rekur framhaldsskólana og sveitarfélögin grunn- skólana. En við erum jafnvel að hugsa um að biðja borgina um fjárframlög til að bæta úr þessu,“ segir Janus. „Við erum að tala um börn borgarinnar. Við erum ekki að fást við einhverja óþekkta stærð.“ En ekkí eru allir ánægðir í þann tíma sem þetta nýja kerfi hefur verið við lýði hefur orðið vart við nokkra gagnrýni, þá sérstaklega meðal eldri nema, sem öðru eru vanir. Sérstaklega fer fyrir brjóstið á mönnum að þurfa nú að skila vinnubók í leikfimi og jafnvel taka skrifleg próf. Þeir telja að leikfimin eigi einungis að byggjast á verklega þættinum og að tími þeirra til að stunda verklega leikfimi verði ekki skertur með bóklegri leikfimi. Þeir segja einnig að þeir sem vilji leggja mikla áherslu á leikfimi geti full- nægt þeirri þörf á íþróttabrautum fjöl- brautarsköla. Að sögn Janusar kemur gagnrýni sjálfsagt einnig frá þeim nemendum sem stunda keppnisíþróttir og „telja sig vita allt um þessa hluti. Og gagnrýnin kemur líka frá þeim sem hafa komið með vottorð í gegn- um árin.“ Einn þáttur, sem er e.t.v. ekki jafn mikil- vægur í þessu kerfi og aðrir, hefur einnig komið mörgum undarlega fyrir sjónir. Þ.e. að strákar og stelpur skuli nú höfð saman í leikfimitímum. Álmennt hafa nemendur tekið þeirri breytingu vel, en í sumum skólum hefur þetta þó verið lagt af, þar sem slíkt fyrirkomulag hefur ekki gengið upp. Þá getur verið að kennarar telji sig ná betri árangri ef kynin eru aðskilin, þar sem þarfir eru e.t.v. mismunandi. Að sögn Janusar var alltaf gert ráð fyrir „Til þess að ná þessum markmiðum verða nemendur m.a. látnir prófa aðferðir við upphitun á eigin líkama, fara yfir aðferðir við bætingu á þoli, krafti og hreyfanieika og látnir búa til eigin æfingaáætlanir," seg- ir í námsskránni. Þar er einnig kveðið á um að námið skuli innihalda bæði bóklegt og verklegt nám. A5 skapa nýjan lífsstíl Tilraunarkennsla eftir þessu nýja kerfi fór fram á Selfossi skólaárið 1989-1990. Þar var bókin Þjálfun- heilsa- vellíðan höfð til grundvallar í bóklegu námi. Að sögn Jan- usar voru nemendur og ekki síður kennar- ar ánægðir með þetta nýja kerfi. „Það sýndi sig á könnun sem gerð var á meðal nemenda að viðhorf til íþrótta og hreyfingu var mjög jákvætt og einnig fóru fleiri að stunda íþróttir og hugsa um þátt íþrótta í sínu eigin lífi. Þar hefur átt sér stað ákveðin viðhorfsbreyting. Og það sem við erum að reyna að skapa er nýr Íífsstíll," segir Janus. Og nú er bókin kennd í öllum framhalds- skólum landsins. „Þessi bók kennir hvemig iðka megi fjöl- breytilegar hreyfingar og komast hjá álags- sköðum með réttri líkamsbeitingu. Einnig eru í bókinni kafiar um hollt mataræði og skyndihjálp. Uppbygging bókarinnar mið- ast við að hver og einn geti nýtt sér hana til að gera sína eigin æfingaáætlun. Með að- stoð fjölda verkefna og gagnlegra æfinga geta menn stundað líkamsrækt, hver við sitt hæfi. Þannig má leggja gmndvöll að góðri heilsu og vellíðan það sem eftir er ævinnar," segir á kápu bókarinnar. Framhaldsskólanám tekur að jafnaði fjög- ur ár og bókin skal kennd tvö fyrstu árin. Tvö síðari árin er gert ráð fyrir að nemend- um verði gefinn kostur á að velja sér íþróttir sem þeir kjósa að stunda. T.d. getur sá sem áhuga hefur á borðtennis, valið sér þá deild, eða áfanga. Líklegt er að val sem þetta sé þó erfitt í framkvæmd í bekkjar- kerfisskólum. Með þessu vali segir Janus að stefnt sé að, að ná til þeirra 70-80% nemenda sem ekki stunda keppnisíþróttir. „Það er okkar markhópur. Við erum að hverfa frá því að miða kennsluna við þá sem stunda íþróttir reglulega," segir Janus. Leikfími þrjá tíma á viku? Að sögn Janusar er algjört skilyrði fyrir því að kerfið geti gengið upp að framhalds- skólar kenni leikfimi þrjá tíma í viku. í reglugerð frá 1964 er kveðið á um að svo skuli vera. Flestir skólar bjóða nemendum upp á tvo, jafnvel einn íþróttatíma í viku hverri. Framhaldsskólum er svo til í sjálfs- vald sett hvemig þeir byggja upp kennslu sína og hversu marga tíma þeir bjóða upp á í kennslugreinum. „En hvað er dýrmætasta eign einstak- lingsins? Það hlýtur að vera heilsan. Það er fátt eftir ef að hún fer. Ef að umhyggja skól- ans gagnvart nemendum og heilsu þeirra Stefnubreytingar f íþróttakennslu vio framhaldsskóla Bóklegt nám og skrifleg verkefni ► '

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.