Tíminn - 22.12.1990, Síða 2

Tíminn - 22.12.1990, Síða 2
£ nrrífniT 2 Tíminn ' .‘-W -(ívimrtftfth -:i ’nfth*pi>i i« i Laugardagur 22. desember 1990 Atii Heimir Sveinsson. Guðbjörg Þortijaniardóttir. Sigfús Halldorsson. Þrír nýir fá heiðurslaun Alþingi hefur samþykkt að veita 18 listamönnum heiðurslaun listamanna. Launin eru 800 þús- und á ári. Þrír nýir listamenn bætast í þennan flokk. Þeir eru Atli Heimir Sveinsson tónskáld, Guðbjörg Þorbjarnardóttir leik- kona og Sigfús Halldórsson tón- skáld og listmálari. Fulltrúar allra flokka standa að tillögunni. Listamennirnir 18 eru: 1. Atli Heimir Sveinsson 2. Árni Kristjánsson 3. Finnur Jónsson 4. Guðbjörg Þorbjarnardóttir 5. Halldór Laxness 6. Hannes Pétursson 7. Indriði G. Þorsteinsson 8. Jakobína Sigurðardóttir 9. Jóhann Briem 10. Jón Nordal 11. Jón úr Vör 12. Jórunn Viðar 13. Kristján Dávíðsson 14. María Markan 15. Matthías Johannessen 16. Sigfús Halldórsson 17. Stefán Islandi 18. Þorsteinn Ö. Stephensen -EÓ Jólaveðrið og færðin: Hvít jól, þó kalt, færð víðast greið Líklega má segja að flestir landsmenn njóti hvítra jóla í ár, því útlit er fyrir að snjófól verði víðast hvar á landinu á jólunum. Veðurspá- in segir að á aðfangadag jóla verði suðvestanátt með éljagangi sunn- anlands og vestan, en bjart fyrir norðan og austan, nokkuð kalt verður, eða frost frá 2-8 stig víðast hvar . Á jóladag er spáð að vindur snúist Greiðfært verður víðast hvar um í norðaustanátt með éljum fyrir landið. Hjá Vegagerðinni fengust norðan, en létti til suðvestanlands, en éljaveður gæti einnig orðið vest- anlands. Kalt verður áfram og að líkindum stillt. Fótboitalands- liðið undir 16: þær upplýsingar að nú væri búið að hreinsa allar helstu leiðir á landinu, þannig að útlit er fyrir að fært verði milli Reykjavíkur og Akureyrar og ísafjarðar yfir hátíðina. í gær var vonskuveður á Austfjörðum og var því beðið átekta með að ryðja m.a. Oddsskarð, Fjarðarheiði og Vatns- skarð til Borgarfjarðar. í gær var einnig verið að hreinsa fjallvegi á Snæfellsnesi og Vestfjörð- um, t.d. Botnsheiði milli ísafjarðar, Súgandafjarðar og Flateyrar. Einnig var verið að moka Steingrímsfjarð- arheiðina þannig að það verður fært milli ísafjarðar og Reykjavíkur. Eins verður hreinsað vestur í dali fyrir Gilsfjörð og Klettháls svo fært verð- ur til Patreksfjarðar. Ágæt færð er á Norður- og Norðausturlandi. Möðrudalsöræfin eru fær jeppum og stærri bflum ennþá. Vegagerðin heldur áfram að hreinsa alla aðal- vegi í dag og á morgun, Þorláks- messu, og síðan aftur á annan jóla- dag þar sem þess verður þörf. —GEÓ STRÆTÓFERÐIR UM JÓLIN Á aðfangadag og á gamlársdag aka strætisvagnar Reykjavíkur eins og á virkum dögum til kl. 13.00. Eftir það verður ekið samkvæmt tíma- áætlun helgidaga til kl. 17.00, en þá lýkur akstri. Á Þorláksmessu verður ekið eftir tímaáætlun helgidaga. Á jóladag og á nýársdag aka stræt- isvagnarnir samkvæmt tímaáætlun helgidaga að því undanskildu að all- ir vagnar hefja akstur um kl. 14.00. Á öðrum degi jóla verður ekið eins og á helgidegi. Ókeypis verður í strætisvagnana 22. og 24.-26. desember að báðum dögum meðtöldum. Ný leiðabók SVR er komin út og er til sölu á Hlemmi, Lækjartorgi, Grensásstöð og í skiptistöð í Mjódd. khg. Knattspymusamband íslands ákvað í gærmorgun að taka ekki þátt í jólaknattspymumóti lands- liða undir 16 ira aldrl, sem fram fer í ísrael nú um jólin. Þetta ráð hefur verið tekið vegna þess hve ástand er ótryggt ílandlnu. Utanríkisráðuneytið réð KSÍ í gærmorgun eindregið frá að senda unga dreng) til ísraels við núverandi aðstæður. Þá hafa knattspymusambönd Þýska- lands, Portúgal og Sviss hætt við þátttöku. Akvörðun KSÍ var strax tilkynnt stjómvöldum í fsraeL ZETOR 5011, 47 ha. ekinn 2600 vst...........árg. 1982 ZETOR 7211, 65 ha. ekinn 1350 vst...........árg. 1987 ZETOR 7245, 65 ha. 4x4 ekinn 900 vst........árg. 1988 ZETOR 7745, 70 ha. 4x4 ekinn 1100 vst.......árg. 1987 ZETOR 7245, 65 ha. m/Alö 540 ám.t. ekinn 1800 vst. árg. 1989 ZETOR 7245, 65 ha. m/Alö 53301 ám.t.........árg. 1986 NEW HOLLAND 945 heybindivél.................árg. 1987 NEW HOLLAND 935 heybindivél.................árg. 1985 WELGER RP 12 rúllubindivél...................árg. 1989 STROUTMAN 38 rúmm. fjölhnífavagn m/matara...árg. 1987 Bændur! Nú er rétti tíminn til að kaupa notaðar búvélar á góðu verði. Góð greiðslukjör. Globusi Lágmúla 5 Reykjavík Sími 681555 Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið: Heilsugæslustöðvar á landsbyggðinni Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið hyggst reyna að bæta kjör lækna á landsbyggðinni, því á þessu ári hefur reynst erfítt að fá lækna til starfa á heilsugæslustöðvum á Iandinu, einkum á Vest- fjörðum og Norðurlandi. Ráðuneytið lét gera könnun sem leiddi í Ijós að bæta yrði kjör lækna og annars heilbrigðisstarfsliðs á þess- um stöðvum til að þær séu samkeppnishæfar. Ráðuneytið og fulltrúar Læknafé- lags íslands, sem um málið hafa fjallað, hafa verið sammála um að frambúðarlausn þessara mála væri sú að launasamningar iækna á þess- um heilsugæslustöðvum væru færðar til samræmis við það sem er hjá sjúkrahúslæknum. Ekki er mögulegt, eins og til háttar í þjóðfé- laginu, að breyta kjarasamningum í þessa átt og því ákvað ráðuneytið að ráðstafa allt að 15 milljónum króna í staðbundnar aðgerðir á nokkrum stöðum til að bæta ástand mála á nokkrum heilsugæslustöðvum. Á þessu hausti hafa verið keyptar fimm bifreiðar til nota fyrir lækna á heilsugæslustöðvum, torfærubif- reiðar til nota á Flateyri, Þingeyri, Hólmavík og Þórshöfn og fjórhjóla- drifinn fólksbfl til nota á Djúpavogi. Stjórnir heilsugæsiustöðvanna á Flateyri, Þingeyri, Kópaskeri, Þórs- höfn, Djúpavogi og Vopnafirði munu fá fjárupphæðir sem veita þeim möguleika á að bæta starfs- kjör heilbrigðisstarfsfóiks sem ræðst að stöðvunum, eftir nánari ákvörðun stjórnar viðkomandi heilsugæslustöðvar í samráði við starfslið stöðvarinnar og ráðuneyt- ið. Sorpeyðingarstöð höfuðborgarsvæðisins tekin í gagnið í apríl 1991: GJÖRBREYTING í SORPHREINSUN Áætlað er að sorpeyðingarstöð Sorpeyðingar höfuðborgarsvæðis- ins taki tii starfa í aprfl n.k., en nú er undirbúningur í fullum gangi. Sótt hefur verið um leyfi hjá heil- brigðisnefnd, byggingarnefnd, sveitarfélögum höfuðborgarsvæðis- ins og fleiri aðilum um að koma fyr- ir sorpgámum víða á höfuðborgar- svæðinu. Ögmundur Einarsson hjá Sorpeyðingu höfuðborgarsvæðisins segir að ætlunin sé að sveitarfélögin feli Sorpeyðingu að sjá um gáma- reksturinn á öllu höfuðborgarsvæð- inu. „Sveitarfélögin eru að fjalla um það núna hvar þau vilja setja þessa staði niður og samræma þá við skipulagsmál," sagði Ögmundur. Sorpgámarnir verða á afgirtum svæðum þar sem fram fer viss flokk- un á sorpi. Ögmundur sagði að sú flokkun væri fyrst og fremst til að aðgreina þann úrgang sem færi í sorpeyðingarstöðina annars vegar og svo hins vegar það rusl sem sent er t.d. til endurvinnslu eins og málmar, timbur, garðarusl, stein- efni og fleira, svo og pappír sem hugsanlegt er að senda utan og koma í verð, og síðan til að leita að spillandi efnum sem ekki mega fara í almenna sorpeyðingu og er eytt á annan hátt. Sorpeyðing höfuðborgarsvæðisins hyggst sjálf sjá um þessi gáma- svæði, svo að flokkun og mannskap- ur verði í hennar höndum. „Þetta er viss samræming milli sveitarfélag- anna sem við erum að mælast til að verði gerð,“ sagði Ögmundur Ein- arsson einnig í samtali við Tímann í gær. —GEÓ Hljómsvelt Harmoniku- félags Reykjavíkur: skemmt- anir Hljómsveit Harmonikufélags Rcykjavíkur leikur nokkur lög í verslunarmiðstöðinni Nýjabæ, Eiðistorgi, Seltjamamesi, í dag, laugardag 22. desember kl. 16.-00. Harmonikufélagið stendur fyrir jólaballi fyrir böm í Tónabæ, Skaftahlíð 24, sunnudaginn 30. desember kl. 15:30. Félagar úr H.R. leika jólalögin og jólasveinar koma í heimsókn. ÖII böm og for- eldrar em velkomin meðan hús- rúmleyfir.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.