Tíminn - 22.12.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 22.12.1990, Blaðsíða 4
c nnimi! 4 Tíminn Ö86Í ,;J.'i'3•-/•.'. 2SlugsbiBBUsJ Laugardagur 22. desember 1990 UTLOND Persaflói: TVrkir biöja NATO um hernaðaraðstoð Að sögn talsmanns tyrknesku stjórnarínnar, ákvað stjórnin á fundi á fímmtudagskvöldið að biðja NATO, en Tyrkir eru aðiíar að bandalag- inu, um að senda til sín þrjár flugsveitir til að styrkja varnir sínar gagnvart hugsanlegri árás íraka. Landamæri ríkjanna liggja saman. Flugsveitirnar eru úr hreyfanlegri flugvélar frá ítalíu, Belgíu og Þýska- herdeild innan NATO (Allied Mobile Force), sem var stofnuð árið 1960, en hefur aldrei verið send á róstu- svæði áður. Flugherinn hefur um 40 landi. Frá NATO í Briissel bárust þær fregnir að þótt ekki væri fordæmi fyrir slíkri aðstoð, væri líklegt að bón Tyrkjanna yrði samþykkt. Flug- sveitirnar myndu ekki verða notaðar til árásar á íraka, því að þeir væru fyrir utan hið hefðbundna varnar- svæði NATO. Samkvæmt samningum milli Bandaríkjanna og Tyrklands mega Bandaríkjamenn hafa 48 flugvélar í Incirlik herstöðinni í Suður- Tyrk- landi og eru nú með hátt í það. En þeir mega ekki beita þeim nema með fullu samþykki Tyrkja. Tyrkir hafa nú 100 þúsund manna herlið skammt frá landamærunum. Saddam Hussein sagði fyrir um viku að Tyrkir þyrftu ekki að óttast að írakar réðust á múslimska vini sina. Reuter-SÞJ AÞENA - Einn maður lét lífiö og þúsundir manna misstu heimili sín í jarðskjálfta í norðurhiuta Grikklands í gær. Skjálftinn tnældist 5,5 i Rkhter og hefur ekki komið efcts ífflugur jarð- skjálfti á þessum slóðum f 12 ár. Skjálftans varð einnig vart í Júgó- slavíu og Búlgaríu. MOSKVA - Háttsettur aðstoðar- maður Shevardnadzes, utanríkis- raöherra Sovétríkjanna, segir að hann muni, þrátt fyrir afsógn sína, starfa áfram með Gorbatsjov forscta. MOSKVA - Sovéskir lýðræðis- sinnar eru óttaslegnir út af afsögn og ummælum Shevardnadzes, ut- anríkisráðhcrra Sovétríkjanna, LUNDÚNIR - Vestrænir leiðtogar halda allri áætlun í milliríkjavið- sldptum, þótt menn séu hræddir um að afsögn Shevardnadzes muni hafa veruleg áhrif á sam- starf Sovétríkjanna við Veslur- lönd. BANI SA'D, frak - írakar æfa nú brottflutning borgarbúa í undir- búningi fyrir mögulegt strío. RIYADH - Cheney, varnarmála- ráðherra Bandaríkjanna, og Po- wefl, cinn af aðalhershöfðingjum Bandaríkjaliers, heimsóttu banda- ríska hermenn í noróaust ur Saúdí-Arabíu eftir aó þeir höfóu rætt skipulagningu hernaóarað- geröá f þrjá daga. TIRANA - Albanir hafa tekið nið- ur risastóra styttu af Lcnín í Ttr- ana, höfuðborg landsins, og cr það táknrænt um breytta tíma í Alban- íu. . BEIRÚT - Hinn nýlforsætisráo- herra Líbanons, Karami, hóf í gær stjórnarmyndunarviöræður og virðist sem nú sé kominn varan- iegar friður í Líbanon eftir borg- arastyrjöld sem hefur geisað í 15 ár. TÚNIS - Leiðtogi Palestínuaraba segir að með afsögn Shevardnadz- es geti Sovétmenn tekló upp nýja stefnu gagnvart Aröbum og íjar- iægst stefnu Bandaríkjamanna { Persaflóadeiiunni. NAZARET, Palestínu - óvissu- ástandið við Persaflóa fælir burtu ferðamenn sem vanir eru að heim- sækja heimabæ Krists á hverjum jólum. UUBLJANA, Júgóslavíu - Lýð- vcldið Slóvenía ætlar að halda al- menna atkvæöagreiðslu í lýðveld- inu um hvort Iýðveldið eigi að lýsa yfir sjálfstæði og kljúfa sig frá öórum lýðveldum Júgóslavíu. Reuter-SÞJ Lækning við háum blóö- þrýstingi? Japanskir vísindamenn scgjast bafa gert merka uppgðtvun í rannsóknum sínum á hátim bióóþrýstingi, sem jafnvel gæti leitt til lækningar. Ilár blóð- þrýstingur er einn af mann- skæðustu vclferðarsjúkdóm- unum. Uppgötvun þeirra er nánar út- listuð f vísiudatímaritinu Nat- ure og fylgir bún í kjölfarið á einangrun vísindamannanna á hormóninu endothelin fyrir tveimur árum. Hormón gegna svipuðu hlutvcrkl og vítamín í lífverum, nema hvað þau er framkidd í líkamanum en þarf ekki að innbyrða eins og vítam- fnin. Þetta endotheiin-hormón veldur því að æöar þrengjast sem aftur veidur hækkuðum blóðþrýstingi, en okkur cr nauðsynlcgt að geta stjórnað þrýstingi blóðsins. Vísinda- mcnn tclja aö ofgnótt af þcssu hormóni sc aðaíorsökin fyrir háum blóðþrýstingi. Frá þvf að endotfaelin var upp- götvað bafa lyfjafyrirtæki keppst um að Fmna lyf sem geti hindrað verkun hormónsins. Tveir rannsóknarhópar jap- anskra vísindamanna sögðust hafa fundið tvær gerðir endot- helin-móttakara (reccptors), en þeir gera endothelin-horm- ónunum klcift að tengjast við frumumar og virka. Markmið þeirra cr aó flnna lyf sem hindrar tengingu hormónsins við móttakarana. Reuter-SÞJ Fjórir af fimm þingmönnum Norðurlands vestra vilja að Ríkisendurskoðun rannsaki sölu hlutabréfa í Þormóði ramma hf.: Bréfin seld undir sannvirði Fjórír af fímm þingmönnum Norð- urlands vestra hafa ritað forseta sameinaðs Alþingis bréf þar sem þeir óska eftir að forseti feli Rfkis- endurskoðun að rannsaka sölu fjár- málaráðherra á meirihluta í Þor- móði ramma hf. á Siglufirði. Þing- mennirnir segjast telja söluna þess eðlis að óhjákvæmilegt sé að Ríkis- endurskoðun rannsaki málið. Þingmennirnir fjórir eru Páll Pét- ursson, Pálmi Jónsson, Stefán Guð- mundsson og Jón Sæmundur Sigur- jónsson. Ragnar Arnalds, þingmað- ur Alþýðubandalagsins, skrifar ekki undir bréfið. Tíminn spurði Pál Pét- ursson hvort ekki væri óvenjulegt að þingmenn bæru fram ósk um að Ríkisendurskoðun rannsakaði gjórðir ráðherra. ,Jú, enda er hér á ferðinni óvenju- legt mál. Þormóður rammi hf. er lykilfyrirtæki í atvinnulífi Siglfirð- inga. Það á gott frystihús, fiskverk- HUSNÆÐISNEFND REYKJAVIKUR ALMENNAR KAUPLEIBUÍBÚÐIR Húsnæðisnefnd Reykjavíkur óskar eftir umsóknum um 10 álmennar kaupleiguíbúðir. íbúðir þessar eru tyeggja herbergja íbúðir í nýbyggingu við Ásholt-Laugaveg, byggðar af Ármannsfelli h.f. íbúðunum fylgir bíl- skýli. Um úthlutun íbúðanna gilda eftirfarandi reglur: a) Umsækjandi skal hafa haft lögheimili í Reykjavík a.m.k. frá 1. des. 1989. b) Umsækjandi skal hafa hærri tekjur en viðmiðunartekjur samkv. 80. gr. laga nr. 86/1988 með áorðnum breytingum. c) Umsækjandi má ekki eiga íbúð fyrir eða samsvarandi eign í öðru formi. d) Við úthlutun verður tekið tillit til fjölskyldustærðar og húsnæðisað- stæðna umsækjanda. Umsóknareyðublöð verða afhent á skrifstofu húsnæðisnefndar, Suðurlandsbraut 30 og verða þar veittar allar almennar upplýsingar. Um- sóknarfrestur rennur út 21. jan. nk. ORÐSENDING FRÁ HÚSNÆÐISNEFND. Auglýst verður eftir umsóknum um félagslegar eignaríbúðir (verka- mannabústaði) um.miðjan jan. nk. un, þrjá togara og aflakvóta sem mér er tjáð að hægt sé að selja fyrir 900 milíjónir. Segja má að nær 60% Siglfirðinga byggi afkomu sína beint og óbeint á atvinnu frá Þormóði ramma. Fyrirtækið er því bæjarfé- laginu afar mikilvægt. Ríkisvaldið hafði forystu um að stofna hlutafélagið Þormóð ramma á sínum tíma og átti orðið 98% hlutafjár þegar fjármálaráðherra ákvað að afhenda fyrirtækið tveimur mönnum sem hann hefur sérstaka velþóknun á. Þeir kaupa það í nafni tveggja lítilla og veikburða sjávarút- vegsfyrirtækja. Kaupin fóru fram í andstöðu við þorra bæjarbúa og í andstöðu við verkalýðsfélagið á staðnum. Um 200 Siglfirðingar bundust samtökum og gerðu sam- eiginlegt tilboð í fyrirtækið þrátt fyrir að þeir fengju mjög lítinn frest til að koma saman tilboði. Fjármála- ráðherra hunsaði gjörsamlega þetta tilboð án skýringa. Okkur þingmönnum ber að standa vörð um hagsmuni byggðarlaganna í kjördæminu. Ég tel að hagsmunir Siglfirðinga hafi verið fyrir borð bornir þegar fjármálaráðherra af- henti Þormóð ramma þessum tveimur mönnum. í kauptilboðinu er engin trygging gefin fyrir því að ekki verði braskað með kvótann. Sala kvótans gerir gott betur en að borga allar skuldir fyrirtækisins. Ég tel því að hagsmunum Siglfirðinga væri best borgin með því að ríkið eigi fyrirtækið áfram eða að það verði selt þeim breiða hópi Siglfirð- inga sem hafa boðist til að kaupa fyrirtækið. Þess ber einnig að geta að þing- menn eiga að standa vörð um hag og eigur ríkisins og sjá til þess að eignum ríkisins sé ekki sólundað eða þeim ráðstafað með óeðlilegum hætti. Ég tel að hlutabréfin í Þor- móði ramma hafi verið seld á verði sem er langt undir sannvirði. Ríkið er þarna að láta frá sér góða eign fyr- ir 15 milljóna króna útborgun á næsta ári. Þetta er óeðlilegt og því teljum við rétt að Ríkisendurskoðun rannsaki málið. Það er fróðlegt að bera þessa sölu saman við söluna á fiskiskipinu Haf- þóri, sem sjávarútvegsráðherra seldi fyrr á þessu ári. Sjávarútvegsráð- herra lét menn gera bindandi tilboð í skipið sem síðan voru metin og op- inberlega kynnt. Sjávarútvegsráð- herra var ekki að pukrast við að selja einhverjum kunningjum sínum eða stuðningsmönnum, eins og hér var gert. Allir höfðu jafna rétt til að bjóða í skipið og eðíilegavar með til- boðið farið," sagði Páll. Páll Pétursson og Pálmi Jónsson fluttu, skömmu áður en hlutabréfin voru seld, frumvarp þar sem gert var ráð fyrir að fjármálaráðherra væri óheimilt að selja hlutabréfin í Þor- móði ramma nema að fengnu sam- þykki Alþingis. Páll sagði óeðlilegt að fjármálaráðherra hefði vald til að ganga frá svo stórri sölu án samráðs við Alþingi. Ef selja ætti kotið Streiti í Breiðdal þyrfti að flytja um það sér- stakt frumvarp. Það eru fleiri en þingmenn kjör- dæmisins sem hafa gagnrýnt söluna á Þormóði ramma. Verkalýðsfélagið Vaka hefur mótmælt sölunni og bendir á að meirihlutaeign fjárhags- legra veikra aðila að fyrirtækinu geti stefnt atvinnuöryggi verkafólks í hættu og jafnvel ógnað tilveru byggðarlagsins. Bæjarstjórn Siglu- fjarðar gerði samhljóða samþykkt áður en salan á hlutabréfunum fór fram og hvatti til þess að sem flest- um einstaklingum og fyrirtækjum á Siglufirði væri gefinn kost á að kaupa hlutabréf í fyrirtækinu. -EÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.