Tíminn - 22.12.1990, Blaðsíða 5

Tíminn - 22.12.1990, Blaðsíða 5
Laugardagur 22. desember 1990 Tíminn 5 Mikill áhugi fyrir roösútun hjá Sútunarverksmiöjunni á Akureyri: Rík þjóð sem á 100 milljón þorskroð? Hlýtur það ekki að vera rík þjóð sem á 100 milljón þorskroð — ef marka má fréttir af nýju roðsútunarverksmiðiunni á Nýfundna- landi? „Það mætti segja það,“ svaraði Hannes Arnason, verkefnis- stjóri hjá tæknideild Rannsóknarstofnunar fiskiðnaðarins. Segir hann þetta verkefni hafa komið þar aðeins til skoðunar. Sút- unarverksmiðjan á Akureyri hafi mikinn áhuga á að fara út í slíka vinnslu, því auk þess að eiga megnið af vélakostinum sem til þarf sé eitt stærsta útgerðarfyrirtæki landsins þar við bæjardyrnar. Til- raunavinnsla hafl þó ekki gengið þar nógu vei til þessa. Vandinn sé fyrst og fremst sá, að fínna út að hvaða leyti sútun á roði sé frá- brugðin sútun á dýrahúðum. „Vandamálið er að þetta er atvinnu- leyndarmál sem erfitt er að komast yfir. Ég veit að Kanadamenn hafa eytt þó nokkuð miklum fjármunum í að þróa þennan vinnsluferil. Það er væntanlega á því sem þessi nýju fyr- irtæki þeirra byggja," sagði Hannes. 40 milljarða verðmæti í roði sem nú er hent? Hráefnisskortur ætti þó a.m.k. ekki að vera vandamál hér á landi. Að sögn Hannesar gætum við átt um 20.000 tonn af blautu þorsk- og steinbítsroði er allt færi tii vinnslu, en 10 til 15 þús. tonn væri þó kannski raunhæfari tala. Hér er því um að ræða 20- til 30- falt það magn sem nýja þorskroða- verksmiðjan á Nýfundnalandi áætlar að breyta í 2ja milljarða króna út- flutningsverðmæti. (Þorskroðið skyldi þó ekki eiga eftir að verða Ak- ureyringum drýgri „stóriðja" heldur en álverksmiðjan hefði orðið?) Grænlendingar selja saltað roð til sútunar Roðsútun virðist vaxandi iðnaður. Auk verksmiðjanna í Kanada er Hannesi kunnugt um danskt fyrir- tæki sem kaupir söltuð steinbíts- og hlýraroð af Færeyingum og Græn- lendingum sem það lætur vinna fyr- ir sig á Ítalíu. Þar er roðið sútað, lit- að og yfirborðsmeðhöndlað til að fá fallegri áferð. Sagðist Hannes hafa séð mjög falleg „skinn“ frá þessu fyr- irtæki. Sömuleiðis er honum kunn- ugt um roðsútunarfyrirtæki sem nýlega er tekið til starfa í Frakk- landi. Áhugi á Akureyri Hannes sagði engar tilraunir enn hafa farið fram í þessum efnum á vegum Rannsóknastofnunar fisk- iðnaðarins. En áhugi væri fyrir því að tengjast verkefni sem reynt verði að ýta af stað á næstunni, væntan- lega í samvinnu við Sútunarverk- smiðjuna á Akureyri. Finna þurfi betri vinnsluaðferðir áður en fram- leiðsla geti hafist á „roðskinnum". Þetta verkefni muni þá snúast um sútun á fiskroði almennt og þá möguleika sem íslendingar eiga í því sambandi. Auk ógrynni hráefna búi íslending- ar yfir mikilli reynslu af sútun dý- raskinna. Það sem á vantar sé fyrst og fremst að finna út að hvaða leyti sútun á roði er frábrugðin. Takist þetta, ætti að vera mjög heppilegt að geta notað þær sútunarverksmiðjur sem til eru í landinu, með flestum þeim tækjum og búnaði sem til þarf, en hafa nú minnkandi verkefni vegna fækkunar á sauðfé. Hannes segir íslendinga einnig að því leyti eiga völ á betra roði til vinnslu en margir aðrir, að þeir veiða almennt stærri fisk. Roðið sem franska verksmiðjan fái til vinnslu sé t.d. af mun smærri fiski, sem þar með þýðir smærri „skinn". En það er eðlilega ókostur þegar kemur að því að framleiða vörur úr þessum skinnum. Miðað við roð sem Hann- es hefur séð frá Grænlandi hafa menn þar bætt úr þessu með því að rífa roðið af steinbítnum heilum en ekki af flökum, eins og roðflettivél- arnar gera. Roðið af bakugganum kemur þá með og skinnið verður stærra. „Þetta er eitt af því sem við þurfum að skoða í sambandi við þetta vænt- anlega verkefni okkar." Roðskómir ekki úr sútuðu roði Roðskór eru svo sem ekkert ný- mæli á íslandi þar sem menn hafa gert og gengið í skóm úr steinbíts- roði öldum saman. Gallinn við þá Hannes Ámason sýndi okkur sútað steinbítsroð sem saltað var á Græn- landi og sútað á ftalíu fýrír fýrírtæki í Danmörku. Kemur glöggt í Ijós hve „skinnið" er miklu stærra en ella vegna þess að uggaroðið er áfast Seðlaveskið er úr hlýraroði. Timamynd: Pjetur skógerð var hins vegar sá, að sögn Hannesar, að þar var bara um þurrk- un að ræða. Roðið var ekki sútað og búið til úr því leður, heldur aðeins þurrkað og nuddað þangað til það var sæmilega mjúkt. Með þeim hætti fáist ekki almennileg rotvörn eins og við sútun. Roð hf. starfrækt í áratug Sútun á roði er samt alls ekki glæ- nýtt fyrirbæri hér á landi. Að sögn Hannesar var fyrirtækið Roð hf. stofnað hér skömmu eftir síðari heimstyrjöld. Roð hf. keypti vélar til landsins og réð til sín danskan sút- ara, sem unnið hafði við sútun á roði. Gallinn var hins vegar sá að ekki fékkst nógu hátt verð fyrir sút- að steinbítsroð á þessum tíma. Og í annan stað var roðvinnslan ein og sér ekki næg til að standa undir áframhaldandi rekstri. En af ein- hverjum ástæðum reyndist erfitt að fá skinn til sútunar meðfram. Roð hf. hætti því starfsemi á síðari hluta 6. áratugarins. Spurður sagði Hannes steinbítsroð fljótt á litið virðast hvað auðveldast til vinnslu. M.a. sé lítið hreistur á því, auk þess sem það sé raunveru- lega mjög sterkt. Hannesi er t.d. kunnugt um að hreistrið hafi reynst Kanadamönnum nokkurt vandamál við sútun á laxroði. Þorskroð hafi þann kost að vera lítið hreistrað, en sútun á því hafi minna verið reynd hér á landi. Af þorskroði fæst hér hins vegar miklu meira magn. - HEI Fimmta kanadíska roðsútunarverksmiðjan tekur til starfa á Nýfundnaiandi í janúar: 2ja milljarða verðmæti úr 5001. af þorskroði Skór, buddur og belti úr þorsk- roði? „Því ekki?“ svarar kanadíski fckaupsýslumaðurinn Larry Gus- hue, sem opnar nýja verksmiðju til sútunar á þorskroði á Ný- fundnalandi nú í janúar. Það er fimmta roðsútunarverksmiðan í Kanada, samkvæmt frétt á við- skiptasíðu The Ottawa Citizen. Nýja verksmiðjan er við Trinity- fióa á Nýfundnalandi, þar sem góðu þorskroði að verðmæti millj- óna dollara er hent árlega, að sögn verksmiðjueigandans. Kanadískur „byggðasjóður“ hefur samþykkt að leggja fram þriðjunginn af um 616 þús. dollara (um 30 millj. ísl. krónur) byggingarkostnaði verk- smiðjunnar. Áætlað er að 150 manns starfi í verksmiðjunni þeg- ar vinnslan verður komin í fullan gang. Hráefnlð fyrir hlna nýju verk- smiðju eru þau u.þ.b. 500 tonn af þorskroði, sem árlega hefur verið hent til þessa hjá stóru fisk- vinnslufyrirtæki (National Sea Products plant) í bænum Carpel Arm. Úr þessu roði segir Lany Gushue hægt að vinna um 12 milljón fer- fet af fullunnu „þorskskinni“ á ári. Sútun á roði sé afar einföld og auðveld. Verð á sútuðu roði sé um 4 doUarar (190 kr.) ferfetið, sem sé ódýrt skinn. Það þýðir áætlað um 48 milljóna dollara (2ja mil]j- arða kr.) framleiðsluverðmæti verksmiðjunnar á ári. Kaupendurnir eru Kóreumenn sem framleiða tískufatnað, stíg- vél, skó, töskur, belti og annan leöurvarning úr þorskroðinu, „Roðskó“, sem Larry Gushue seg- ir bæði sterka og fallega, kveður hann seljast fyrir allt upp í 400 Bandaríkjadali (22 þús. kr.). „En er ekki fiskfýla af þessum vörum?“ spyrja tortíyggnir, leður- klæddir Kanadamenn. „Er svína- lykt af svínsleöurjökkunum ykk- ar?“ spyr Larry Gushue á mótí. „Þetta er eins og hvert annað leð- ur.“ Hann bendir á að Kóreumenn hafi sútað fiskroð í 1.000 ár (kannski álíka lengi og íslending- ar gerðu sér skó úr steinbíts- roði?). Þar og víðar um Austur- lönd flær sé hins vegar mikill skortur á htáefni til þeirrar vinnslu, því þar um slóðir roð- fletti menn sjaldnast flsk fyrr en hann er kominn á diskinn þeirra. Hvað snertir framtíðarmarkað er Larry Gushue afar bjartsýnn. Hann bendir á að framboð á leðri til sútunar á heimsmarkaði fari óðum minnkandi. í fyrsta lagi vegna þess hvað fólk dregur nú mildð úr nautakjötsáti, og f öðru lagi vegna stöðugt vaxandi mót- mæla gegn slátrun á dýrum ein- göngu í því skyni að fá af þeim skinnið. Á sama tíma stóraukist markað- ur fyrir skinnavörur. Síðustu 2-3 ár hafi t.d. um 200 milljónir Kín- veija keypt sér leðurskó í fyrsta skiptí á ævinnf. Áður hafi þeir ekki haft efni á slíkum munaðar- vörum. Fyrir eru í Kanada Ijórar verk- smiðjur sem súta fiskroð, sem fyrr segir. Tvær í Bresku Kólumb- íu sem súta laxroð, ein í Ontaríó sem vinnur úr roði af vatnakarfa og sú fjórða í Nova Scotía, sem sútað hefur roð af fimm fiskteg- undurn, m.a. þorskroð frá Ný- fundnalandi. - HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.