Tíminn - 22.12.1990, Blaðsíða 14

Tíminn - 22.12.1990, Blaðsíða 14
14 HELGIN Laugardagur 22. desember 1990 *T7*^ '+**' ^—« y ^ ^f Hvað er á boðstólum yf ir stór- hátíðina? Nú um þessar mundir eru kvikmyndahús í Reykja- vík að hefja sýningar á jólamyndum og er í mörg horn að líta og oft erfítt að ákveða hvað á að sjá. Þess vegna höfum við ákveðið að auðvelda val bíó- gesta og stuðla að því að allir geti farið í kvik- myndahús án þess að sjá eftir peningunum. mmm> ppw—— Litii prakkarínn gerður brottrækur úr klaustrinu. LAUGARASBIO Jólamynd Laugarásbíó er gamanmyndin Problem Child eða Prakkarinn eins og hún útleggst á íslensku. Myndin segir frá 7 ára snáða sem er að gera for- eldra sína vitlausa með all- skyns uppátækjum og hrekkjum og afrekar það að verða brottrækur ger úr nunnuklaustri og setja heimilisköttinn í þurrkara. ívan grimmi, Egill Skalla- grímsson og Al Capone voru englabörn miðað við prakkarann, segir í kynn- ingu frá Laugarásbíó. Aðr- ar myndir sem sýndar eru þar eru myndirnar Henry og June sem byggir á dag- bókum Anais Nin og sög- um Henrys Miller og segir frá ástarsambandi Anais við Henry og konu hans June. Myndin er erótík- drama og bönnuð börnum innan 16 ára. The Guardian er hryll- ingsmynd sem fjallar um ungt par sem taka á það ráð að fá sér barnapíu en sjá fljótlega að ekki er allt með felldu með barnfóstr- una og ýmsir óvenjulegir atburðir taka að gerast. Þess má geta að næsta mynd Laugarásbíós verður Pump Up the Volume, en ekki er endanlega ákveðið hvenær sýningar hefjast. BIOHOLLIN- BÍÓBORGIN Sagan endalausa 2 er fyrri jólamynd Bíóhallarinnar. Hún er sjálfstætt framhald af fyrri myndinni sem sýnd var hér á landi fyrir nokkr- Maria de Medeiros, Fred Ward og Uma Thurman í hlutverkum sýnum í Henry & June. um árum síðan og fjallaði um ungan pilt sem komst yfir töfrabók og lifði sig inn í draumaheim hennar. Nýja myndin segir frá nýj- um ævintýrum Bastians Bux (Jonathan Brandis) og ferð hans inn í drauma- landið þar sem hann hittir margar furðuskepnur og á í höggi við hið illa þar sem Xayide norn er fremst í flokki. Jonathan Brandis er aðeins 13 ára og hefur verið starfandi sem leikari ein 11 ár af ævi sinni, og komið fram í fjölda sjón- varpsþátta. Seinni jóla- mynd Bíóhallarinnar er myndin Þrír menn og lítil dama sem er einnig óbeint framhald af fyrri mynd þar sem piparsveinarnir þrír fundu barn fyrir utan F |F Æ 'í HPjf ***T i i \ , ^ 'wKgk ' .......I!*i^fc 1 m K dyrnar hjá sér. Nú er Mary orðin tveggja ára og aftur komin í pössun og ævin- týrin fara að gerast. Þeir Tom Selleck, Steve Gutt- enberg og Ted Danson fara með hlutverk piparsvein- anna og eru þeir allir þekktir leikarar. Ekki er sami leikstjóri ráðandi nú, heldur er Emile Ardolino, sem leikstýrði Dirty Danc- ing, kominn í stað Leonard Nimoy. Fyrri myndin var endurgerð franskrar myndar með sama nafni, en handritið af þessari nýju er sérstaklega skrifað fyrir þessa mynd. Börnin fá sinn skammt þessi jól og nú er sýnd bæði í Bíóborg- inni og Bíóhöllinni teikni- myndin Litla hafmeyjan Liprí og Bastian á tan ur Sögunni Endalausu 2.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.