Tíminn - 22.12.1990, Blaðsíða 17

Tíminn - 22.12.1990, Blaðsíða 17
Laugardagur 22. desember 1990 Tíminn 17 Jól án vímu Jól eru enn í aðsigi. Mesta hátíð ársins. Tími jóla og áramóta til að staldra við. Horfa yfir farinn veg. Hvernig ætlar þú að verja jólunum? Ætlar þú að verða jólaljós þín og ann- arra? Ætlar þú að hjálpa vini þínum á braut blessunarinnar? Færa honum sanna jólagleði? Þú, jafnvel þú, getur haft ótrúleg áhrif tii blessunar í þjóð- félaginu. Getur orðið viti, sem lýsir rétta leið. En — en. Já, það er þetta ei- lífaefogen. NYJAR e':-:¦'.'-WM.....\ '¦' W " y ~Tf ~*----'¦' ' '^ Ensk-íslensk viðskiptaorðabók eftir doktor Terry G. Lacy og Þóri Einarsson prófessor Út er komin hjá Erni og Örlygi aukin og endurskoðuð útgáfa ensk-íslensku viðskiptaorðabók- arinnar sem kom fyrst út árið 1982 og hafði þá að geyma 9.000 orð og orðasambönd. Hin nýja útgáfa geymir hins vegar 15.000 orð og orðasambönd, auk 202 landaheita og upplýsinga um íbúafjölda, helstu borgir og höf- uðborgir. Þá er gerð grein fyrir mun á breskri og amerískri ensku og skýrðir viðskiptaskil- málar. Þessi bók kemur hverjum þeim íslendingi vel sem þarf að tala eða lesa um ensk viðskipti og efnahagsmál. Hið sama á við um þá sem þurfa að gera eða lesa samning á ensku, eða eru á fund- um þar sem enska er einungis töluð. Áran - Orku- blik mannsins, form, litir og áhrif Örn og Örlygur hafa gefið út bókina Áran — Orkublik fnanns- ins, form, litir og/áhrif eftir Birgit Stephensen í þýðingu Estherar Vagnsdóttur. Úlfur Ragnarsson læknir veitti fræðilega ráðgjöf við þýðinguna. Bókin sýnir hvernig hægt er að læra að skynja orkublikið og um leið að þroska eigið innsæ og treysta leiðsögn þess. Höfundur tengir liti orkubliks- ins við orku plánetanna eins og þær koma fyrir innan stjörnu- spekinnar, og varpa þannig ljósi á sambandið milli stjörnuspeki, orkubliks og lita. í bókinni eru nokkrar litmyndir af árunni, orkublikinu og túlkanir á því með hliðsjón af myndunum. C>«*\7C>*# 1 Og þó er enginn vandi að velja. Það eru nógir til að flytja myrkrið inn í sín heimili og annarra. Uppgjöf í lífinu sést svo víða. Og meðan ÞÚ sast hjá, er ólán heimsins einnig þér að kenna. Því miður alltof satt. Og hversvegna að hrekja ekki skuggana á brott? Þú sjálfur vilt verða hamingjusamur. Ger- irðu nokkuð til þess? Eltir þú mýrar- Ijós hins daglega lífs? Viltu ekki hugsa? Hvort ætlar þú að þjóna frelsara þín- um um jólin eða Bakkusi? Þetta er að- al spurningin í dag. Það þjónar enginn tveim herrum. Munum það. Blekkjum okkur ekki. Allir sem hafa hafnað Bakkusi telja það blessun á blessun of- an. Um það þarf ekki að ræða. Jól. Fagnaðarhátíð frelsarans. Taktu við þeim. Vísaðu óvininum Bakkusi á bug. Jól án allrar vímu og meira en það. Allir dagar án vímu. Það er sú besta gjöf sem við gefum þjóðinni okkar. Jólagjöfin í ár er að halda okkur fast við frelsarann, fela honum vegi okkar og framtíð. Þá getum við svo sannar- lega boðið hver öðrum GLEÐILEG JÓL. Það er þitt, það er okkar, það er þjóðarinnar allrar hamingja. Guð gefi landsmönnum öllum sönn og góð jól og farsælt komandi ár. Með bestu kveðju, Árni Helgason. Frá Borgarnesi. Góð tíðindí jyrir þó sem viljo nó langt um jólin Nú eru jól í tvennum skilningi. í fyrsta lagi eru það hin hefðbundnu jól og svo jól hjá þeim er vilja hringja í vini sína og ættingja úti á landi eða erlendis. Ástæðan er rnikil verðlækkun á langlínusímtölum innanlands og milli landa. Þeir sem fara seint ao sofa um hátíðarnar geta hringt enn ódýrara eftir kl. 23. Notaðu símann til að óska vínum þínum og ættingjum gleðilegra jóla - það er svo ódyrt. PÓSTUR OG SÍMI Við spörumþér sporin

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.