Tíminn - 22.12.1990, Blaðsíða 19

Tíminn - 22.12.1990, Blaðsíða 19
Laugardagur 22. desember 1990 Tíminn 19 BOKMENNTIR Byggöamál á Norðurlöndum Byffiftamál á Noröurlöndum. Útgefandi: Byggöahreyfingin Útvörður 1990. Samantekt: Sigurður Helgason, fyrrv. sýslu- maður. Þegar minnst er á skipulag sveitar- stjórnarmála, fyrirkomulag heima- stjórnar í landinu, er ýmist vitnað til sjálfsforræðis hinna mörgu sveitarfé- laga í landinu eða farið á vit heið- ríkjuvaðals og málskrúðs um hlut- verk héraðsnefnda og landshluta- samtaka, sem nánast leika lausum hala í tómarúminu. Svo virðist sem að ísland dragi enn dám af því að hafa verið stifti í Dan- mörku. Reykjavík er eina stjórnsýslu- miðstöðin í landinu, eins og áður var, þegar landið var danskt stifti. Á svonefndu landshöfðingjatímabili þróuðust ömtin í það að verða lands- hlutastjórnir. Þetta átti sér fyrirmynd í danskri stjórnsýslu og á hinum Norðurlöndunum. Með heimastjórn- inni 1904 steig þjóðin út úr þessari götu og gerði þar með eina afdrifarík- ustu skyssu, sem sett hefur mark sitt á byggðaþróun á íslandi. Skýringar á þessu eru vafalaust margar, en líklegast er þó, að hér hafi ráðið miklu að kjördæmaskipan NYJ Uppfinninga- bókin Ríkulega myndskreytt og barmafull af skemmtilegum frá- sögnum og fróðleik um tækrti og vísindi frá steinöld til geimaldar. Áhugasvið marvna tengd upp- götvunum eru misjöfn. Sumir hafa mestan áhuga fyrir upp- götvunum fyrri alda, aðrir fyrir því baksviði sem skóp þá hluti sem móta daglegt líf okkar og við erum hætt að veita eftirtekt, og enn aðrir láta sig mestu varða um framtíðina og velta því fyrir sér hversu afdrifaríkar afleiðing- ar tækni og vísindi muni hafa á líf jarðarbúa á ókomnum árum. Það skiptir ekki máli hvort þú til- heyrir einum þessara hópa eða öllum; þú færð skemmtilegan fróðleik við þitt hæfi í hinni ný- útkomnu Uppfinningabók frá Erni og Örlygi. Hin nýja Uppf inningabók er er- lend að stofni til og skiptist efni hennar eftir eðli uppfinninganna. íslenskar uppfinningar eru í sér- stökum bókarauka. Hér er á ferð- inni bók með safaríkum texta og miklum fjölda ljósmynda, og mörgufn þeirra í lit, sem segir sögu uppfinninga og uppfinn- ingamanna sem með einum eða öðrum hætfi hafa breytt verald- arsögunni með uppfinningum sínum. Björn Jónsson skólastjóri þýddi erlenda hluta bókarinnar, en Atli Magnússon blaðamaður safnaði íslenska efninu. /fH Kl TT? Skip vonarinnar Örn og Örlygur hafa gefið út ljóðabók eftir Guðrúnu Guð- laugsdóttur, blaðamann og rit- höfund. Þetta er önnur Ijóðabók Guðrúnar, hin fyrri nefndist á leið til þín og kom út árið 1988. Guðrún hefur ritað tvær ævi- minningabækur, í veiðihug eftir Tryggva Einarsson í Miðdal 1978 og Það hálfa væri nóg, lífssögu Þórarins Tyrfingssonar 1990. í hinni nýju ljóðabók koma fram hugleiðingar Guðrúnar um eigið líf og veröld okkar allra, settar fram með lifandi, kliðmjúku tungutaki og heillandi myndlík- ingum. Bernskan Líf, leikir og störf íslenskra barna fyrr og nú eftir Símon Jón Jóhannsson og Bryndísi Sverrisdóttur. í þessari nýútkomnu bók frá Erni og Örlygi er varpað ljósi á heim íslenskra barna. Þau bjuggu fyrrum við misjafnt atlæti og urðu furðu fljótt virkir þátttak- endur í harðri lífsbaráttu kyn- slóðanna. Samt hafa leikir alltaf verið börnum jafn eðlilegir og það að borða og sofa og stutt í glens og gaman, þótt leikföng væru oft fábreytt og stundir stop- ular. Við lestur og skoðun glæsilegs myndefnis munu þeir sem komnir eru á miðjan aldur eða eldri rifja upp hálfgleymd atvik og atburði frá því skeiði ævinnar þegar lífið var einfalt og framtíð- in full af fyrirheitum, en þeir sem yngri eru f á innsýn í furðulega og forvitnilega veröld sem virðist nú langt að baki. Aðalkaflar bókarinnar bera þessi heiti: Á misjöfnu þrífast börnin best, Stórar stundir, Barnagaman, Hver sem vill f á brauð verður að vinna og Uppfræðingin. í bókinni er gífurlegur fjöldi ljós- mynda sem safnað hefur verið saman hvaðanæva af landinu af ívari Gissurarsyni þjóðfræðingi, fyrrum forstöðumanni Ljós- myndasafnsins. Óskum landsmönnum öllum gleðilegrajóla ogfarsœldar á nýju ári Bfc255! FÉLAG (SLENSKRA IÐNREKENDA fylgdi lögsagnarumdæmum og síðar svæðum sýslunefnda og kaupstaða. Hinir nýju valdahöfðingjar, sýslu- menn og sveitarhöfðingjar voru and- snúnir skiptingu landsins í stór heimastjórnarsvæði. Þetta er skýr- ingin á því að margir forystumenn sjálfstæðishreyfingarinnar vildu ömtin feig, vegna þess að þau voru talin dönsk uppfinning. Tillögur Hannesar Hafsteins um svæðakjördæmi hlutu heldur ekki náð fyrir augum Alþingis, þar sem þær stefndu að myndun landshluta í líkingu við ömtin. Óþarft er að lýsa valdatilfærslu frá minnkandi sveitarfélögum og héruð- um, sem eru nú svipur hjá sjón, eftir áratuga byggðaröskun. Dæmin eru deginum ljósari, m.a. með aukinni tilhneigingu landsbyggðarinnar um aukna fjárhagslega ríkisforsjá sem vilja þó hafa forræði sömu mála árram. Niðurstöður þessarar blekk- ingar eru á einn veg. Forræði fylgir ætíð yfirráðum fjármagns, og þannig er um verkefni sem færast til ríkisins frá sveitarfélögum. Rit Útvarðar, „Byggðamál á Norður- löndum", er holl hugvekja nú þegar landsbyggðarmönnum er að verða ljóst að ekki er mögulegt að rétta við hlut Iandsbyggðar, nema með stjórn- sýslubyltingu í landinu. Andstaða gegn millistjórnstigi á ís- landi hefur byggst á tvennu, þ.e. ótta sveitarstjórnarmanna við að forræði þeirra verði skert og andstöðu al- þingismanna, þar með stjórnkerfis- ins í landinu, við að missa völd og áhrif. Þeim áróðri hefur verið dreift að vaxandi andstaða sé á Norðurlönd- um gegn ömtum, fylkjum og lénum, einkum frá sveitarstjórnarmönnum, sem ekki vilja lúta millistiginu og telja það til trafala. Bókin „Byggðamál á Norðurlönd- um" upplýsir, að með þeirri breyt- ingu að kjósa beint til millistigs í al- mennum kosningum hafi aukist bilið á milli þess og sveitarfélaganna og verkefnaskil orðin gleggri. Við lestur bókarinnar „Byggðamál á Norðurlöndum" er þess virði að at- huga fordæmi Finna. Þar tengjast sveitarfélögin ekki lénskerfinu, en heyra beint undir ríkið. Lénsskrifstof- urnar fara einkum með málefni á veg- um ríkisins, sem tengja má heima- stjórn á verkefhum ríkisvaldsins. Sigurður Helgason. í Finnlandi eru svonefnd byggða- samlög. Þau annast ýmis verkefni sveitarfélaga og eru jafnvel í raun svæðisbundinn samrekstur sveitarfé- laga. Á Norðurlöndum er verið að efla millistigið. Ekki á kostnað for- ræðis sveitarfélaga, heldur með til- færslu frá ríkisvaldi til heimastjórn- sýslu. Reynslan af síðustu verkematil- færslu milli ríkis og sveitarfélaga kallar á leiðréttingu á hlut lands- byggðarinnar, sem aðeins er mögu- leg með lýðræðislegu millistigi. Millistig er eina tiltæka ráðið til að færa heim í hérað stóru verkefnin frá ríkisvaldinu, svæðisbundið og tengt þjónustu við fólkið í landinu. Þetta er reynsla Norðurlandaþjóðanna. Hér erum við eftirbátar þeirra. í ritinu „Byggðamál á Norðurlönd- um" er sumt sem betur má fara. Óná- kvæmni gætir í kaflanum um inn- lenda stjómsýslu. Það er eins og höf- undur hafi ekki gefið sér tíma til að sannreyna heimildir, með því að leita til þeirra, sem best þekkja til. Bókin hefði þurft að vera auðveídari aflestr- ar, t.d. með atriðaskrá og saman- burðaryfirliti. Vonandi leitar „Út- vörður" víðar fanga í þessum efnum en á Norðurlöndum og gefi síðar út heilstæðara rit um þessi efni. Byggðahreyfingin „Útvörður" hefur unnið merkilegt starf að byggðamál- um, óháð pólitískum flokkum. Slík hreyfing er nauðsynleg til að vekja skilning og áhuga. Þetta er framlag, sem skylt er að þakka og meta. „Byggðamál á Norðurlöndum" sanna að öðru vísi fórum við að en frændur okkar. Raunin er sú að við erumyerr staddir í byggðamálum en þeir. Úti í landshlutunum vantar lýð- ræðislega kjörið stjórnskipulegt vald, sem er nægilega öflugt tæki fólksins til framþróunar og varnar gegn vax- andi miðstýringu. Ekki þarf spámann til að sjá það, að þjóðin verður að stilla strengi sína upp á nýtt, ef ekki á illa að fara. Jónas Guðmundsson, formaður Sambands ísl. sveitarfélaga, skrifaði grein í „Sveitarstjórnarmál", þar sem hann fullyrti að það hefði verið rangt að leggja niður ömtin. Þessi grein var rituð á öndverðum fimmta áratugn- um. Hann benti á að ein sterkasta vörn gegn byggðaröskun væri heimastjórnarvald og lagði því til að tekin yrðu upp fylki á fslandi. Byggðahreyfingin „Útvörður" hefur með útgáfu sinni sýnt fram á það að Jónas Guðmundsson hafði rétt fyrir sér. Við erum eftirbátar annarra um nútíma stjórnarhætti í landinu. Áskell Einarsson. H£s» |B1 Gleðilegjól, farsœlt komandi ár sscám m/h \ferkamannasamband íslands SuAirH/idtófilll » Mtthólf «56 «S HwkHM j KW BÆNDUR! ER NÚ EKKI NÓG KOMIÐ? Leysið mykjuvandamálin í eitt skipti fyrir öll með mykjutækjum frá Vélboða hf. Miðflóttaraflsdæludreifarar - Snekkjudæludreifarar Tryggið ykkur Vélboða mykjudreifara fyrir áramót, því það tryggir ykkur rétt til fyrninga á árinu. Mjög gott verð og greiðslukjör við allra hæfi. Nánarí upplýsingar hjá sölumönnum okkar í síma 91-651800 Ath. nýtt heimilisfang. VELBOÐI hf Helluhraun 16-18 220 Hafnarfjöröur Sími 91-651800 Kw

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.