Tíminn - 22.12.1990, Blaðsíða 23

Tíminn - 22.12.1990, Blaðsíða 23
UUW. fd'Ji'i'J'-'J'J J-~- lUUtaUUiHH II Laugardagur 22. desember 1990 nrwni i' ss Tíminn 23 Sonur Rttgeröir unidutogi efni ÆvarR.Krarsin MYNDIR tJR LIFI PÉTURS & EGGERZ FYRRVEKANDI SENDIHERRA Píuii EgRerz Qallar hér um gamla líma. pegar samtelafúð var móiað af atlt öðrum vifthorfum en líðkast nú á dogum, og brcgöur upp myruium af viubtirðaríkri ásvl. Útgáfubækur Skuggsjár 1990 Kennarí á f araldsfæti er þátta- safn Auðuns Braga Sveinssonar, þar sem hann segir frá 35 ára kennarastarfi sínu í öllum hlut- um landsins. Hann greinir hér af hreinskilni frá miklum fjölda fólks, sem hann kynntist á þess- um tíma, bæði til lofs og lasts. Hann segir hér frá kennslu sinni og skólastjórn á eftirtöldum stöð- um: Akranes, Hellissandur, Pat- reksfjörður, Bolungarvík, Súða- vík, Fljót, Ólafsfjörður, Borgar- fjörður eystri, Breiðdalsvík, Skarðshlíð undir Eyjafjöllum, Þykkvibær, Skálholt, Vatnsleysu- strönd og Vogar og Kópavogur. Einnig segir hér frá kennslu hans í Ballerup í Danmörku. Sonur sólar eftir Ævar R. Kvar- an. Ævar er löngu orðinn kunnur fyrir skrif sín um dulræn mál- efni. Hann var ritstjóri Morguns, tímarits Sálarrannsóknafélags ís- lands, í tíu ár (1970-80), og hefur skrifað greinar í ýmis blöð og tímarit. Sonur sólar hefur að geyma nokkrar ritgerðir Ævars og grein- ar, sem flestar fjalla um dulræn efni. Hann segir hér frá faraón- um Ekn-Aton, sem dýrkaði sólar- guðinn og var langt á undan sinni samtíð; hann greinir einnig frá sveppinum helga og heim- spekingnum Swedenborg. Meðal annarra greina í bókinni eru: Hver var Fást?; Hafsteinn Björns- son miðill; Vandi miðilsstarfsins; Bréf frá sjúklingi; Miðillinn Indr- iði Indriðason; Máttur og mikil- vægi hugsunar; Er mótlæti í líf- inu böl?; Himnesk tónlist; Hefur þú lifað áður? Myndir úr líf i Péturs Eggerz, fyrrverandi sendiherra. Gaman og alvara. Þetta er iriinningabók Péturs Eggerz, skráð af honum sjálfum. Hann segir hér fyrst frá lífi sínu sem lítill drengur í Tjarn- argötunni í Reykjavík, þegar samfélagið var mótað af allt öðr- um viðhorfum en tíðkast nú á dögum. Síðan fjallar hann um það, er hann vex úr grasi og ákveður að nema lögfræði, og síðar fer hann til starfa í utanrík- isþjónustunni og verður sendi- herra. Hann hefur kynnst mikl- um fjölda fólks og þar má nefna Svein Björnsson forseta og Ge- orgíu, forsetafrú, Ólaf Thors, Vil- hjálm Þór, Jóhann Sæmundsson lækni, Jónas Thoroddsen og fleiri. í sendiherrastarfi getur margt gerst, bæði gaman og al- EL3B-MAHIE NOHH FÓRNFÚS MÓÐIR SKUGQSJÁ EVA STEEN iAMINGJLHJARTAf SKUGGSJÁ ERIK NERLÖE IDAG HEFST LÍFIÐ ttartland Ævintýrií Marokkó WSKUGGn FORTlÐflR Skuggsjá gefur einnig út þrjár nýjar bækur í bókaflokknum Rauðu ástarsögumar. Fórnfús móðir eftir Else-Marie Nohr, Hamingjuhjartað eftir Evu Steen og í dag hefst lifið eftir Erik Nerlöe. Líka koma nú út nýjar skáldsög- ur eftir Theresu Charles og Bar- böru Cartland: Ævintýri í Mar- okkó eftir Cartland og í skugga fortíðar eftir Charles. Snjóhjónin syngjandi eftir Guðjón Sveinsson Guðjón Sveinsson er löngu þekktur fyrir barna- og unglinga- bækur sínar. Nú kemur frá hon- um ævintýri, sem pabbinn segir fjórum dætrum sínum síðustu dagana fyrir jól. Þetta er ævintýri með söngvum eins og þau gerast best. Bókin skiptist í sjö kafla og hent- ar því vel til að róa óþolinmóðar sálir á jólaföstunni. í bókinni eru myndskreytingar eftir Pétur Behrens, sem auka á hugmyndaflugið. Prentun og bókband: Prentverk Odds Björnssonar hf., sem líka er útgefandi. Sjálfstætt framhald metsölubókar Fróði hf. hefur gefið út aðra skáldsögu Þorgríms Þráinssonar, unglingasöguna Tár, bros og takkaskór, sem er sjálfstætt fram- hald metsölubókar hans frá síð- asta ári, Með fiðring í tánum. Enn segir af ferðum Kidda og fé- laga hans. Knattspyman er sem fyrr aldrei langt undan, en spennan nær yfirhöndinni þegar Kiddi verður vitni að því er slysavaldur stingur af frá slys- stað. Kiddi veit að hann verður að grípa til sinna ráða. Draumalandið og Stubbur Bókaútgáfan Björk hefur nýlega sent frá sér tvær barnabækur, sem báðar eru í hinum vinsæla bókaflokki Skemmlilegu smá- barnabækurnar. Þær heita: 1. Draumalandið, sem er nr. 25 í bókaflokknum. Hún kom fyrst út í Bandaríkjunum 1982. Tóta er aðal sögupersónan. Þá koma við sögu íjöldi dýra, sem eiga sér Ijúfa drauma. Bókin er prentuð í 4 litum og eru fallegar myndir á hverri sf ðu eftir Richard Brown. Textann gerði Elisabeth Burro- wes. Sigurður Gunnarsson, fyrrv. skólastjóri, þýddi bókina úr ensku. 2. Stubbur er nr. 4 í sama bóka- flokki, en kemur nú út í 8. út- gáfu. Hann kom fyrst út 1947 og síðan hefur ekkert lát verið á vin- sældum hans. Líklega hefur Stubbur verið gefinn oftar út en nokkur önnur barnabók á ís- landi. Vilbergur Júlíusson skóla- stjóri þýddi bókina úr dönsku. Báðar þessar bækur eru prentað- ar í Prentverki Akraness hf., Akranesi. ASGEIR JAKOBSSON BHDUDALSKONGURIW \THAMSAGA PÉTURS J. TH0RSTEINSS0NA1 Bíldudals- kóngurinn Bókaútgáfan Skuggsjá, Hafnar- firði, hefur gefið út bókina Bíldu- dalskóngurinn — Athafnasaga Péturs J. Thorsteinssonar ef tir Ásgeir Jakobsson. Bíldudalskóngurinn er athafna- saga Péturs J. Thorsteinssonar, sem ásamt Thor Jensen var mest- ur athafnamaður í sjávarútvegi á sínum tíma. Þetta er saga frum- herja f atvinnulífi þjóðarinnar á síðustu áratugum nítjándu aldar og fyrstu áratugum þeirrar tutt- ugustu. Bíldudalskóngurinn er saga manns, sem vann það ein- stæða afrek að byggja upp frá grunni öflugt sjávarpláss. Hann kom þangað ungur að árum og fjárvana að einu íbúðarhúsi á staðnum og einni jagt í nausti, en engum íbúa. Þegar hann fór frá staðnum voru húsin orðin 50, íbúarnir 300 og skúturnar 20. Saga Péturs J. Thorsteinssonar er heljusaga manns, sem þoldi mik- il áföll og marga þunga raun á at- hafnaferlinum og þó enn meiri í einkalífinu. Bíldudalskóngurinn er 446 bls. að stærð auk myndaarka. Bókin var sett og prentuð f Prisma, Hafnarfirði, en bundin í Félags- bókbandinu-Bókfell. Kápu hann- aði og vann Prisma, Hafharfirði. Brauðstrit og baráttall — úr sögu byggðar og verka- lýðshreyfingar á Siglufirði Nú í desemberbyrjun kom út annað bindi bókarinnar Brauð- strit og barátta — úr sögu byggð- ar og verkalýðshreyfingar á Siglufirði, eftir Benedikt Sigurðs- son kennara. Þessi bók er ívið stærri en fyrra bindið og eru þau samtals tæpar 1000 blaðsíður og prýddar fjölda mynda. íslensk söguritun hefur öldum saman aðallega snúist um áhrifa- mikla einstaklinga, skoðanir þeirra og sjónarmið, en alþýðu manna tæpast verið getið öðru- vísi en sem nafnlauss fjölda, fylgdarliðs höfðingjans eða hluta af eignum hans og búi. Hér er farin gagnstæð leið, horft á sögu- sviðið frá sjónarhóli verkafólks- ins í sumarverstöðinni og síldar- bænum Siglufirðí, sagt frá hags- munasamtökum þess, kjörum og baráttu, menningarviðleitni, stjórnmálastarfi og félagslífi. Jafnframt er gerð grein fyrir sér- stöðu bæjarins á síldarárunum og þeirri gerbreytingu atvinnu- líf sins sem leiddi af hvarfi síldar- innar, en í baksýn er alltaf sam- tímasaga héraðs og þjóðar. Á fjórða hundrað myndir eru í þessu bindi, og að sjálfsögðu nafnaskrá og atriðaorðaskrá eins og í fyrra bindinu. Fyrra bindinu var vel tekið, einkum af Siglfirð- ingum. Það sýnir að lesendur hafa talið að í það mætti sækja traustan fróðleik. Höfundur bókarinnar, Benedikt Sigurðsson kennari, hefur verið búsettur á Siglufirði í 45 ár, tekið þátt í margvíslegu félagsmála- starfi og haft meiri eða minni persónuleg kynni af flestu því fólki sem kemur við söguna. Bókin er því í senn ávöxtur per- sónulegrar þekkingar höfundar- ins og margra ára vinnu við efn- iskönnun og ritun hennar. Bókin er gefin út í tilefni 70 ára afmælis verkalýðssamtaka á Siglufirði. Útgefandi er Myllu Kobbi, forlag, í samvinnu við Verkalýðsfélagið Vöku á Siglufirði.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.