Tíminn - 22.12.1990, Blaðsíða 23

Tíminn - 22.12.1990, Blaðsíða 23
utítíi lauiuoaaói u.\ iuys>uujHM.ui * Laugardagur 22. desember 1990 Tíminn 23 Útgáfubækur Skuggsjár 1990 Kennari á faraldsfæti er þátta- safn Auðuns Braga Sveinssonar, þar sem hartn segir frá 35 ára kennarastarfi sínu í öllum hlut- um landsins. Hann greinir hér af hreinskilni frá miklum fjölda fólks, sem hann kynntist á þess- um tíma, bæði til lofs og lasts. Hann segir hér frá kennslu sinni og skólastjórn á eftirtöldum stöð- um: Akranes, Hellissandur, Pat- reksfjörður, Bolungarvík, Súða- vík, Fljót, Ólafsfjörður, Borgar- fjörður eystri, Breiðdalsvík, Skarðshlíð undir Eyjcifjöllum, Þykkvibær, Skálholt, Vatnsleysu- strönd og Vogar og Kópavogur. Einnig segir hér frá kennslu hans í Ballerup í Danmörku. Sonur sólar eftir Ævar R. Kvar- an. Ævar er löngu orðinn kunnur fyrir skrif sín um dulræn mál- efni. Hann var ritstjóri Morguns, tímarits Sálarrannsóknafélags ís- lands, í tíu ár (1970-80), og hefur skrifað greinar í ýmis blöð og tímarit. Sonur sólar hefur að geyma nokkrar ritgerðir Ævars og grein- ar, sem flestar fjalla um dulræn efni. Hann segir hér frá faraón- um Ekn-Aton, sem dýrkaði sólar- guðinn og var langt á undan sinni samtíð; hann greinir einnig frá sveppinum helga og heim- spekingnum Swedenborg. Meðal annarra greina í bókinni eru: Hver var Fást?; Hafsteinn Bjöms- son miðill; Vandi miðilsstarfsins; Bréf frá sjúklingi; Miðillinn Indr- iði Indriðason; Máttur og mikil- vægi hugsunar; Er mótlæti í líf- inu böl?; Himnesk tónlist; Hefur þú lifað áður? Myndir úr lífi Péturs Eggerz, fyrrverandi sendiherra. Gaman og alvara. Þetta er minningabók Péturs Eggerz, skráð af honum sjálfum. Hann segir hér fyrst frá lífi sínu sem lítill drengur í Tjam- argötunni í Reykjavík, þegar samfélagið var mótað af allt öðr- um viðhorfum en tfðkast nú á dögum. Síðan fjallar hann um það, er hann vex úr grasi og ákveður að nema lögfræði, og síðar fer hann til starfa f utanrík- isþjónustunni og verður sendi- herra. Hann hefur kynnst mikl- um fjölda fólks og þar má nefna Svein Bjömsson forseta og Ge- orgíu, f orsetafrú, Ólaf Thors, Vil- hjálm Þór, Jóhann Sæmundsson lækni, Jónas Thoroddsen og fleiri. í sendiherrastarfi getur margt gerst, bæði gaman og al- vara. skuggsjA EVA STEEN iAMINGJUHJARTAi SKUQGSJÁ BARBARA ^ <g<artland Ævintýri í Marakkó ÍSKUGGA FORTÍDflR Skuggsjá gefur einnig út þrjár nýjar bækur í bókaflokknum Rauðu ástarsögumar: Fórnfús móðir eftir Else-Marie Nohr, Hamingj uhj artað eftir Evu Steen og í dag hefst lífið eftir Erik Nerlöe. Líka koma nú út nýjar skáldsög- ur eftir Theresu Charles og Bar- böm Cartland: Ævintýri í Mar- okkó eftir Cartland og í skugga fortíðar eftir Charles. Snjóhjónin syngjandi eftir Guðjón Sveinsson Guðjón Sveinsson er löngu þekktur fyrir bama- og unglinga- bækur sínar. Nú kemur frá hon- um ævintýri, sem pabbinn segir fjómm dætmm sínum síðustu dagana fyrir jól. Þetta er ævintýri með söngvum eins og þau gerast best. Bókin skiptist í sjö kafla og hent- ar því vel til að róa óþolinmóðar sálir á jólaföstunni. í bókinni em myndskreytingar eftir Pétur Behrens, sem auka á hugmyndaflugið. Prentun og bókband: Prentverk Odds Bjömssonar hf., sem líka er útgefandi. Sjálfstætt framhald metsölubókar Fróði hf. hefur gefið út aðra skáldsögu Þorgríms Þráinssonar, unglingasöguna Tár, brospg takkaskór, sem er sjálfstætt fram- hald metsölubókar hans frá síð- asta ári, Með fiðring í tánum. Enn segir af ferðum Kidda og fé- laga hans. Knattspyman er sem fyrr aldrei langt undan, en spennan nær yfirhöndinni þegar Kiddi verður vitni að því er slysavaldur stingur af frá slys- stað. Kiddi veit að hann verður að grípa til sinna ráða. Draumalandið og Stubbur Bókaútgáfan Björk hefur nýlega sent frá sér tvær bamabækur, sem báðar em í hinum vinsæla bókaflokki Skemmtilegu smá- bamabækumar. Þær heita: 1. Draumalandið, sem er nr. 25 í bókaflokknum. Hún kom fyrst út £ Bandaríkjunum 1982. Tóta er aðal sögupersónan. Þá koma við sögu fjöldi dýra, sem eiga sér ljúfa drauma. Bókin er prentuð í 4 litum og em fallegar myndir á hverri síðu eftir Richard Brown. Textann gerði Elisabeth Burro- wes. Sigurður Gunnarsson, fýrrv. skólastjóri, þýddi bókina úr ensku. 2. Stubbur er nr. 4 í sama bóka- flokki, en kemur nú út í 8. út- gáfu. Hann kom fyrst út 1947 og síðan hefur ekkert lát verið á vin- sældum hans. Líklega hefur Stubbur verið gefinn oftar út en nokkur önnur bamabók á ís- landi. Vilbergur Júlíusson skóla- stjóri þýddi bókina úr dönsku. Báðar þessar bækur em prentað- ar í Prentverki Akraness hf., Akranesi. ÁSGEIR JAKOBSSON BÍLDUDALSKÓNGUW 4THAFNASAGA PÉTURS J. THORSTEINSSONAJ Bíldudals- kóngurinn Bókaútgáfan Skuggsjá, Hafnar- firði, hefur gefið út bókina Bíldu- dalskóngurinn — Athafnasaga Péturs J. Thorsteinssonar eftir Ásgeir Jakobsson. Bíldudalskóngurinn er athafna- saga Péturs J. Thorsteinssonar, sem ásamt Thor Jensen var mest- ur athafnamaður í sjávarútvegi á sínum tíma. Þetta er saga fmm- herja í atvinnulífi þjóðarinnar á síðustu áratugum nítjándu aldar og fyrstu áratugum þeirrar tutt- ugustu. Bíldudalskóngurinn er saga manns, sem vann það ein- stæða afrek að byggja upp frá gmnni öflugt sjávarpláss. Hann kom þangað ungur að ámm og fjárvana að einu íbúðarhúsi á staðnum og einni jagt í nausti, en engum íbúa. Þegar hann fór frá staðnum vom húsin orðin 50, íbúamir 300 og skúturnar 20. Saga Péturs J. Thorsteinssonar er hetjusaga manns, sem þoldi mik- il áföll og marga þunga raun á at- hafnaferlinum og þó enn meiri í einkalífinu. Bíldudalskóngurinn er 446 bls. að stærð auk myndaarka. Bókin var sett og prentuð í Prisma, Hafnarfirði, en bundin í Félags- bókbandinu-Bókfell. Kápu hann- aði og vann Prisma, Hafnarfirði. Brauðstrit og barátta II — úr sögu byggðar og verka- lýðshreyfingar á Siglufirði Nú í desemberbyrjun kom út annað bindi bókarinnar Brauð- strit og barátta — úr sögu byggð- ar og verkalýðshreyfingar á Siglufirði, eftir Benedikt Sigurðs- son kennara. Þessi bók er ívið stærri en fyrra bindið og em þau samtals tæpar 1000 blaðsíður og prýddar fjölda mynda. íslensk söguritun hefur öldum saman aðallega snúist um áhrifa- mikla einstaklinga, skoðanir þeirra og sjónarmið, en alþýðu manna tæpast verið getið öðm- vísi en sem nafnlauss fjölda, fylgdarliðs höfðingjans eða hluta af eignum hans og búi. Hér er farin gagnstæð leið, horft á sögu- sviðið frá sjónarhóli verkafólks- ins í sumarverstöðinni og síldar- bænum Siglufirði, sagt frá hags- munasamtökum þess, kjömm og baráttu, menningarviðleitni, stjómmálastarfi og félagslífi. Jafnframt er gerð grein fyrir sér- stöðu bæjarins á síldarámnum og þeirri gerbreytingu atvinnu- lífsins sem leiddi af hvcirfi síldar- innar, en í baksýn er alltaf sam- tímasaga héraðs og þjóðar. Á fjórða hundrað myndir em í þessu bindi, og að sjálfsögðu nafnaskrá og atriðaorðaskrá eins og í fyrra bindinu. Fyrra bindinu var vel tekið, einkum af Siglfirð- ingum. Það sýnir að lesendur hafa talið að £ það mætti sækja traustan fróðleik. Höfundur bókarinnar, Benedikt Sigurðsson kennari, hefur verið búsettur á Siglufirði £ 45 ár, tekið þátt í margvfslegu félagsmála- starfi og haft meiri eða minni persónuleg kynni af flestu þvi fólki sem kemur við söguna. Bókin er þvi i senn ávöxtur per- sónulegrar þekkingar höfundar- ins og margra ára vinnu við efn- iskönnun og ritun hennar. Bókin er gefin út í tilefni 70 ára afmælis verkalýðssamtaka á Siglufirði. Útgefandi er Myllu Kobbi, forlag, í samvinnu við Verkalýðsfélagið Vöku á Siglufirði.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.