Tíminn - 22.12.1990, Page 30

Tíminn - 22.12.1990, Page 30
rn 30 Tíminn Laugardagur 22. desember 1990 Sjötugur: Haukur Gíslason hreppstjóri, Stóru-Reykjum Haukur Gíslason, bóndi og hrepp- stjóri á Stóru-Reykjum í Hraun- geróishreppi, er sjötugur í dag. Haukur er fæddur á Þorláksmessu 1920, fjórði elstur af níu systkinum, börnum Maríu Þorláksínu Jónsdótt- ur frá Seljatungu og Gísla Jónsson- ar, hreppstjóra á Stóru- Reykjum. Gísli og María bjuggu rausnarbúi á Stóru-Reykjum. Var Gísli í farar- broddi í félagsmálum í sveit sinni og sýslu um áratugaskeið, oddviti, hreppstjóri og sýslunefndarmaður og formaður stjórnar Kaupfélags Ár- nesinga á mestu uppbyggingarárum félagsins. Það var því gestkvæmt á Stóru- Reykjum; þangað komu margir til skrafs og ráðagerða, heimilið var miðstöð mikilla umsvifa og hús- bóndinn störfum hlaðinn. Haukur og systkini hans fóru því ung að ár- um að vinna og létta undir við bú- skapinn á Stóru-Reykjum, en á heimilinu hjá Gísla og Maríu var einnig frændi sem systkinin kölluðu svo, Hannes Jónsson, bróðir Gísla. Vann hann alla tíð að búinu og var lítið út á við, þó ekki skorti hann gáfur og hæfileika. Það kom fljótt í hlut Hauks að verða sá bræðranna sem mest starf- aði að búskapnum. Bæði var það að hugur bræðra hans stefndi til ann- arra starfa og svo hitt að Haukur varð fljótt kappsfullur við vinnu og glöggur búfjárhirðir. Einnig mun Gísli hafa talið eðlilegt að einhver sona sinna yrði bóndi á Stóru-Reykjum, en jörðin hefurver- ið setin af sömu ættinni allt frá 1841 og oftast erfst í beinan karllegg. Það varð því hlutskipti Hauks Gíslasonar að standa við hlið for- eldra sinna og innleiða nýja búskap- arhætti; öld véltækninnar var að þoka til hliðar aldagömlum siðum í búskaparháttum. Stóru-Reykjaheimilið var þar eins og víðar í fararbroddi nýrrar sóknar. Lífsstarf Hauks hefur því að mestu verið bundið við búskapinn á Stóru- Reykjum. Hann stundaði að vísu vinnu út í frá í sláturtíðinni á haust- in um tíma, enda orðlagður flán- ingsmaður. Hann fór einnig í vist og aflaði sér þekkingar og starfsreynslu um landbúnaðinn, en það var gert til að búa heimilið undir öld vél- tækninnar, fyrst eftir helsta og síðar þá miklu þróun sem átt hefur sér stað frá stríðslokum og öllum er kunn. Haukur gekk að eiga Sigurbjörgu Geirsdóttur frá Hallanda 1952. Sig- urbjörg er af kunnu dugnaðarfólki komin í báðar ættir. Fyrstu árin bjuggu þau í félagsbúi með gömlu hjónunum og í sama húsi, þó heim- ilin væru aðskilin að forminu til. Aldur var aö færast yfir gamla fólkið og heilsunni tók að hraka, svo þau Haukur og Sigga báru hitann og þungann af umönnun og umhirðu á báðum heimilum. Unga stúlkan frá Hallanda tók að sér mikið hiutverk þegar hún gerðist húsfreyja á þessu forystuheimili, en henni farnaðist það vel og bar aldrei skugga á sam- skipti hennar og tengdaforeldranna eða við Hannes. Lifði gamla fólkið til æviloka á Stóru-Reykjum og minn- ist Sigurbjörg þeirra jafnan með virðingu og hlýhug. Haukur og Sigurbjörg hafa verið samhent í lífi og starfi og byggt upp jörð sína og ræktað. Eru nú Stóru- Reykir ein best hýsta jörð í Árnes- sýslu. Þau hjónin eiga sex börn sem eru: María, f. 1953, býr í Geirakoti í Sandvíkurhreppi, gift Ólafi Krist- jánssyni. Margrét, f. 1955, býr á Sel- fossi, gift þeim er þetta ritar. Gerður, f. 1958, býr á Skálá í Skagafirði, sambýlismaður Karl Bergmann. Gísli, f. 1961, bóndi á Stóru-Reykj- um, kvæntur Jónínu Einarsdóttur. Vigdís, f. 1956, garðyrkjufræðingur í Reykjavík. Hróðný Hanna, banka- maður á Selfossi, sambýlismaður Hróbjartur Örn Eyjólfsson. Barnabörnin eru nú þrettán og eitt langafabarn. Haukur á Reykjum hef- ur verið starfi sínu og stétt trúr; óvenju kappsfullur og fljótur að vinna hvert verk. Hefur næmt auga og gott verksvit, þolir illa droll og tafsamar vinnuaðferðir. Jafnan með þeim fyrstu að Ijúka heyskap í sveit sinni, glöggur á veður og oft forspár um tíðarfar; mikill búfjárræktar- maður, ekki síst á sauðfé, jafnan með verðlaunahrúta í fremstu röð í sveit sinni og sýslu. Oft hefur þeim er þetta ritar verið það undrunarefni hversu glöggur og skjótur Haukur er að velja sér ásetningarhrúta úr hjörðinni á haustin. Haukur hefur verið kvaddur til Haukur Gíslason með nágranna sínum og vini, Ágústi heitnum Þorvaldssyni í Skeiðaréttum. trúnaðarstarfa fyrir sveit sína, átti sæti í hreppsnefnd um langt skeið og var varaoddviti. Hefur gegnt hreppstjórastarfi í ein þrjátíu ár. Það er gott að leita til Hauks; hann greinir aðalatriði hvers máls, þannig hefur hann reynst farsæll í félags- málum og leyst öll mál í sátt og friði. Haukur hefur ekki tamið sér mikil ræðuhöld á mannfundum, en bæði þar og í einkaviðtölum gerir hann oft athugasemdir sem sýna vel hversu glöggur hann er og vel heima í hinum flóknustu málum. Enda fylgist hann vel með þjóðmál- um og tekur afstöðu til mála hverju sinni. Hann er umtalsgóður um fólk; sé eitthvað sem honum mislík- ar, talar hann sem minnst um það og eyðir öllu slíku tali. Hann sér að vísu hina spaugilegu hlið tilverunn- ar og hefur gaman af atvikum sem engan særa. Heimilið á Stóru-Reykjum er myndarlegt menningarheimili; þau hjón hafa reglu á hverjum hlut. Um- gengni, bæði innanbæjar sem og úti við, er til fyrirmyndar. Á síðustu ár- um hafa þau hjón ferðast talsvert bæði hér innanlands sem og erlend- is. Hafa þau af slíku yndi og hafa eignast í gegnum slíkar ferðir góða kunningja um allt land. Þau Haukur og Sigurbjörg geta nú horft með nokkru stolti yfir farinn veg; þau lögðu sig fram og gæfan hefur verið þeim hliðholl. Búskap- urinn á Stóru-Reykjum er enn að ganga í beinan karllegg, færast í hendurnar á syni og tengdadóttur sem hafa byggt sér glæsilegt íbúðar- hús á staðnum. Þótt Haukur Gíslason sé nú sjötug- ur og lífssól hans að ganga inn á vesturloftið, þá ber hann aldurinn vel, varla er hægt að greina grátt hár á höfði hans; fullur orku og starfs- gleði. Megi hamingjan fylgja þeim hjónum um alla framtíð. Guðni Ágústsson Brynjólfur Björnsson mjólkurbílstjóri Fæddur 25. júní 1916 Dáinn 13. desember 1990 í dag fer fram frá Selfosskirkju út- för Brynjólfs Bjarnasonar, mjólkur- bflstjóra á Seifossi. Brynjólfur var fæddur 25. júní 1916 að Kolsholtsvelli í Villinga- holtshreppi, sonur Björns Brynjólfs- sonar og Þórunnar Guðmundsdótt- ur sem bjuggu síðar í austurbænum í Skeiðháholti og þar ólst Brynjólfur upp í foreldrahúsum fram að tví- tugsaldri. Brynjólfur Björnsson vann næstu sumur á búi foreldra sinna en réðst í vist annað yfir vet- urinn, var marga vetur hjá feðgun- um í Litlu-Sandvík, þeim Guð- mundi og Lýði. Árið 1941 réðst Brynjólfur til þeirrar vinnu sem varð hans lífsstarf, gerðist bflstjóri hjá Kaupfélagi Árnesinga og síðar mjólkurbúi Flóamanna þegar það tók yfir mjólkurflutningana árið 1946. Brynjólfur Björnsson hlaut gott uppeldi og var vel gerður til sálar og líkama, rammur að afli og hugur fylgdi hverju því sem hann tók að sér. Hann stóð albúinn til starfa á miklum umbrotatímum í íslensku þjóðfélagi, þjóðin var að vinna sig út úr kreppunni og síðan skall heims- styrjöldin á með hernáminu og öll- um þeim sviptingum sem því fylgdi. Egill í Sigtúnum var að efla Árnes- inga til dáða í gegnum tvö sterk samvinnufélög, annars vegar Kaup- félag Árnesinga og hins vegar Mjólk- urbú Flóamanna, en þar var hann stjórnarformaður. Það félag kom áð- ur en lauk með lífsbjörgina inn á nánast öll heimili á Suðurlandi. Eg- ill þurfti vaskan her manna sem nenntu að vaka og vinna, takast á við vosbúð og ófærð. Brynjólfur var réttur maður á réttum stað í þessu nýja landnámi Suðurlands, dugnað- urinn og þjónustulundin gerðu það að verkum að hann átti auðvelt með að vinna þetta starf. Hann var trúr fyrirtækinu sem hann vann hjá og óvenju lipur að þjóna sveitafólkinu, eins og þeir voru margir mjólkurbfl- stjórarnir. Snúningarnir voru marg- ir sem Brynjólfur vann fyrir fólkið, annaðist bankaviðskipti, borgaði af víxlum, lagði inn og tók út peninga og keypti hitt og þetta sem fólkið vanhagaði um. Allt var með fullum skilum af hans hálfu og á fjörutíu ára ferli sem bflstjóra varð honum varla misdægurt, veikindadagarnir hans urðu ekki margir hjá Mjólkur- búi Fióamanna. Árið 1947 gekk hann að eiga eftir- lifandi konu sína, Guðbjörgu Sveinsdóttur frá Arnarbæli, og stofnuðu þau sama ár heimili að Ár- túni 6 hér á Selfossi og hafa búið þar síðan. Þau eignuðust fjögur börn sem eru: Kristín, búsett í Svíþjóð, hennar maður var Karl Erik Huld- gren, hann er látinn. Sveinbjörg Þóra, gift Alfreð Guðmundssyni, þau eiga 1 son. Hulda, gift Fróða Larsen, þau eiga 2 syni. Björn, sambýliskona Rósa Magnúsdóttir, Björn á 2 dætur frá fyrra hjónabandi. Heimili Brynjólfs og Guðbjargar er myndarlegt, húsinu vel við haldið, allt fágað og snyrtilegt, bæði úti og inni. Þá allt of sjaldan er sá er þetta ritar heimsótti þau í eldhúskrókinn, var gestrisnin söm og þægilegt við- mót þeirra beggja. Kynni okkar Brynjólfs hófust fyrir alvöru þegar hann hætti akstrinum og gerðist afgreiðslumaður á vöru- lager Mjólkurbúsins, þeirri deild sem sá um varahlutaþjónustu og vörur til bænda. Þetta mun hafa ver- ið 1979, man ég enn að ég var hálf- kvíðinn að maður, kominn á sjö- tugsaldur, ætti að taka þetta starf að sér, setja sig inn í og fara að þekkja mjaltavélar o.fl. sem Brynjólfur hafði aldrei komið nálægt í lífinu. En þetta fór á annan veg. Á stuttum tíma hafði hann sett sig það vel inn í þetta nýja starf að ekki varð betur gert. Þarna nýttist honum vel þjón- ustulundin og viljinn til að gera vel. Ennfremur sá hann um innkaup á vörulagerinn og fórum við stundum saman til Reykjavíkur í slíkum er- indum. Voru það skemmtilegar ferð- ir. Með Brynjólfi var gott að vera, hann var málefnalegur, tilgerðar- laus og forðaðist deilur. Hvort sem ég hitti hann í önnum á vinnustaðn- um eða á förnum vegi var hann allt- af samur og jafn, hlýr í viðmóti og glaður. Það eru margir sem kveðja nú Brynjólf Björnsson með söknuði, hann var skyldurækinn heimilisfað- ir og frístundir sínar notaði hann til að vinna heimili sínu gagn, hjálpa börnum og barnabörnum sínum. Hann lifði margan hamingjudag, vann erfitt starf og hlífði sér hvergi, uppskar þakklæti og vinskap margra og dó sáttur við alla. Að lokum sendi ég og fjölskylda mín innilegar samúðarkveðjur til Guðbjargar og barna hennar. Guðni Ágústsson UMLANGAN ALDUR HÖFUM VIÐ SÉÐ LANDSMÖNNUM FYRIR FLUTNINGUMÁSJÓ RIKISSKIP Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu, 101 Reykjavík, pósthólf 908, sími (91) 28822, myndsendir (91) 28830

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.