Tíminn - 29.12.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 29.12.1990, Blaðsíða 2
£ nnimJT 2 Tíminn . 069 r isdrna^h j-V i i i Laugaraagur 29. desember 1990 Kveikt í brennum milli níu og tíu Búast má við að kveikt verði í flestum brennum á höfuðborgar- svæðinu milli kl. 21.00 og 22.00 á gamlárskvöld. í Hafnarflrði verður brenna við Reykjanesbraut ofan Hvamma- brautar, í Garðabæ verður brenna í Krókamýri og f Bessastaðahreppi verður brenna á sjávarbakkanum í Gestshúsalandi. I Kópavogi verða brennur yst á Kársnesi, í Vatns- endahverfi og við Kópavogshæii. í Mosfellsbæ verða brennur við Hafravatnsveg ofan Reykholts, f Mosfellsdal, sunnan Teigahverfis og vestan Brekkutanga. Á Akur- eyri verða brennur vestan Hlíða- brautar gegnt Gúmmívinnustof- unni og við Bárufellsklöpp í Gler- árhverfi. í Tímanum í gær birtist listi yfir allar brennumar í Reykjavík. khg. Alþingismenn spyrja um réttarstöðu glasabarna, ferðakostnað ráðherra, sérþjálfaðar leynisveitir o.fl.: Spurt um sjálfsvíg á síðustu 10 árum Ingi Bjöm Albertsson alþingismað- ur hefur lagt fram á Alþingi fyrir- spum til dómsmálaráðherra um sjálfsvíg á síðustu 10 ámm. STAÐGREIÐSLA Skatthlutfall og persónuafsláttur árið 1991 Aríðandi er að launagreiðendur kynni sér rétt skatthlutfall og skattafslátt 1991 Þrátt fyrir breytingar á almennu skatt- hlutfalli og persónuafslætti verða ný skattkort ekki gefin út til þeirra sem þegar hafa fengið skattkort. Frá og með 1. janúar 1991 ber launa- greiðanda því að reikna staðgreiðslu af launum miðað við auglýst skatthlutfall og upphæð persónuafsláttar og taka tillit til þess hlutfalls persónuafsláttar sem tilgreint er á skattkorti launamanns. Ný skattkort sem gilda fyrir árið 1991 verða einungis gefin út til þeirra sem öðlast rétt til þeirra í fyrsta sinn. Á þeim verður aðeins tilgreint hlutfall persónu- afsláttar auk persónubundinna upplýs- inga um launamanninn en skatthlotfall og upphæð persónuafsláttar kemur þar ekki fram. Frá og með 1. janúar 1991 eru fallin úr gildi eftirfarandi skattkort: Skattkort með uppsöfnuðum persónuafslætti og námsmannaskattkort útgefin 1988-1990. Skatthlutfall staðgreiðslu er 39,79% Áárinu 1991 verður skatthlutfall staðgreiðslu 39.79%. Skatthlutfall barna, þ.e. sem fædd eru 1976 eða síðar, verður 6%. Persónuafsláttur er22.831 kr. Persónuafsláttur ársins 1991 hefurverið ákveðinn 273.969 kr. Mánaðarlegur persónuafsláttur verður þá 22.831 kr. Sjómannaafsláttur er 630 kr. Sjómannaafsláttur ársins 1991 verður 630 kr. fyrir hvern dag sem maður telst stunda sjómannsstörf. Breytingar síðar á árinu Breytingar sem kunna að verða á upp- hæð persónu- og sjómannaafsláttar síðar á þessu ári verða auglýstar sér- staklega. Auk þess fá allir launagreið- endur sem hafa tilkynnt sig til launa- greiðendaskrár RSK orðsendingu um breytingar á fjárhæðum. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI Spurt er um aldur þeirra sem féllu fyrir eigin hendi, skiptingu milli kynja og hvenær ársins sjálfsvígin voru framin. Einnig er ráðherra spurður hvort einhver rannsókn hafi farið fram á ástæðum sjálfsvíga og hvort áform séu um fyrirbyggj- andi aðgerðir. Þá er beðið um að í svarinu, sem á að vera skriflegt, verði tilgreindar ástæður sjálfsvíga í þeim tilvikum þegar um það er vit- að. Ingi Björn hefur lagt fram aðra fyr- irspurn af allt öðrum toga. Hann spyr forsætisráðherra hvort hann áformi að beita sér fyrir því að dag- peningakerfi ráðherra ríkisstjórnar- innar verði afnumið. Ingi Björn kallar þetta kerfi „ferðahvetjandi" í fyrirspurninni. Guðrún Helgadóttir alþingismaður hefur lagt fram fyrirspurn til dóms- málaráðherra um réttarstöðu barna sem getin eru við tæknifrjóvgun. í fyrirspurninni vísar Guðrún til þingsályktunar Alþingis frá árinu 1986 um að kanna réttarstöðu barna, sem getin eru við tækni- frjóvgun, og aðstandenda þeirra. Þá hefur Hjörleifur Guttormsson alþingismaður lagt fram fyrirspurn til forsætisráðherra um sérþjálfaðar leynisveitir hérlendis. Hjörleifur spyr hvort hér á landi hafi starfað, frá árinu 1951, sérþjálfaðir hópar eða leynisveitir með tengsl við ís- lensk stjórnvöld, NATO eða CIA til að bregðast við hugsanlegu hernámi landsins af hálfu Sovétríkjanna. f þessu sambandi vísar Hjörleifur til nýlegra uppljóstrana í löndum Vest- ur-Evrópu um tilvist sérþjálfaðra leynisveita. -EÓ Aramóta- veðrið vel viðunandi Horfur eru á sæmilegu veðri um áramótin. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu er gert ráð fyrir hægri norðanátt á landinu með élj- um norðanlands og bjartviðri syðra. Frost á bilinu 3 til 8 stig verður á landinu öllu. Allt útlit er því fyrir að snjórinn haldist áfram í byggðum. Samkvæmt upplýsingum frá Vega- gerð ríkisins er sæmilega góð færð víðast hvar um land. Það er fært austur um Suðurland, austur á ftrði og á Austjörðum. Einnig er fært um Hvalfjörð, vestur á Snæfellsnes, vestur um Dali og vestur í Reykhóla- sveit og Gufudalssveit. Það er fært norður Holtavörðuheiði og mokað var norður Strandir í gærmorgun. Þá á einnig að vera fært til ísafjarðar. Eins er fært um Botns- og Breiða- dalsheiði fyrir vestan. Þá er fært á Siglufjörð um Öxnadalsheiði og eins er fært austur til Húsavíkur. Á með- an veður helst tiltölulega óbreytt verður stærsti hluti vegakerfisins því fær um þessi áramót. GS. Nýr aðstoðarmaður landbúnaðarráðherra Álfhildur Ólafsdóttir, sem starfað hefur sem aðstoðarmaður landbún- aðarráðherra frá haustinu 1988, lætur af störfum nú um áramótin. Hún mun snúa sér að búskap að Akri í Vopnafirði sem hún stundar þar ásamt fjölskyldu sinni. Við starfi aðstoðarmanns landbún- aðarráðherra tekur Gunnlaugur Júlíusson hagfræðingur, sem hefur starfað í landbúnaðarráðuneytinu frá því í febrúar s.l. Gunnlaugur hef- ur áður starfað m.a. sem ráðunautur hjá búnaðarsamböndum í Eyjafirði og á Vestfjörðum og sem hagfræð- ingur hjá Stéttarsambandi bænda. khg.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.