Tíminn - 29.12.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 29.12.1990, Blaðsíða 4
4 Tíminn Föstudagur 28. desember 1990 UTLOND Persaflóadeilan: Hvorki Bandaríkjamenn né írakar vilja hnika Bæði írakar og Bandaríkjamenn neita að slaka á kröfum sínum í Persaflóadeilunni, útiloka málamiðlanir og segja að þróun í átt að fríði sé ekki í sjónmáli, sem gæti komið í veg fyrir stríð vegna Kú- væt á nýju ári. „Engar málamiðlanir verða gerðar á neinu sviði,“ sagði George Bush Bandaríkjaforseti þegar 13 bandarísk herskip sigldu af stað til Persaflóa til liðs við herlið Bandamanna sem beint er gegn írak og Saddam Hussein. Bandarískir hermenn að störfúm við Persaflóa. „Okkar stefna er ákveðin," sagði Latif al-Jassem, upplýsingaráðherra íraks, í viðtali frá Bagdad við bresku sjónvarpsstöðina BBC í vikunni. Hann hélt því fram að engra óvæntra aðgerða væri að vænta frá Bagdad, hvorki fyrir né eftir 15. janúar, sem er sá eindagi sem Sameinuðu þjóðirnar gáfu írak til að kalla herlið sitt á brott frá Kúvæt. „Af okkar hálfú er engin breyting ... enginn sveigjanleiki," sagði al-Jas- sem jafnframt í viðtalinu. „Það verð- ur engin breyting nú, né eftir tvö ár, né eftir 10 ár“ yfir Kúvæt, sem írak hertók þann 2. ágúst s.l. Viðræður enn óákveðnar George Bush neitaði á fimmtudag fréttum um að dagsetning hefði ver- ið ákveðin fyrir viðræður utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna og íraks og sagði: „Það hefur ekkert verið ákveð- ið.“ Jassem sagði að það væri undir Bandaríkjunum komið að hefja við- ræður. „Við bíðum eftir einhverjum breytingum af Bandaríkjanna háífu," sagði Jassem. Bush vill að viðræður hefjist fyrir 3. janúar. Hann neitaði kröfum Sadd- ams Hussein um að hitta James Bak- er, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, 12. janúar, með þeim orðum að það væri of nærri Iokadagsetningu fyrir upphaf hugsanlegs stríðs. Hugsanlegt stríð færist nær Stríð virðist nálgast nú þegar ein- ungis 17 dagar eru þar til frestur Ör- yggisráðs Sameinuðu þjóðanna rennur út fyrir Saddam Hussein að draga herlið sitt til baka frá Kúvæt eða verjast hugsanlegri árás 500 þús- und manna herliðs 30 bandalags- þjóða með Bandaríkjaher í broddi fylkingar. Bandaríska varnarmálaráðuneytið tilkynnti að auk þeirra 13 herskipa frá sjöunda flota Bandaríkjahers, sem nú eru á leið til Persaflóa, sé ráðgert að senda 4.400 hermenn úr lyrstu fótgönguliðsherdeildinni til liðs við herliðið í eyðimörkum Saudí-Arabíu. Auk þess lögðu flugmóðurskipin tvö Theodore Roosevelt og America upp frá Bandaríkjunum í gær áleiðis til Persaflóa ásamt fylgiskipum sínum, en alls eru það um 17 skip. Flugmóð- urskipin er búin um 90 herflugvélum sem eru árásarvélar að hluta, sprengjuflugvélum og kafbátavarna- vélum hvort. Dagblaðið New York Times sagði að varnarmálaráðuneytið hefði fyrir- skipað að hermenn skyldu bólusettir gegn hugsanlegu eiturvopnastríði af Iraka hálfu og að nú sé verið að flýta framleiðslu á nokkrum bóluefnum til muna. Jórdanía, sem styður írak, hefur sent herlið til landamæra fsra- els ef til þess kemur að ísraeisher reynir að senda herlið sitt um Jórd- aníu til árásar á herlið Saddams Hus- sein. Saddam segir að hann ráðist fyrst á stærstu borg ísraels, Tel Aviv, ef til stríðs kemur. Bandarískir ríkisborg- arar sendir heim Bandaríska sjónvarpsstöðin CNN flutti þær fréttir í vikunni að í Wash- ington væri nú að ljúka undirbún- ingi að brottflutningi 30.000 banda- rískra ríkisborgara frá Saudi-Arabíu, Qatar og öðrum ríkjum við Persaflóa FRETTAYFIRLIT MOSKVA - Stjórnlaust sovéskt geimfar stefnir í átt að jörðu og mun koma inn í gufuhvolf jarðar eftir fáeinar vikur. Það ætti að brenna upp og verður þvi lítil ógn af því, að sögn yfirmanns á Glajkosmos- geimrannsóknar- stööinni. SYDNEY - Forsætisráðherra Lithaugalands, sem staddur er I Ástralíu, sagði að Mikhail Gor- batsjov, leiðtogi Sovétríkjanna, gæti hugsanlega þurft þau auknu völd sem sovéska þingið hefur veitt honum, en aö hann væri á hættulegri braut og gæti misst tökin. BRUSSEL - Frá og með n.k. mánudegi veröur verkjalyfið Gla- fenine bannað í Belgíu, en því er kennt um orsök tveggja dauðs- falla sem áttu sér stað fyrir nokkrum árum. Franska lyfjafyr- irtækiö Roussel-Uclaf sagði að þaö lægju engar nýjar niðurstöð- ur fyrir sem segðu aö banna ætti lyfið. NÝJA DELHI - Chandra Shek- har, sem hefur verið forsætisráð- herra Indlands s.l. sjö vikur, hef- ur ákveðið viðræöur við valda- mikinn leiðtoga Síka, Sinranjit AUGLÝSNG UMINNLAUSNARVEFÐ VERÐTRYGGÐRA SPARISKlRTEINA RlKISSJÓÐS FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* 10.000 GKR. SKÍRTEINI 1975-1. fl. 10.01.91-10.01.92 kr. 19.532,32 1975-2. fl. 25.01.91-25.01.92 kr. 14.744,83 1976-1. fl. 10.03.91-10.03.92 kr. 14.045,24 1976-2. fl. 25.01.91-25.01.92 kr. 10.675,34 1977-1. fl. 25.03.91-25.03.92 kr. 9.963,65 1978-1. fl. 25.03.91-25.03.92 kr. 6.755,61 1979-1. fl. 25.02.91 -25.02.92 kr. 4.467,21 FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* ÁKR. 10.000,00 1981 -1. fl. 25.01.91-25.01.92 kr. 180.357,77 1985-1. fl.A 10.01.91-10.07.91 kr. 44.290,93 1985-1. fl.B 10.01.91-10.07.91 kr. 29.512,92** 1986-1. fl.A 3ár 10.01.91-10.07.91 kr. 30.529,16 1986-1. fl.A 4ár 10.01.91-10.07.91 kr. 32.729,89 1986-1. fl.B 10.01.91 -10.07.91 kr. 21.766,86** 1986-2. fl.A 4ár 01.01.91-01.07.91 kr. 28.099,85 1987-1. fl.A 2ár 10.01.91-10.07.91 kr. 24.405,86 1987-1. fl.A 4ár 10.01.91-10.07.91 kr. 24.405,86 1986-1. fl.SDR 10.01.91 |^|, *** 1988-1. fl.SDR 11.01.91 *** 1988-1. fl.ECU 11.01.91 kr. *** *lnnlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbót. **Við innlausn fylgi ógjaldfallnir vaxtamiðar spariskírteinis. ***Sjáskilmála. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, desember 1990 SEÐLAB ANKIÍSLANDS fyrir 15. janúar. Bandaríska varnarmálaráðuneytið fyrirskipaði öllum óbreyttum banda- rískum þegnum að yfirgefa svæði við Persaflóa sem nærri eru hugsanleg- um átakasvæðum, auk Jórdaníu og Súdan. Belgar hvöttu einnig þegna sína til að forðast Persaflóasvæðið. Nokkur hundruð breskir heimaliðs- menn buðu sig fram til að fara til Persaflóa, en margir fleiri verða sendir þangað ef yfirvöldum þar tekst ekki að kalla til 1.500 manna sjúkra- lið. Bretar munu hafa um 30.000 hermenn við Persaflóa um miðjan janúar. Vérða Bandamenn tilbúnir til átaka 15. janúar? George Bush Bandaríkjaforseti vék sér undan spurningum um hvort herlið Bandaríkjanna verði tiibúið til átaka þann 15. janúar n.k., en þá munu vera um 430.000 bandarískir hermenn þar. Sögusagnir herma að nokkrir yfirmenn bandaríska hersins hafi sagt að herliðið yrði ekki tilbúið til árásar fyrr en um miðjan febrúar, en Bush sagðist hafa upplýsingar um annað og hefði hann því ekki áhyggj- ur. En bandaríski hershöfðinginn John Galvin, yfirmaður í her Atlantshafs- bandalagsins, sagði í viðtali við fréttamenn í gær að herlið banda- manna yrði tilbúið til að þvinga íraka frá Kúvæt þann 15. janúar ef þörf krefði. Málgang helsta stjórnmála- flokks íraka segir að milljónir óbreyttra borgara, kúgaðra Araba og múslima muni rísa upp og berjast við hlið írakshers, sem þó er nægilega sterkur til að sigra, gegn herjum vestrænna ríkja á Persaflóasvæðinu, og því sé sigur íraka vís. —Reuter-GEÓ Singh Mann, í þeirri von að lausn finnist á áratugalangri aðskilnað- arstefriu í Punjab. PEKING - Forsætisráðherra Kfna, Li Peng, lét almannavama- ráðherra sinn fara og diplómatar segja að brottrekstur hans sé tengdur mistökum lögreglunnar við að hafa stjóm á stúdenta- óeirðunum og við aö ná pólitísk- um uppreisnarmönnum á slð- asta ári. JERÚSALEM - Þrir Arabar, þar á meðal eitt bam, voru skotn- ir og særðir þegar þeir áttu leið í bíl framhjá gyðingahverfi á vest- urbakka Jórdanár. Áður óþekkt- ur hópur gyðinga, sem kalla sig „Hefndarmenn Slonista", lýstu ábyrgðinni á hendur sér. GENF - Mikael, fýrrverandi kon- ungur Rúmeníu, hefur lýst yfir áhuga sínum á að fá að snúa aft- ur þangað sem frjáls þegn og sagt að hann vilji verða konung- ur þar að nýju, þrátt fyrir brott- reksturinn þaðan á dögunum. TOKYO - Forsætisráöherra Japans, Tohiki Kaifu, samþykkti ásamt meðlimum stjórnarflokks- ins að endurskipuleggja ráð- herraembættin i dag, laugardag. Þetta er talið augljós aðferð hjá Kaifu til þess að styrkja stöðu sfna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.