Tíminn - 29.12.1990, Blaðsíða 5

Tíminn - 29.12.1990, Blaðsíða 5
Laugardagur 29. desember 1990 Tíminn 5 Hvemig geta bændur lækkað búvöruverðið þegar álagningin hækkar jafnt og þétt í búðunum? Kjötsúpa og kótelettur hækkað um 29 kr. kílóið Þótt bændur afsöluðu sér öllum verðhækkunum á kjöti í upphafi þjóðarsáttar, og verð á heilum og hálfum fjallalömbum hafi m.a.s. lækkað á tímabilinu febrúar til nóv- ember, hefur búðarverð á sama tíma hækkað jafnt og þétt á öllum hlutum fjallalambsins. Þannig hef- ur kílóið af súpukjöti, lærissneið- um og kótelettum hækkað um 29 krónur frá því í febrúar til nóvem- ber á þessu ári og verð á hrygg og hangikjöti um tæpar 20 krónur hvert kíló. Virðast því tilraunir bænda til að halda búvöruverði í skefjum harla árangurslitlar á með- an kjötsalar halda uppteknum hætti. í nýjustu Hagtíðindum er að finna upplýsingar um meðaltals smásölu- verð í 12 matvöruverslunum á höf- uðborgarsvæðinu, m.a. á mörgum tegundum dilkakjöts. Þar kemur fram meðalverð í febrúar, maí, ágúst og nóvember ár hvert. Verður ekki betur séð en að verð á dilkakjöti hafi almennt hækkað jafnt og þétt frá hverjum ársfjórðungi til þess næsta, þótt verð til bænda hafi ekkert hækkað á yfirstandandi ári. Svo dæmi sé tekið um samanburð á kílóverði á kjöti í hálfum/heilum skrokkum og súpukjöti, þá var súpukjötið 13 kr. dýrara í febrúar, 23-24 kr. dýrara í maí og ágúst og 45 kr. dýrara í nóvember. Hlutfallslega hefur súpukjötið hækkað um 6,7% á þessu tímabili, hryggir og kótelettur um 3-4% og læri (heil, söguð eða reykt) um 1-3%. Frá febrúar til nóvember lækkaði kílóverð á kjöti í heilum og hálfum skrokkum um rúmlega 3 kr. (úr 421 kr. í 418 kr.). Á sama tímabili hækk- aði kílóið af eftirtöldum kjöttegund- um sem hér segir: Verðhækkun á dilkakjöti febr.-nóv. Eitt kíló: Verðhœkkun kr.: Súpukjöt 29,00 Læri heil 4,30 Lærissneiðar 29,00 Landsbankinn hækkar vexti eins og hinir Bankaráð Landsbanka Islands ákvað í gær að hækka vexti á inn- og útlán- um. Með hækkuninni vill bankaráðið jafna kjör á verðtryggðum og óverð- tryggðum lánum. Vaxtakjör Lands- bankans eru nú svipuð og kjör ís- landsbanka eftir að hann hækkaði sína vexti fyrir tæpum tveimur mán- uðum og álíka og Búnaðarbanka og sparisjóðanna sem hækkuðu vexti fyrir jól. Þar með hafa allir bankamir fetað í fótspor íslandsbanka og hækk- að vexti. Vextir á almennum sparisjóðsbókum og einkareikningum Landsbankans hækka um 1%, vextir á tékkareikning- um um 0,5% og vextir á óverðtryggð- um útlánum, víxlum, skuldabréfum og afurðalánum, hækka um 1%. Vext- ir af yfirdráttarheimildum hækka um 1,5%. Talsmenn Landsbankans benda á að bankinn hafi haft forgöngu um lækk- un vaxta á þessu ári í samræmi við þjóðarsátt. Þeir segja að bankinn hafi farið mjög hægt í sakimar við vaxta- hækkanir, en benda á að óhjákvæmi- legt sé að halda jafnvægi milli óverð- tryggðra og verðtryggðra inn- og út- lánsforma. Bankaráðið miðar vaxtahækkunina við að verðbólguhraðinn næstu sex mánuði verði 7,5% miðað við heilt ár, en hann var 4,5% síðustu sex mánuði. Árshækkun Iánskjaravísitölu í desem- ber er 7,1%. -EÓ FYRIRTÆKIÐ ÁLFTÁRÓS HF. hlaut í gær árlega viðurkenn- ingu frá Trésmiðafélagi Reykjavíkur fýrir góðan aðbúnað á vinnu- stöðum. Á myndinni sést Öm Kjæmested, forstjóri Álftáróss, taka við viðurkenningunni úr höndum Halldórs Jónassonar, formanns dómnefndar. Timamynd: Pjetur Hryggur heill Kótelettur Saltkjöt Hangikjöt læri Kindahakk Kindabjúgu 19,80 29,00 6,10 18,45 1,75 44,50 Tekið skal fram að ein tegund af dilkakjöti lækkaði í verði á tímabil- inu, hangikjötsálegg sem fór úr 2.340 kr. niður í 2.245 kr. hvert kíló, sem er rúmlega 4% verðlækkun. Eigi að síður virðist tæpast mjög óvarlegt að áætla að framangreindar verðhækkanir á öllum öðrum teg- undum dilkakjöts geti svarað til ein- hversstaðar í kringum 200 kr. hækkunar á verslunarálagningu á hverjum dilkaskrokki — eða mörg- um tugum þúsunda af kjötinnleggi meðalbónda, sem hann fær sjálfur hins vegar ekki eina einustu krónu af. Sala dilkakjöts er í kringum 700 tonn á mánuði. Hækkun álagningar t.d. um 10 krónur á kíló að meðal- tali þýðir þá samtals um 7 milljónir króna samanlagða „búbót" kjöt- verslunarinnar á mánuði. Smásöluálagning er sem kunnugt er frjáls á fjallalambinu, sem og öðru kjöti, nema það sé keypt í heil- um og hálfum skrokkum. Verð á mjólk og mjólkurvörum er á hinn bóginn „ófrjálst" að hækka, þar eð það er háð ákvörðun verðlagsyfir- valda. Verð þeirra vara hefur ekkert breyst frá því í febrúar s.l. Verð á nautakjöti í heilum og hálf- um skrokkum hefur einnig verið óbreytt frá því í febrúar. Eigi að síð- ur hefur nautahakk síðan hækkað um 16,90 kr. og buff um 8,40 kr. Þar á móti vegur að vísu 3,10 kr. verð- lækkun á gúllasi. En fleiri tegunda nautakjöts er ekki getið í verðupp- lýsingum Hagstofunnar. - HEI Nýr bankastjóri ráðinn tii Landsbanka íslands: Einhugur í bankaráði um að ráða Halldór Bankaráð Landsbanka íslands ákvað í gær að ráða Halldór Guð- bjamason viðskiptafræöing í stöðu bankastjóra bankans. Að- eíns kom fram ein tilnefning í stöðuna og var alger einhugur í bankaráðinu um ráðninguna. Halidór tekur við stöðunni um áramót. Halldór Guðbjamason er fæddur 1946. Hann lauk prófí í viðskipta- fræðl frá Háskóla íslands 1972. Hann hefur unnið í banka allan sinn starfsaldur. Hann var starfs- maður bankaeftirlits Séðlabank- ans til ársins 1975, en gerðist þá útibússtjóri Útvegsbanka íslands í Vestmannaeyjum. Halldór var um tíma aðstoðarbankastjóri Al- þýðubankans, en tók við banka- stjórastöðu í Útvegsbankanum 1983 og gegndi henni þar til Halldór Guöbjamason, nýráöinn bankastjóri Landsbanka íslands. bankanum var breytt í hlutafélag 1986. Hann var um tíma fram- kvæmdastjóri hjá Samkortum hf. en hefur að undanfömu stundað framhaldsnám í hagfræði í Bandaríkjunum. Halldór sagði í samtali við Tím- ann að hann væri mjðg ánægður með það traust sem bankaráðið hefði sýnt sér með því að ráða sig í stöðuna. Hann sagðist hlakka tíl að takast á við þau verkefni sem era í Landsbankanum, en sagðist jafnframt gera sér grein fyrir að þar væri við að eiga mörg erfíð mál. Halldór sagðist vera mjög þakklátur fyrir að þann einhug sem komið hefði fram í bankaráð- inu og sagði hann vera mikinn styrk fyrir sig. INNLAUSNARVERÐ VAXTAMIÐA VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS Í1.FL.B1986 Hinn 10. janúar 1991 er tíundi fasti gjalddagi vaxtamiöa verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs með vaxtamiðum í 1. fl. B1986. Gegn framvísun vaxtamiða nr. 10 verður frá og með 10. janúar nk. greitt sem hér segir: __________Vaxtamiði með 50.000,- kr. skírteini_kr. 4.353,40_ Ofangreind fjárhæð er vextir af höfuðstól spariskírteinanna fyrir tímabilið 10. júlí 1990 til 10. janúar 1991 að viðbættum verðbótum sem fylgja hækkun sem orðið hefur á lánskjaravísitölu frá grunnvísitölu 1364 hinn 1. janúar 1986 til 2969 hinn 1. janúar nk. Athygli skal vakin á því að innlausnarfjárhæð vaxtamiða breytist aldrei eftir gjalddaga. Innlausn vaxtamiða nr. 10 ferfram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík, og hefst hinn 10. janúar 1991. Reykjavík, 29. desember 1990 SEÐLAB ANKIÍSLANDS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.