Tíminn - 29.12.1990, Blaðsíða 9

Tíminn - 29.12.1990, Blaðsíða 9
Laugardagur 29. desember 1990 Tíminn 9 Þann 16. júlí lýsti Mikhail Gor- batsjov því yfir að Sovétríkin myndu ekki setja sig upp á móti aðild sameinaðs Þýskalands í NATO. Yfirlýsingin kom í fram- haldi af tveggja daga fundi þeirra Gorbatsjovs og Helmuts Kohl kanslara V-Þýskalands. Með þessu samkomulagi var rutt úr vegi síðustu hindruninni fýrir sameiningu Þýskalands í eitt ríki og jafnframt leyst eitt af erfið- ustu deilumálum stórveldanna eftir stríð. Ágúst Hersveitir íraksstjórnar réðust inn í smáríkið Kúvæt 2. ágúst og náðu strax öllum Völdum í land- inu. Innrásin olli mikilli reiði á Vesturlöndum en ríkisstjórnir ar- abalanda voru sem lamaðar og komu ekki upp orði. Her íraks er fjölmennasti og öflugasti her í ar- abaheiminum með milljón menn undir vopnum og hefur mikla vígvallareynslu eftir stríðið við ír- an. Her Kúvætmanna átti aldrei möguleika á að standast íraksher snúning. Ástæða fyrir innrás ír- aka var að Kúvætstjórn neitaði að láta undan kröfum íraka um landamæri, olíu og skuldir. Allur olíuútflutningur Kúvæt stöðvaðist eftir innrásina en samkvæmt OPEC-samningum má landið framleiða 1,5 milljón olíutunnur á dag. Sovétmenn og Bandaríkjamenn sendu út sam- eiginlega áskorun til allra ríkja heims að stöðva vopnasölu til ír- aks og fordæma innrásina. Ör- yggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti síðan að beita írak og Kúvæt viðskiptaþvingunum sem var framfylgt af miklum þunga. George Bush Bandaríkjaforseti fyrirskipaði að senda herlið til Saudi-Arabíu til að mæta ógnun frá íröskum hersveitum sem höfðu verið sendar til landa- mæra Kúvæts og Saudi-Arabíu. Þann 8. ágúst tilkynnti Saddam Hussein íraksforseti að Kúvæt hefði verið innlimað inn í írak og yrði hluti íraks um alla fram- tíð. Öryggisráð Sameinuðu þjóð- anna lýsti innlimunina ógilda strax daginn eftir. 15. ágúst bauð Saddam Hussein íraksforseti frönum frið og gekk að öllum helstu skilyrðum írana. Hussein bauðst til að afhenda fr- önum aftur land sem hann hafði haldið frá Iokum stríðsins við ír- ani, að virða landamærasamning um sameiginleg yfirráð yfir einu siglingaleið íraka út í Persaflóa og bauðst til að láta lausa alla ír- anska stríðsfanga. Friðarsamn- ingnum var fagnað í íran en lítt hefur þokast í friðarviðræðum landanna síðan vopnahlé var gert í Persaflóastríðinu árið 1988. Þann 16. ágúst sendi Hussein opið bréf til George Bush Banda- ríkjaforseta þar sem hann varaði við því að þúsundir Bandaríkja- manna myndu láta lífið ef stríð brytist út við Persaflóa. Hussein viðurkenndi opinber- Iega þann 20. ágúst að írakar ætluðu að halda um 14.000 Vest- urlandabúum nauðugum í írak og Kúvæt til þess að hindra árás- ir af hálfu alþjóðlegu hersveit- anna á hernaðarleg mikilvæg skotmörk. Þá varaði Hussein Bush Bandaríkjaforseta við því að ef hann leitaði ekki friðsam- legra lausna á deilum við íraka myndi stríð brjótast út við Persaflóa, sem hefði hörmulegar afleiðingar út um allan heim. September 31 stuðningsmanna blökku- MARGARET THATCHER, forsætisráðherra Breta sl. ellefu ár, sagði af sér í nóvember. Thatcher var fýrsta konan sem kosin var for- sætisráðherra Breta og hefur setið lengst allra í embætti á þessari öld. John Major tók við starfi Thatcher eftir harða kosningabaráttu við þá Douglas Hurd og Michael Heseltine. mannaleiðtogans Nelsons Man- dela voru myrtir af blökkumönn- um af Zúlú-ættbálknum í Suður- Afríku, í Seboking-hverfinu skammt suður af Jóhannesar- borg þriðjudaginn 4. september. Að sögn sjónarvotta munu Zúlú- mennirnir hafa notið aðstoðar öryggissveita suður-afrískra stjórnvalda er þeir frömdu ill- virkið. Saddam Hussein, forseti íraks, lýsti því yfir þann 5. september að 5 milljónir íraka væru tilbún- ir að heyja heilagt stríð í nafni Múhameðs spámanns. Þann 6. september kölluðu stjórnvöld í írak út þúsundir manna í varalið hersins og sögðust hvergi mundu hvika í Persaflóadeil- unni. Allir 37 ára gamlir karl- menn í írak fengu þrjá daga til að gefa sig fram við herflokka sína og fjölmargir aðrir á fer- tugsaldri voru einnig kallaðir út. Viðræðum beggja þýsku ríkj- anna og bandamanna, Frakka, Rússa, Breta og Bandaríkja- manna, lauk miðvikudaginn 12. september með undirskrift samnings þar sem bandamenn skiluðu Þjóðverjum aftur full- veldi sem þeir glötuðu 1945. Samningaviðræðurnar tóku sjö mánuði og var ákveðið að binda formlega enda á aðskilnað þýsku ríkjanna þann 3. október 1990. Viðræðurnar hófust þann 10. febrúar þegar Helmut Kohl fór til Sovétríkjanna og fékk sam- þykki Gorbatsjovs fyrir samein- ingunni. Þriðjudaginn 18. septembervar tilkynnt að ólympíuleikarnir 1996 færu fram í borginni Atl- anta í Georgíuríki í Bandaríkj- unum. Sex borgir höfðu sótt um að fá að halda leikana og varð að kjósa fimm sinnum á milli þeirra. í lokaumferðinni fékk Atlanta afgerandi meirihluta at- kvæða eða 51 en næst kom Aþena með 35 atkvæði. Október Miðvikudaginn 3. október sam- einuðust þýsku ríkin í ríkustu og stærstu þjóð Evrópu við mikinn fögnuð milljóna manna. Skotið var upp flugeldum, kyndilgöng- ur farnar og skálað í kampavíni frá Eystrasalti til Alpanna og frá frönsku landamærunum til þeirra pólsku. Á miðnætti hljómaði Frelsisklukkaa í Berl- ín, gríðarstór svartur, rauður og gylltur fáni var dreginn að húni fyrir framan þinghúsið og Ri- chard von Weizacker forseti til- kynnti að Þýskaland hefði verið endursameinað með friði og frelsi. „Við viljum stuðla að heimsfriði og sameinaðri Evr- ópu,“ sagði hann. í heillaóska- skeytum sínum fögnuðu George Bush og Mikhail Gorbatsjov sameiningunni og sögðu hana binda enda á kalda stríðið og vera upphaf samvinnu austurs og vesturs. Forsætisráðherra Breta, Margaret Thatcher, sagði hins vegar að það væri skylda annarra Evrópuþjóða að tryggja að Þjóðverjar yfirtækju ekki álf- una. 8. október hófst heimsmeist- araeinvígið í skák milli þeirra Garys Kasparov heimsmeistara og Ánatólíjs Karpov í New York. Fyrstu tólf skákirnar voru tefldar í New York en seinni tólf í Lyon í Frakklandi. Þetta var fimmta einvígi kappanna. Octavio Paz, eitt af virtustu skáldum Mexíkó og umdeildur ritgerðahöfundur, hlaut bók- menntaverðlaun Nóbels árið 1990. Hann er fyrsti Mexíkómað- urinn sem hlýtur þessi eftirsóttu verðlaun og er líklega þekktast- ur fyrir ritgerðir sínar um stjórnmál og heimspeki. Mánu- daginn 15. október tilkynnti norska Nóbelsverðlaunanefndin að Mikhail Gorbatsjov, forseti Sovétríkjanna, hefði hlotið frið- arverðlaun Nóbels í ár. Sagði í tilkynningunni að verðlaunin hlyti Gorbatsjov fýrir að hafa stuðlað að friðsamlegri heimi og endalokum kalda stríðsins. 23. október samþykkti íraska þingið tillögu Saddams Hussein íraksforseta um að sleppa öllum frönskum gíslum, sem haldið hafði verið í írak og Kúvæt, alls 330 manns. Edward Heath, fyrr- verandi forsætisráðherra Breta, tókst daginn eftir að leysa 38 Breta úr haldi en áður hafði 14 Bandaríkjamönnum verið leyft að halda frá írak. Nóvember Miðvikudaginn 7. nóvember fóru fram forsetakosningar á ír- landi og lyktaði þeim með sigri 46 ára lögfræðings, Mary Robin- son. Sigur Robinson var mjög glæsilegur þar sem sigurlíkur hennar voru taldar einn á móti þúsund þegar hún tilkynnti framboð sitt. Robinson fékk 52,8% greiddra atkvæða en Bri- an Lenihan, sem var frambjóð- andi stjórnarflokksins, fékk 47,2% greiddra atkvæða. Þetta er í fyrsta skipti í 60 ár sem stjórnarflokkurinn tapar í for- setakosningum. Robinson er fyrsta konan sem er kjörin for- seti írlands. Helstu baráttumál Robinson í kosningabaráttunni voru aukin kvenréttindi og frjálslyndari löggjöf um hjóna- skilnað, samkynhneigð og getn- aðarvarnir. Margaret Thatcher sagði af sér, fimmtudaginn 22. nóvember sem forsætisráðherra Bretlands. Þar með var lokið ellefu ára valdaskeiði „Járnfrúarinnar" en hún varð forsætisráðherra Bret- lands árið 1979 og leiðtogi EIN SKÆRASTA kvikmynda- stjama fýrr og síöar, Greta Gar- bo, lést á páskadag. Greta var 84 ára gömul þegar hún lést íhaldsmanna fjórum árum áður. Skömmu eftir að Thatcher hafði skýrt frá þessari ákvörðun sinni Iýstu tveir menn, þeir John Maj- or fjármálaráðherra og Douglas Hurd utanríkisráðherra, að þeir hefðu afráðið að gefa kost á sér í síðari umferð leiðtogakjörs breska íhaldsflokksins. Framboð þeirra þótti spilla mjög mögu- leikum þriðja frambjóðandans, Michaels Heseltine, en hann kom í veg fyrir að Tatcher yrði endur- kjörin í fyrri umferðinni. Marg- aret Thatcher er 65 ára gömul. Hún var fyrsta konan sem kosin var forsætisráðherra í Bretlandi og hefur setið lengst allra í þessu embætti á þessari öld. Leiðtogar 32 Evrópuríkja auk Kanada og Bandaríkjamanna undirrituðu þann 21. nóvember víðtækan sáttmála þar sem skil- greindur er grundvöllur fram- tíðarsamstarfs ríkjanna sem sagt er byggjast á lýðræði, frelsi og einingu. Georg Bush Banda- ríkjaforseti sagði þennan nýja sáttmála marka kaflaskil í heimssögunni. Daginn áður höfðu leiðtogar 22 ríkja Atlants- hafsbandalagsins og Varsjár- bandalagsins undirritað tíma- mótasamkomulag um fækkun hefðbundinna vopna frá Atlants- hafi til Úralfjalla. Telja sérfræð- ingar þetta víðtækasta og flókn- asta afvopnunarsamkomulag sögunnar en það kveður m.a. á um eyðingu þúsunda vopna og vígvéla. John Major varð forsætisráð- herra Bretlands eftir að hann hafði sigrað í seinni umferð for- mannskosninga breska íhalds- flokksins. Major skorti aðeins tvö atkvæði til að fá hreinan meirihluta og þegar það lá Ijóst fyrir drógu keppinautar hans, þeir Michael Heseltine og Dou- glas Hurd, sig í hlé. Major er yngsti forsætisráðherra Bret- lands á þessari öld. Öryggisráð Sameinuðu þjóð- anna samþykkti þann 29. nóv- ember ályktun þar sem írökum er veittur frestur til 15. janúar 1991 til að kalla innrásarlið sitt heim frá Kúvæt. Verði þeir ekki við þessari áskorun er Banda- ríkjamönnum og bandamönnum þeirra við Persaflóa heimilt að hrekja hersveitir íraka frá land- inu með hervaldi í nafni Samein- uðu þjóðanna. írakar lýstu því yfír að þeir myndu virða sam- þykktina að vettugi og sögðu að áfram bæri að freista þess að leiða Persaflóadeiluna til lykta með friðsamlegum hætti. Desember Fyrstu kosningar í sameinuðu Þýskalandi síðan 1933 fóru fram 2. desember. Stjórnarflokkarnir, kristilegir og frjálslyndir demó- kratar, unnu stórsigur en jafnað- armenn og græningjar töpuðu illa. Kristilegir demókratar und- ir forystu Helmuts Kohl kanslara fengu 43,8% atkvæða og 319 þingmenn kjörna á hið nýja 662 manna þing. Samstarfsflokkur þeirra í ríkisstjórninni, frjáls- lyndir demókratar, fengu 11% atkvæða og 79 menn. Jafnaðar- menn fengu minnsta fylgi síðan árið 1957 eða 33,5% atkvæða og 239 menn kjörna. Græningjar í Vestur-Þýskalandi fengu 3,9% atkvæða og töpuðu öllum þing- sætum sínum en til að fá fulltrúa á þinginu þurfti lágmark 5% at- kvæða Saddam Hussein, forseti íraks, sagði þann 6. desember að hann hefði ákveðið að sleppa öllum er- lendum gíslum sem eftir eru í ír- ak og Kúvæt. Hann sagði þetta í bréfi, sem hann sendi íraska þinginu, þar sem þess var krafist að þingið heimilaði frelsun gísl- anna. Saddam sagðist hafa tekið ákvörðunina af mannúðlegum ástæðum en ekki pólitískri þró- un undanfarinna daga. Þegar Hussein tók þessa ákvörðun voru yfir 2000 vestrænir og jap- anskir gíslar í írak og Kúvæt og 3.300 sovéskir eða samtals um 5300 manns. Lech Walesa vann stórsigur í seinni umferð pólsku forseta- kosninganna sem fram fóru 9. desember. Walesa fékk 74,25% atkvæða en mótframbjóðandi hans, viðskiptajöfurinn Stan- islaw Tyminski, fékk 25,75% at- kvæða. Lítil kosningaþátttaka var eða 53,4% miðað við 60,6% í fyrri umferðinni. Walesa hefur heitið því að reisa við efnahag Póllands, m.a. með því að koma á frjálsum markaði og byggja á evrópsku þjóðskipulagi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.