Tíminn - 29.12.1990, Blaðsíða 15

Tíminn - 29.12.1990, Blaðsíða 15
Laugardagur 29. desember 1990 HELGIN 15 Vinnudeilur í Straumsvík Verkamenn sem vinna í álverk- smiðjunni í Straumsvík áttu í harðri deilu við yfirmenn sína í byrjun apr- fl. Deilt var um kaup og kjör. Verka- menn boðuðu verkfall og kom það til framkvæmda. Straumur var lækkaður á kerunum stig af stigi, eins og samningar gera ráð fyrir þegar um verkfall er að ræða. Álver- ið átti að stöðvast algerlega á föstu- daginn langa. Til þess kom ekki, því að þremur dögum áður lagði sátta- semjari fram miðlunartillögu og féllust deiluaðilar á hana. Eldur í Gufunesi Á páskadag kom upp eldur í amm- oníaksgeymi áburðarverksmiðj- unnar í Gufunesi. Verið var að dæía ammoníaki í fljótandi formi úr skipi í geyminn þegar eldur kvikn- aði í gasi sem hleypt var úr geymin- um. Slökkvilið Reykjavíkur réð fljótlega niðurlögum eldsins, en um tíma var óttast að geymirinn myndi springa. Hefði það gerst hefðu afleiðingarnar getað orðið skelfilegar, en ammoníaksgufa er baneitruð. f kjölfar þessa atburðar var allmikið rætt um þá hættu sem menn telja vera af áburðarverk- smiðjunni og einnig um þátt Al- mannavarna ríkisins í málinu, en engin viðvörun var gefin til fólks, jafnvel þó að talið væri að alvarlegt hættuástand hefði skapast. Margir lýstu því yfir að réttast væri að flytja verksmiðjuna og reisa hana annars staðar. Ekki voru allir sam- mála því að hætta stafaði frá verk- smiðjunni og bentu á að eftir að nýr ammoníaksgeymir væri kom- inn í notkun væri verksmiðjan hættulítil fyrir íbúa Reykjavíkur. í árslok birtist skýrsla þar sem fram kom að sáralítil hætta hefði skapast þegar eldur kviknaði í geyminum. Eiturtunnur grafnar upp í snarhasti Um miðjan aprfl mánuð komu fram upplýsingar um að grafnar hefðu verið tunnur með eitri í á lóð steinullarverksmiðjunnar á Sauðár- króki. Brugðist var fljótt við og tunnurnar grafnar upp. Svo virðist sem menn hafi flýtt sér heist til mikið að ná tunnunum upp á yfir- borðið, því að við uppgröftinn lösk- uðust nokkrar tunnur og innihald þeirra rann út í jarðveginn. Fjöl- miðlar spurðu: Hver gaf fyrirmæli um að grafa tunnurnar og hver sá um uppgröftinn? Ula gekk að fá fram skýr svör. Síðar kom í ljós að tunnurnar innihéldu vökva sem var meinlítill. Bensínafgreiðslu- maður myrtur Starfsmaður á bensínstöð Esso við Stóragerði var myrtur að morgni 25. aprfl. Maðurinn var nýkominn til vinnu sinnar þegar tveir menn réðust að honum og veittu honum banvæna höfuðáverka. Fáum dög- um seinna voru tveir menn hand- teknir, grunaðir um morðið. Þeir hafa báðir margoft gerst brotlegir við lög, m.a. fyrir fíkniefnaneyslu. Um miðjan desember voru menn- irnir tveir dæmdir í þunga dóma í Sakadómi Reykjavíkur. Slapp naumlega þegar lóðsinum hvolfdi Lóðsbátnum Birninum hvolfdi í Hornafjarðarósi 25. aprfl. Einn maður var í bátnum og komst hann naumlega úr bátnum. Þessum sama það leyti sem nemendur í grunn- skólanum þar hugðust taka sam- ræmdu prófin, að byssumaður braust inn í skólann og skaut þar fjölmörgum skotum, m.a. á lög- reglu og stórt fiskabúr með þeim af- leiðingum að skrautfiskar lágu eins og hráviði um allt gólf. Kalla þurfti til víkingasveitina og fljótlega eftir það gafst maðurinn upp. Steingrímur í T ékkóslóvakíu Steingrímur Hermannsson fór í maí í opinbera heimsókn til Tékkóslóvakíu og hitti ráðamenn þar. í sameiginlegri yfirlýsingu forsætisráðherra landanna segir að báðar þjóðir séu sammála um að stefna að fríverslunarsamningi milli landanna. Þá náðust í þessari heimsókn Steingríms merkir áfangar að stofnun sameiginlegs fyrirtækis tékkneskra og íslenskra aðila um virkjun jarðvarma í Tékkóslóvakíu. Landsmenn gengu að kjörborðinu SLOKKVILIÐSMAÐUR læt- ur buna á báliö. Tímamynd Pjet- báti hvolfdi í Hafnarfjarðarhöfn fyrir rúmu ári síðan, en þá fórst með honum einn maður. Báturinn mun ekki hafa verið stöðugleikaprófaður eftir það slys. Mörg skip lentu í óhöppum í Hornarfjarðarósi á ár- inu, en innsiglingin í ósinn þrengd- ist mikið vegna óhagstæðra sjávar- strauma. Svikamál á Landakoti Lyfjafræðingur sem starfaði á Landakotsspítala varð uppvís að stórfelldu misferli. Talið var að mál- ið teygði anga sína langt aftur í tím- ann, en lyfjafræðingurinn hafði unnið á spítalanum í 10 ár. Grunur lék á að svikin hafi verið stunduð í samvinnu við einhverja lækna og apótekara. Málið var enn til rann- sóknar í árslok. LÓÐSBÁTNUM skolaði síðar á land. Tímamynd Svem'r Aðalsteinsson þann 26. maí og kusu til sveitar- stjórna. Kosið var í 149 sveitarfé- lögum, sjálfkjörið var í fimm sveit- arfélögum þar sem aðeins einn listi kom fram og á kjörskrá voru u.þ.b. 177 þúsund manns. Kjörsókn f kosningunum var að meðaltali tæplega 80% yfir landið, en var þó mjög mismunandi eftir sveitarfé- Iögum. Framsóknarflokkurinn kom vel út úr kosningunum, einkum á Norður- og Austurlandi. Flokkurinn fékk átta nýja fúlltrúa, sem unnust í Ól- afsvík, á Siglufirði, 2 á Akureyri, 2 á Húsavík, Neskaupstað og Eskifírði. Á hinn bóginn tapaði flokkurinn manni í Keflavík, Vestmannaeyjum og á Selfossi. Þá hélt flokkurinn manni í Reykjavík og fékk 8,3% at- kvæða, en fyrir kosningarnar hafði honum verið spáð falli í skoðana- könnunum. Sjálfstæðisflokkur vann 4 nýja full- trúa á höfuðborgarsvæðinu og 9 ut- an þess, en tapaði á móti mönnum á Siglufirði, ísafirði, Egilsstöðum og í Hveragerði. Flokkurinn vann hrein- an meirihluta í Stykkishólmi og í Vestmannaeyjum, og tvö framboð flokksins á ísafirði unnu meirihluta. Alls kom flokkurinn tíu fulltrúum að í Reykjavík. Alþýðubandalag vann einungis einn nýjan fulltrúa á Egilsstöðum, en tapaði fulltrúa á sex stöðum: Reykjavík, Kópavogi, Akranesi, Borgarnesi, Húsavík og Vest- mannaeyjum. Alþýðuflokkur vann nýja fulltrúa í Hafnarfirði og á Akranesi, en tapaði hins vegar 8 fulltrúum í öðrum sveitarfélögum. Kvennalisti kom aðeins 1 manni að í Reykjavík. Þá komu sameiginleg framboð misjafnlega út úr kosning- unum og þrátt fyrir vænlegar spár í skoðanakönnunum fékk Nýr vett- vangur í Reykjavík aðeins tvo menn kjörna. 1. maí í þjóðarsátt 1. maí var að þessu sinni haldinn undir merkjum þjóðarsáttar. Guð- mundur J. Guðmundsson, Jormað- ur Dagbsbrúnar, sagði ákvörðun um samningana 1. febrúar hafa verið erfiða, en þeir voru skilyrði fyrir betri tíð. „Það er of snemmt að fuil- yrða að okkur hafi tekist að rjúfa vítahring verðbólgunnar. Við höf- um unnið orrustu, en það er óvíst hvort við vinnum stríðið. Við erum í sókn. Allar áætlanir sem við gerð- uni hafa staðist vel fram til þessa," sagði Guðmundur í samtali við Tímann í tilefni hátíðahalda verka- lýðsins. Byssumaöur á Ólafsfirði Á Ólafsfirði gerðist sá atburður um LAG ISLANDS í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, sem haldin var í Júgóslavíu, lenti í flórða sæti og vakti það mikla hrifningu heima á Fróni. Flytjendur lagsins voru sem kunnugt er Sigríður Beinteinsdóttir og Grétar Örvarsson ásamt Stjóminni, en höfundur lagsins er Hörður Ólafsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.