Tíminn - 29.12.1990, Blaðsíða 19

Tíminn - 29.12.1990, Blaðsíða 19
Laugardagur 29. desember 1990 HELGIN 19 m Nóvember Verkfall yfirvofandi Allan seinni hluta nóvembermánað- ar vofði yfir verkfall hjá yfirmönnum fiskiskipa sem hótuðu að stefna flot- anum í land. Það óvenjulega við þessa verkfallshótum var að útgerð- armenn lýstu því yfir að þeir myndu klára kvótann áður en til verkfalls kæmi þann 20. nóv. Verkfallshótunin vofði því yfir landverkafólki líka og útlit var fyrir að fleiri þúsund manns úti um allt land yrðu atvinnulausir f jólamánuðinum, hvort heldur sem til verkfalls kæmi eða ekki. Engu að síður höfðu samningar útvegsmanna á Vestfjörðum við félagsmenn Bylgj- unnar þau áhrif að eitthvað var dreg- ið úr sókn flotans og kvótinn ekki upp urinn þegar loks samdisL Samn- ingamir vom undirritaðir þegar verkfall hafði staðið í aðeins tvo klukkutíma og því var þetta með stystu verkföllum á íslandi. Vaxtamáliö Það mál sem setti hvað mestan svip á nóvember var vaxtahækkun íslands- banka í byrjum mánaðarins. Bankinn byggði á bráðabirgða verðbólguspám frá Seðlabanka og kvaðst þurfa að jafna vaxtakjör verðtryggðra og óverð- tryggðra reikninga. Þetta mæltist illa fyrir hjá stómm hópum í verkalýðs- hreyfingunni sem mótmæltu harð- lega, og gengu Dagsbrún og Guð- mundur Jaki þar fram fyrir skjöldu og tóku út úr íslandsbanka sjóði sína. Að- ild verkalýðshreyfingarinnar í gegn- um Alþýðubankann að íslandsbanka er eflaust ástæðan fyrir hinum hörðu viðbrögðum, en Jakinn kallaði hækk- unina aðför að þjóðarsátt. Bláa lónið Það vakti mikla athygli þegar Tíminn birti um það frétt að Persaflóastríðið væri að stórauka ferðamannastraum- inn í Bláa lónið á fslandi. Ástæðan var sú að ýmsir sjúklingar með húðsjúk- dóma sem áður höfðu fjölmennt til Dauðahafsins þorðu þangað ekki lengur og Bláa lónið þótti því í alla staði betri og ömggari valkostur. Hreyfingarleysi barnanna Opnugrein í Tímanum þann 13. nóv. varð tilefni mikillar umræðu í þjóðfé- laginu um hvemig komið væri fyrir íslensku ungviði. Greinin byggði á viðtali við Anton Bjamason lektor þar sem hann fullyrti að nú væri svo kom- ið að líkamlegt ásigkomulag margra bama væri afar slæmt, og það svo að þau gætu varla leikið sér í stórfiskal- eik. Lektorinn benti á samhengi milli líkamlegs þroska og getu og andlegs þroska og getu og sagði hér vera á ferðinni vont mál fyrir ísland. Ástæð- an fyrir þessu slæma líkamlega ástandi í dag væri einfaldlega að í nú- tímaþjóðfélagi virtust börn ekki fá tækifæri til að hreyfa sig nægjanlega mikið og fullorðnir væm ekki vakandi fyrir því að þau þyrftu að hreyfa sig! Þjóðarsátt sett á vetur Aðilar vinnumarkaðarins í slagtogi með ríkisvaldinu skrifuðu undir samkomulag í lok mánaðarins um að framlengja þjóðarsáttina. Ríkið bauðst til að tryggja að búvöruverð og bensínhækkanir héldust innan ákveðinna marka og launþegar fengu 2% ofan á umsamdar hækk- anir frá 1. des. 1990. SJÁVARÚTVEGSMÁL vom nokkuð í brennidepli í nóvember- mánuði enda stóð yfir fiskiþing í byijun mánaðaríns. Á þinginu kynnti Halldór Ásgrímsson hug- myndir sínar um sérstaka Fisk- veiðistofnun sem taka ætti við hiutverki Fiskifélagsins, hluta af starfi sjávarútvegsráðuneytis og Hafrannsóknastofnunar. Þessi hugmynd fékk þó heldur dræmar undirtektir á þinginu. Á myndinni má sjá ráðherra kynna fiskiþing- mönnum þessar hugmyndir. Tfmamynd: Ámi Bjama GÆS í RUSLI. Þessarí gæs höföu einhverjir óprúttnir náungar kom- ið fyrír í ruslatunnu við Tjömina í Reykjavík um miðjan nóv. Lögreglan kom á staðinn til að bjarga málunum. Tímamynd; Pjetur UPPLÝSINGAR: SlMSVARI: 681511 LUKKULÍNA: 991000 VERTU MEÐ — ÞAÐ ER GALDURINN

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.