Tíminn - 29.12.1990, Blaðsíða 24

Tíminn - 29.12.1990, Blaðsíða 24
24 Tíminn Laugardagur 29. desember 1990 ÍÞRÓTTA- ANNÁLL Janúar Körfuknattleiksmaðurinn hávaxni, Pétur Guðmundsson, lék á ný með landsliðinu á árinu. Liðið tók þátt í móti í Danmörku rétt fyrir áramótin, tapaði fyrir Eistlendingum 92-103 og Dönum 75-76. Handknattleikslandsliðið var einnig í sviðsljósinu rétt fyrir áramótin. Liðið vann Norðmenn 25-22, en tapaði síðari leiknum 20-22. Alfreð Gíslason handknattleikmaður var kjörinn íþróttamaður ársins 1989. Handknattleiksmenn urðu í þremur efstu sætunum, því Kristján Arason varð í öðru sæti og Þorgils Óttar Mat- hiesen í því þriðja. Tékkar sóttu okkur heim í janúar og léku þrjá landsleiki í handknattleik gegn okkar mönnum. Fyrsta leiknum lauk með stórsigri íslands 29-19, Tékk- ar unnu næsta leik 20-22, en ísland sigraði í þriðja leiknum 21-18. Ein óvæntustu úrslit keppnistímabils- ins í úrvalsdeildinni í körfuknattleik litu dagsins ljós í byrjun janúar, þegar Reynismenn úr Sandgerði sigruðu Valsmenn 95-83 í Sandgerði og var það fyrsti úrvalsdeildarsigur Reynismanna og reyndar eini sigur þeirra í mótinu. Bandaríkjamaðurinn David Grissom gerði 47 stig Reynis. Ólafúr Eiríksson hlaut sjómannabikar- inn fyrir mesta afrekið á Nýjársmóti fatlaðra bama og unglinga í sundi. Tindastólsmenn ráku Bandaríkja- manninn Bo Heiden, þrátt fyrir að hann hafi verið stigahæsti maður úrvals- deildarinnar. San Francisco 49ers unnu léttan sigur á Denver Broncos í úrslitaleik amae- ríska fótboltans (super bowl) 55-10 og urðu fyrsta liðið í 10 ár til að sigra í deildinni tvö ár í röð. Blakleikur ársins fór fram á Akureyri í lok janúar. í ógleymanlegum 125 mín. leik tókst ÍS að sigra KA16-17 í fimmtu hrinu og tryggja sér deildarmeistaratit- il. Fram varð íslandsmeistari í innan- hússknattspymu karla og Valur í kvennaflokki 1990. Heimsviðburður fór fram í íþróttahúsi Vals í lok janúar. Steve Davis og Alex Higgins háðu þar einvígi í snóker. Lykt- ir urðu þær að báðir kappar unnu Qóra leiki og varð jafntefli í einvíginu. Febrúar KSÍ réð Svíann Bo Johansson sem landsl iðsþjálfara karla í knattspymu til tveggja ára. ísland lenti í riðli meðAlbaníu, Frakk- landi, Tékkóslóvakíu og Spáni í riðli í Evrópukeppni landsliða í knattspymu. Broddi Kristjánsson varð íslands- meistari í einliðaleik karla í 9. sinn og setti þar með met. í einliðaleik kvenna varð Þórdís Edwald íslandsmeistari. Landslið íslands og Rúmeníu mættust í þremur landsleikjum í handknattleik í byrjun febrúar. ísland sigraði í fyrsta leiknum 24- 20, síðan 23-10 í öðmm leiknum, en Rúmenar höfðu betur í þriðja leiknum 23-24. Mike Týson tapaði heimsmeistaratitl- inum í hnefaleikum til James „Buster" Douglas í bardaga í Tókýó í Japan. Úr- slitin þóttu einhver þau óvæntustu á öldinni. Stjömulið austurdeildar NBA- körfu- knattleiksins sigraði lið vestursins 130- 113 í hinum árlega stjömuleik í NBA- deildinni. Magic Johnson var engu að síður valinn besti maður leiksins. í íslenska stjömuleiknum vann lið Reykjaness lið Landsins 132-129 í Keflavík. Teitur Örlygsson var valinn besti maður leiksins. Ron Davis UMFG sigraði í troðkeppni og Valur Ingi- mundarson UMFT í þriggja stiga keppni. Svissneska landsliðið í handknattleik lék tvo leiki gegn því íslenska í febrúar. leik lauk með því að KR- ingar töpuðu sínum fyrsta leik á heimavelli, gegn Njarðvíkingum. KA, Njarðvík, Keflavík og Grindavík tryggðu sér sæti í úrslita- keppninni. Keppni í 1. deild íslandsmótsins í handknattleik-VÍS keppninni hófst á ný eftir tveggja mánaða hlé. Valsmenn féllu úr efsta sætinu er þeir töpuðu fyr- ir Stjömunni. FH- ingar tóku við topp- sætinu eftir sigur á Gróttu. Fallbarátta framundan hjá Víkingum eftir annað tap vetrarins gegn ÍR-ingum. Einar Þór EinarssonÁrmanni bætti ís- landsmetið í 60m hlaupi innanhúss er hann hljóp á 6,7 sek. á handtímatöku á móti í V-Þýskalandi. Þórsarar tryggðu sér áframhaldandi vem í úrvalsdeildinni í körfuknattleik eftir sigur á Víkverja í aukakeppni um sæti í deildinni. Reynir úr Sandgerði féll hins vegar í 1. deild. Sæti þeirra tók Snæfell úr Stykkishólmi, sem sigraði með yfirburðum í 1. deild. Njarðvíkingar urðu bikarmeistarar í körfúknattleik karla er þeir sigmðu granna sína Keflvíkinga 90- 84. f kvennaflokki urðu Keflavíkurstúlkur bikarmeistarar eftir léttan 62-29 sigur á Haukum. Þróttarar tryggðu sér íslandsmeistara- titilinn íblaki karla með góðum árangri í úrslitakeppninni, en liðinu hafði ekki gengið sem best í deildarkeppninni. í kvennablakinu var svipaða sögu að segja, lið ÍS tryggði sér öllum á óvart sigur í úrslitakeppninni. Handknattleikslandsliðið hélt til Nor- egs og lék þar tvo landsleiki gegn frændum okkar. Jafntefli varð í fyrri FRAMMISTAÐA FRAMARA í Evrópukeppni bikarhafa var með ágætum í ár. Liðið féll úr keppni eftir baráttu við Barcelona í ann- arrí umferð keppninnar, en í fyrstu umferðinni vann Fram eftirminni- legan 3-0 sigur á sænska liðinu Djurgarden. Jón Eríing Ragnars- son, sem hér sést í baráttu í loft- inu, skoraði tvö marka Fram í leiknum. Jafntefli varð í fyrri leiknum 22-22, en ísland hafði betur 25-21 þegar liðin mættust að nýju. Lið Landsins sigraði lið Reykjavíkur 3- 0 í knattspymuleik í kulda og trekki á gervigrasinu um miðjan febrúar. Handknattleikslandsliðið lék gegn Hollandi tvo leiki áður en haldið var á HM í Tékkóslóvakíu. Liðin gerðu jafnt- efli í fyrri leiknum 23- 23, en síðan vann íslenska liðið 20-18. Ferð íslenska landsliðsins á HM í Tékkóslóvakíu er mönnum sjálfsagt enn ofarlega í huga. Liðið fékk óskabyrj- un, er það sigraði lið Kúbu 27-23. Tbp fyrir Spáni 18-19 fylgdi í kjölfarið og vonir margra um góðan árangur brustu. Næst var leikið gegn Júgóslöv- um og lengi vel leit út fyrir íslenskan sigur. En algjört hrun í leik íslenska liðsins í síðari hluta síðari hálfleiks varð þess valdandi að Júgóslavar sigmðu 20- 27. Næsti leikur var gegn Sovétmönn- um og hann tapaðist einnig stórt 19-28. Rothöggið var síðan tap fyrir Pólverjum 25-27. Von um sæti á A-keppninni í Sví- þjóð 1993 og ÓL í Barcelona 1992 leit dagsins ljós eftir að íslenska liðinu tókst FRAMARAR FÖGNUÐU fslandsmeistaratitli á árínu. Hér hlaupa þeir Birkir Krístinsson og Baldur Bjamason með bikarínn á milii sín. að sigra það a-þýska 19-17 í hörkuleik. Liðið lék síðan til úrslita um 9. sætið gegn Frökkum, en tapaði 23-29 og féll niður í B-flokk. Reyndar vom menn ekki sammála um stöðu landsliðsins á þessum tíma og var ísland ýmist A-eða B-þjóð. Svíar komu öllum á óvart með því að sigra Sovétmenn í úrslitaleik mótsins 27-23 og urðu þar með heimsmeistarar í handknattleik. Bjami Friðriksson júdómaður var kjörinn íþróttamaður Reykjavíkur 1989, en hann hafði náð frábæmm ár- angri á því ári. Þorbergur Aðalsteinsson var ráðinn þjálfari íslenska landsliðsins í hand- knattleik í stað Bogdans Kowalczyk. Einar Þorvarðarson landsliðsmarkvörð- ur hætti að leika með landsliðinu, eins og margir aðrir leikmenn, en gerðist aðstoðarmaður Þorbergs. Keppni í úrvalsdeildinni í körfuknatt- leiknum 23-23, en í þeim síðari unnu Norðmenn stórsigur 29- 20. Úrslitakeppni fslandsmótsins í körfu- knattleik hófst með því að Keflvíkingar unnu nauman sigur á Njarðvíkingum 83-82 og KR-ingar unnu ömggan sigur á Grindvíkingum 75- 70. Svo til óþekktur Svfi, Patrik Boden, bætti heimsmetið í spjótkasti er hann kastaði 89,10 m. Bjami Friðriksson Ármanni sigraði í opnum flokki á íslandsmótinu í júdó 12. árið í röð. Bjami sigraði einnig í +95 kg þyngdarflokki. KR sló Grindvíkinga út úr úrslita- keppninni í körfuknattleik með því að sigra Suðumesjamennina 85-82 í Grindavík. Njarðvíkingar gáfu ekkert eftir í keppninni og jöfnuðu viðureign sína gegn Keflvíkingum með 96-73 sigri. fslenska landsliðið í knattspymu lék sinn fyrsta leik undir stjóm Bo Johans- son gegn Lúxemborgumm ytra og sigr- aði 2-1. Mörkin skomðu „Skagamenn- imir“ Pétur Pétursson og Ólafur Þórð- arson. Heimsmeistarar unglinga í skauta- dansi sóttu okkur heim og sýndu á vetr- aríþróttahátíð ÍSÍ áAkureyri. Herbert Amarson, körfúknattleiks- maður úr ÍR, varð bandarískur háskóla- meistari í 2. deild með skólaliði Kentuc- ky Wesleyan. Keflvíkingar skutu Njarðvíkingum ref fyrir rass í úrslitakeppninni í körfu- knattleik, sigmðu þá 88-86, og léku síð- ar um íslandsmeistaratitilinn gegn KR- ingum. Anna María Sveinsdóttir, körfuknatt- leikskona úr ÍBK, stal senunni í leikn- um gegn ÍBK er hún hitti tvívegis í körfuna frá miðju og hlaut bíl í verð- laun. BJARNI FRIÐRIKSSON júdómaður vann frábær afrek á árínu, sigraði meðal annars tvöfalt á opna skandinavíska meistaramótinu. Tímamyndir: Pjetur Apríl Vaxtarræktarparið Guðmundur Braga- son og Inga S. Steingrímsdóttir urðu Mars íslandsmeistarar í vaxtarrækt 1990. KR-ingar sigrðu íslandsmeistara Kefl- víkinga í fyrsta Ieik úrslitakeppninnar í körfuknattleik 81-72. Nevadaháskóli sigraði í 1. deild banda- rísku háskólameistarakeppninnar í körfúknattleik. KR tók 2-0 forystu í úrslitakeppninni í körfuknattleik, sigraði Keflvíkinga í Keflavík 75- 71. Vetraríþróttahátíð ÍSÍ á Akureyri lauk með vel heppnaðri ótemjureið. Keflvíkingum tókst ekki að koma í veg fyrir að KR-ingar yrðu íslandsmeistarar í körfúknattleik 1990. Þriðja úrslitaleik liðanna lauk með 80-73 sigri KR-inga. Bjami Friðriksson júdómaður varð í 3. sæti á opna breska meistaramótinu í +95 kg flokki, en Bjami tapaði úrslita- glímunni í flokknum sem var gegn frönskum júdómanni. Magnús Már Ólafsson varð fjórfaldur íslandsmeistari í sundi á innanhúss- meistaramótinu sem haldið var í Vest- mannaeyjum. Unglingalandsliðið í körfuknattleik tók þátt í Evrópukeppni á Mallorca. Liðið náði þeim frábæra árangri að sigra Belga 91-89, en tapaði síðan stórt fyrir Spánverjum 63-133. Næst lék liðið gegn Frökkum og tapaði aftur stórt 66- 112. í síðasta leik sínum vann liðið Portúgali 77-67 og varð í þriðja sæti í riðlinum. Jón Kr. Gíslason var ráðinn þjálfari úr- valsdeildarliðs ÍBK í körfúknattleik. „Ég nota ekki hormónalyf og hef aldr- ei gert. Eflaust hafa einhverjir notað lyf hérlendis, en ég veit ekki um neina," sagði ívar Hauksson vaxtarræktarmað- ur í viðtali við Tímann 19. apríl. Fram varð íslandsmeistari í 1. deild kvenna í handknattleik 1990, sjöunda árið í röð. Gunnlaugur Skúlason sigraði í Víða- vangshlaupi ÍR1990. Jugoplastika Split varð Evrópumeist- ari félagsliða í körfuknattleik eftir sigur á Barcelona í úrslitaleik. FH varð íslandsmeistari í handknatt- leik karla 1990, en Valur varð í örðu sæti. Páll Kolbeinsson KR og Björg Haf- steinsdóttir ÍBK voru valin bestu leik- menn úrvalsdeildar og 1. deildar kvenna á lokahófi KKÍ. Ömólfúr Valdimarsson Reykjavík og Ásta S. Halldórsdóttir ísafirði urðu ís- landsmeistarar í svigi á skíðamóti ís- |ands sem haldið var í Bláfjöllum. íslenskir keppendur stigu 35 sinnum á verðlaunapall á opna sænska meistara- mótinu í sundi fatlaðra sem haldið var í Gautaborg. Víkingar björguðu sér ftá falli í 2. deild í handknattleik með góðum enda- spretti, en Gróttu og HK varð ekki bjargað. Maí Liverpool varð enskur meistari í knatt- spymu í 18. sinn. Valsmenn unnu Víkinga 25-21 og urðu þar með bikarmeistarar í handknattleik karla. í kvennaflokki sigraði Fram Stjömuna 16-15. Ólafúr H. Ólafsson varð glímukóngur íslands í fjórða sinn. Körfúknattleikslandsliðið tapaði tví- vegis fyrir Englendingum ytra, 79-81 og 88-100. Napólí varð ítalskur meistari í knatt- spymu 1990. Stephen Hendry frá Skotlandi varð heimsmeistari í snóker, eftir sigur á Jimmy White frá Englandi í úrslitaleik. Guðríður Guðjónsdóttir Fram og Guð- jón Ámason FH vom útnefhd bestu leikmenn 1. deildar kvenna og karla á lokahófi HSÍ. Bayem Múnchen tryggði sér fimmta meistaratitilinn í v-þýsku knattspym- unni á sex ámm. Sovétmenn urðu heimsmeistarar í ís- hokkí. Sampdoria sigraði Anderlecht 2-0 í úr- slitaleik Evrópukeppni bikarhafa í knattspymu. KR varð Reykjavíkurmeistari í knatt- spymu karla eftir 2-1 sigur á Fram í úr- slitaleik. Bjami Friðriksson júdómaður varð í 7. sæti í +95 kg flokki á Evrópumeistara- mótinu sem haldið var í V-Þýskalandi. Bjami varð einnig í 7. sæti í opnum flokki á mótinu. Ásgeir Sigurvinsson knattspymurriað- ur lagði skóna á hilluna eftir 17 ára fer- il sem atvinnumaður. íslandsmeistarar KA sigruðu bikar- meistara Fram í meistarakeppni KSÍ L0.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.