Tíminn - 29.12.1990, Blaðsíða 25

Tíminn - 29.12.1990, Blaðsíða 25
Laugardagur 29. desember 1990 Tíminn 25 Júní Manchester United sigraöi Crystal Pal- ace í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar í knattspymu 1-0. Juventus varð UEFA-meistari í knatt- spymu eftir að hafa sigrað Fiorentina samanlagt 3-1 í úrslitum. Jón Jörundsson var ráðinn þjálfari úr- valsdeildarliðs ÍR í körfúknattleik. Randy Bames setti heimsmet í kúlu- varpi er hann kastaði 23,12m. Keppni í 1. deild íslandsmótsins í knattspymu hófst. íslandsmeistarar KA byrjuðu titilvöm sína með 0-1 tapi fyrir FH. AC Milan varð Evrópumeistari í knatt- spymu eftir 1-0 sigur á Benfica. Amór Guðjohnsen og Atli Eðvaldsson skoruðu mörk íslenska landsliðsins sem sigraði Albani í undankeppni EM í knattspymu á Laugardalsvelli 2-0. Á leið sinni til íslands höfðu albönsku leikmennimir þurft að eyða einni nótt bak við lás og slá vegna þess að þeir voru gripnir við hnupl í ffíhöfninni f London. Markalaust jafntefli varð í leik þjóðanna í 21 árs aldursflokki. Atli Eðvaldsson knattspymumaður snéri heim úr atvinnumennsku og gekk í raðir KR-inga. Sovétmaðurinn Antolij Kovtoum, sem lék með KR-ingum í körfúknattleikn- um, lenti í bílslysi í Sovétríkjunum og meiddist það mikið að hann átti ekki afturkvæmt í herbúðir Vesturbæjarliðs- ins. Heimsmeistarakeppnin í knattspymu hófst á Ítalíu. í fyrsta leik keppninnar vann Kamerún óvæntan sigur á Arg- entínumönnum 1-0. Fleiri óvænt úrslit fylgdu íkjölfarið. Sovétmenn urðu fyrstir til þess að falla úr keppni á HM á Ítalíu. Kamerún hélt áfram að koma á óvart og sigraði Rúmena 2-1. Detroit Pistons sigraði Portland TVail Blazers í úrslitum NBA- deildarinnar bandarísku í körfúknattleik. Detroit sigraði í fjórum leikjum gegn einum. Ulfar Jónsson Keili varð í 9. sæti á Evr- ópumóti áhugamanna í golfi. Tékkóslóvakía, Costa Rica, V- Þýska- land, Holland, Kamerún, Kólumbía, England, Belgía, Brasilía, Argentína, Spánn, Júgóslavía, írland, Rúmenía, Ítalía og Uruguay komust í 16 liða úrslit HM í knattspymu á ftalíu. í 8 liða úrslit HM komust síðan Tékkó- slóvakía, V-Þýskaland, Kamerún, Eng- land, Argentína, Júgóslavar, írar og ítalir. JÚIÍ Líkt og í júní var það HM á Ítalíu sem mesta athygli vakti á sviði íþróttanna í júlí. Englendingar héldu áfram að gera góða hluti; þeir komust í undanúrslit keppninnar með því að sigra Kamerún 3-2 í framlengdum leik. Argentínu- menn komust í undanúrslitin, sem og ítalir og V-Þjóðverjar. ísland hafriaði í neðsta sæti í lands- keppni í frjálsum íþróttum í Mosfells- bæ. Mótherjar íslands voru írar og Skotar. Íþróttahátíð ÍSÍ setti svip sinn á íþróttalífið hér innan Iands í júlí.Æsku- hlaup, kvennahlaup og Tommamót voru á meðal fjölmargra dagskrárliða hátíðarinnar. Hátt í 20 þúsund manns voru viðstaddir opnunarathöfn hátíðar- innar, þátttakendur og áhorfendur. Bretinn Steve Backley bætti heims- metið í spjótkasti er hann kastaði 89,58m á móti í Stokkhólmi. Argentínumenn komust síðan í úrslit keppninnar með því að leggja ítali á velli í framlengdum leik og vítaspymu- keppni. í hinum undanúrslitaleiknum unnu V- Þjóðverjar Englendinga 4-3 í framlengdum leik og vítaspymukeppni. V-þjóðverjar tryggðu sér heimsmeist- aratitilinn í knattspymu 1990. Þeir sigmðu Argentínumenn 1-0 í úrslita- leik keppninnar. Það var Andreas Brehme sem gerði sigurmarkið í leikn- um. Markakóngur keppninnar varð ítalinn Salvatore Schillaci með 6 mörk. Stefan Edberg frá Svíþjóð sigraði V- Þjóðverjann Boris Becker í úrslitum Wimbledon-tennismótsins. í kvenna- flokki sigraði Martina Navratilova frá Bandaríkjunum löndu sínu Sinu Garri- son. Landsmót UMFÍ var haldið í Mosfells- bæ. UMSK varð Landsmótsmeistari. Mótið fór vel fram, en veður hefði mátt vera betra. Til dæmis lentu tjaldbúar í HAGV ?! 1 I FY«R 4 adsta&m HEnœafmi 0-1 fyrir Wales í undankeppni EM í lok ágúst. Sjálfsmark íslendinga á lokamín- útunum réð úrslitum. September Vésteinn Hafsteinsson komst í úrslit í kringlukasti á Evrópumeistaramótinu í Split, varð í 12. sæti. íslandsmetið í sleggjukasti féll í byrjun september þegar Guðmundur Karlsson kastaði 63,60m. fslendingar töpuðu 1-2 fyrir Frökkum í undankeppni EM í knattspymu á Laugardalsvelli. Mark íslands skoraði Atli Eðvaldsson. Stigamótum FRÍ lauk með fámennu móti á Varmárvelli í september. Einar Þ. Einarsson Ármanni sigraði í stiga- keppni karla, en í kvennaflokki urðu þær jafnar Þórdís Gísladóttir HSK og Birgitta Guðjónsdóttir UMSE. Englendingar unnu íslendinga 2-3 í unglingalandsleik í knattpymu. Færeyingar léku sinn fyrsta knatt- spymulandsleik í stórmóti 12. septem- ber, léku gegn Austurríkismönnum í Landskrona í Svíþjóð og sigruðu 1-0. Óvæntustu úrslit knattspymusögunn- ar, sögðu margir. KR-ingurinn Páll Kolbeinsson var valinn í Norðurlandaúrvalið í körfúknattleik. Fram tryggði sér íslandsmeistaratitil- inn í knattspymu karla með því að sigra Val 3-2 í síðustu umferð mótsins. Þór og ÍA féllu í 2. deild, en sæti þeirra unnu Víðir og Breiðablik. Stjaman féll úr Evrópukeppni félags- liða í handknattleik. Stjaman vann FH-INGAR voru ekki í vandræðum með að verða íslandsmeistarar í handknattleik 1990. Sigur FH á mótinu var aldrei í hættu. Guðjón Áma- son hampar hér bikamum. Þórdís Gísladóttir bætti eigið íslands- met í hástökki er hún stökk l,88m í stökk- og kast-landskeppni íslendinga, Breta, Belga og Spánverja sem fram fór í Grimsby. fsland varð í neðsta sæti í keppninni. Júgóslavar urðu heimsmeistarar í körfuknattleik. Þeir sigruðu Sovét- menn 92-75 í úrslitaleik keppninnar. Bandaríkjamenn urðu í þriðja sæti keppninnar. Grótta endurheimti 1. deildarsæti sitt í handknattleik, en fjölgað var í deildinni um tvö lið. í aukakeppninni um sætin tvö urðu Grótta og Haukar hlutskörp- usL HK og Þór sátu eftir. Áður höfðu lið Fram og Selfoss tryggt sér 1. deildar- sæti með því að verða í tveimur efstu sætum 2. deildar. Valur og KR léku til úrslita í Mjólkur- bikarkeppni KSÍ. í framlengdum leik skildu liðin jöfn 1-1 og urðu að leika á nýjan leik. Þá höfðu Valsmenn betur 5- 4 í vítaspymukeppni. Einar Vilhjálmsson var aftur á ferðinni með íslandsmet í spjótkasti er hann kastaði 85,48m í undanrásum Evrópu- meistaramótsins í Split í Júgóslavíu 27. ágúsf. í úrslitum spjótkastsins varð Einar f 9. sæti. Pétur Guðmundsson kúluvarpari komst í úrslit EM í Split og varð í 12. sæti, kastaði 19,46m. Drengjalandsliðið í knattspymu tapaði Helsingör á heimavelli, en tapaði úti- leiknum. FH lék sinn fyrsta leik í Evrópukeppni í knattspymu og tapaði heima fýrir Dundee United frá Skotlandi 1-3. í síð- ari leiknum í Skotlandi varð 2-2 jafnt- efli og FH féll úr keppni. Fram tók á móti Djurgarden frá Sví- þjóð í keppni bikarhafa og sigraði heima 3-0, en 1-1 jafntefli varð ytra. Fram komst því í aðra umferð keppninnar. íslandsmeistarar KA léku einnig sinn fyrsta Evrópuleik á árinu. Þeir unnu CSKA Sofia frá Búlgaríu 1-0 á Akureyri, en töpuðu ytra 3-0 og féllu úr keppni. KFR sigraði í sveitakeppni á íslands- meístaramótinu í karate. Ómar ívars- son sigraði í opnum flokki í kumite karla. Sævar Jónsson Val og Vanda Sigur- geirsdóttir ÍA vom valin bestu leik- menn 1. deildar karla og kvenna á loka- hófi knattspymumanna. íslandsmótið í handknattleik hófst óvenju snemma í ár. Sigurður Bjama- son Stjömunni vakti fljótlega athygli fyrir að skora mikið. í leik gegn ÍR skor- aði hann 16 mörk. 21 árs landsliðið tapaði 7-0 fyrir Tékk- um ytra í undankeppni ÓL. Drengjalandsliðið vann aftur á móti 6- 0 sigur á Walesbúum og komst í úrslita- keppni EM. Á-landsliðið í knattspymu mátti þola KR SIGRAÐI í fyrsta sinn á ís- landsmóti karla í boltagrein í ára- raðir er liðið tryggði sér titilinn í körfuknattleiknum eftir úrslitaleiki gegn Keflvíkingum. Guðni Guðnason, fýrirliði KR, heldur hér á bikamum. vandræðum með tjöld sín í hvassviðri sem gerði einn mótsdaginn. íslensku keppendumir á heimsleikum fatlaðra, sem fram fór í Assen í Hollandi, náði frábærum árangri. Ólafur Eiríks- son sundmaður sigraði í þremur grein- um og setti heimsmet í þeim öllum. Sigrún Pétursdóttir sigraði í tveimur sundgreinum, Geir Sverrisson í einni og Kristín Rós Hákonardóttir í einni. Ótalin em þá silfur- og bronsverðlaun sem unnust á mótinu. Handknattleikslandsliðið tók þátt í Friðarleikunum í Seattle í Bandaríkj- unum. í fyrsta leik sínum á mótinu tap- aði liðið fýrir Júgóslövum 17-18, og síð- an fýrir Spánverjum 19- 20. Á leikunum vakti það athygli að Leroy Burrel tókst loks að sigra Carl Lewis í lOOm hlaupi karla. Einar Vilhjálmsson spjótkastari varð í 6. sæti í spjótkastkeppni Friðarleik- anna, kastaði aðeins 76,26m. Handknattleiksmennimir unnu S- Kóreumenn í Seattle 26-17, Japan 27- 19 og Tékka 24-23 og hafnaði í 5. sæti leikanna. HSK varð í fýrsta sinn bikarmeistari í 1. deild í frjálsum íþróttum í ágúst í sumar. í 2. deild sigruðu KR-ingar og Ármenningar urðu í öðru sæti. Borg- firðingar sigruðu í 3. deild, en UDN varð í öðru sæti. Úlfar Jónsson varð íslandsmeistari í golfi á landsmótinu sem fram fór á Akur- eyri. Úlfar háði harða keppni við Ragnar Ólafsson um titilinn og sigraði í þriðju holu í bráðabana. í kvennaflokki varð Karen Sævarsdóttir íslandsmeistari. Martha Emstdóttir bætti íslandsmetið í 5000m hlaupi kvenna á móti í V- Þýskalandi. íslendingar sigruðu Færeyinga 3-2 í landsleik í knattspymu í Færeyjum. Anthony Karl Gregory, sem lék sinn fýrsta landsleik, skoraði tvö marka ís- lands, en sigurmarkið gerði Amór Guð- johnsen. Einar Vilhjálmsson bætti eigið íslands- met í spjótkasti, kastaði 85,28m á móti í Malmö. Einar sigraði á mótinu. Golfklúbburinn Keilir sigraði í sveita- keppninni í golfi sem ffarn fór á Grafar- holtsvelli. Metþátttaka var í Reykjavíkurmara- þoni 1990. Sigurvegari f karlaflokki varð Englendingurinn Jerry Hall. í kvennaflokki sigraði Susan Shield, einnig frá Englandi. Ágúst 1-0 tap fýrir Tékkum í undankeppni EM í Kosice. Frábær körfuboltaleikur fór ffarn á Seltjamamesi í lok mánaðarins. ís- landsmeistarar KR sigruðu þá finnsku meistarana SAAB 120-118 í Evrópu- keppni meistaraliða. KR tapaði síðari leiknum sem fram fór í Finnlandi, með nokkmm mun. Október Kolbrún Jóhannsdóttir, markvörður Fram í handknattleik, átti stórleik þeg- ar Fram sló sænska liðið Polizen út úr Evrópukeppni meistaraliða. Fram sigr- aði í Höllinni 26-18, en hafði áður tapað 18-16 í Stokkhólmi. Halldór Hafsteinsson Ármanni varð í 9. sæti í -86 kg flokki á opna sænska meistaramótinu í júdó. Keppni í úrvalsdeildinni í körfuknatt- leik hófst. Tindastólsmenn mæta til leiks með geysisterkt lið, sem meðal annars hefur innanborðs Pétur Guð- mundsson. 21 árs landsliðið í knattspymu tapaði 2-0 fýrir Spánverjum í undankeppni ÓL. Daginn eftir léku A-lið sömu þjóða. Spánverjar unnu 2-1 sigur. Sigurður Jónsson skoraði mark íslands á skemmtilegan hátt, hans fýrsta lands- liðsmark. Teitur Þórðarson knattspymuþjálfari færði sig um set ffá Brann til Lyn í Nor- egi. Amór Guðjohnsen knattspymumaður gerir samning við franska liðið Bordeaux. Fram dróst á móti Barcelona í annarri umferð Evrópukeppni bikarhafa í knattspymu. Fýrri leik liðanna á Laug- ardalsvelli lauk með 1-2 heppnissigri spænska liðsins. James „Buster" Douglas tapaði heims- meistaratitlinum í þungavigt í hnefa- leikum til Evanders Holyfield. Pétur Guðmundsson kúluvarpari nálgaðist íslandsmetið, er hann kastaði 20,77m. Rúnar Jónsson og Jón Ragnarsson urðu íslandsmeistarar í rallakstri 1990. Rúnar í 4. sinn, en Jón í 8. sinn. Nóvember ívar Hauksson vaxtarræktarmaður, sem lýsti því yfir í Tímanum í aprfl að hann hefði aldrei notað ólögleg lyif, féll á lyfjaprófi á HM áhugamanna sem ffam fór í Malasíu í byrjun nóvember. ís- landsmeistarinn, Guðmundur Braga- son, stóðst lyfjapróf. Hann komst ekki í úrslit mótsins. Fram tapaði síðari leiknum gegn Barc- elona í Evrópukeppninni 3-0 í Barcel- ona, en frammistaða þeirra í keppninni var til sóma fýrir íslenska knattsnymu. Pétur Guðmundsson bætti íslands- metin í kúluvarpi innan- og utanhúss með viku millibili, fýrst kastaði hann 20,66m í Reiðhöllinni og síðan 21,26m á Varmárvelli. Bjami Friðriksson júdómaður varð í öðm sæti á opna norska meistaramót- inu í júdó. Mótið var mjög sterkt og margir af bestu júdómönnum Evrópu vom á meðal þátttakenda. Tékkar komu til íslands í lok nóvem- ber og léku þrjá landsleiki gegn okkar mönnum í handknattleik. Island sigr- aði í fýrsta leiknum 26- 22, en tvö jafnt- efli fýlgdu í kjölfarið 23-23 og 22-22. Úlfar Jónsson og Sigurjón Amarson stóðu sig mjög vel á HM í golfi í Flórída. Þeir urðu í 25.-26. sæti af 32 sveitum sem tóku þátt. Þeir félagar vom einu áhugamennimir sem tóku þátt í mót- inu. Skagamenn urðu bikarmeistarar í sundi 1990. Bjami Friðriksson bætti enn einni skrautfjöðrinni í hatt sinn á opna skandinavíska meistaramótinu í júdó sem fram fór í Danmörku. Hann sigraði bæði í sínum þyngdarflokki og í opnum flokki, en á mótið mættu margir sterkir júdómenn. ísland sigraði Bandaríkin 30-19 í landsleik í handknattleik í Stykkis- hólmi. Desember ísland sigraði á alþjóðlegu handknatt- leiksmóti sem haldið var í Danmörku. ísland sigraði Frakka 25- 20, gerði jafnt- efli við Dani 24-24 og sigraði síðan Bandaríkjamenn 25-17. Vélfryst skautasvell fýrir almenning var opnað í Laugardal. gi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.