Tíminn - 29.12.1990, Blaðsíða 27

Tíminn - 29.12.1990, Blaðsíða 27
Laugardagur 29. desember 1990 Tíminn 27 Ávarp formanns braut. Það höfum við loksins gert á því ári, sem er að líða, en þeirri baráttu verð- ur að halda áfram. Samningamir við Evrópubandalagið Með öðrum meðlimaþjóðum Frí- verslunarbandalags Evrópu stöndum við íslendingar nú í mikilvægustu milli- ríkjasamningum sem við höfum nokkru sinni gengið til. Þeir eru þó í eðli sínu ekki flóknir. Við leitum fyrst og fremst eftir frjálsri verslun og samvinnu á sviði atvinnuvega og framleiðslu. í tengslum við þessa samninga semjum við jafn- framt um samstarf á sviði vísinda og mennta. Engu að síður virðast þessir samn- ingar ekki almenningi nægilega ljósir. Við höfum augljóslega brugðist þeirri skyldu okkar að kynna málið vel fyrir þjóðinni. Undarlegra er þó hitt, að þeir virðast veljast mjög fyrir sumum stjómmála- mönnum, sem í ráðaleysi og uppgjöf, að því er virðist, leggj'a til fulla aðild að Evr- ópubandalaginu. Gjaman gleymist, að við íslendingar höfum nú betri samninga við Evrópu- bandalagið um frjálsa verlsun en nokkur önnur þjóð. Nú þegar er fullt viðskipta- frelsi með allan iðnaðarvarning. Þess vegna hafa erlendir aðilar áhuga á að byggia hér álver eða þilplötuverksmiðju, svo eitthvað sé nefnt. Við höfum einnig að langmestu leyti frelsi fyrir sjávaraf- urðir okkar. Á því sviði em þó nokkur erfið mál. Eftir inngöngu Spánverja og Portú- gala í Evrópubandalagið urðu þær heim- ildir, sem við höfum til innflutnings á saltfiski, alls ófullnægjandi. Sömuleiðis verður okkur stöðugt erfiðari sá átján af hundraði tollur, sem krafist er af fersk- um flökum. Sfidin er einnig tolllögð hátt, sem er áhyggjuefni nú, þegar Rúss- landsmarkaður hefur lokast um sinn. Með harðfylgi tókst á síðasta ári að fá fríverslun með fisk viðurkennda innan Fríverslunarbandalags Evrópu. Þessu er hins vegar neitað af Evrópubandalaginu, sem rekur þvert á móti víðtæka styrkja- stefnu í sjávarútvegi, bæði veiðum og vinnslu. Þegar er orðið ljóst að um fiskinn verður að semja sérstaklega, hvort sem það er gert í samningum um evrópskt efnahagssvæði eða í sérsamningum okk- ar við Evrópubandalagið. í öllum þess- um samningum er fiskurinn í raun smá- mál fyrir Evrópubandalagið, enda bendir flest til þess að það mál verði leyst, ef samningar takast á annað borð. Því er engin ástæða til barlóms eða uppgiafar. Ef svo fer hins vegar að samningar um evrópskt efnahagssvæði takast ekki, höldum við okkar samningum, sem eru eins og fyrr segir, að mörgu leyti góðir. Allir þeir þjóðarleiðtogar, sem við hefur verið rætt, hafa jafnframt tekið því vel, að sérstakir samningar verði í því tilfelli gerðir við ísland. Ég sé enga ástæðu til að vanmeta þann vilja. Full aðild að Evrópubandalaginu kemur ekki til greina, að mati okkar framsóknarmanna. Þeir sem slíkt boða, þekkja illa staðreyndir málsins. Sumir fullyrða að unnt yrði að fá undanþágur frá grundvallaratriðum Rómarsáttmál- ans, eins og t.d. sameiginlegri stjóm á náttúruauðlindum og eignarrétti á landi. Það er mikill misskilingur. Á það hafa all- ir forystumenn, sem ég hef rætt við, lagt áherslu. Aðeins gæti orðið um að ræða aðlögun, eins og t.d. Crikkir hafa fengið. Þegar um er að ræða sjálfstæði þessarar þjóðar, skiptir 10 ára aðlögunartími, eða hver annar sem hann gæti orðið, að sjálf- sögðu engu máli. Það er einnig að okkar mati blindni að ætla, að við íslendingar hefðum ein- hver afgerandi áhrif í Brússel. Við mynd- um eiga afar erfitt með að taka þátt í því bákni, sem þar vex upp óðfluga. Þaðan yrði málum heldur aldrei stjómað með hagsmuni þessarar örsmáu þjóðar í huga. Hagsmunir heildarinnar myndu ráða eða þeirra ríku og fjölmennu. Það eru allt aðrir hagsmunir en okkar. Loks er verðugt að hafa í huga að Evrópubandalagið hefur sýnt sig að vera eitthvert íhaldssamasta verndarbandalag á heimskringlunni nú. Það kom gleggst fram í viðræðum innan GATT. í slíkan fé- lagsskap eigum við ekki erindi. Við framsóknarmenn munum aldrei ljá máls á því að gerast aðilar að Evrópu- bandalaginu. Hitt er svo annað mál, að þetta Iand mun opnast. Við höfum sjálfir ákveðið að auka stórlega heimildir til fjármagnsflutninga á milli landa. Ég mun einnig væntanlega leggja fyrir Al- þingi, fljótlega, frumvarp til laga, sem gjörbreytir ýmsum reglum um erlenda fjárfestingu hér á landi. Með því mun stefnt að betri tryggingu á eignarhaldi okkar íslendinga í grundvallargreinum eins og náttúruauðlindum til lands og sjávar, en opnað á ýmsum öðrum svið- um. Við viljum heilbrigt samstarf við aðrár þjóðir, en við viljum slíkt samstarf sem jafningjar en ekki sem þrælar. Alþjóðamál Eftir að Sjálfstæðisflokkurinn sleppti höndum af utanríkismálum, urðu á því sviði miklar breytingar. Þátttaka okkar íslendinga í ýmsum alþjóðlegum stofn- unum varð virkari. Síðan höfum við beitt okkur eins og við megum fyrir fram- gangi mikilvægra mála, sem til bóta og friðar horfa. Við höfum lagt áherslu á sjálfsákvörðunarrétt þjóða. Þannig styðj- um við sjálfsákvörðunarrétt Palestínu- manna á herteknu svæðunum og alþjóð- lega ráðstefnu um þeirra málefni. Því miður hefur þröngsýni ráðamanna í ísrael og í Bandaríkjunum komið í veg fyrir þá lausn þessa alvarlega vandamáls. Við höfum einnig stutt betur en nokkur önnur þjóð sjálfsákvörðunarrétt Eystrasaltslandanna. Það höfum við gert á alþjóðlegum fundum. M.a. gerði ég það ákveðnar en aðrir leiðtogar í París í nóv- ember síðastliðnum. Þessa afstöðu hefur Alþingi staðfest, m.a. nú rétt fyrir jólin, með sérstakri ályktun. Að sjálfsögðu hljóta Eystrasaltslönd- in að leggja áherslu á góða sambúð við nágranna sinn í austri. Þess vegna eru þær viðræður, sem þeir féllust á við for- ystu Sovétríkjanna, afar mikilvægar. Jafnframt er ljóst að Sovétríkin eiga nú í gífurlega miklum innri erfiðleikum. Af þeim sökum kann lausn á málum Eystra- saltslandanna að dragast eitthvað á lang- inn. En aðalatriðið er, og á það leggjum við áherslu, að niðurstaöan verði fullt sjálfstæði þessara ríkja í samræmi við þeirra eigin ákvörðun. Innan Atlantshafsbandalagsins höf- um við beitt okkur fyrir samningum um fækkun kjarnorkuvopna, m.a. á höfun- um, og mun þeirri baráttu haldið áfram. Þegar ég tók við starfi utanríkisráð- herra í júlí 1987, lá fyrir sú ákvörðun for- vera míns, að við íslendingar tækjum ekki þátt í viðræðum í Vín um fækkun vopna í Evrópu. Ég breytti þeirri ákvörð- un. Það vakti nokkra athygli hjá óvopn- aðri þjóð. Heldur hefði það orðið sorg- legt að taka þátt í leiðtogafundinum í París og geta ekki skrifað undir samning um fækkun vopna. Satt að segja var stór- kostlegt að mega fyrir hönd þessarar litlu, óvopnuðu þjóðar skrifa undir samning um fækkun vopna og griðasátt- mála, þar sem því er heitið að fara ekki með ófriði á hendur þjóða Evrópu. Það heit munum við að sjálfsögðu halda. Við skulum vona að aðrir geri það einnig. Á fyrri árum virtist minnimáttar- kenndin landlæg hjá sumum forystú- mönnum landsins. Þeir virtust telja ís- land svo smátt og máttlaust að á það yrði ekki hlustað. Þetta hefur reynst mikill misskilningur. Rödd íslands heyrist vel og eftir henni er tekið. í þeim litla heimi sem við lifum í er það ekki aðeins réttur okkar íslendinga að beita okkur af krafti í sem flestum al- þjóðamálum, heldur er það skylda okkar. Vissulega er það mikið verkefni fyrir litla þjóð, en nú er svo komið að fátt gerist svo á alþjóðlegum vettvangi að ekki hafi áhrif hér á hjara veraidar, eins og stund- um var sagt. Slíkt getur jafnvel skipt sköpum um framtíð okkar. Tvö eru þau mál, sem eðlilegt er að menn hafi af miklar áhyggjur um þessar mundir. í Sovétríkjunum virðast harð- línumenn hafa náð undirtökum. Slökun- arstefnan virðist hafa brotlent á múrum Kremlar. Þar ríkir því mikil óvissa þessa stundina. Vonandi er þetta ástand aðeins tímabundið. E.t.v. var of hratt farið og nauösynlegt kann að verða að staldra við og safna kröftum. Afturhvarf til harð- stjórnar í Sovétríkjunum myndi hafa hinar geigvænlegustu afleiðingar fyrir alla þá jákvæðu þróun, sem verið hefur í Evrópu upp á síðkastið, og ekki síst hefur verið þökkuð forseta Sovétríkjanna, Gorbatsjov. Því er afar mikilvægt að frelsis- og lýðræðisþróunin fái haldið áfram í Sovétríkjunum. Við Persaflóann horfir heldur ekki vel um þessi áramót. Eftir stöðugar gagnkvæmar hótanir, sem hljóma orðið eins og biluð plata, rennur óðTluga út sá tími, sem öryggisráð Sameinuðu þjóð- anna gaf til að ná sáttum. Nokkur hundruð íslendinga afhentu mér nú fyrir hátíðamar áskorun þess efnis að ríkisstjórnin stuðli að því eins og hún getur, að samningar takist við Persa- flóa og ófriður verði umflúinn. Þó ég taki undir með þessum ágætu mönnum, er það staðreynd, að máttur okkar íslend- inga til að hafa áhrif á atburðina við Persaflóa er afar lítill. Við Persaflóa, eins og annars staðar, kjósum við frið en ekki ófrið. Þetta mega allir vita, ef það getur orðið einhverjum til eftirbreytni. Þróunaraðstoð Síðastliðið haust sótti ég leiðtoga- fund í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóð- anna í New Vork um málefni bama. Þótt sumum þætti sá fundur einkennast um of af mikilli sýningu, var hann þó um margt fróðlegur. Mikilvægt mun það vonandi reynast, að í lok fundarins var skrifað undir sáttmála um aukna aðstoð við þau börn heimsins sem þjást og líða skort. Hlutur okkar íslendinga í þeirri að- stoð er lítill. Framlag til barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna hefur verið aðeins um 8 kr. á hvern íbúa á sama tíma og Norðmenn, sem að vísu veita mest, hafa reitt um 600 kr. á hvern íbúa þar í landi. afgreiðslu fjárlaga nú fyrir áramótin var framlag íslands meir en þrefaldað, og er nú um 28 kr. á hvern íbúa. Það er þakk- arvert. Við höfum a.m.k. staðið við það heit að auka okkar aðstoð. Sem betur fer leggjum við íslend- ingar jafnframt töluvert fram til þróun- araðstoðar í frjálsum framlögum í gegn- um hjálparstofnanir, sérstaklega kirkj- unnar og Rauða krossins. Engu að síður er þróunaraðstoð okkar, þegar á heildina er litið, aðeins um tíundi hluti af því, sem Alþingi samþykkti fyrir sjö árum að varið skyldi í þessu skyni. Ég hef hafið máls á því að leitað verði nýrra leiða til að auka okkar fram- lag. Meðal annars verði kannað hvort landsmenn vilji leggja einhvern lítinn hundraðshluta af launum sínum í þró- unaraðstoð, til viðbótar því sem rennur til slíkra mála á fjárlögum eða með frjáls- um framlögum. Fyrir jólin skipaði ég nefnd, sem ég hef beðið að skoða þessi mál í heild og gera tillögur um það, hvernig að fjársöfnun og þróunaraðstoð skuli staðið. Ég vona að þær tillögur verði tilbúnar fljótlega eftir áramótin. Þá skulum við skoða þær og ganga síðan heiðarlega til verks og ekki lofa mei.-u en við ætlum okkur að standa við. Sumir virðast telja að þjáningar fólks, hungur og örbirgð, einkum á suð- urhveli jarðar, sé okkur óviðkomandi. Það er rangt. Eins og mengun umhverf- isins, eitrun andrúmsloftsins og eyðing ósónlagsins hefur bein áhrif á okkur, mun þetta ástand um síðir einnig hafa það. Margar þessar þjóðir hafa verið arð- rændar um aldir, alveg eins og umhverf- ið. Ekki verður hjá því komist að skila einhverju af því aftur. Stjóraarsamstarfíð Stjórnarsamstarf, fyrst þriggja og síðan fjögurra flokka, hefur verið gott. Vissulega hafa skoðanir oft verið skiptar. Forystumenn hafa þá, eins og mönnum er sæmandi, sest niður og leitast við að leysa ágreininginn. Það hefur tekist. Oft hef ég ekki getað annað en bros- að, þegar fjölmiðlar birta með stórum fyrirsögnum sögur af ágreiningi í ríkis- stjórninni. Jafnvel hinn smæsti skoðana- munur er gerður að ágreiningi. Satt að segja væri afar óeðlilegt ef fjórir flokkar væru í öllum málum sammála. Ég get heldur ekki neitað því, að oft hefur skoð- anamunur verið leystur þannig að betri niðurstaða hefur fengist. Með þessu stjórnarsamstarfi hefur verið hrundið þeirri áratugagömlu kenn- ingu íhaldsins að sundrung hljóti að fylgja samstarfi mið- og vinstriflokka. Heidur er þessi kenning brosleg, f ljósi þess að líklega er óeining meiri innan Sjálfstæðisflokksins en á milli stjórnar- flokkanna. Framtíðin Mér virðast framtíðarhorfur innan- lands, og einnig á ýmsum sviðum al- þjóðamála, bjartar. Við íslendingar höf- um a.m.k. ekki undan miklu að kvarta. Ef tekst að staðfesta þann árangur sem náðst hefur í efnahagsmálum, getum við átt hér á landi góð lífskjör og gott mann- líf framundan. Á hið síðara ber að leggja vaxandi áherslu. Þetta land okkar er til góðs mannlífs kjörið. Stjómarflokkarnir hafa náð miklum árangri. Því verður ekki af sanngimi neitað. Ef þeir ná til þess meirihluta í kosningunum framundan, ætti að sjálf- sögðu ekkert að vera því til fyrirstöðu að þeir starfi saman áfram. Engu skal þó um það spáð á þessari stundu. Framsóknar- flokkurinn Við framsóknarmenn héldum mjög gott flokksþing í nóvember síðastliðn- um. Okkar stefna í öllum málum þjóðfé- lagsins er skýr. Henni hef ég leitast við að lýsa í þessum orðum. Þessa stefnu leggj- um við fram í kosningabaráttunni og hún verður grundvöllur að stjórnarsam- starfi af okkar hálfu. Framsóknarflokkurinn er sterkur um þessar mundir. Kannanir sýna að þjóðin metur þann árangur sem hefur náðst og þakkar flokknum þá forystu sem hann hefur haft. Framsóknarmenn munu aldrei skorast undan ábyrgð. Þar er ég sannfærður um að flokksins er meiri þörf á næstu árum en oftast áður. Festa er nauðsynleg, hvergi má láta und- an síga. Lokaorð Lengi hef ég átt gott samstarf við framsóknarmenn um land allt. Sjaldan hefur mér þó þótt ánægjulegra að sækja kjördæmisþingin en í haust. Þau sat ég öll nema tvö. Alls staðar var baráttuhug- ur og samhent sveit. Þessi ríka samstaða gerir okkur, sem til forystu höfum valist, kleift að vinna störfin. Þann stuðning sem mér hefur verið veittur vil ég sér- staklega þakka. Hann hefur verið mér ómetanlegur. Ég þakka framsóknarmönnum gott samstarf á liðnu ári og reyndar lands- mönnum öllum. Þjóðinni óska ég þess að á nýju ári megi ríkja festa og framsýni. Þá mun ár- ið verða farsælt. 1 I Í2 [í p [F 6187 Lárétt 1) Hláka 6) Þrír eins 7) Stafrófsröð 9) Skáld 10) Bykkjan 11) Öðlast 12) 5113) Veik 15) Frekt Lóðrétt 1) Flugbelgur 2) Varma 3) Snjall 4) Gangþófi 5) Gabbast 8) Þungbúin 9) Frostsár 13) Forsetning 14) 1001 Ráðning á gátu nr. 6186 Lárétt 1) Króknar 6) Krá 7) Ró 9) TS 10) Liðamót 11) Ið 12) LI 13) Áni 15) Gæðavín Lóðrétt 1) Kerling 2) Ok 3) Króanna 4) Ná 5) Rostinn 8) Óið 9) Tól 13) Að 14) IV Bilanir Ef bilar rafmagn, hitaveita eða vatnsvelta má hringja i þessi símanúmer Rafmagn: I Reykjavfk, Kópavogi og Seltjam- arnesi er simi 686230. Akureyri 24414, Kefla- vik 12039, Hafnarfjörður 51336, Vestmanna- eyjar 11321. Hitaveita: Reykjavik sími 82400, Seltjarnar- nes simi 621180, Kópavogur 41580, en eftir kl. 18.00 og um helgar í sima 41575, Akureyri 23206, Keflavík 11515, en eftir lokun 11552. Vestmannaeyjar simi 11088 og 11533, Hafn- arfjöröur 53445. Simi: Reykjavik, Kópavogi, Seltjamamesi, Akureyri, Keflavík og Vestmannaeyjum til- kynnist i síma 05. Bilanavakt hjá borgarstofnunum (vatn, hita- veita o.fl.) er í sima 27311 alla virka daga frá kl. 17.00 til kl. 08.00 og á helgum dögum er svaraö allan sólarhringinn. Tekiö er þar viö til- kynningum á veitukerfum borgarinnar og I öörum tilfellum, þar sem borgarbúar telja sig þurfa að fá aöstoð borgarstofnana. Gengisskráning 28. desember1990 kl. 09.15 Kaup Sala Sandaríkjadollar 55,720 55,880 Sterilngspund 105,701 106,004 Kanadadollar 47,966 48,104 Dönsk króna 9,4964 9,5236 Norsk króna 9,3490 9,3758 9,7712 9,7992 15,2282 Finnskt mark ....15,1846 Franskurfranki ....10,7823 10,8132 Belgiskur franki 1,7740 1,7791 Svissneskur frankl... 42,9524 43,0757 Hotlenskt gyllini 32,4993 32,5926 ....36,6700 36,7753 0,04874 5,2266 0,04860 Austum'skur sch 5,2116 Portúg. escudo 0,4111 0,4122 Spánskur peseti 0,5734 0,5750 Japanskt yen 0,41031 0,41149 97,468 97,748 78,8774 Sérst. dráttarr 78,6516 ECU-Evrópum 75,1663 75,3821 Kvöld-, nætur- og helgidagavarsla apóteka í Reykjavík 21.-27. desember er í Lyfjabúð Iðunnar og Garðs Apóteki. Það apótek sem fyrr er nefnt annast eitt vörsluna frá kl. 22.00 að kvöldi til kl. 9.00 að morgni virka daga en kl. 22.00 á sunnudögum. Upplýs- ingar um læknis- og lyfiaþjónustu eru gefnar í síma 18888. Hafnarfjöröun Hafnarfjaröar apótek og Noröur- bæjar apótek eru opin á virkum dögum frá kl. 9.00-18.30 og til skiptis annan hvern laugardag kl. 10.00-13.00 og sunnudag kl. 10.00-12.00. Upplýsingar i simsvara nr. 51600. Akureyri: Akureyrar apótek og Stjömu apótek eru opin virka daga á opnunartíma búöa. Apó- tekin skiptast á sina vikuna hvort aö sinna kvöld-, nætur- og helgidagavörslu. Á kvöldin er opiö i þvi apóteki sem sér um þessa vörslu, til kl. 19.00. Á helgidögum er opið frá kl. 11.00- 12.00 og 20.00-21.00. Á öörum tímum er lyfja- fræöingur á bakvakt. Upplýsingar eru gefnar I slma 22445. Apótek Keflavíkur Opið virka daga frá k. 9.00- 19.00. Laugardaga, helgidaga og almenna fri- daga kl. 10.00-12.00. Apótek Vostmannaeyja: Opið virka daga frá kl. 8.00-18.00. Lokaö I hádeginu milli kl. 12.30- 14.00. Selfoss: Selfoss apótek er opið til kl. 18.30. Op- iö er á laugardögum og sunnudögum kl. 10.00- 12.00. Akranes: Apótek bæjarins er opið virka daga til kl. 18.30. Opiö er á laugardögum kl. 10.00- 13.00 og sunnudögum kl. 13.00-14.00. Garöabær Apótekið er opiö rúmhelga daga kl. 9.00-18.30, en laugardaga kl. 11.00-14.00. Læknavakt Læknavakt fyrir Reykjavík, Seltjamames og Kópavog er i Heilsuvemdarstöð Reykjavlkur alla virka daga frá kl. 17.00 til 08.00 og á laugardög- um og rielgidögum allan sólarhringinn. A Sel- tjamamesi er læknavakt á kvöldin kl. 20.00- 21.00 og laugard. kl. 10.00-11.00. Lokað á sunnudögum. Vitjanabeiðnir, simaráöleggingarog tímapantan- ir I sima 21230. Borgarsprtalinn vakt frá kl. 08-17 alla virka daga fyrir fólk sem ekki- hefur heimilislækni eða nær ekki til hans (slmi 696600) en slysa- og sjúkravakt (Slysadeild) sinnir slösuðum og skyndiveikum allan sólar- hringinn (sími 81200). Nánari upplýsingar um lyfjabúöir og læknaþjónustu erugefnar I símsvara 18888. Ónæmisaðgeröir fyrir fullorðna gegn mænusótt fara fram á Heilsuvemdarstöð Reykjavíkur á þriðjudógum kl. 16.00-17.00. Fólk hafi með sér ónæmisskírteini. Seltjamames: Opiö er hjá Tannlæknastofunni Eiöistorgi 15 virka daga kl. 08.00-17.00 og 20.00- 21.00, laugardaga kl. 10.00-11.00. Simi 612070. Garðabær Heilsugæslustööin Garðaflöt 16-18 er opin 8.00-17.00, síml 656066. Læknavakt er I síma 51100. Hafnarfjötður: Heilsugæsla Hafnarflaröar, Strandgötu 8-10 er opin virka daga kl. 8.00- 17.00, simi 53722. Læknavakt slmi 51100. Kópavogun Heilsugæslan er opin 8.00-18.00 virka daga. Sími 40400. Keflavflc Neyöarþjónusta er allan sólarhringinn á Heilsugæslustöð Suöumesja. Slmi: 14000. Sálræn vandamál: Sálfræðistööin: Ráögjöf I sál- fræðilegum efnum. Slmi 687075. Landspítalinn: Alla daga kl. 15 til 16 og kl. 19 til kl. 20.00. Kvennadeildin: kl. 19.30-20.00. Sængurkvennadeild: Alla daga vikunnar kl. 15- 16. Heimsóknartimi fyrir feður kl. 19.30-20.30. Bamaspítali Hringslns: Kl. 13-19 alla daga. Öldrunartækningadcild Landspitalans Hátúni 10B: Kl. 14-20 og eftir samkomulagi. - Landa- kotsspítali: Alla virkakl. 15 til kl. 16ogkl. 18.30 til 19.00. Barnadeild 16-17. Heimsóknartimi annarra en foreldra kl. 16-17 daglega. - Borg- arspítalinn I Fossvogi: Mánudaga til föstudaga kl. 18.30 til 19.30 og eftir samkomulagi. Á laug- ardögum og sunnudögum kl. 15-18. HafnarbUðin Alla daga kl. 14 til kl. 17. - Hvfta- bandið, hjúkrunardeild: Heimsóknartími frjáls alla daga. Grensásdeild: Mánudaga ti föstu- daga kl. 16-19.30. - Laugardaga og sunnudaga kl. 14-19.30. - Heilsuvemdarstööin: Kl. 14 til kl. 19. - Fæðingarheimili Reykjavlkur: Alla daga kl. 15.30 til kl. 16.30. - Klcppsspítali: Alla daga kl. 15.30 til kl. 16 og kl. 18.30 til kl. 19.30. - Flókadeild: Alla daga kl. 15.30 til kl. 17. Kópa- vogshælið: Eftir umtali og kl. 15 til kl. 17 á helgidögum. - Vífilsstaðaspítali: Heimsóknar- timi daglega kl. 15-16 og kl. 19.30-20. - St Jós- epsspítali Hafriarfiröi: Alla daga kl. 15-16 og 19-19.30. Sunnuhlíö hjúkrunarheimili i Kópavogi: Heim- sóknartimi kl. 14-20 og eftir samkomulagi. Sjúkrahús Keflavikurtæknishéraðs og heilsu- gæslustöövar: Vaktþjónusta allan sólarhring- inn. Simi 14000. Keflavik-sjúkrahúsiö: Heim- sóknartimi virka daga kl. 18.30-19.30. Um helgar og á hátiöum: Kl. 15.00-16.00 og 19.00- 19.30. Akureyri- sjúkrahúslð: Heimsóknartimi alla daga kl. 15.30-16.00 og 19.00-20.00. A barnadeild og hjúkrunardeild aldraöra Sel 1: Kl. 14.00-19.00. Slysavarösstofuslmi frá kl. 22.00- 8.00, simi 22209. Sjúkrahús Akraness: Heim- sóknartimi Sjúkrahúss Akraness er alla daga kl. 15.30-16.00 og kl. 19.00-19.30. Reykjavfk: Seltjamames: Lögreglan slmi 611166, slökkvilið og sjúkrabifreið simi 11100. Kópavogun Lögreglan slmi 41200, slökkviliö og sjúkrabifreiö simi 11100. Hafnartjörður Lögreglan slml 51166, slökkviliö og sjúkrabifreiö slmi 51100. Keflavik: Lögreglan slmi 15500, slökkviliö og sjúkrabill simi 12222, sjúkrahús 14000, 11401 og 11138. Vestmanneyjan Lögreglan, simi 11666, slökkvilið slmi 12222 og sjúkrahúsiö slmi 11955. Akuneyri: Lögreglan simar 23222, 23223 og 23224, slökkvilið og sjúkrablfreiö slmi 22222. Isatjörður: Lögreglan sími 4222, slökkvilið slmi 3300, brunasimi og sjúkrabifreiö sfmi 3333.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.