Fréttablaðið - 27.02.2009, Side 3

Fréttablaðið - 27.02.2009, Side 3
2 27. febrúar 2009 FÖSTUDAGUR EFNAHAGSMÁL Bráðabirgðaniður- stöður greiningar Seðlabankans á áhrifum kreppunnar á efnahag heimila og fyr- irtækja munu ekki berast for- sætisráðuneyt- inu í þessari viku, en ráðu- neytið bjóst við þeim í þeirri síðustu. Aðalhagfræð- ingur bankans, Arnór Sighvats- son, segir verk- efnið nokkuð vel á veg komið, en verið sé að leysa tæknilega örð- ugleika. Hann vill engu lofa um hvort niðurstöður berist í næstu viku. Í forsætisráðuneytinu er þessi vinna sögð undirstaða áætlunar um efnahag heimilanna. Bráða- birgðaniðurstöður áttu að ber- ast því í síðasta lagi um miðjan febrúar. - kóþ EFNAHAGSÁSTAND „Þetta er alltaf sama ferlið. Í samningum sem við gerum er fólki gert skylt að halda eigninni við. Ef það er ekki gert þá þarf að gera við bílana,“ segir Halldór Jörgensson, forstjóri Lýs- ingar. Margir hafa gagnrýnt fjár- mögnunarfyrirtæki fyrir gríð- arlega háan viðgerðarkostnað. Fréttablaðið sagði í vikunni frá Birni Zakarias Flohr, en bíll hans var metinn á 861 þúsund króna. Lýsing lét gera við hann fyrir 696 þúsund krónur. Halldór segist ekki þekkja þetta sérstaka tilfelli, en ljóst sé að fyrst viðgerðarkostnaður var svo hár hafi bíllinn verið „í algjörri steik“. Ætíð sé sömu vinnureglum beitt við þessar aðstæður. Lýs- ing meti ekki bílana heldur til þess bærir aðil- ar, Frumherji eða bílaumboð, svo dæmi séu tekin. Halldór seg- ist ekki hafa tölu yfir þann fjölda bíla sem fyrirtækið hefur leyst til sín, þeim hafi þó ekki fjölgað eins mikið og búast mætti við. Fyrirtækið hafi fjármagnað um 17 þúsund bíla. Lýsing flytur út eitthvað af þeim vinnuvélum sem fyrirtækið leysir til sín, en Halldór segir það ekki eiga við um bílana. „Kannski hafa einn eða tveir bílar farið frá okkur, ekki fleiri. Ég sé ekki að nokkur geti grætt á því og raunar er alltaf tap á því að taka yfir bíl.“ Sala á notuðum bílum hefur dregist mjög saman, en Halldór segir þó að markaðurinn sé ekki frosinn. Bílar sem Lýsing tekur yfir fari aftur á markað, en í járn- um sé að matsverð fáist fyrir þá. Fjölmargir hafa haft samband við Fréttablaðið eftir að Björn sagði sögu sína og hafa svipaða sögu að segja. Lýsing er gagnrýnd fyrir að ganga hart fram gegn þeim sem skulda. Halldór segir það af og frá. „Við höfum engan hag af að setja neinn í gjaldþrot og græðum ekki á því að taka yfir bíla. Við förum ekki fram af hörku gegn fólki sem lendir í vandræðum og er heiðarlegt gagnvart okkur.“ kolbeinn@frettabladid.is DÓMSMÁL Tveir piltar, sextán og sautján ára, hafa verið ákærðir af ríkissaksóknara fyrir mörg alvar- leg brot. Þeir rændu leigubílstjóra á síðasta ári og hótuðu að drepa hann, eins og segir í ákæru. Piltarnir tóku sér far með leigu- bílnum frá Hlemmi í Reykjavík til verslunar í Garðabæ. Þar réðst annar þeirra á bílstjórann, barði hann í andlitið og skipaði honum að afhenda sér þá peninga sem hann væri með. Á meðan beindi hinn pilturinn hnífi að hálsi mannsins og hótaði að drepa hann ef hann hlýddi ekki. Höfðu pilt- arnir á brott með sér 1.000 krón- ur og farsíma leigubílstjórans. Þá er annar piltanna ákærður fyrir að hafa tekið við peningum sem hann vissi að voru illa fengn- ir inn á reikning sinn. Af fjárhæð- inni hélt hann svo eftir 120 þús- und krónum. Sami piltur er einnig ákærð- ur fyrir fíkniefnalagabrot. Hann var með skammta af kannabis- efnum og amfetamíni þegar hann var færður í fangamóttöku á lög- reglustöðinni við Hverfisgötu. Hann var einnig með fjaðurhníf á sér og því ákærður fyrir vopna- lagabrot. Hinn pilturinn er einnig ákærð- ur fyrir að skalla lögreglumann í fangamóttöku. Jafnframt að hafa ráðist að manni á Hverfisgötu með hnífi og skorið hann löngum skurði í handarbak. - jss Tveir ungir piltar ákærðir fyrir rán, vopnalagabrot og að skalla lögreglumann: Hótaði að drepa leigubílstjóra MORÐHÓTUN OG RÁN Piltarnir rændu leigubílstjóra og hótuðu að drepa hann. HOLLAND, AP Flugstjóri tyrknesku farþegaþotunnar sem hrapaði á Schiphol-flugvelli í Amsterdam á miðvikudag var hinn rólegasti aðeins fáeinum sekúndum áður en vélin hrapaði til jarðar. Af upptökum á samtölum við flugumferðarstjórn verður ekki ráðið að hann hafi haft minnsta grun um að eitthvað væri í ólagi. Vélin var að koma til lendingar þegar skyndilega drapst á hreyfl- um hennar. Síðan féll vélin niður og skall stélið fyrst í jörðina. Níu manns fórust, sex eru enn í lífshættu og 25 að auki alvarlega slasaðir. - gb Tyrkneska flugvélin: Flugstjórinn var hinn rólegasti Á SLYSSTAÐ Sérfræðingar leita orsaka flugslyssins. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Segir háan kostnað við viðgerðir eðlilegan Forstjóri Lýsingar segir háan viðgerðarkostnað bíla sem fyrirtækið leysir til sín eðlilegan. Lýsing tapi á því að leysa bíla til sín og minna hafi verið um það en vænta mætti. Dæmi eru um viðgerðarkostnað fyrir næstum öllu matsverði bíls. BJÖRN ZAKARIAS FLOHR HALLDÓR JÖRGENSSON 17 ÞÚSUND Um 17 þúsund bílar eru í umferð sem Lýsing hefur fjármagnað. Forstjóri segir bílum sem fyrirtækið hefur leyst til sín hafa fjölgað minna en búast hafi mátt við. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SKOÐUNARSKÝRSLA Nissan King Cab, dísel, árgerð 2003, matsverð 861.000 krónur Fast lakkgjald 18.314 Númersljósker 1.950 Þokuljósker 1.625 Smurning 12.048 Rúðuupphalari 1.300 Sætisáklæði 120.574 Filma í rúðu 8.124 Stuðari að aftan 32.669 Húdd 28.791 Framhurð 27.068 Afturbretti 30.247 Gaflhurð 22.169 Afturbretti 30.247 Toppur án pósta 45.161 Samsláttarpúði 7.693 Hjólbarði 102.904 Hjóllega 3.900 Lykill í kveikjulás 9.768 Hemlaklossi/-borði 17.295 Hemladiskur/-skál 14.840 Hemladiskur/-skál 14.840 Viðgerð á aksturshemlakerfi 4.875 Viðvörunarþríhyrningur 2.658 Samtals 559.060 Virðisaukaskattur 136.970 Viðgerð samtals 696.029 Björn Ingi, er ekki smá Pressa á þér? „Jú, ég vona að þessi Pressa sé komin til að vera.“ Björn Ingi Hrafnsson vinnur nú hörðum höndum að uppsetningu fréttavefsíð- unnar pressa.is, sem opnuð verður á morgun. STJÓRNSÝSLA Biðlaun þriggja fráfarandi bankastjóra Seðlabankans nema 44 milljónum króna, að mati fjárlagaskrifstofu fjármálaráðuneytis. Biðlaun átta ráðherra úr síðustu ríkisstjórn nema hins vegar 16,5 milljónum. Eftir því sem næst verður komist ætla átta fyrr- um ráðherrar ríkisstjórnar Geirs H. Haarde, allir nema Björgvin G. Sigurðsson, að nýta sér rétt sinn til biðlauna. Ráðherrarnir hafa rétt á þeim til þriggja mánaða. Tveir seðlabankastjóranna hafa hins vegar unnið sér inn réttindi til biðlauna í tólf mánuði. Sá þriðji, Davíð Oddsson, hefur rétt á biðlaunum í hálft ár, enda hefur hann ekki setið út heilt skipunartíma- bil. Ef biðlaun níu aðstoðarmanna ráðherra eru tekin með í dæmið bætast einar 20 milljónir við kostnað vegna ríkisstjórnarskipta, en þeir fá tæpar 640.000 krónur í mánaðarlaun og 100.000 í fasta yfirvinnu. Biðlaun ráðherra eru 335.000 krónur á mánuði, en 415.000 fyrir fyrrum forsætisráðherra. Laun seðlabankastjóra nema 1,2 milljónum á mánuði en formanns bankastjórnar 1,3 milljónum. Að auki fær formaður bankastjórnar átta prósenta álag á laun sín og um 220.000 krónur fyrir setu í bankaráði. - kóþ Biðlaun seðlabankastjóra verða 44 milljónir, en fráfarandi ríkisstjórnar 16,5: Bankastjórn dýrari en ríkisstjórn FRÁFARANDI BANKASTJÓRN OG AÐALHAGFRÆÐINGUR BANK- ANS Tveir bankastjóranna, Ingimundur Friðriksson og Eiríkur Guðnason, hafa unnið sér inn rétt eftir fimmtán ára starf eða lengra sem embættismenn. Davíð Oddsson var ekki embætt- ismaður þegar hann var þingmaður og ráðherra. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA DÓMSMÁL Tæplega tvítug stúlka hefur verið ákærð af ríkissak- sóknara fyrir upplogna smáaug- lýsingu. Auglýsingin sem um ræðir birt- ist á á fréttavef mbl.is 28. maí 2008. Hún var birt í nafni annarr- ar stúlku og gefið upp símanúmer hennar undir flokknum einkamál. Þar kom fram að „auglýsand- inn“ væri 22 ára, „ ... rosa hress og sæt og óska eftir bólfélaga, helst í eldri kantinum, eða alveg sama“. Síðan var gefið upp síma- númer stúlkunnar og þar fyrir aftan stóð: „ ...stunda líka síma- sex.“ Stúlkan sem fyrir athæfinu varð krefst um 770 þúsunda króna í skaðabætur. - jss Tæplega tvítug stúlka ákærð: Laug upp smá- auglýsingu SLYS Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-EIR, var kölluð út um klukk- an sex í gærdag vegna fjórhjóla- slyss sem varð í Skorradal. Samkvæmt lögreglunni missti ökumaðurinn stjórn á hjólinu með þeim afleiðingum að hjólið valt og varð ökumaðurinn undir hjólinu. Var þyrla gæslunnar kölluð út vegna erfiðra aðstæðna fyrir sjúkrabíl á slysstaðnum. Ökumaðurinn mun hafa verið meðvitundarlítill þegar þyrlan kom. Ökumaðurinn var enn í skoðun og erfitt að segja til um alvar- leika meiðsla hans þegar Frétta- blaðið fór í prentun. - kg Þyrla gæslunnar kölluð út: Velti fjórhjóli í Skorradal Stal byssum og ýmsu öðru Ríflega þrítugur maður hefur verið dæmdur í tveggja mánaða skilorðs- bundið fangelsi fyrir að brjótast inn á verkstæði ásamt félögum sínum og stela þaðan meðal annars riffli og tvíhleyptri haglabyssu. Verðmæti góssins var um 1,2 milljónir. Félagar hans höfðu áður verið sakfelldir. DÓMSTÓLAR ARNÓR SIGHVATSSON Grunnur áætlana um heimili: Greining berst ekki í vikunni SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.