Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.02.2009, Qupperneq 9

Fréttablaðið - 27.02.2009, Qupperneq 9
8 27. febrúar 2009 FÖSTUDAGUR ALÞINGI Frumvarp ríkisstjórnar- innar um breytingar á skipulagi yfirstjórnar Seðlabankans varð að lögum í gær. 33 stjórnarliðar greiddu frumvarpinu atkvæði en 18 sjálfstæðismenn voru á móti. Mestur hluti þingfundar gær- dagsins fór í umræður um breytingar sem meirihluti við- skiptanefndar (fulltrúar stjórnar- flokkanna og Framsóknarflokks) vildi gera og dreift var í þinginu í gær. Snúast þær um að ný peninga- stefnunefnd Seðlabankans gefi út viðvaranir ef hún sér ógnir við fjármálakerfi landsins. Þingmenn Sjálfstæðisflokks- ins lýstu andúð sinni á ákvæðinu og sögðu það geta grafið undan fjármálakerfinu. „Þetta getur verið stórskaðlegt,“ sagði Birgir Ármannsson sem fór fyrir þing- mönnum Sjálfstæðisflokksins í umræðum og meðferð seðlabanka- frumvarpsins í þinginu. Hann sagði breytingartillöguna van- hugsaða, hlutverki nefndarinn- ar hefði verið breytt og það sem alvarlegast væri; ekki hefði fengist álit sérfræðinga á breytingunni. Öllu þessu mótmæltu stjórnar- liðar og sagði Álfheiður Ingadótt- ir, formaður viðskiptanefndar, að ekki væri um grundvallarbreyt- ingu á störfum peningastefnu- nefndarinnar að ræða. „Það er aðeins verið að ítreka hlutverk hennar,“ sagði hún. Jón Magnússon, Sjálfstæðis- flokki, hafði, líkt og Birgir, margt við breytinguna að athuga og vitn- aði í fræðibækur valinkunnra lög- spekinga þegar hann sagði ótækt að gera svo margháttaða breytingu á frumvarpinu á milli annarrar og þriðju umræðu. Höskuldur Þór Þórhallsson, Framsóknarflokki, furðaði sig á gagnrýni sjálfstæðismanna og sagði að tæki líkt og það sem pen- ingastefnunefndinni væri fært hefði betur verið við lýði fyrr. Sjálfstæðismenn lögðu einn- ig fram breytingatillögu. Snerist hún um að í fyrsta sinn sem for- sætisráðherra skipar bankastjóra við Seðlabankann skuli hann leita staðfestingar Alþingis. Sú tillaga var felld með atkvæðum stjórnar- liða. Með nýjum lögum um Seðla- bankann, sem öðlast gildi við und- irritun forseta og birtingu í Stjórn- artíðindum, verður við bankann einn bankastjóri og einn aðstoðar- bankastjóri í stað þriggja banka- stjóra. Skulu þeir skipaðir á grund- velli hæfis og menntunar til fimm ára að undangenginni auglýsingu. Þá verður peningastefnunefnd sett á fót sem taka á ákvarðanir um beitingu stjórntækja bankans í peningamálum. Um málsmeðferðina alla sagði Birgir Ármannsson að hana mætti kalla langt og flókið uppsagnar- bréf en Álfheiður Ingadóttir sagði að vel hefði verið staðið að málum. bjorn@frettabladid.is 1 Hvað heitir félagið sem keypti Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins? 2 Hvað heitir maðurinn sem sagði af sér eftir að hafa setið sem stjórnarformaður Nýja Kaupþings í tvo daga? 3 Hvaða þrjú félög berjast um knattspyrnumanninn Baldur Sigurðsson? SJÁ SVÖR Á SÍÐU 34 Íslenskt efnahagslíf - áskoranir og tækifæri Straumur fjárfestingabanki stendur að morgunfundi laugardaginn 28. febrúar kl. 10:00- 12:00 í Iðnó. Á fundinum verða ræddar helstu áskoranir og tækifæri Íslands í náinni framtíð. Waltraud Schelkle, sem er meðal færustu sérfræðinga á sviði efnahags- og peningamálastefnu Evrópusambandsins, mun fjalla um aðlögunarferli ríkja að stefnu sambandsins og kosti og galla aðildar. Vilhjálmur Egilsson kynnir nauðsynlegar aðgerðir til endurreisnar atvinnulífsins að mati Samtaka atvinnulífsins. Sveinn Hjörtur Hjartarsson fjallar um hagsmuni íslensks sjávarútvegs í tengslum við Evrópusambandsaðild og að lokum mun Arnór Sighvatsson fara yfir peningastefnu á óvissutímum. Raffaella Tenconi, aðalhagfræðingur og greinandi Straums mun stýra fundinum sem lýkur með pallborðsumræðum. Laugardagur 28. febrúar 2009 - Iðnó Nauðsynlegar aðgerðir til endurreisnar atvinnulífsins Dr. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri, Samtök atvinnulífsins Kostir og gallar aðildar Efnahags- og myntbandalags Evrópu (EMU) Dr. Waltraud Schelke, dósent, Hagfræðideild Evrópumiðstöðvar London School of Economics ESB og sjávarútvegurinn Sveinn Hjörtur Hjartarsson, aðalhagfræðingur, LÍÚ Peningastefna á tímum óvissra gjaldeyrishafta Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands Pallborðsumræður og fyrirspurnir Fundarstjóri er Raffaella Tenconi, aðalhagfræðingur Straums. 10:00 10:20 10:40 11:00 11:20 Fundurinn fer fram á ensku og er engin aðgangseyrir. Skráning fer fram í síma 585-6600 eða með tölvupósti á receptionreykjavik@straumur.com A ug lý si ng as ím i – Mest lesið ALÞINGI Árni Mathiesen, þingmað- ur Sjálfstæðisflokksins og fyrr- verandi ráðherra, sækist ekki eftir endurkjöri til Alþingis í kosning- unum í apríl. Hann segir að í samtölum við samflokksfólk í kjördæmi sínu, Suðurkjördæmi, hafi hann orðið var við ríkan vilja til breytinga innan flokksins. Hann geti best orðið við þeim vilja með því að óska ekki endurkjörs. „Maður þarf að hugsa um heildarstöðuna og hvað maður getur gert til að flokkurinn fái þá niðurstöðu sem hann þarf á að halda,“ sagði Árni í samtali við Fréttablaðið. „Þó ég telji mig hafa verið góðan leiðtoga og hafa náð góðum árangri þarf maður að vita hvenær maður á að víkja.“ Aðspurður neitar Árni því að samflokksfólk hans hafi beinlínis talið ástand efnahagsmála honum að kenna „Þetta hefur lítið sem ekkert beinst persónulega að mér heldur verið almenn krafa um endurnýj- un. En auðvitað er margt sem teng- ist mér þótt bankamálin hafi ekki heyrt undir fjármálaráðuneytið. Ég var á staðnum og í ríkisstjórn þegar þetta gerðist og það getur vel verið að þetta sé það sem kall- ast að axla ábyrgð.“ Árni býst við að gegna þing- mennsku þar til þingi verður slit- ið fyrir kosningar en kveður óljóst hvað taki við hjá sér. - bþs Árni Mathiesen ákvað að hætta í stjórnmálum eftir samtöl við samflokksmenn: Hlýðir kalli um endurnýjun HÆTTIR Árni hefur setið á Alþingi síðan 1991 og verið oddviti Sjálfstæð- isflokksins í Reykjanes-, Suðvestur- og Suðurkjördæmum. Hann varð sjávarút- vegsráðherra 1999 og fjármálaráðherra 2005. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Nýtt ákvæði hlaut ekki efnismeðferð Hlutverki nýrrar peningastefnunefndar Seðlabank- ans var breytt á síðustu stundu. Sjálfstæðismenn óttast breytinguna en stjórnarliðar telja hana góða. UNDIR UMRÆÐUNUM Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra gluggaði í fréttaskýr- ingu Fréttablaðsins um þingmenn og viðskipti þegar rætt var um seðlabankafrum- varpið í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Viðbótarhlutverk peningastefnu- nefndar: Ef peningastefnunefnd metur það svo að alvarleg hættumerki séu til staðar sem ógna fjármálakerfinu skal hún opinberlega gefa út viðvaranir þegar tilefni er til. NEFNDIN VIÐVARI DÓMSMÁL Frjálshyggjumaðurinn Hlynur Jónsson fær ekki bætur frá ríkinu fyrir handtöku sem hann taldi ólögmæta. Hlynur var handtekinn þegar hann var ásamt Frjálshyggjufélaginu að selja bjór á Lækjartorgi í nóvem- ber 2006 til að mótmæla ríkisein- okun á áfengissölu. Héraðsdóm- ur hefur úrskurðað handtökuna lögmæta. Hlynur bar því við að „athöfnin að láta af hendi bjór gegn gjaldi, sem var langt undir því verði sem hann var keyptur á, hafi ekki verið sala heldur táknrænn atburður“. Á það var ekki fallist. Málskostnaður fellur niður. - sh Mátti taka frjálshyggjumann: Handtaka fyrir bjórsölu lögleg VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.