Fréttablaðið - 27.02.2009, Side 13

Fréttablaðið - 27.02.2009, Side 13
 27. febrúar 2009 FÖSTUDAGUR Fjármálanámskeið á vegum Íslandsbanka og Opna háskólans í Háskólanum í Reykjavík Undanfarið hafa margir viðskiptavinir Íslandsbanka lýst þeirri skoðun sinni að bankinn eigi að bjóða fjármálafræðslu fyrir almenning. Þess vegna býður Íslandsbanki nú fjármálanámskeið í samstarfi við Opna háskólann í Háskólanum í Reykjavík. Leiðbeinandi verður Þór Clausen, M.Sc. í fjármálum, ásamt ráðgjöfum frá Íslandsbanka. Markmið námskeiðsins er að veita ráðleggingar um flest sem snýr að fjármálum fjölskyldunnar. Þátttakendur verða fræddir um sparnað, lán, efnahagsreikning heimilisins, heimilisbókhald, fjárfestingar, lífeyrissparnað og margt fleira. Námskeiðin fara fram í Opna háskólanum í Háskólanum í Reykjavík, Ofanleiti 2, og eru öllum opin. Hvert námskeið stendur í 3 klst. og þátttökukostnaður er 1.000 kr. eða 1.000 punktar í Vildarklúbbi Íslandsbanka. Nánari upplýsingar á islandsbanki.is/fjarmalanamskeid. Næstu námskeið: • Laugardaginn 28. febrúar Kl. 10.00–13.00 • Miðvikudaginn 4. mars Kl. 17.15–20.15 UPPSELT • Laugardaginn 7. mars Kl. 10.00–13.00 • Miðvikudaginn 11. mars Kl. 17.15–20.15 Skráning á www.opnihaskolinn.is eða í síma 599 6394. Hvernig fæ ég yfirsýn yfir útgjöld heimilisins? Eru skuldabréf málið í dag? Hvort er betra að spara í verðtryggðu eða óverðtryggðu í dag? Er munur á nafn- og raunvöxtum? Hver er munurinn á vara- og neyslusparnaði? Get ég hætt að vinna við 65 ára aldur? Af hverju losna ég aldrei við yfirdráttinn? Hvernig næ ég tökum á fjármálunum? Hvað er verðtrygging og hvernig virkar hún? H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA 0 8 -2 2 5 4 EFNAHAGSMÁL Tryggvi Þór Her- bertsson hafnar því að hafa lagst gegn því að Indriði H. Þorláksson, fyrrverandi ríkisskattstjóri, fengi að skrifa kafla um eign- ir Íslendinga í skattaskjólum í skýrslu nefnd- ar sem falið var að gera úttekt á íslenska skatt- kerfinu. Hann muni ekki til þess að hafa setið fund í nefndinni þar sem t i l lög u Indriða bar á góma. Sagt var frá því í Fréttablað- inu í gær að Ind- riði hafi lagt til við nefndina, sem skipuð var af fjármálaráð- herra í febrúar 2006, að í henni yrði kafli eftir hann um skatta- skjól og erlend eignatengsl við Ísland. Fram kom að Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur ASÍ og nefndarmaður, hefði stutt til- lögu Indriða. Enn fremur sagði að Tryggvi Þór og Vilhjálmur Egils- son, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, hefðu einkum verið andvígir því að kaflinn yrði í skýrslunni. Tryggvi Þór, sem er fyrrverandi efnahagsráðgjafi Geir H. Haar- de forsætisráðherra, segist hafa hætt að mæta á fundi nefndarinn- ar í nóvember 2006 þegar hann lét af störfum hjá Háskóla Íslands og tók við sem bankastjóri Askar Capital. Hann hafi síðan ekki setið neinn fund fyrir utan þann allra síðasta. Vilhjálmur segir rétt að hann hafi ekki verið fylgjandi tillögu Indriða. Indriði hafi ekki kynnt neina úttekt á skattaskjólum held- ur „smávegis texta eftir sjálf- an sig“, unninn upp úr grein sem hann hafði skrifað, og viljað fá hann birtan óbreyttan. Nefndar- mönnum hafi ekki þótt textinn eiga erindi í skýrsluna. Enn frem- ur hafi ekkert verið í þessum texta Indriða sem hafi neitt að gera með það sem nú er í umræðunni varð- andi skattaskjól og eignir Íslend- inga þar. Hann segist hafa viljað gera víð- tækari úttekt sem sneri að því að skoða hvað aðrar þjóðir gerðu til að laða til sín skattgreiðendur en nefndin hafi ekki haft tök á því og umfjöllun um þau mál því orðið afar fátækleg þegar upp var stað- ið. „Við Tryggvi Þór fengum aldrei hljómgrunn til að fjalla sérstak- lega um þetta,“ segir hann. „Þannig að það var ekki þannig að við hefðum verið að beita okkur gegn umfjöllun um skattaskjól heldur þvert á móti. Ef við hefðum fengið að ráða þá hefði verið vönd- uð úttekt á því hvað aðrar þjóðir eru að gera til að laða til sín skatt- greiðendur. Sem er annað heiti á því sem Indriði kallar skattaskjól,“ segir Vilhjálmur. Aðspurður segir Vilhjálmur orðið ‚við‘ í þessu samhengi meðal annars eiga við um hann sjálfan og Tryggva Þór. stigur@frettabladid.is Lögðust ekki gegn úttekt á skattaskjólum Tryggvi Þór Herbertsson og Vilhjálmur Egilsson segjast ekki hafa lagst gegn því að kafli um skatta- skjól yrði í skýrslu um íslenska skattkerfið. Vilhjálm- ur segir þá hafa viljað gera enn víðtækari úttekt. VILHJÁLMUR EGILSSON TRYGGVI ÞÓR HERBERTSSON SKATTASKJÓL Á eyjunni Tortola, sem tilheyrir Bresku Jómfrúareyjum, má rekja eignaþræði frá Íslandi. FJÖLMIÐLAR Auglýsingastofan Fíton hlaut flestar tilnefningar til Lúðursins, íslensku auglýsinga- verðlaunanna, í ár. Fíton hefur meðal annars annast auglýsing- ar fyrir Vodafone og Sparisjóðinn og framleiddi til að mynda her- ferðirnar „Skítt með kerfið“ og „Vodafone Gull“ fyrir símafyrir- tækið.Næst á eftir Fíton í fjölda tilnefninga kemur auglýsinga- stofan Hvíta húsið með fjórtán tilnefningar. Íslensku auglýsingaverðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn á Hilton Nordica í kvöld. ÍMARK, félag íslensks mark- aðsfólks, hefur staðið fyrir afhendingum verðlaunanna allt frá árinu 1986. - kg ÍMARK-verðlaunin verða afhent í kvöld: Fíton með flestar tilnefningar SKÍTT MEÐ KERFIÐ Herferðir sem Fíton vann fyrir Vodafone vöktu athygli dóm- nefndar ÍMARK.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.