Fréttablaðið - 27.02.2009, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 27.02.2009, Blaðsíða 17
16 27. febrúar 2009 FÖSTUDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] Fjöldi viðskipta: 86 Velta: 218 milljónir OMX ÍSLAND 15 OMX ÍSLAND 6 284 +3,80% 851+ 6,81% MESTA HÆKKUN ALFESCA 20,00% STRAUM. - BURÐ. 11,92% BAKKAVÖR 4,55% MESTA LÆKKUN MAREL FOOD SYS. -0,39% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 3,90 +20,00% ... Atlantic Airways 168,00 +0,00% ... Atlantic Petroleum 443,00 +0,00% ... Bakkavör 1,84 +4,55% ... Eik Banki 91,50 +0,00 ... Eimskipafélagið 0,50 +0,00% ... Føroya Banki 99,00 +0,00% ... Icelandair Group 12,71 +0,00% ... Marel Food Systems 51,00 -0,39% ... SPRON 1,90 +0,00% ... Straumur-Burðarás 1,69 +11,92% ... Össur 92,60 +2,78% Samningurinn um Evrópska efna- hagssvæðið kynni að vera í upp- námi neiti Íslendingar að standa við skuldbindingar sínar vegna Icesave í samræmi við tilskip- un Evrópusambandsins um inn- stæðutryggingar. Þetta kemur fram í skriflegu svari Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráð- herra við fyrirspurn Sivjar Frið- leifsdóttur, þingmanns Framsókn- arflokks, í gær. Fram kemur að fyrir liggi um málið allnokkur fjöldi lögfræði- legra álitsgerða auk álitsgerða Breta, Hollendinga og Evrópusam- bandsins. Utanríkisráðherra segir trúnað gilda um gögnin en upplýsir þó að „þungvæg“ lögfræðileg rök séu talin hníga að því að túlka til- skipunina um innstæðutrygging- ar þannig að íslenska ríkið verði að hlaupa undir bagga með trygg- ingarsjóðnum. Þó hafi verið færð lögfræðileg rök fyrir gagnstæðri skoðun, en því sjónarmiði hafi stjórnvöld haldið fram á samn- ingafundum. Hvorki stofnanir Evr- ópusambandins né aðildarríki (þar með talin Norðurlöndin og Nor- egur, sem hluti af EES-svæðinu) fallist þó á að lagaóvissa ríki um það hvort ábyrgð á bankainnstæð- um sé fyrir hendi. „ESB-ríkin hafa mjög skýra afstöðu til þess hverjar skyldur Íslands eru í máli þessu og hafa skoðanir verið látnar í ljós um að Ísland sé að virða að vettugi skyldur sínar á innri markaði sam- bandsins. Það gæti valdið uppnámi á EES-samningum,“ segir í svari Össurar og tiltekið að mat bæði núverandi og fyrrverandi ríkis- stjórnar sé að „lausn deilunnar með aðstoð alþjóðasamfélagsins og þeirra ríkja sem næst okkur standa, fyrst og fremst Norður- landanna, sé ein af forsendum end- urreisnar íslensks efnahagslífs.“ - óká SIV FRIÐLEIFSDÓTTIR ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Deilan ógnaði EES-samningi Verð á íslenskum sjávarafurðum lækkaði um 4,7 prósent í erlendri mynt í janúar síðastliðnum og hefur þar með lækkað sjö mánuði í röð. Í umfjöllun IFS Greining- ar kemur fram að í erlendri mynt hafi afurðaverð lækkað um 12,8 prósent síðustu sex mánuði. „Eftir þessa lækkun er afurða- verð álíka hátt og um mitt ár 2006,“ segir í greiningunni og tiltekið að þróunin sé í samræmi við lækkun á öðrum hrávörum á heimsvísu. Raunar hafi íslensk- ar sjávarafurðir lækkað minna en ýmis önnur matvæli á heims- markaði. Búast megi við frekari verðlækkunum þó nokkuð hafi hægt á þeim að undanförnu. „Vegna veikrar stöðu krón- unnar er afurðaverð hátt mælt í íslenskum krónum. Vegna þessa er framlegð í íslenskum sjáv- arútvegi góð. Á móti kemur að skuldir sjávarútvegsfyrirtækja eru háar vegna erlendra skulda,“ segir í umfjöllun IFS, samkvæmt upplýsingum fyrirtækisins hafa birgðir hjá framleiðendum auk- ist mikið undanfarna mánuði. Erlendir kaupendur eru sagðir meira hikandi en áður og vilja lágmarka birgðahald við ríkjandi markaðsaðstæður. - óká Kreppan hefur áhrif á sjávarútveginn: Verð sjávarafurða hefur lækkað sjö mánuði í röð Fleiri bogna en Baugur Willams-liðið í Formúlu eitt kappakstrinum finnur, eins og væntanlega fleiri keppnislið, rækilega fyrir fjármálakreppunni sem ríður yfir heiminn. Um daginn missti liðið samninginn við leikfangaverslunina Hamley‘s eitt dótturfélaga Baugs í Bretlandi og nú í gær var tilkynnt að ekki ómerkara fyrirtæki en Royal Bank of Scotland (RBS) myndi ekki endurnýja auglýsingasamn- ing sinn við Williams. Hann rennur þó ekki út fyrr en við lok keppnistímabilsins 2010. Hins vegar þarf tæpast nokkurn að undra þótt RBS skeri niður kostnað hvar sem bankinn getur, enda var hann að skila mesta tapi sem um getur í breskri fyrirtækjasögu til þessa. Veljum leiðinlegan bankastjóra Seðlabankastjóri á að vera grár og gugginn, helst leiðinlegur og með áhuga á hagfræði. Á þessum nótum lýsti Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, fyrirmyndarbanka- stjóra Seðlabankans. Bankinn ætti þannig ekki að vera ruslakista fyrir stjórnmálamenn því engin leið sé að vita hvaða hags- muna þeir séu að gæta í ákvarð- anatöku sinni. Gylfi, sem var með framsögu á þingi Alþjóðamálastofnun- ar rannsóknaseturs um smáríki í gær, tók það skýrt fram að hann legði það ekki í vana sinn að tala út fyrir efnið og blanda saman hagfræði og stjórnmálum. En þar sem stjórnmálamenn hafi kollsteypt efnahagslífinu hér hljóti hann að hafa heimild til þess nú. Peningaskápurinn … Fyrsta nýja opnun verslunar í Smáralind á árinu átti sér stað í gær þegar barna- og unglinga- fataverslunin Zink opnaði þar á ný undir nýju eignarhaldi. Zink var lokað um áramót en hefur nú verið opnuð á ný eftir að eigendur barnafataverslunarinnar Adams keyptu reksturinn. Versl- anirnar eru hlið við hlið á fyrstu hæð. Eggert Aðalsteinsson, eigandi verslananna, segist hafa trú á Smáralindinni í þesum efnum og segir tækifæri í sölu barna- fata. „Við erum með ungbarnaföt í Adams og teljum að líka þurfi að sinna eldri börnum vel.“ - óká Fyrsta opnunin í Smáralind í ár Þröngsýni Íslendinga gagn- vart alþjóðlegri samvinnu varð til þess að landið var fimmtán árum á eftir ná- grannaþjóðunum að laga sig að breyttu umhverfi eftir seinni heimsstyrjöldina, segir fyrrverandi efnahags- ráðgjafi Viðreisnarstjórn- arinnar. „Íslendingar eiga erfitt með sam- vinnu við aðrar þjóðir. Það eru, held ég, leifar frá árum sjálfstæð- isbaráttunnar þegar Uppkast- ið var fellt 1908,“ segir Jónas H. Haralz, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans og efnahagsráð- gjafi Viðreisnarstjórnarinnar. Ákvörðun Íslendinga að standa utan við alþjóðlega samvinnu varð til þess að landið missti af blómlegu uppgangsskeiði í Evr- ópu eftir seinna stríð, að hans sögn. Jónas hélt erindi um þátttöku Íslands í alþjóðlegum viðskipta- og fjármálasamtökum á vegum Alþjóðamálastofnunar og Rann- sóknaseturs um smáríki í gær ásamt Gylfa Zoëga, hagfræðingi við Háskóla Íslands og dr. Rainer Kattel, stjórnmálafræðiprófess- or við Tækniháskólann í Tallinn í Eistlandi. Uppkastið sem Jónas nefn- ir var tillaga sem fela átti í sér stóraukið sjálfstæði Íslendinga frá Dönum en gæti takmarkað fullt sjálfstæði næstu áratugi. Það var fellt í dramatískum þing- kosningum 1908 og róttækari leið að sjálfstæði valin. Jónas rifjaði upp að gjaldeyr- ishöft og skilaskylda á erlendum gjaldeyri ásamt innflutningshöft- um hafi verið tekin upp hér í síð- ustu kreppu sem tímabundin ráð- stöfun. Sænskur ráðgjafi, sem hingað kom 1936 hafi hins vegar bent á hættuna sem af þeim stafaði fyrir smáríki á borð við Ísland og mælti fyrir viðskiptafrelsi. Ráðleggingar Svíans hlutu dræmar undirtektir og drógu Íslendingar lappirnar í alþjóð- legri samvinnu í skugga hafta- stefnu þar til Viðreisnarstjórn- in tók við stjórnartaumum 1959. Þá fyrst hafi Alþjóðagjaldeyris- sjóðurinn, sem Ísland var stofn- aðili að frá 1944 en hunsaði fyrstu árin, gert þjóðinni kleift að létta á haftastefnu og gefa innflutning frjálsan. „Íslendingar voru ekki að flýta sér,“ sagði Jónas og bætti við að stjórnvöld hér hefðu verið fimmt- án árum lengur að bregðast við breyttu umhverfi eftir seinna stríð en nágrannalöndin vegna ranghugmynda um fjárhagsstöðu landsins og styrks krónunnar, sem hafi verið rangt skráð. Jónas, sem lengi hefur mælt fyrir aðildarviðræðum við Evr- ópusambandið, sagði nauðsyn- legt að breyta viðhorfum manna til alþjóðlegrar samvinnu, svo sem Sjálfstæðisflokksins, sem vilji halda þeirri ranghugmynd á lofti að Evrópusambandið sé sósí- aldemókratísk hyldýpi sem gleypi allt sem nálægt því komi. Vísaði hann til þess að hagfræð- ingurinn Benjamín Hj. Eiríksson, ráðunautur ríkisstjórnar Íslands í efnahagsmálum á sjötta ára- tug síðustu aldar og hugmynda- fræðingur Seðlabankans, hafi bent sjálfstæðismönnum á galla gjaldeyris- og tollahafta og kosti alþjóðlegrar samvinnu á sínum tíma. „Hann vísaði til fyrsta formanns flokksins, Jóns Þor- lákssonar, sem var mjög hlynnt- ur alþjóðlegri samvinnu,“ sagði Jónas. jonab@markadurinn.is Þröngsýni Íslendinga tefur fyrir viðreisn STÓRKANÓNUR Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi formaður Alþýðuflokksins og utanríkisráðherra, spurði ræðumenn gærdagsins um gildi alþjóðlegrar samvinnu á milli þess sem hann gekk út af fundi og sinnti farsímasímtölum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Bifreiðaeigendur athugið! Tímareimaskipti. Bremsuviðgerðir. Kúpplingsviðgerðir. Smurþjónusta. Tímapantanir í síma 5355826 Mat á umhverfi sáhrifum - Ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsskyldu framkvæmda Skipulagsstofnun hefur tekið ákvörðun um að efnistaka úr námu í landi Sigluvíkur, Svalbarðsstrandarhreppi, skuli ekki háð mati á umhverfi sáhrifum samkvæmt lögum um mat á umhverfi sáhrifum nr. 106/2000 m.s.br. Ákvörðunin liggur frammi hjá Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Hana er einnig að fi nna á heimasíðu Skipulagsstofnunar: www.skipulag.is. Ákvörðun Skipulagsstofnunar má kæra til umhverfi sráðherra og er kærufrestur til 30. mars 2009.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.