Fréttablaðið - 27.02.2009, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 27.02.2009, Blaðsíða 19
18 27. febrúar 2009 FÖSTUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 RV UN IQ UE 0 10 90 3 - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is i Lengri opnun artím í verslu n RV Opið m án. til f ös. frá 8.00 ti l 19.00 Lauga rdaga frá 10. 00 til 1 7.00 Rekstrarvörur - fyrir stofnanir, fyrirtæki og heimili, sem vilja spara og hagræða! Stólaskipti Eins og kunnugt er var Gunnar Örn Kristjánsson skipaður stjórnarfor- maður Nýja Kaupþings á dögunum eftir afsögn Magnúsar Gunnarsson- ar. Gunnar sagði hins vegar af sér stjórnarformennsku í Nýja Kaupþingi aðeins tveimur dögum eftir að hann var skipaður og þarf ríkisstjórnin því að skipa enn einn stjórnarformann- inn. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Gunnar Örn og Magnús hafa stólaskipti; Gunnar Örn var nefni- lega arftaki Magnúsar í forstjóra- stól SÍF árið 1994 og gegndi því starfi til ársins 2004 en þá tók Jakob Óskar Sigurðsson við stjórnartaumunum. Liggur ekki nokkuð beint við að ríkisstórnin leiti næst til Jakobs? Enginn hlustaði Í Kastljósviðtali á þriðjudag sagð- ist Davíð Oddsson hafa á fundi með ríkisstjórn gagnrýnt fækkun starfsmanna í efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra og lagt til að starfsmannafjöldinn yrði þrefaldaður. Björn Bjarnason staðfestir þetta á heimasíðu sinni. Hann fór þó ekki að ráðum Davíðs á sínum tíma og andmælir heldur ekki gagnrýni Davíðs, sem sagði fyrrverandi ríkisstjórn auk þess ítrekað hafa skellt skollaeyrum við viðvör- unar- orðum hans. Og enginn svarar Björn tók því hins vegar óstinnt upp í gær þegar bloggari á Eyjunni setti fram sömu gagnrýni og Davíð, það er að Björn hafi veikt efnahagsbrota- deildina með niðurskurði. Björn segir það ekki eiga við rök að styðjast og vísar í opinbera tilkynningu frá ríkislögreglustjóra í desember um góða málastöðu deildarinnar. Er þetta ekki enn eitt dæmið um þverrandi áhrif Davíðs innan Sjálfstæðisflokksins; ekki aðeins voru ráðleggingar hans hunsað- ar heldur elta forystumenn flokksins frekar ólar við bloggara en að eyða svo miklu sem orði í að svara gagnrýni fyrrverandi formanns síns. bergsteinn@frettabladid.is UMRÆÐAN Ármann Kr. Ólafsson skrifar um fé- lagslega íbúðakerfið Í því efnahagsumhverfi sem nú er til stað-ar er mjög mikilvægt að auka eins lítið og kostur er við skuldir ríkissjóðs og skuld- ir sveitarfélaganna. Af þeim sökum hef ég ásamt fleiri þingmönnum lagt fram frum- varp á Alþingi þess efnis að ríki og sveit- arfélögum sé heimilt að leigja húsnæði til endurleigu í viðkomandi sveitarfélagi í stað þess að festa kaup á því. Ljóst er að á næstunni munu sífellt fleiri fjöl- skyldur uppfylla kröfur sem sveitarfélögin setja um félagslegt íbúðarhúsnæði. Það fyrirkomulag sem nú er við lýði byggist upp á því að sveitarfélögin kaupa íbúðir og leigja þær síðan út í samræmi við ákveðn- ar reglur og viðmið. Framlag ríkissjóðs liggur í því að greiða niður vexti á lánum sem sveitarfélögin taka til íbúðarkaupa í þeim tilgangi að leigja íbúð- irnar aftur til sinna umbjóðenda. Í fjárlögum ársins 2009 nemur þessi upphæð 1.100 m.kr. Sveitarfélögin þurfa hins vegar að reiða 10% kaupverðsins fram sjálf við hver íbúðakaup. Þetta eru gífurlega háar fjárhæðir á hverju ári. Sé dæmi tekið af sveitarfélagi eins og Kópavogi myndi bær- inn þurfa að greiða með hverri íbúð í kring- um 2 m.kr. auk þess að taka yfir 90% lánið. Því mætti gera ráð fyrir að heildarskuld- binding bæjarsjóðs vegna íbúðarkaupanna yrði í kringum 600 m.kr. Í ljósi þess að Kópavogur telur um 10% íbúa landsins má gera ráð fyrir að heildarskuldbinding allra sveitarfélaga hækki um 6 milljarða króna vegna félagslegra íbúðarkaupa á ári, en auð- vitað kæmi inn eign á móti. Frumvarpið kemur í veg fyrir mikla skuldsetningu hins opinbera, skilar skjótri lausn fyrir þá sem bíða eftir félagslegu íbúðarhús- næði, minnkar skuldsetningu ríkis og sveitarfélaga og úrræðin verða fjölbreyttari og fleiri vegna hag- kvæmninnar. Þá er mikilvægt í þessu sambandi að nefna að þessi leið á ekki að ýta undir hækkun leigu- verðs þar sem framboð á leiguhúsnæði er mikið um þessar mundir. Hins vegar gæti þetta bætt rekstr- argrundvöll þeirra sem stunda útleigu á húsnæði, sem kemur sér einnig vel fyrir ríkissjóð þar sem nánast öll lán leigufélaga eru hjá ríkisbönkunum eða íbúðalánasjóði. Þetta frumvarp hefur því marga kosti eins og að framan greinir. Hér er um tilvalda leið að ræða sem fjölgar úrræðum og kemur til móts við núverandi ástand. Höfundur er alþingismaður. Ný úrræði í félagslega íbúðakerfinu ÁRMANN KR. ÓLAFSSON SPOTTIÐ Þ riðja umræða og kosning í kjölfarið um ný lög um Seðla- banka Íslands stóð frá því klukkan ellefu árdegis í gær og fram undir klukkan sex síðdegis. Sjálfsagt má deila um hvort afgreiðsla málsins hafi þurft allan þennan tíma og óvíst að gagnið sé í samræmi við lengd umræð- unnar. Væntanlega skilar sér hins vegar þegar á næstu dögum ávinningur breytinganna sem gerðar hafa verið á Seðlabankan- um. Þær eru til marks um að hér sé ráðamönnum full alvara í að vinna á ný traust á landi og þjóð á alþjóðavettvangi. Tilfellið er nefnilega að þótt fyrrum formaður bankastjórnar Seðlabankans hafi í sjónvarpsviðtali á sprengidag viljað bera af sér og Seðlabankanum sakir í því hvernig fór fyrir fjármálakerfi þjóðarinnar þá tala staðreyndirnar sínu máli. Ábyrgð Seðlabank- ans er mikil og hefði farið betur á því að bankastjórar Seðlabank- ans öxluðu þá ábyrgð sjálfviljugir. Vitanlega bera forstjórar og eigendur föllnu bankanna höfuð- ábyrgð á því að hafa rekið fyrirtæki sín í þrot. Þeirra var að draga saman seglin og mikil er ábyrgð Landsbankans á því að keyra upp innlán í útlöndum á ábyrgð íslenskra skattborgara. Þá má vera að einhver útlán bankanna og færslur þoli illa skoðun. Rannsókn á sjálfsagt eftir að leiða í ljós einhver mistök og jafn- vel eitthvað misjafnara. Ástæður falls bankanna eru hins vegar aðrar. Þeir fóru í þrot vegna þess að lausafjármarkaðir erlendis þornuðu upp og íslenska ríkið gat ekki stutt við þá. Seðlabankinn ber ábyrgð á fjármálastöðugleika og hefur frá árinu 2001 haft full yfirráð yfir þeim stjórntækjum sem þarf til að bregðast við þróun á fjármálamarkaði. Bankinn stýrir vöxt- um, ákveður bindiskyldu og lausafjárhlutfall fjármálafyrirtækja. Stýrivöxtum hefur bankinn beitt í baráttu við verðbólgu, en hin stjórntækin eru ætluð til að hamla við ofvexti fjármálafyrir- tækja. Yngvi Örn Kristinsson hagfræðingur benti á það í viðtali í Kastljósinu í fyrradag að sá sé einmitt vandinn sem fyrrum formaður bankastjórnar Seðlabankans hafi talið sig hafa orðið áskynja allt frá árinu 2006, ásamt alþjóðlegum eftirlitsstofnunum og lánshæfismatsfyrirtækjum. Mistök Seðlabankans felast hins vegar í að bregðast ekki við. Benti Yngvi Örn á að þess misskilnings virtist gæta í máli seðla- bankastjórans á sprengidag að bindiskylda ætti fyrst og fremst við um innlánsfé og beiting hennar myndi skekkja hér samkeppn- isstöðu smærri fjármálafyrirtækja sem ekki hefðu aðgang að erlendum fjármagnsmörkuðum líkt og stóru bankarnir. „Stað- reyndin er hins vegar sú að bindiskylduna má legga á allt ráðstöf- unarfé bankanna, innlán, lántökur, aðra skuldabréfafjármögnun, og meira að segja má leggja mismunandi bindiskyldu á mismun- andi tegundir lánastofnana og mismunandi tegundir ráðstöfun- arfjár,“ benti Yngvi á og áréttaði að Seðlabankinn væri sjálfstætt stjórnvald sem fulla ábyrgð bæri á fjármálastöðugleika í landinu og því að koma í veg fyrir að kerfið félli vegna veilu eða rangrar uppbyggingar. „Og þessi stjórntæki eru einu þekktu stjórntækin í seðlabankaheiminum til þess að glíma við vandamál eins og þetta þegar um er að ræða ofvöxt á fjármálafyrirtækjum, til dæmis í kjölfar einkavæðingar.“ Forstjórar og eigendur bankanna stýrðu þeim í þrot. Seðlabankinn brást líka hlutverki sínu. Aðalatriði máls ÓLI KRISTJÁN ÁRMANNSSON SKRIFAR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.