Fréttablaðið - 27.02.2009, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 27.02.2009, Blaðsíða 20
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 Changlong Xu segist ekki vera atvinnumaður í eldhúsinu en hann eldar mjög oft og hefur gaman af. „Ég gerðist grænmetisæta fyrir hálfu ári og elda þennan rétt oft fyrir vini mína. Ég veit ekki hvort hann er almennt vinsæll en við grænmetisætur fílum svona tófú- rétti,“ segir Changlong. „Rétturinn er ekki flókinn, það þarf bara að blanda sósuna og steikja tófúið.“ Changlong býr í foreldrahúsum en faðir hans er kokkur og segist Changlong hafa lært að elda af for- eldrum sínum. Hann leyfir sér að borða sjávarrétti með grænmetis- fæðinu og er sérstaklega hrifinn af íslenskum humar. „Það er frekar erfitt og dýrt að vera grænmetisæta á Íslandi því mikið af hráefninu fæst ekki hér, en ég reyni samt. Uppáhaldsveit- ingastaðurinn minn er Á næstu grösum en þar fást mjög góðir grænmetisréttir.“ heida@frettabladid.is Eldar létt grænmetisfæði Changlong Xu stundar nám á náttúrufræðibraut í Fjölbraut í Ármúla en hann flutti frá Kína til Íslands fyrir átta árum. Changlong gerðist grænmetisæta fyrir nokkru og gefur lesendum uppskrift að tófúrétti. Chang Young, nemandi í Ármúla, gefur uppskrift af tófúrétti. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN 1 stk. hart tófú (drekavængir) 1-2 stk. paprika (gul, rauð eða græn) 1-2 stk. gulrætur kínversk chilisósa (sterk) 1 msk. sykur 2 msk. sojasósa (má nota salt í stað sojasósu) 1 stk. vorlaukur sveppir, eftir smekk chili hnetur og kóríander (eða bara það grænmeti sem til er í ísskápnum) Kryddið grænmeti eftir smekk. Skerið tófú og grænmeti í litla bita. Hitið matar- olíu á pönnu og setjið tófú á pönnuna þegar olían er orðin heit. Ekki ofsteikja. Snúið tófúinu á pönnunni þegar það fer að gulna og náið sama lit báðum megin; takið það þá af pönn- unni og setjið á disk. Setjið grænmetið á pönnuna og léttsteikið í tvær mínútur (lækkið hitann um helming eftir tvær mínútur). Setjið tófúið aftur á pönn- una með grænmetinu og tveimur matskeið- um af sojasósu, einni matskeið af sykri og loks chilisósu (ekki of mikið). Steikið í þrjár til fimm mínútur og þá er rétturinn tilbúinn. KÍNVERSKIR DREKAVÆNGIR Í BLÓÐI FYRIR 4 NÝTNI er nú höfð í fyrirrúmi, til dæmis í tengslum við matar- og fata- innkaup. Á þessum síðustu og verstu verður sífellt vinsælla að vinir haldi skiptifatakvöld og eignist þar með nýjan fatnað án þess að eyða krónu. H ri n g b ro t framlengt til 29. mars Veitingahúsið Perlan - Sími 562 0200 - Fax 562 0207 Netfang perlan@perlan.is - Heimasíða www.perlan.is Hinn árvissi 4ra rétta „Allt í steik“ seðill gleður bragðlaukana. Skyldumæting fyrir alla sem unna góðum mat á góðu verði. Tilvalið fyrirárshátíðina! HRÁSKINKA „PROSCIUTTO“ með fíkjum, salati og ferskum parmesanosti RJÓMALÖGUÐ HUMARSÚPA með humarfrauði MARINERAÐUR KÁLFAHRYGGUR Á BEINI með ristuðu grænmeti, kartöflumauki og hunangskryddsósu (4.590 kr.) ÖND með appelsínusósu og kartöfluköku (5.590 kr.) NAUTALUND Béarnaise með grilluðu hvítlauksristuðu spínati og sperglum (6.590 kr.) LOGANDI CRÈME BRÛLÉE með súkkulaði ís 1 2 3 4 VELDU MILLI ÞRIGGJA AÐALRÉTTA Nýr A la Carte hefst 30. mars!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.