Fréttablaðið - 27.02.2009, Síða 23

Fréttablaðið - 27.02.2009, Síða 23
2 föstudagur 27. febrúar Verður áfram á skjánum Pétur Jóhann Sigfússon hefur notið sívaxandi vinsælda frá því að hann birtist landsmönnum í hlut- verki Ólafs Ragnars í Nætur- og Dagvaktinni. Eftir að þáttaröðun- um lauk óttuðust margir að Pétur Jóhann myndi ekki sjást á skján- um í bráð, en sjónvarpsáhorfend- ur þurfa ekki að örvænta því leik- arinn hefur samþykkt að vera and- lit Vodafone í eitt ár í viðbót og mun því halda áfram að skemmta landsmönnum í auglýsingum fyrir- tækisins. Auk þess leikur Pétur Jóhann ein- leik í sýningunni Sannleikurinn um lífið í Borgarleik- húsinu um þess- ar mundir þar sem hann fer á kostum í spreng- hlægilegu hlutverki. núna ✽ með á nótunum þetta HELST augnablikið Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Forsíðumynd Valgarð Gíslason Útlitshönnun Kristín Agnarsdóttir Auglýsingar Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is sími 512 5462 Föstudagur Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 FÖGUR Indverska leikkonan Freida Pinto hefur vakið mikla athygli fyrir góða frammistöðu í kvikmyndinni Slumdog Millionaire, en myndin sóp- aði til sín Óskarsverðlaunum á dög- unum. Freida tók sig vel út á hátíð- inni, þar sem hún mætti í þessum fagurbláa kjól. Þ etta var ekki planað en auð-vitað alveg velkomið,“ segir Freyja Sigurðardóttir fitnesskona, sem er ófrísk að sínu þriðja barni en yngri sonur hennar er aðeins 15 mánaða og sá eldri fimm ára. Freyja og eiginmaður hennar, Har- aldur Guðmundsson, hafa komið sér fyrir í Limasson á Kýpur en Haraldi bauðst þar góður knatt- spyrnusamningur. Freyja er komin 14 vikur á leið og er alsátt í sólinni. Fjöl- skyldan býr vel, húsið er á tveimur hæðum og með sundlaug svo Freyja á eftir að geta kælt sig niður þegar bumb- an stækkar. „Við erum rosalega ánægð hérna og það verður fínt að geta vakn- að og fengið sér sundsprett með bumbuna út í loftið,“ segir hún og bætir við: „Við ætluðum allt- af að eignast fleiri börn og tímasetningin er reyndar mjög góð þar sem ég er bara heima og get notið þess að vera ófrísk um leið og ég hugsa um heimilið. Ég ætla að njóta þess í botn að vera ófrísk enda er þetta kannski síð- asta skiptið. Mér finnst þetta ynd- isleg tilfinning, að finna að það er lítið líf þarna inni.“ Aðspurð seg- ist hún ætla að fæða úti en að foreldrar hennar ætli að koma og vera hjá þeim þegar nýjasti fjöl- skyldumeðlimurinn kemur í heiminn. „Halli er alveg viss um að þett sé stelpa en ég veit það ekki. Það er voðalega gaman að eiga stráka og mér finnst ég orðin nokk- uð flink með strákana, er svona strákamamma,“ segir hún hlæjandi en bætir við að það væri gaman að fá eina stelpu í hópinn. Þrátt fyrir barn- eignir er Freyja alls ekki búin að leggja fitnessið á hilluna og keppti á Norður- landamótinu í október þar sem hún lenti í öðru sæti. „Aron Freyr var bara tíu mánaða en ég hef aldrei verið í betra formi.“ indiana@frettabladid.is Freyja Sigurðardóttir fittnesskona á von á þriðja barninu NÝTUR ÞESS AÐ VERA ÓFRÍSK Í SÓLINNI ÁGÚST BENT SIGBERTSSON TÓNLISTARMAÐUR Í kvöld fer ég í grillveislu og svo í partí með Istanbúl-þema ásamt hópnum sem ég fór með þangað í haust. Reykt úr vatnspípum og legið á púðum. Á laugar- dagskvöld er ég að spila á Prikinu ásamt félögum mínum í Rottweilerhundum. Sunnudagurinn verður rólegur enda verð ég eflaust bugaður af þynnku. Hamingjusöm Freyja og Haraldur eiga von á sínu þriðja barni og hafa komið sér fyrir í Limassol á Kýpur þar sem Haraldi bauðst góður knatt- spyrnusamningur. „Ég er komin tæpa fjóra mánuði á leið,“ segir Gunnhildur Arna Gunnars- dóttir, fyrrverandi ritstjóri 24 stunda og núverandi blaðamaður á Morg- unblaðinu. Gunnhildur og eiginmaður hennar, Björn Friðrik Brynjólfsson, eiga von á öðru barni sínu í ágúst en dóttir þeirra, Margrét Arna, verður 14 mán- aða í mars. „Sjálf á ég systur sem er einu og hálfu ári yngri. Mér fannst tilvalið að haga barneignum eins og mamma, eiga tvö börn sem fylgj- ast að í uppeldinu,” segir hún. „Þetta var einfaldlega rétti tíminn fyrir okkur. Ég náði að púsla heimilislífinu og vinnu vel saman eftir að Margrét mín fæddist og sá því fljótt að barneignir þurfa ekki að standa í vegi fyrir að hægt sé að sinna krefjandi verkefnum.” -iáh Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir blaðamaður: Á von á öðru barni Ánægð Gunnhildur á von á sínu öðru barni í ágúst. „Ég reyni að leyfa þeim að njóta sín eins og þær eru og í því sem þær eru góðar í,“ segir Ástrós Gunnarsdóttir dansari um stúlk- urnar sem keppa í Ungfrú Reykja- vík. Keppnin fer fram á Broad- way í kvöld, þar sem 23 stúlk- ur keppa um titilinn, en Ástrós hefur séð um að þjálfa stelpurnar að undanförnu. „Æfingarnar hafa gengið mjög vel, en dagskrá- in hefur verið ströng hjá stelpun- um síðustu tvær vikurnar,“ bætir hún við. Kynnir kvöldsins verður Unnur Birna Vilhjálmsdóttir sem var kjörin Ungfrú Ísland og Ung- frú heimur árið 2005. Húsið verð- ur opnað klukkan 19 á Broad- way, en þeir sem heima sitja geta horft á beina útsending á Skjá- einum klukkan 22. Aðspurð seg- ist Ástrós ekki hafa hugmynd um hver muni bera sigur úr býtum. „Ég er ekki að spá í hver vinn- ur, því þær eru allar sætar á sinn hátt.“ - ag Ungfrú Reykjavík valin í kvöld Flott Aðalbjörg Ósk Gunnarsdóttir mun krýna arftaka sinn í kvöld, en hún var kjörin Ungfrú Reykjavík 2008. helgin MÍN S N Y R T I -A K A D E M Í A N Brún án sólar! Vorum að fá frábært nýtt brúnkuspray frá Su-do. Einstakt spray sem gefur fallegan og eðlilegan lit. Auðvelt til notkunnar fyrir alla. Handhægar umbúðir. Getur brúnkað þig sjálf hvar sem er. Fæst í verslun Snyrtiakademiunnar, Snyrtistofunni Lipurtá Snyrtistofunni Gyðjunni, Snyrtistofunni Laugar- spa og Snyrtistofunni Cöru. Ekkert helv… væl Markaðsmenn Íslands ætla að fjöl- menna á íslenska markaðsdaginn á morgun sem haldinn er undir yf- irskriftinni Ekkert helv… væl. Að sögn Elísabetar Sveinsdóttur, for- manns stjórnar Ímark, gengur ráð- stefna sem haldin er í tilefni dags- ins út á pepp og að stappa í menn stálinu, enda dugi ekkert annað á þessum síðustu og verstu tímum. Meðal fyrirlesara á ráðstefnunni eru Árelía Eydís Guðmundsdóttir, lektor við Háskóla Íslands, sem er þekkt fyrir skrif um von og hamingju meðal annars. Um kvöldið verður svo blás- ið til fagnaðar auglýsingafólks en þá verða veitt verðlaun fyrir bestu auglýsingar ársins 2008.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.