Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.02.2009, Qupperneq 29

Fréttablaðið - 27.02.2009, Qupperneq 29
Góður morgunverður með börn- unum og manninum mínum. Skelli mér í Pilates- tíma. Góður löns með mann- inum mínum. Gæðastund með fjölskyldunni, til dæmis að fara með alla grísina út að renna í snjónum. Matarboð með vinafólki og ekki skemmir fyrir að taka eitt skemmtilegt spil. FRÁBÆR FÖSTUDAGUR Helga Lind Björgvinsdóttir fyrirsæta föstudagur FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS 27. FEBRÚAR 2009 „Jóhanna Guðrún er fædd 16.10.1990, sem er 27 og útkom- an er 9. Talan níu er ákveðin al- heimstala. Níurnar eru umhyggju- samar, ofsalega góðar að hugsa um fólk og ef maður fer á spítala, þá ætti maður að tékka hvort það væri ekki nía á vakt- inni því þá er alveg pottþétt að maður hrekkur ekki upp af. Níurnar hafa mikla aðlögunarhæfni og eru hálfgerð kamelljón. Þær eru yfirleitt hugsjónafólk, sem berst fyrir réttindum annarra, en gott dæmi um níu er Gaui litli. Jóhanna Guðrún er að fara yfir á lífstöluna 1 sem segir að nú fer allt að byrja. Ég var svo heppin að fá að kíkja á lífstöluna hennar fyrir daginn góða og sá að það var ekkert nema sigur í kortunum hennar. Hún á eftir að gera góða sigra á árinu því þetta er ár tækifæranna. Eitt sem gæti háð henni er að hún er með dálítið lítið hjarta og á það til að taka hluti of nærri sér, svo hún þarf að vera meira þorin og henda sér bara út í djúpu laug- ina þótt hún hafi hvorki kork né kút. Hún er tilfinninga- næm og traust manneskja sem þarf að finna í sér töff- arann og vera sjálf sín eigin fyrirmynd. Almættið mun sjá henni fyrir því að hún komist áfram, þar sem stjörnurnar eru henni hliðhollar á þessum tíma. Jóhanna þarf að passa sig á að hafa ekki áhyggj- ur af smáatriðum sem skipta engu máli, heldur einblína bara á sigurinn og tilfinningunni sem fylg- ir sigrinum. Hún á eftir að gera okkur stolt í Eur- ovision og það besta er að hún á sjálf eftir að vera mjög stolt af sér. Þú ert á blessunarlega góðu ári, Jóhanna Guðrún, og nýju tíma- bili til tíu ára, til hamingju með það.“ KLINGENBERG SPÁIR Jóhanna Guðrún Jónsdóttir söngkona 1 2 3 4 5 Kleopatra KristbjörgBrot úr bókinni Hermikrákuheimur: Við ráðum hvað við gerum við veljum það. Við höfum öll frjálst val og ráðum hvað við veljum en það fer eftir þroska sálarinnar. Bókin þín Hermikrákuheimur hefur hjálpað mjög mörgum og jafnvel bjargað mannslífum. Spekingar hafa spáð bókinni frægð og frama, segja að hún eigi eftir að fara sigurför um heiminn. Hvað viltu segja um það Kleopatra? – Ég veit ekkert hvað ég á að segja um það, held ég trúi því ekki. – En það er nú samt mjög trúlegt og vonandi verður það því þessi bók verður að komast í hendur heimsins til að hún geti hjálpað sem fl estum. Það er nú þitt áhugamál að breyta þessum sjúka heimi, kveikja ljós í öllu þessu myrkri. En til þess þarf að gefa bókina út á ensku til að byrja með og svo helst út um allan heim. Hefur þú ekki spáð í það að koma henni út fyrir landsteinana? –Það er búið að þýða bókina yfi r á ensku og ætlunin var að reyna að koma henni á erlendan markað en svo kom bara kreppan og allt fór í klessu! - Meinar þú að hætt hafi verið við að gefa hana út erlendis?- Já, í bili allavega. Það vantar fjár- magn eða samband við erlent bókaforlag. – Sér ekki bókaforlagið þitt um þau mál? – Bókaforlögin þurfa að standa undir sér og eins og sakir standa fara þau ekki að standa í stórræðum. Ég þyrfti þá að gefa hana út sjálf t.d. í Ameríku eða Bretlandi en þá vantar mig sambönd sem geta komið mér inn í eitthvað bókafor- lag. Án sambanda er það varla hægt nema þá að borga einhverju forlagi fyrir að taka hana inn. – Sem sagt, þig vantar fjárstyrk? – Bókin hjálpar öðru fólki, ekki mér. Þannig að það væri góðverk ef einhver vildi taka hana að sér, einhver sem hefur annað hvort fjármagn eða sambönd. En annars bíður þetta bara betri tíma. Koma tímar og koma ráð. – Kleopatra ef þú værir Guð hvað myndir þú þá gera fyrst og fremst? – Auðvitað breyta heiminum, eyða hatri, grimmd og græðgi, öfund og afbrýðisemi. Lækna alla geðsjúklingana og Gróa á Leiti fengi ekki að vera til. – Þú elskar að vera í sveit þegar þú átt frí og áhugamálin þín eru m.a. ljóð, söngur og dans. En þar fyrir utan ertu mikill hugs- uður og spekingur sem þráir að geta hjálpað fólki. Ekki rétt? – Ég er alltaf að spá og spekulera í því sem mér fi nnst skipta máli þ.e.a.s. lífstilganginum og reyna að leysa lífsgátuna. – Hvað fi nnst þér skipta mestu máli?- Kærleikurinn. - Maðurinn í lífi þínu, hvernig á hann að vera? – Heilbrigður og heiðarlegur, traustur og trúr. Verður líka að vera mjög rómantískur og tríta mig fl ott og vel. Hann verður að vera gáfaður og helst að hafa sömu áhugamál og ég a.m.k. elska sveitasæl- una. Verður að vera þrifi nn og hreinlátur. Kímnigáfuna má ekki vanta. Alls ekki að taka þátt í bullinu og rugl- inu. Ekki vera hermikráka í hermikrákuheiminum enda væri hann þá mjög heimskur, þætti mér. – Kleopatra hvað er best? – Að elska og vera elskaður. Hafa ein- hvern til að kúra hjá, einhvern sem hægt er að treysta og manni þykir vænt um. Þá þarf maður ekkert annað þ.e.a.s. sé maður nokkuð í lagi, ég á við heilbrigður. – Hvað er dýrmætast? – Það sem ég var að segja og svo að hafa góða heilsu og líða vel. Eiga heilbrigð börn og barnabörn, góða vini og heilbrigt líf. Að öllum líði vel sem manni þykir vænt um. – Hvað viltu segja um ást? – Dásamlegasta tilfi nningin, gefur mestu lífsgleð- ina og lífsorkuna þ.e.a.s. ef hún er heilbrigð og byggð á gagnkvæmu trausti. – En hvað um kynlífi ð? – Það verður að vera heilbrigt, hreint og tært en ekki sóðalegt og afbrigðilegt. Auðvitað á að stunda það þegar um ást er að ræða en ekki út um allt, ekki skyndikynni. Að vera hrifi n af bólfélaganum er nú alveg lágmarkið. – Hvað var best á árinu 2008? – Að vera upp í sveit í sumar- bústað sérstaklega við Þingvallarvatn síðast liðið haust og vetur þegar trén voru þakin nýfallinni mjöll. Þegar ég fór heim á æskustöðvarnar og upplifði alla náttúru- fegurðina þar og fór að leiðinu hennar mömmu, afa og ömmu. Hvergi er eins fallegt eins og á Vopnafi rði en það sá ég ekki þegar ég bjó þar. Að koma þangað sem gestur upplifði ég allt á ólíkan hátt heldur en á meðan ég bjó þar. Það var sambland af sælu og angurværð. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur – Einhver heilræði? - Lífi ð er svo stutt og þau eru svo dýrmæt þessi ár, hvað þá þegar fólk er komið yfi r miðjan aldur. Ekki eyða þeim í bull! Ekki vera dofi nn í lífi nu eða sof- andi! Mér fi nnst að fólk eigi að vera þakklátt fyrir það sem það á og njóta þess sem það hefur, í stað þess að vera á eilífum fl ækingi haldandi að grasið sé grænna hinum megin. Þá er fólk alltaf á fl ótta og endar á lífs- fl ótta! Lifi ð í ljósi! Ekki gleyma Guði! Ég vil nota tæki- færið og þakka öllum sem hafa keypt bókina og kunna að meta hana. Segir Kleopatra í febrúar 2009.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.